Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarstjóri Snæfellsbæjar um skuldastöðu sveitarfélagsins Hlutfall skamm- tímaskulda mjög óhagstætt BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar undir Jökli, hins nýja sameinaða sveitarfélags á utanverðu Snæ- fellsnesi, hefur þurft að grípa til aðgerða vegna slæmrar skulda- stöðu sveitarfélagsins. Ástæðan er sú að samsetning lána bæjar- sjóðs er mjög óhagstæð, og var hlutfall skammtímaskulda Nes- hrepps utan Ennis, eins þeirra fjögurra sveitarfélaganna sem sameinuðust 11. júní sl., mjög hátt eða um 70% af heildarskuld- um þess. Til samanburðar voru um 85% af skuldum Ólafsvíkur í formi langtímalána, skv. upplýs- ingum Stefáns Garðarssonar, bæj- arstjóra Snæféllsbæjar. Skuldbreyting og hagræðing Stefán segir að sveitarstjórnin hafi þegar gert ýmsar ráðstafanir til að mæta þessum vanda og m.a. tekið 40 millj. kr. langtímalán til breyta samsetningu skulda bæjar- sjóðs. „Hlutfall skulda er hinu nýja bæjarfélagi mjög óhagstætt," sagði Stefán og kom fram í máli hans að það hefði gert mönnum erfitt fyrir að þurfa að byrja á því eftir sameininguna að semja sig út. úr óhagstæðum skuldum og vanskilum en skv. upplýsingum hans má áætla að 50-60 millj. kr. séu gjaldfallnar. Að sögn Stefáns hefur peninga- leg staða sveitarfélaganna þó styrkst eftir sameininguna og heildarskuldir lækkað. Skv. milli- uppgjöri á fjárhag sveitarfélag- anna fyrir sameiningu voru heild- arskuldir þeirra 337 millj. kr. og peningaleg staða þeirra neikvæð um 151 millj. kr., þannig að nettó- skuldir á hvern íbúa Snæfellsbæjar eru í kringum 80 þús. kr. Skv. upplýsingum Stefáns er veltufjár- hlutfall hins nýja sveitarfélags við- undandi eða 1,6 en veltufjárhlut- fall Ólafsvíkur var 2,2 og 0,65 í Neshreppi. Að sögn hans er meg- invandi sveitarfélagsins minnk- andi tekjur og því nauðsynlegt að bregðast við þessu með ennfrekari aðgerðum, annað hvort með því að semja um frekari lánalengingar eða með verulegri hagræðingu í rekstri, sem yrði skoðað á næstu vikum. Gunnar Már Kristófersson, fyrr- verandi sveitarstjóri Neshrepps, segir að hlutfall skammtímaskulda hafi verið þetta hátt vegna þess að sveitarfélagið hafi staðið að talsverðum framkvæmdum á sein- asta ári en á sama tíma hafi tekj- ur minnkað. Heildarskuldir sveit- arsjóðsins hefðu þó ekki verið miklar eða um 80 millj. kr. Sagði hann að til samanburðar hefðu skuldir Ólafsvíkur verið mun meiri en skuldir Neshrepps. Greiðslur til tryggingayfirlæknis Ráðuneytíð hefur áður samið um slíkar greiðslur PALL Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að samningur um greiðslu á ónýttu námsleyfi, sams konar og gerður var við Björn Önundarson trygg- ingayfirlækni, hafi einnig verið gerður við Stefán Bogason, aðstoð- artryggingayfirlækni, sem lét af störfum á sama tíma. Þá hafi Guð- jón Magnússon, fyrrverandi aðstoð- arlandlæknir og núverandi skrif- stofustjóri heilbrigðisráðuneytisins, fengið greitt ónýtt námsleyfi þegar hann hóf störf hjá ráðuneytinu, I ráðherratíð Guðmundar Bjarnason- ar. „Hvað greiðslur til Björns Ön- undarsonar varðar, þá var eingöngu verið að greiða laun fyrir námsleyfi sem hann átti inni og hafði ekki getað nýtt,“ sagði Páll Sigurðsson. „Það var mat Tryggingastofnunar ríkisins að hann ætti inni námsleyfi í sex mánuði og það var fallist á að greiða honum það. Hann fékk sem svaraði launum í sex mánuði, dagpeninga þann tíma og kostnað við eitt ferðalag. í öðrum tilvikum, sem ráðuneytið hafði komið nálægt áður, var fallist á að menn gætu átt námsleyfi inni, ef þeir höfðu að mati vinnuveitandans ekki getað tekið það á ætluðum tíma.“ Páll sagði að aðstoðartrygginga- yfirlæknir, Stefán Bogason, sem sagði upp störfum á sama tíma og Björn, hefði einnig fengið sams konar greiðslu fyrir námsleyfi og hefði Tryggingastofnun ríkisins metið að hann ætti inni þrjá mánuði. Ráðuneytið áður samið á þennan hátt Páll var inntur eftir því hvort fordæmi væru fyrir samningum af þessu tagi. „Hér í ráðuneytinu höfð- um við gert einn svona samning áður, í ráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar. Þá var samið við fyrr- verandi aðstoðariandlækni, sem nú er skrifstofustjóri ráðuneytisins, Guðjón Magnússon," svaraði hann. „Það var staðfest af embætti land- íæknis að hann hefði ekki tekið námsleyfi þau 10 eða 11 ár sem hann starfaði hjá embættinu, en námsleyfi er tvær vikur á ári. Þá tók ráðherra þá ákvörðun að fella námsleyfið ekki niður, þar sem Guðjón hafði ekki getað tekið það þegar hann átti að gera það.“ Páll sagði að hann myndi ekki gefa upp sundurliðun á samningn- um við Björn, þ.e. hver stór hluti var laun, hve háar dagpeninga- greiðslur voru og hver ferðakostn- aður var áætlaður. Það væri Björns að ákveða hvort hann vildi gefa upp laun sín eða aðrar greiðslur. Dæmdir fyrir inn- flutning LSD og sölu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt tvo pilta um tvítugt til Vh og 2 ára fangelsisvistar vegna inn- flutnings á eitt þúsund skömmtum af LSD og sölu á hluta efnisins. Þá var tvítugur félagi þeirra dæmd- ur í 10 mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í 3 ár, fyrir að hafa falið hluta efnisins. Tveir piltanna fóru til Amster- dam í desember á síðasta ári og keyptu þar 1.000 skammta af LSD. í dóminum kemur fram, að lögregl- unni bárust upplýsingar um för þeirra og var leitað hjá þeim við komuna til landsins, en ekkert fannst. Þegar piltarnir voru hand- teknir 14. janúar sl. viðurkenndu þeir að hafa falið efnið í ferðatösku annars þeirra. Þegar þeir voru handteknir höfðu þeir selt hluta efnisins, en annað fannst m.a. heima hjá þriðja piltinum. í hópi hættulegustu fíkniefna í dóminum segir, að LSD sé í hópi hættulegustu fíkniefna. „Vel eru þekktar varanlegar og alvarleg- ar afleiðingar af neyslu efnisins fyrir heilsu neytenda. Ákærðu fluttu þetta hættulega efni til lands- ins í söluskyni. Ekki hafa gengið margir dómar, þar sem jafn mikið magn af þessu hættulega efni kem- ur við sögu og í þessu máli. Hins vegar verður ráðið af dómafram- kvæmd, þ.á m. af dómum Hæsta- réttar, þar sem um þessa efnisteg- und hefur verið fjallað, að beitt hefur verið ströngu refsimati,“ seg- ir dómarinn, Guðjón St. Marteins- son. Grænmetið liggur undir skemmdum EKKI eru allir skólagarðar rændir, eins og sannast hefur á skólagarði sem mun vera á vegum borgarinnar við Þorra- / götu í Skeijafirði. Börnin sem þar hafa ræktað margvíslegt grænmeti, virðast ekki hafa haft rúm fyrir meira í hirslum heima hjá sér og því eru tæp 10% af uppskerunni óupptekin, að sögn Dídi Ananada Sukrti sem rekur Sælukot, barna- heimili systrasamtaka Ananda Marga á íslandi. Dídi segir að börnin hafi þó tínt meira græn- meti úr garðinum en oft áður, stundum hafi blasað við græn beð í breiðum röðum, löngu eftir að krakkarnir voru byrj- aðir aftur í skólanum og hættir að yrkja landið. Enginn hafi hirt um tínsluna. Frá aðsetri heimilisins er ágætt útsýni yfir skólagarðinn og segir Dídí að henni finnist viðeigandi að leyfa almenningi að tína græn- metið áður en frost kemur í VAkJAty ! jörðu og það eyðileggst. „Það er óþarfi að láta þessi matvæli skemmast, ieeberg-salatið og blómkálshausarnir virðist mér að vísu þegar skemmdir en grænkálið og brokkolíið o.fl. virðist hafa haldið sér ágæt- lega, þó að aðeins sé spurning um tíma hvenær kólnar fyrir alvöru og grænmetið eyði- leggst,“ segir Dídi. Hún segist ekki vita um afstöðu þeirra sem hafa umsjón með skólagörðum í borginni til þess að almennir borgarar bjargi grænmetinu frá skemmdum, en hvarvetna megi þó sjá skilti sem banni tínslu þess. Það sé miður þar sem óþarft sé að sóa grænmet- inu með því að láta það liggja. Stjórnarnefnd Ríkisspítala Guðmund- ur Karl nýr formaður HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur skipað Guð- mund Karl Jónsson, forstjóra Fríhafnarinnar á Keflavíkur- flugvelli, formann stjóm- arnefndar Ríkisspítalanna, frá 1. október 1994. Guðmund- ur Karl er fæddur 20. nóvember árið 1940. Hann lauk stúdents- prófi árið 1961 og tók kandídatspróf í lögfræði frá Háskóla ís- lands í janúar 1969. Guðmundur var fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði 1969 þar til í ágúst 1970 er hann varð bæjarstjóri á Seyðisfirði til ársins 1974. Hann var fulltrúi og síðar deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu frá september 1973 til janúar 1976. Hann var deildar- stjóri í launadeild fjármálaráðu- neytisins þar til í janúar 1981. Síðan hefur hann verið forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurvelli. Fram kemur að á starfstíma hans í félagsmálaráðuneyti og Ij'ármálaráðuneyti hafi hann átt sæti í vinnumálanefnd ríkisins frá 1973 til 1981 og í samninga- nefnd ríkisins frá 1976 til 1988. Hann hefur setið í skaðabóta- nefnd ríkisins frá 1986. Guðmundur Karl var stjórn- arformaður Ríkisspítala frá október 1992 til ársloka 1993. Vilhjálmur ekkií prófkjör VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að taka ekki þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosn- inga næsta vor. í yfirlýsingu frá Vilhjálmi segir að á undanfömum vikum og mánuðum hafi margir komið að máli við hann og hvatt hann til þátttöku í prófkjörinu og sé hann þakklátur fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt með þessum hætti. Að vandlega at- huguðu mál hafí hann ákveðið að taka ekki þátt í prófkjörinu að þessu sinni. „Ástæðumar eru einkum þær að mér hafa verið falin mikilvæg trúnaðarstörf í borgarstjóm, borgarráði og sem formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Á þeim vettvangi hef ég verk að vinna og tel því rétt að sinna þeim trúnaðarstörfum heill og óskiptur," segir í yfírlýs- ingu Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar. Braut ljós og rúður MAÐUR vann skemmdir á fjór- um bílum við Grandagarð í fyrri- nótt. Til mannsins sást þar sem hann gekk um með hamar og skemmdi ljós og rúður fjögurra bíla, þar af tveggja vörubíla. Mikil leit var gerð að mann- inum en hann fannst ekki. Guðmundur Karl Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.