Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 33 m m MfHnuMR! IfíSÍluÍÍHHÍÍÍ ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. ^ Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba/ rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG gg /»/ GREIÐSLUSKILMÁLAR. Einar Farestveit & Co.hff. Borgartúni 28 - & 622901 og 622900 'J Guðni B. Einarsson ^ skemmtir gestum til kl. 3 föstudags- og laugardagskvöld. MAMMA ROSA, Hamraborg 11, simi 42166 Nýbýlavegi 22, sími 46085 Fostudags- og laugardagskvold MjollHálmog GunnarTrveevason Smiðjuvegi 14 (rauð gata) í Kópavogi, sími: 87 70 99 Amia Vilhjálms og Carðar Karbson . flytja hressilega danstónlist * föstudag og laugardag ‘ STÓRT BARDANSGÓLF! MINNINGAR GUNNAR NIELSEN BJÖRNSSON + Gunnar Nielsen Björnsson fæddist i Reykjavík 23. apríl 1943. Hann lést á Borgarspítal- anum 15. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 22. september. VINUR okkar Gunnar Nielsen Björnsson er látinn. Eftir stöndum við undrandi og ringluð. Gunnar sem alltaf var við höndina og alltaf fyrst- ur að bjóða sig fram til hjálpar og aðstoðar. Hvernig gat þetta gerst? Við kynntumst Gunnari í Vinafé- laginu þar sem hann var einn af mörgum stofnendum þess. Hann vann félaginu af heilum hug og vildi allt gera til að vegur þess væri sem mestur. Ég man ekki eftir að hann vant- aði á nokkurn fund félagsins. Venju- lega var hann fyrsti maðurinn sem ég mætti á fundunum. Hann tók að sér spilakvöldin og voru þau oft mjög skemmtileg og þá kunni Gunnar vel við sig í góðra vina hópi. Það er óhætt að segja að Gunnar væri vinur vina sinna. Það fengum við að reyna í félaginu. Vissi hann að einhver ætti í erfiðleikum var hann kominn til hjálpar. Þau eru ófá kvöldin sem hann sat hjá örvænting- arfulium vini og talaði í hann kjark og hætti ekki fyrr en hann sá brosin birtast. Uppgjöf var honum ekki að skapi. Hann varð gjaldkeri félagsins á árinu og leysti hann það vel af hendi, eins og allt það sem hann tók sér fyrir hendur í félaginu og verður erfítt að fínna mann í hans stað. Við í Vinafélaginu sendum ætt- ingjum Gunnars okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökk- um honum alla þá vináttu sem hann sýndi okkur. F.h. Vinafélagsins Hulda Elvý. SVAVAING VARSDÓTTIR OG ÖGMUNDUR SIG URÐSSON Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á Sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugamesveg, færðu 5 Borgamesslátur ffá aðeins 2.445 kr. og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. + Svava Ingvars- dóttir var fædd í Neðradal undir Eyjafjöllum 5. ágúst 1911. Hún lést 16. maí 1992 á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. For- eldrar hennar voru Ingvar Ing- varsson og Guð- björg Ólafsdóttir. Hún fluttist ung til Eyja og vann við ýmis störf þar til hún giftist Ög- mundi Sigurðssyni 5. október 1940. Ögmundur Sigurðsson var fæddur á Fag- urhóli i Vestmannaeyjum 7. janúar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Jónsson og Þóranna Ögmunds- dóttir. Hann ólst upp í Landa- koti til átta ára aldurs, var þá sendur í fóstur í Kerlingadal í V-Skaftafellssýslu til 17 ára aldurs. Kom þá tii Eyja og stundaði ýmis störf til lands og sjávar. Ögmundur og Svava áttu saman fimm börn. Eitt þeirra lést í frumbernsku. Út- för Ögmundar fer fram frá Landakirkju í dag. NÚ ÞEGAR Mundi tengdafaðir minn er allur langar mig að minnast þeirra beggja saman. Svava lést fyrir tveimur árum eftir erfið veikindi sem hún átti við að stríða í mörg ár en andlát hennar bar snöggt að. Kvöld- ið áður þegar ég var hjá henni og var að kveðja hana sagði hún að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af sér, að það væri allt í lagi með sig. Og henni sem var svo þungt að hún átti erfitt með mál en þannig var hún Svava, kvartaði aldrei. Við sem þekktum hana vel vissum betur hvað hún átti erfítt oft á tíðum, en alltaf var hún jafn jákvæð og dugleg, sá um heimilið, gerði allt af veikum mætti fram á síðasta dag. Svava reyndist mér sem besta móðir og við sátum oft lengi við eld- húsborðið yfír kaffíbolla og spjölluð- um mikið. Ég gat alltaf talað við Svövu um öll mín vandamál, betri trúnaðarvin var ekki hægt að eiga. Ég kom inn á heimilið til Svövu og Munda árið 1966 og var vel tekið. Við áttum ávallt gott samband. Eftir að Svava lést var Mundi einn í húsinu sínu og svoleiðis vildi hann vera á meðan hann gat eins og hann sagði við mig: „Hafdís mín, á meðan ég get hugsað um mig sjálfur þá vil ég vera hér, mér leiðist ekkert og það er allt í lagi með mig.“ Við hittumst yfírleitt á hveijum degi og það verða mikil viðbrigði að skreppa ekki niður á „Strembó“ eins og við sögðum. Yngvi hitti pabba sinn á hveijum degi og fóru þeir þá í bíltúr um alla eyju, þetta var bara fastur liður, enda sérstaklega gott samband og veit ég að hann á eftir að sakna hans mikið og við öll, en þetta er víst leið okkar allra og nú veit ég að Munda líður vel, hann er laus við allar þjáningar og hann er með henni Svövu sinni á ný. Það er margs að minnast sem ekki verður sett á blað, en ég geymi í hjarta mínu. Að lokum við ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast mín- um elskulegu tengdaforeldrum og þakka fyrir allt. Við kveðjum þau með söknuði. Guð blessi minningu þeirra. Hafdís Daníelsdóttir og fjölskylda. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.