Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FISKVEIÐIDEILAN Bjögúlfur EA er farinn frá Noregi og Óttar Birting losnar kannski í dag Urðu að leggja fram 31 milljón í tryggingu Björgúlfur EA lét úr höfn í Tromsö í Nor- egi aðeins um klukkutíma eftir að norsk yfirvöld höfðu komist að niðurstöðu um sekt- ir vegna veiða skipsins á Svalbarðasvæðinu. Framkvæmdastjóri Ottars Birtings sagðist í samtali við Pétur Gunnarsson gera sér vonir um að skipið losnaði í dag. BJÖRGÚLFUR EA lét úr höfn í Tromsö klukkan sex að íslenskum tíma í gær eftir að yfirvöld í Tromsö höfðu staðfest móttöku á bankaábyrgð frá Útgerð- arfélagi Dalvíkinga hf. vegna 13 milljóna sektar og upptökufjár sem norsk yfirvöld ákváðu að gera út- gerð skipsins að greiða. Skömmu áður en skipið lagði úr höfn vildi Sigurður Haraldsspn, skipstjóri á Björgúólfi, ekkert um það segja hvort skipið héldi heim á leið eða færi aftur til veiða. Útgerð Óttars Birtings, sem krafin er um 18 millj- ónir íslenskra króna í sektir og upptökufé, höfðu ekki iagt fram bankaábyrgð í gærkvöldi, en Elma Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri útgerðarinnar, sagðist bjartsýn á að það tækist í dag. Skipstjórar og útgerðir beggja skipanna höfnuðu boði norskra stjórnvalda um að ljúka máli vegna meintra ólöglegra veiða á fisk- vemdarsvæði Norðmanna við Sval- barða með þeim hætti að greiða fyrrgreindar fjárhæðir. Málið mun því fara fyrir héraðsdóm í Tromsö 3. janúar nk. þar sem ríkissaksókn- ari í Noregi mun flytja það. Ákvörðun norskra yfirvalda um 13 og 18 milljóna sektir og upp- tökufé byggist m.a. á viðurkenning- um skipstjóranna á afla á Sval- barðasvæðinu, en þeir hafa játað við yfirheyrslur að hafa veitt þar. Sigurður Haraldsson, skipstjóri á Björgúlfi, játaði að hafa veitt 3 tonn af fiski við Svalbarða og Jón Olsen, skipstjóri Óttars Birtings, sagði lög- reglu í Tromsö að hann hefði veitt 10,5 tonn á Svalbarðasvæðinu, en afgangurinn af þeim 300 tonnum, sem skipið hefur fengið upp úr sjó eftir 5 vikna veiðiferð, væri fenginn annars staðar úr Barentshafi. Hærri sekt en búist var við Ottar Nielsen, norskur lögfræð- ingur Skriðjökuls hf., sagði að sekt- arfjárhæðirnar væru u.þ.b. helm- ingi hærri en hann hefði átt von á ef miðað væri við það að ákvörðun norskra yfirvalda væri byggð á fyrr- nefndum afla á Svalbarðasvæðinu. Lögfræðingurinn sagðist bjartsýnn á að geta fengið fjárhæðirnar lækk- aðar og kvaðst telja nánast öraggt aö fjárhæðirnar fengjust lækkaðar fyrir dómi. Hann kvaðst telja góðar líkur á sýknun. Trals Fyhn, lögreglustjóri í Tromsö, sagði á blaðamannafundi í gær að fjárhæð sektanna væri að nær öllu leyti miðuð við niðurstöðu matsmanna á verðmæti skipa og búnaðar, en þáttur aflans væri svo lítill að hann hefði nær engin áhrif á Qárhæðimar. Ottar Nielsen segir að miðað við fýrri yfirlýsingar ákæravalds um að sektir og upp- tökufé sé að jafnaði 5-10% af nið- urstöðu mats á heildarverðmæti afla, skips og veiðarfæra, sé ljóst að verið sé með óbeinum hætti að refsa íslendingum fyrir veiðar í Smugunni. Þær fjárhæðir sem norska lög- reglan lagði í gær fyrir skipstjórana Morgunblaðið/Ingve Olsen ELMA Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Skriðjökuls hf. sem gerir út Ottar Birting, stóð í ströngu í Noregi í gær ásamt skipstjóra Ottars Birtings, Jóni Olsen. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Tromsö gerðu grein fyrir niðurstöðu málsins á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri Lars Fause, aðstoð- arlögreglustjóri, Truls Fyhn, lögreglustjóri, og Einar Petersen. og útgerðirnar að greiða sundurlið- lenskar krónur í sekt vegna ólög- ast þannig að hvoram skipstjóra er legra veiða á vemdarsvæðinu. Jafn- gert að greiða um 750 þúsund ís- framt er útgerðarfélögunum tveim- ur, Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf. og Skriðjökli hf. á Hornafirði, gert að greiða um 2,5 milljónir króna í svokallaða fyrirtækjasekt, viðurlög sem nýleg lagaheimild er fyrir í Noregi og hefur aðeins áður verið beitt í máli Hágangs að sögn Ott- ars Nielsens. Þá var Útgerðarfélagi Dalvíkinga gert að greiða um 10 milljónir króna í svokallað upp- tökufé, en upptökuféð sem Skrið- jökli var gert að greiða nemur um 15 milljónum króna. Trollpokar þeir sem notaðir voru við veiðar skip- anna á Svalbarðasvæðinu voru haldlagðir í Tromsö í gær og verða þeir, að sögn lögreglu, lagðir fram sem sönnunargögn við réttarhöldin. Upptaka veiðarfæranna veldur skipunum þó ekki vandræðum, að sögn skipstjóra þeirra, þar sem bæði hafa aðra trollpoka um borð. „Ætla ekki að borga sekt“ „Ég greiði aldrei neina sekt, fýrr sit ég í norsku fangelsi," sagði Jón Olsen, skipstjóri Óttars Birtings, í samtali við Morgunblaðið eftir að honum hafði verið kynnt ákvörðun norskra yfirvalda um viðurlög. Hann kvaðst búast við að mæta til réttarhaldanna í Tromsö í janúar og halda uppi vörnum. Sigurður Haraldsson, skipstjóri á Björgúlfi, sagðist á þessu stigi ekkert vilja segja um hvort hann mætti við rétt- arhöldin eða greiddi sektina verði hann dæmdur til þess fyrir dómi. „Þessa stundina hugsa ég ekki um annað en að komast héðan út,“ sagði hann. Eins og fyrr sagði var ljóst að útgerð Óttars Birtings tækist ekki í gær að leggja fram ábyrgð sem tryggði að skipið kæmist úr höfn. Elma Þórarinsdóttir, framkvæmda- stjóri útgerðarinnar, sagðist þó bjartsýn á að málið leystist í dag. í skipinu væra um 200 lestir af afurðum, en útflutningsverðmæti þeirra er 18-20 milljónir. Hún sagði að m.a. væri hugsanlegt að selja afurðirnar til að fá fjármagn fyrir tryggingu. Elma sagði að eigendur skipsins væru sjómannafjölskyldur á íslandi sem hefðu veðsett hús sín vegna skipakaupanna og ættu á hættu að missa heimili sín tækist þeim ekki að fá skipið leyst úr haldi þar sem enginn íslenskur banki hefði viljað taka Skriðjökul í við- skipti. Til bankakerfisins þýddi væntanlega ekkert að leita í þessu máli. Elma sagðist vera að skoða ýmsar leiðir, sem vonandi skiluðu árangri í dag, en vildi ekki upplýsa nánar hvað þar væri á ferðinni, en sagðist hvorki njóta fyrirgreiðslu opinberra aðila né stjómmálamanna á íslandi. Hún sagði að ekki hefði komið til tals að Fáskrúðsfjarðar- hreppur, sem þegar er í um 30 milljóna ábyrgðum vegna Óttars Birtings, tæki á sig auknar ábyrgð- ir vegna málsins. Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ Helmingi hærri sektir en venja er í Noregi JÓNAS Haraldsson, lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að samkvæmt upplýs- ingum sem hann hafi frá norskum aðilum séu sektarfjárhæðirnar sem norsk lögregluyfirvöld og ákæru- valdið ákváðu í gær í máli Björg- úlfs EA og Óttars Birtings, helm- ingi hærri en venja er í sambærileg- um tilvikum þegar skip hafa verið tekin í norskri landhelgi. „Þeir telja að þarna sé verið að setja fram mun hærri kröfur um refsingu held- ur en eðlilegt geti talist miðað við dómafordæmi og það sé þá gert í ákveðnu pólitísku skyni,“ sagði Jón- as. Skipstjóramir neituðu að gang- ast undir dómsátt og greiða sekt- arfjárhæðirnar og verður málinu því vísað til héraðsdóms í Tromsö þar sem það verður tekið fyrir 3. janúar. Jónas sagði að ákveðið hefði verið að halda uppi vörnum í þessu máli og Islendingar hefðu nú góðan tíma til að undirbúa' málsvörn í samráði við þjóðréttarfræðinga og starfsmenn utanríkisráðuneytisins. „Við höfum engu að tapa en dómur- inn gæti komist að þeirri niðurstöðu að refsigrundvöll skorti að þjóðar- rétti út frá Svalbarðasamkomulag- inu og að þeir yrðu að sýkna Björg- úlf, sem hefði þá þýðingu að Norð- mönnum væri óheimilt að taka okk- ar skip á Svalbarðasvæðinu. Þetta tekur auðvitað einhver ár og getur margt gerst þangað til,“ sagði Jón- as. Óvíst hvort norskir dómstólar leysa réttarágreininginn Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að það hafi alfarið verið í höndum útgerða skipanna að ákveða hvort þær tækju boði um dómsátt. Þorsteinn var spurður hvort ís- lensk stjórnvöld myndu veita út- gerðarmönnum aðstoð í dómsmál- inu: „Þeir sem flytja málið fyrir hönd islenska skipsins eiga að sjálf- sögðu kost á að fá aðstoð varðandi allar upplýsingar um þjóðréttarlega stöðu deilunnar. Hins vegar höfum við þráfaldlega vakið á því athygli, að það er allsendis óvíst að norskir dómstólar dæmi um þjóðréttar- skuldbindingar Norðmanna. Þeir skoða fyrst og fremst hvort norsk lög standast norska stjórnaískrá og það er því óvíst að norskir dóm- stólar leysi úr réttarágreiningi milli þjóðanna. Ef það mál leysist ekki með samningum þá þarf að fá úr því skorið fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag,“ sagði Þorsteinn. Búðahreppur veitti Óttari Birting ábyrgð Hefðí ekki samþykkt veiðar við Svalbarða LARS Gunnarsson, oddviti Búða- hrepps, segir að Skriðjökull hf., eig- andi togarans Óttars Birtings, sem færður hefur verið til hafnar í Nor- egi vegna veiða á Svalbarðasvæðinu, muni líklega neyðast til að reka mál skipsins samkvæmt panamískum lögum, en skipið er skráð í Panama. Útgerð skipsins hefur ekki óskað eftir aðstoð hreppsins við að útvega bankatryggingu vegna 18 milljóna sektar sem skipið var í gær dæmt til að greiða. í júlí á síðasta ári veitti Búða- hreppur Skriðjökli ábyrgð fyrir 30 milljóna króna láni, sem tryggt er með fyrsta veðrétti í skipinu. Lars segir að það hafi verið án skilyrða hendi hreppsins. „Hefðum við hins vegar verið spurðir, hefðum við aldrei samþykkt að skipið færi þama inn,“ sagði Lars. Hann svaraði játandi er spurt var hvort hreppsyfirvöld óttuðust um hagsmuni sína. Hins vegar taldi hann að útgerðin ætti að geta útvegað bankaábyrgðir fyrir sektinni þar sem skipið væri með um 30 milljóna afla- verðmæti í lestinni. Óskar liðsínnis stjórnvalda Sveitarstjóm Búðahrepps skrifaði forsætisráðherra á sunnudag og ósk- aði eftir að mál Óttars Birtings fengi sömu meðferð og mál Björgúlfs EA, en íslenzk stjómvöld hafa aðeins mótmælt töku síðarnefnda togarans. „Hentifánaskipin landa öllum sín- um afla á íslandi og era mönnuð ís- lendingum. Lagaákvæði kom í veg fyrir að hægt væri að skrá það á Islandi vegna aldurs," sagði hann. „Það var verið að vinna í því að Ótt- ar Birting fengi íslenzka skráningu, og það var maður að vinna í því síð- ast þegar togarinn var í landi, að réttur okkar yrði tryggður hvað það varðar, tiyggingabréf og annað slíkt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.