Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994-
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ísland í Evrópu
íslenska þjóðin
stendur á krossgötum.
Hið alþjóðlega um-
hverfi Islands hefur
síðastliðin ár tekið
gífurlegum stakka-
skiptum. Nýjar aðstæð-
ur blasa við sem kalla
á stefnumótun og
ákvarðanatöku. Allar
stoðir íslenskrar utan-
ríkisstefnu hafa eða
eru í þann mund að
breyta um eðli eða jafn-
vel að hverfa. NATO
hefur fullnægt sínu
sögulega hlutverki og
gengur þessa dagana í
gegnum gagngera end-
urskilgreiningu. Eðli Nórðurlanda-
ráðsins mun væntanlega breytast
sem vettvangur Islendinga í utanrík-
ismálum með inngöngu allra hinna
Norðurlanda í ESB. EFTA og EES
verða einkaklúbbar íslands.
Skýrasta og mikilvægasta ákallið
um andsvar kemur frá Evrópu. Okk-
ur var boðið að verða hluti af alþjóð-
legu samstarfi Evrópuríkja á jafn-
réttisgrundvelli en við völdum að
standa fyrir utan þegar frændþjóðir
okkar tóku boðinu um samningavið-
ræður. Þegar samningar þeirra um
aðild lágu fyrir var andsvar okkar
að „ekkert hefði breyst". ísland hef-
ur tekið fyrstu skrefin á braut sem
liggur utan hringiðu alþjóðlegs um-
hverfis landsins. Eftir að íslendingar
hafa fylgt þeirri stefnu að vera virk-
ir þátttakendur í alþjóðlegum sam-
skiptum í samfloti við bandamenn
landsins, erum við farnir að feta
okkar eigin leið utan þeirra samtaka
sem bandamenn okkar ætla að
mynda. Þetta er stefnubreyting sem
í rauninni aldrei hefur verið rædd á
ábyrgan hátt, en er einungis orðin
til vegna hræðslu og þekkingarleysis
í garð samtaka Evrópuþjóða.
Sjálfstæðismenn sinni
sögulegu hlutverki sínu
Sögulegt hlutverk sjálfstæðis-
manna hefur verið að tengja ísland
við önnur vestræn lýðræðisríki og
Ragnar
Garðarsson.
samtök þeirra. I flestum
tilvikum hefur verið
barist gegn afturhald-
söflum og einangrun-
arsinnum innan allra
flokka sem ekki hafa
séð möguleikana í sam-
starfinu við önnur ríki,
skort framsýni og bjart-
sýni í garð utanríkiss-
amkipta og fyrirlitið allt
það sem útlenskt var.
Nú þegar Islendingar
standa frammi fyrir
einu mikilvægasta vali
í utanríkismálunum,
hafa sjálfstæðismenn
kastað frumkvæðinu
frá sér, lagt frá sér sitt
sögulega hlutverk, að móta skýra
og ábyrga stefnu og veigrað sér við
að vera brautryðjendur í því að stað-
setja ísland sem fullgildan þátttak-
anda á alþjóðlegum vettvangi við
hlið bandamanna landsins. í staðinn
hefur minnsti og aumasti stjórn-
málaflokkur íslands tekið þetta mik-'
ilvægasta hagsmunamál landsins í
sínar hendur. Það er brýnt verkefni
sjálfstæðismanna að endurheimta
forystuna í mótun utanríkisstefn-
unnar úr höndum krata.
Um helgina sem leið var haldið
málefnaþing Sambands ungra sjálf-
stæðismanna. Evrópumálin voru þar
efst á baugi og fyrsta skrefíð tekið
í mótun ábyrgrar stefnu í Evrópu-
málum. Samþykkt var yfírlýsing um
að kanna til hlítar þau kjör sem ís-
lendingum gætu boðist í viðræðum
við ESB um aðild. Nauðsynlegt er
að hreinskilnar og upplýstar umræð-
ur fari áframhaldandi fram um utan-
ríkismál íslands á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins svo að sjálfstæðis-
menn verði aftur í forystusveit fyrir
mikilvægustu hagsmunamálum
landsins.
Þegar frjálslyndir menn gerast
einangrunarsinnar
Vandamálið er hins vegar að far-
ið er að gæta einangrunarhyggju
innan raða annars fijálslyndra
manna. Þetta verður í raun torskilið
Að standa utan Evrópu-
sambandsins er í raun
stefnubreyting, sem
aldrei hefur verið rædd
á ábyrgan hátt, segir
Ragnar Garðarsson og
hveturtil þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki
forystu í Evrópu-
málunum.
þegar haft er í huga að stór þáttur
einangrunarstefnunnar hjá sumum
sjálfstæðismönnum er reistur á for-
sendum fijálshyggjunnar. Það er
skilningur margra fijálshyggju-
manna að ESB hafí orðið sósíalistum
að bráð og það sé ekki hagsælt fyr-
ir ísland að fá yfir sig eitt báknið
enn ofan á þau sem fyrir eru í land-
inu. Þess vegná er tekin sú afstaða
að ísland eigi ekki að hefja samn-
ingaviðræður við ESB um aðild.
Þegar litið er á þessa afstöðu í ljósi
væntanlegrar inngöngu hinna
EFTA-ríkjanna í ESB, verður hún í
raun að einangrunarstefnu, því þó
svo að ísland öðlist hagstæðan tví-
hliða samning eða áframhaldandi
samning á forsendum EES-samn-
ingsins, munum við einangrast frá
allri stefnumótun og ákvarðanatöku
í málefnum Evrópuþjóða og verða
annars flokks Evrópubúar á meðan
flestir aðrir hafa fært sig á fyrsta
farrými.
Skurðgoðadýrkun fullveldisins
Ein helstu rökin gegn ESB-aðild
eru að hún muni skerða fullveldi
íslands. Menn verða að gera sér
grein fyrir réttu hlutföllunum og
samhenginu í þessu máli. Formlega
og lagalega séð verður um að ræða
einhver fullveldisafsöl í hendur lög-
gjafarstofnana ESB en þetta eru
aftur á móti stofnanir sem við mun-
um eiga fulltrúa í og þannig hafa
áhrif á þessa þætti fullveldisafsals-
ins.
Hins vegar er mun mikilvægara
að gera sér grein fyrir raunverulegu
eðli fullveldisins í nútíma þjóðfélagi.
íslendingar kröfðust fullveldis í sjálf-
stæðisbaráttu sinni til þess að hafa
áhrif á eigin mál. Það má færa rök
fyrir því að á þeim tímum hafí full-
veldi í lagalegu formi verið hagstæð-
asta leiðin til þess að ráða yfír eigin
málum. Alþjóðakerfið var mun meira
uppskipt en það er í dag og hver
þjóð meira lík eylandi. í nútíma þjóð-
félagi og alþjóðakerfi eru mörg þau
öfl sem hafa áhrif á málefni þjóð-
anna ekki lengur bundin hveiju landi
fyrir sig, heldur orðin samofin þvert
yfir landamæri þjóðanna. Þessi þró-
un hefur gert fullt og óskert full-
veldi í lagalegu og formlegu sniði
úrelt sem leið til að hafa áhrif á
eigin mál.
Ef sú afstaða að verja lagalegt
fullveldi leiðir af sér að íslendingar
verða ekki fullgildir þátttakendur í
stjórnun þeirra afla sem hafa áhrif
á okkar hag, má segja að slíkt full-
veldi geti af sér skert sjálfræði. Sjálf-
ræðið var markmið fullveldisins, en
í hugum margra er óskert lagalegt
fullveldi í staðinn orðið markmiðið
og jafnvel heilög kýr. Þessi skurð-
goðadýrkun fullveldisins kemur í
nútima þjóðfélagi í veg fyrir að við
öðlumst nægilegt sjálfræði yfir eigin
málum.
Pólitísk rök fyrir aðild að ESB
ESB er vissulega ekki neinn full-
kominn skapnaður og fínna má at-
riði við aðildina sem íslendingar
væru sennilega mótfallnir. Fyrst má
benda á hið tvískipta eðli ESB þar
sem markaðsvíddin og hin pólitíska
vídd togast á. Þær hugmyndir í hinni
pólitísku vídd sem íslendingar væru
væntanlega andsnúnir snúast um
alríkisskipulag og verulega aukn-
ingu pólitísks samruna. Þessu hefur
verið lýst sem spurningunni um að
dýpka samstarfíð eða að víkka það
með því að taka ný aðildarríki inn.
Stór þáttur þess að vilja víkka sam-
starfið tengist markaðsvíddinni og
hinum efnahagslega ávinningi nýrra
aðildarríkja og stækkun markaðar-
ins.
íslendingar virðast hugsa fyrst
og fremst um markaðsvíddina og
velta fyrir sér hinum efnahagslega
ávinningi við aðild. Á sama tíma
virðumst við deila með Bretum og
öðrum Norðurlandabúum (sérstak-
lega Dönum) andstöðunni gegn frek-
ari pólitískum samruna og „federal-
isma“. Markaðsvíddin á því eftir að
styrkjast með inngöngu EFTA-ríkj-
anna fyrrverandi, sem ætti að falla
íslendingum í geð.
Pólitísk rök fyrir aðild að ESB
tengjast öðrum þáttum hinnar póli-
tísku víddar en þeim „federalísku“.
íslendingar ættu ekki að sætta sig
við neitt minna en að vera fullgildir
Evrópubúar bæði í efnahagslegum
og pólitískum skilningi. EES-samn-
ingurinn hefur fært okkur nær öðr-
um Evrópuþjóðum viðskiptalega, en
við erum ennþá útilokuð pólitískt
séð. Við vorum meðal jafningja í
EFTA bæði efnahagslega og póli-
tískt. Það má jafnvel orða það þann-
ig að við höfum átt þjáningabræður
sem þjóðir án bestukjara í Evrópu.
Núna virðist stefna í að við munum
ekki einu sinni eiga þjáningabræður.
Skýrustu pólitísku rökin fyrir að-
ild að ESB eru að verða þátttakend-
ur í stefnumótuninni og ákvarðana-
tökuferlinu sem við erum núna úti-
lokuð frá. Þetta eru ekki óljós og
óskilgreind markmið, heldur það sem
allar aðrar Evrópuþjóðir eru að
keppa að, jafnvel fyrrverandi aust-
antjaldslönd. Þegar flestallar Evr-
ópuþjóðir meta það sem svo að það
sé hagsmunamál að keppa að póli-
tískum áhrifum í Evrópu, hvar
standa þá íslendingar? Ég er hrædd-
ur um að ef við látum ekki rödd
okkar heyrast, þannig að mark verði
á okkur tekið, verðum við ofurseld
erlendum öflum og áhrifum. Með
öðrum orðum lendum við í vissum
skilningi aftur eins og forðum í þeim
vítahring að færri og færri mál verða
raunverulega á okkar valdi á meðan
hreyfiaflið ræðst á erlendri grundu
utan okkar áhrifa. Við öðluðumst
fullveldi til þess að fá hreyfiaflið
heim, en í dag hefur fullveldið misst
tökunum á hreyfiafiinu. Eina leiðin
til að ná völdum aftur yfír hreyf-
iafli þjóðmálanna í einhveijum mæli
er að endurskilgreina fullveldishug-
myndir okkar svo að þær samlagist
nauðsyn þess að starfa með öðrum
þjóðum á jafnréttisgrundvelli, en
ekki eins og við værum eyland í ein-
angrun.
Höfundur er
stjórnmálafræðingur.
ALLT frá því að
Þorsteinn Erlingsson
gaf þjóð sinni kvæðið
um sólskríkjuna, sem
söng svo fallega í
runnum Þórsmerkur
og vakti heimþrá
skáldsins, hefur næst-
um hver íslendingur
kunnað skil á Þórs-
mörk. í mörgum
þeirra hefur blundað
sú þrá að komast
þangað því að flestra
áliti er þar að fínna
einn fegursta stað landsins. En til
Þórsmerkur liggja ekki greiðar leið-
ir. Árnar Markarfljót og Krossá vetja
Mörkina og þær hleypa ekki þangað
hveijum sem er hvenær sem er.
Skömmu eftir stofnun Ferðafé-
lags íslands árið 1927 fóru félags-
menn að ræða um skipulagðar ferð-
ir inn á Þórsmörk og létu ekki þess-
ar óhemjur hefta för. Árið 1933 fór
félagið þangað fyrstu skemmtiferð-
ina. Þá var ekið á bílum inn í Fljóts-
hlíð á laugardegi og gist þar. Árla
næsta morgun var sest á hestbak,
riðið yfír Markarfljót og Krossá og
um Mörkina eins og
tíminn leyfði. Um kvöld-
ið var ekið aftur til
Reykjavíkur.
Markarfljót var brúað
1933. Þá varð akfært
að Stóru-Mörk. Þaðan
var svo farið ríðandi eins
og fyrr, en leiðin nú
miklu greiðari. Krossá
varði Mörkina fyrir bí-
laumferð, uns tveggja
drifa trukkarnir komu til
sögunnar á stríðsárun-
um. Áin reyndist þeim
enginn farartálmi og brátt hófust
skipulagðar bílferðir með skemmti-
ferðafólk inn á Þórsmörk, sem síðan
kölluðu á bætta þjónustu. Stjórn
Ferðafélagsins skiídi fljótt kröfur
tímans og þegar árið 1947 sam-
þykkti hún að byggja sæluhús á
Þórsmörk með leyfí Skógræktar
ríkisins, sem hafði þá og hefur enn
húsbóndavald á svæðinu. En af
ýmsum ástæðum tafðist málið í
fimm ár svo það var ekki fyrr en
1952 sem hafíst var handa um
byggingu húss í Langadal. Lauk
smíðinni tveimur árum síðar og var
LÝÐVELDISGANGA
FERÐAFÉLAGS
ÍSLANDS
Laugardaginn 1. októ-
ber verður opið hús í
Skagfjörðsskála í
Þórsmörk, segir Tóm-
as Einarsson, en 40
ár eru síðan skálinn
var reistur.
húsið vígt 21. ágúst 1954. Var því
gefið nafnið Skagfjörðsskáli, til
heiðurs og minningar um Kristján
Ó. Skagfjörð, sem sat í stjórn fé-
lagsins á árunum 1934-51 og var
framkvæmdastjóri þess í 12 ár.
Húsið var um 60 fermetra að flatar-
máli og tók um 60 manns. En brátt
reyndist það of lítið því aðsóknin
óx jafnt og þétt. Tíu árum síðar var
SKAGFJÖRÐSSKÁLI í Þórsmörk.
gistrýmið aukið um nærri helming.
1972 var húsið stækkað enn og
gátu nú hátt í 200 manns gist þar
en þá var þétt setinn bekkurinn.
Útliti hússins hefur ekki verið breytt
síðan,- eiTþað hefur verið innréttað
að nýju í samræmi við kröfur tímans
og er þar nú gistirúm fyrir 80 manns
með góðu móti.
Auk sæluhússins hafa fleiri bygg-
ingar risið í Langadal s.s. geymslur,
útisalerni og annað sem tengist
starfseminni. Sumarið 1986 var
byggð göngubrú á Krossá. Þá var
að lokum rutt úr vegi aðalhindrun
ferðamanna, sem vildu heimsækja
Þórsmörkina.
Óhætt er að fullyrða að aðstaðan
í Skagfjörðsskála í Langadal er nú
sú besta sem í boði er í sæluhúsi í
óbyggðum, enda hafa félagsmenn
lagt metnað sinn í að svo sé. Tugir
þeirra vinna þar hundruð dagsverka
ár hvert í sjálfboðavinnu við að fegra
og bæta umhverfí og hús.
Því má með sanni segja að Skag-
fjörðsskálinn sé annað félagsheimili
Ferðafélags íslands. Þangað er því
oft haldið þegar gera skal dagamun
og minnast merkisatburða í sögu
félagsins.
Hollar vættir vaka yfir Langadal.
Á þeim 40 árum, sem liðin eru frá
byggingu hússins, hafa tugir þús-
unda ferðamanna, innlendra sem
erlendra, sótt Þórsmörk heim á veg-
um félagsins, og snúið aftur endur-
nærðir á sál og líkama, án slysa eða
meiriháttar óhappa. Það ber sannar-
lega að þakka.
Laugardaginn 1. október nk. ætl-
ar Ferðafélag íslands að minnast
þessara tímamóta. Þann dag verður
„opið hús“ í Skagfjörðsskála. Er
þess vænst að sem flestir, félags-
menn og aðrir velunnarar, sjái sér
fært að „skreppa inn á Þórsmörk"
og taka þátt í afmælisfagnaðinum.
Höfundur er kcnnari.
Skagfjörðs-
skáli á Þórs-
mörk 40 ára