Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 226. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Stefnum ekjufeija lokað Jarðskjálfti sem reið yfir Japan mældist 8,2 stig á Richter Talinn öflug- asti skjálftinn á þessu ári Tókýó. Reuter. AÐ MINNSTA kosti tveir létust og 196 særðust er öflugur jarðskjáifti reið yfir norðurhluta Japans í gærkvöldi, skömmu eftir hádegi að íslensk- um tíma. Jarðskjálftinn, sem átti upptök neðansjávar, norður af nyrstu eyju Japans, mældist 8,2 stig á Richter, samkvæmt mælingum banda- rísku jarðfræðistofnunarinnar en Japanir telja hann hafa verið 7,9 stig á Richter. Þetta er einn öflugasti jarðskjálfti sem hefur riðið yfir Japan og telja bandarískir jarðskjálftafræðingar að um öflugasta skjálfta þessa árs sé að ræða, þar sem að jafnaði verði einn stór skjálfti á ári í heiminum. Vaxandi spenna í Azer- bajdzhan Baku. Reuter. UM SJÖ hundruð stjórnarhermenn tóku sér stöðu við bækistöðvar sér- sveita lögreglunnar, OPON, í Bakú í Azerbajdzhan í gær en sveitirnar risu upp gegn stjórninni á sunnu- dag. Fullyrt var að samningar væru í gangi til að koma í veg fyrir blóð- ugt uppgjör en spenna var sögð mikil í borginni. Hajdar Alíjev forseti lýsti yfir neyðarástandi í 60 daga eftir að sérsveitirnar tóku Alí Úmarov sak- sóknara til fanga á sunnudag. Alíjev sagði tökuna jafngilda stjórnarbylt- ingartilraun og snemma í morgun, að staðartíma, sagði hann forsætis- ráðherrann, Surat Husejnov, standa að baki því. Sérsveitarmenn eru um 150 tals- ins og hafa yfir að ráða bestu vopn- um, léttum sem þungum, sem völ er á. Slepptu þeir Úmarov eftir að hafa haft hann í haldi í nokkrar klukkustundir. Sérsveitirnar krefjast þess að þingið verði kallað saman til sér- staks fundar til þess að fjalla um ástandið í landinu. Þær krefjast enn- fremur afsagnar Ramílks Úsúbovs innanríkisráðherra, þingforsetans og Úmarovs saksóknara. Ennfremur vilja þær að Rovshan Javadov að- stoðarinnanríkisráðherra verði sett- ur aftur í embætti. Hann sækir stuðning einkum til sérsveitanna. SÆNSK og finnsk siglingayfir- völd fyrirskipuðu í gær að stafn- hierar á bílferjum yrðu soðnir aftur í kjölfar mynda sem náð- ust af ferjunni Estoniu á botni Eystrasalts, en þar sést að stafn- hleri skipsins hefur fallið af. Þetta á þó aðeins við um ferjur á lengri leiðum fyrir opnu hafi. Ferjur sem sigla á milli Helsinki og Tallinn, svo og Stokkhólms og Turku þurfa ekki að grípa til þessara aðgerða. Gildir þessi ákvörðun meðan rannsókn stendur yfir á orsök þess að Estonia sökk í fyrri viku og verður stefnum sjö finnskra og tíu sænskra ferja lokað. A mynd- inni er stafnhleri ferjunnar Silja Symphony, sem siglir á milli Stokkhólms og Helsinki, logsoð- inn aftur. Skjálftinn reið yfir um kl. 22.30 að staðartíma og stóð í um þrjár mínútur. Hann varð á um 20 km dýpi undir hafsbotni, sem er óvenju grunnt að sögn japanskra jarð- skjálftafræðinga. Um tuttugu eftir- skjálftar mældust á fyrstu þremur klukkustundunum eftir skjálftann. Þá urðu allmargir skjálftar við Kúrileyjar um svipað leyti og fórust sextán manns í þeim. Um kl. 21.30 að íslenskum tíma reið enn einn skjálfti yfir Hokkaido og mældist hann 6 stig á Richter. Stóra skjálftans varð m.a. vart í Tókýó, sem er um 800 km sunnar. Mestar skemmdir urðu á eyjunni Hokkaido austanverðri, sem er stijálbýlasti hluti landsins, og eru margir staðir sambandslausir við umheiminn, sérstaklega smáeyjar nærri skjálftamiðjunni. Þeir sem létust voru 73 ára karl og 63 ára kona sem talið er að hafi fengið hjartaáfall. Flestir þeir sem slösuðust fengu í sig glerbrot eða urðu undir þungum hlutum sem hentust til við skjálftann. Vegir skemmdust mikið og nokkrar brýr hrundu. Óttast var að flóðbylgjur myndu ganga á land í kjölfar hans og var fólk hvatt til að halda brott frá strandlengjunni. Skjálftinn í gær var jafnmikill ef ekki meiri en sá skjálfti sem valdið hefur mestu tjóni í Japan. Það var árið 1923 en þá fórust um 140.000 manns í Tókýó og Yoko- hama í skjálfta sem mældist 7,9 stig á Richter. Reuter Umsátursins um þinghúsið minnst BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hélt í gær blaðamannafund í tilefni þess að í gær var ár liðið frá því hann sendi skriðdreka að þinghúsinu í Moskvu til að brjóta uppreisn andstæðinga sinna á bak aftur. 140 manns biðu bana í árásinni á þinghúsið og Jeltsín sagði mannfallið sorglegt. Hópur harðlínukommúnista safnaðist í gær saman fyrir framan þinghúsið til að minnast þeirra sem létu lífið í átökunum um þinghúsið. Bar fólkið fána Sovétríkjanna og myndir af hinum látnu. Á fundinum tilkynnti Jeltsín einnig að ráðgerðar væru smávægilegar breytingar á sijórninni og kvaðst ekkert hafa á móti því að stjórnarandstöðu- flokkar, þeirra á meðal kommúnistar, fengju fulltrúa í henni. Erlendir sérfræðingar reyna að bæta löggæslu á Haítí Lögi'eglustj óranum tekst að flýia land Port-au-Princc. Reuter. LÖGREGLUSTJÓRINN á Haítí, Jos- eph Michel Francois, yfirgaf landið í gær og hélt til Dóminíska lýðveldis- ins, sem er á austurhelmingi eyjar- innar Hispaníólu; Haítí er vestan megin. Honum var í fyrstu meinuð innganga vegna þess að hann var ekki með gild skilríki, að sögn Stanl- eys Schragers, talsmanns bandaríska sendiráðsins í Port-au-Prince, en hann fékk að endingu fara inn í land- ið með ferðamannaáritun, en ekki sem pólitfskur flóttamaður. Francois sendi eiginkonu sína og börn yfír landamærin í síðustu viku en herforingjarnir og samverkamenn þeirra óttast mjög að verða fyrir barðinu á almenningi sem á harma að hefna eftir þriggja ára ógnar- stjórn. Francois er einn af þrem helstu leiðtogum herforingjastjórn- arinnar sem hét því að afsala sér völdum í síðasta lagi 15. október og leyfa lýðræðislega kjörnum forseta, hinum útlæga Jean-Bertrand Ar- istide, að taka á ný við völdum. Aristide, lýsti því yfir í ræðu á JEAN-Bertrand Aristide, út- lægur forseti Haítí, ávarpar þing Sameinuðu þjóðanna. þingi Sameinuðu þjóðanna í gær að hann myndi taka við völdum á Haítí hinn 15. október n.k. Aldrei í sviðsljósinu Margir álíta Francois hafa verið aðalstjórnanda valdaráns herforingj- anna 1991 og hann hefur haft á sín- um snærum skuggaher, svonefnda „attachés", sem eru vopnaðir aðstoð- armenn lögreglu. Þeir munu bera ábyrgð á dijúgum hluta þeirra 3.000 morða á óbreyttum borgurum sem framin hafa verið síðustu árin. Francois hefur ávallt gætt þess að vera sem mihnst í sviðsljósinu sjálfur og fæstir Haítímenn vita hvernig hann lítur út. Schrager sagði að hyrfi Francois úr landi myndi verða auðveldara að koma á fót borgaralegu lögregluiiði sem 56 erlendir sérfræðingar undir forystu fyrrverandi lögreglustjóra New York eni nú byijaðir að þjálfa. Alls munu um 1.000 erlendir lög- gæslumenn taka þátt í starfmu en lögreglan á Haítí hefur lengi verið alræmd fyrir agaleysi. Útlendingarnir munu síðar ákveða hveijir af núver- andi lögreglumönnum Haítís séu not- hæfír í nýja liðið. Á mánudag komu 262 hermenn frá sex rikjum í Karíbahafi til að aðstoða bandariska herliðið við að tryggja friðsamlega valdatöku Aristide.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.