Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691166, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. STEFNURÆÐA FORSÆTIS- RÁÐHERRA DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra rakti í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi þann árangur, sem ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur náð. Þar ber hæst efnahagslegan stöðugleika. Mikil umskipti hafa orðið að því leyti. Forsætisráðherra benti á að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins stefndi í að verðbólga yrði undir 5% fjögur ár í röð. Jafnframt hefur verið afgangur á viðskiptum við út- lönd þijú ár í röð, sem þýðir að íslendingar eru farnir að greiða erlendar skuldir sínar til baka, um 23 milljarða króna á þrem- ur árum að mati forsætisráðherra. „Meðan þannig er haldið á málum, þá þarf enginn maður í þessu landi að óttast að þjóðin sé á þeirri braut, sem frændur okkar Færeyingar lentu á, illu heilli. En við vorum á þeirri braut. Af henni var horfið og á hana má ekki aftur fara.“ Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis náð umtalsverðum árangri við að lækka vexti. Davíð Oddsson benti á að raunávöxtunar- krafa ríkisverðbréfa á Verðbréfaþingi hefði lækkað úr 8,15% er ríkisstjórnin tók við, í 4,86% nú. Þetta er vissulega mikill árangur, og kjarabót fyrir almenning og fyrirtæki eins og forsætisráðherra segir. Hann benti jafnframt réttilega á þau skilyrði, sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að það takist að lækka vexti; hagfelldan viðskiptajöfnuð, lítinn ríkissjóðs- halla, og að lánsfjárþörf ríkisins sé umtalsvert minni en ný- sparnaður í landinu. Enn má ganga lengra í því að reyna að lækka vexti. Það er lofsvert að forsætisráðherra boðar að ríkisvaldið muni fylgj- ast náið með því að vaxtamunur í bankakerfinu minnki. Hins vegar eru ríkisfjármálin ennþá veiki hlekkurinn í aðgerðum í vaxtamálum. Eins og forsætisráðherra vék að í ræðu sinni, hefur fullnægjandi árangur ekki náðst í því að ná niður halla ríkissjóðs, þótt tekizt hafi að spyrna við fótum á ýmsum svið- um. Ljóst er hins vegar að forðast verður með öllum ráðum að auka lánsfjárþörf ríkissjóðs, eigi að takast að lækka vexti enn frekar. Stöðugleikinn í efnahagsmálum er mikilvægasta afrek ríkis- stjórnarinnar. Hún hefur haft önnur tök á efnahagsstjórninni en oft hafa tíðkazt. Davíð Oddsson benti réttilega á að í tíð ríkisstjórnar hans hefur árvissum smáskammtalækningum í efnahagsmálum, oft í formi millifærslna, fækkað. í staðinn hefur sú stefna orðið ofan á að leitast við að búa atvinnulífinu stöðug skilyrði. Þáttur í því hefur verið að tryggja viðskiptahagsmuni ís- lands á mikilvægasta útflutningsmarkaðnum, Evrópumarkaðn- um. Annað höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar var að ijúka samn- ingunum um Evrópskt efnahagssvæði með farsælum hætti. Flestir ættu nú að geta orðið sammála um að það tókst. „Sem betur fer virðast nú efasemdaraddirnar þagnaðar, og enginn nefnir að íslendingar eigi að losa sig frá samningnum og missa af Jpeim ábata sem í honum felst, sagði forsætisráðherrann. I hinni erfiðu deilu íslendinga við Norðmenn vegna fiskveiða í Barentshafi er stefna forsætisráðherra hófsöm og skynsam- leg. Hann lagði áherzlu á það í ræðu sinni að Islendingar myndu krefjast veiðiheimilda í Barentshafi á grundvelli sann- girnissjónarmiða. Hins vegar lagði hann ríka áherzlu á að ís- lendingar myndu aldrei stuðla að ofveiði á fiskistofnum og ekki mætti ganga fram af óbilgirni í samningaviðræðum við Norðmenn. Hugmynd forsætisráðherra um að sá kvóti, sem íslendingum kynni að verða úthlutað í Barentshafi, yrði bundinn stofn- stærð Barentshafsþorsksins, er athyglisverð. Verði hún sett fram í samningaviðræðunum við Norðmenn, sem hefjast í næstu viku, má öllum ljóst vera að enginn getur sakað íslend- inga um rányrkju á úthafsmiðum. Hins vegar hlyti slíkt fyrir- komulag að byggjast á aflamarki eins og nú er, en ekki sóknar- marki, eins og raunin mun vera í Beringshafi, en forsætisráð- herra vísaði til þess í ræðu sinni. Davíð Oddsson sýndi fram á það í ræðu sinni að ríkisstjórn hans hefur náð margvíslegum árangri á kjörtímabilinu, sem senn er á enda. Æskilegt hefði hins vegar verið að í stefnu- ræðu forsætisráðherrans kæmi fram með skýrari hætti hvaða málum stjórnarflokkarnir hyggjast beita sér sérstaklega fyrir á þinginu í vetur. Mörg þau mál, sem boðuð voru í hvítbók ríkisstjórnarinnar haustið 1991 hafa ekki komið fram. Þar má nefna endurskoðun stjórnarskrár og kosningalaga, lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda, endurskoðun grunnskólalaga, sem nú hefur reyndar verið samið frumvarp um, og endurskoð- un útvarpslaga. Ríkisstjórnin hlýtur að nota tímann vel á þing- inu í vetur til að koma ýmsum framfaramálum á rekspöl. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á næstu vikum Hörð barátta um skipan einstakra sæta Prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í a.m.k. fímm kjördæmum, það fyrsta á Austur- landi um næstu helgi. Sums staðar stefnir í harða baráttu um einstök sæti. I samantekt Helga Bjarnasonar kemur fram að aðeins þrír þingmenn flokksins hafa ákveðið að hætta, hinir sækjast eftir „öruggum“ sætum. Það kemur í ljós á næstu flórum vikum hvort þeir hafa erindi sem erfíði. Sjálfstæðisflokkurinn viðhef- ur prófkjör í að minnsta kosti fimm kjördæmum af átta vegna uppröðunar á framboðslista vegna næstu alþingis- kosninga, þ.e. í Reykjavík, á Reykja- nesi, Suðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Fyrsta prófkjörið verður á Austurlandi næstkomandi laugardag og það næsta á Vest- íjörðum annan laugardag. Prófkjör- ið í Reykjavík er opið flokksfólki, einnig þeim sem ganga í flokkinn á prófkjörsdegi, en hin eru auk þess opin þeim sem undirrita stuðnings- yfirlýsingu við flokkinn. Sjálfstæð- ismenn í Norðurlandskjördæmi eystra velja á milli efstu frambjóð- enda á útvíkkuðu kjördæmisráðs- þingi. Á Vesturlandi og Norðurlandi vestra hefur ekki verið ákveðið hvemig staðið verður að uppstill- ingu. Lítill áhugi virðist vera á þátttöku í prófkjörum í stóru kjördæmunum, Reykjavík og Reykjanesi, en meiri í þeim smærri. Þingmenn raða sér í „öruggu“ sætin Sitjandi þingmenn sækjast í flest- um tilvikum eftir sínum sætum eða öruggum þingsætum, hvort sem við- haft er prófkjör eða aðrar aðferðir em notaðar við val á frambjóðendum á listana. Aðeins þrír þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefí ekki kost á sér áfram, Matthías Bjarnason á Vestfjörðum og Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Bjöm Albertsson í Reykjavík. Pálmi Jónsson hefur ekki gefið það út hvort hann fer fram í Norðurlandskjördæmi vestra eða hættir. Aðrir virðast ætla að sækjast eftir „þingsætum", hvort sem það tekst eða ekki. Spurning hefur verið með Salome Þorkelsdóttur en hún sagðist á mánudag ætla að taka þátt í prófkjörinu í Reykjaneskjör- dæmi. Ekki virðist vera mikill hiti í próf- kjörsbaráttunni þó á nokkrum stöð- um sé baráttan hörð um einstök sæti, til dæmis um 3. sætið í Reykja- vík og 2. sætið á Suðurlandi og Austfjörðurn. Á Vestfjörðum er tek- ist á um fyrsta sætið eftir að Matthí- as Bjarnason ákvað að draga sig í hlé en leiðtogasætin eru annars haf- in yfir baráttuna. AUSTURLAND Baráttan um annað sætið Níu gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna á Austfjörðum. Efsta sætið virðist vera frátekið fyr- ir þingmann kjördæmisins en barátt- an stendur um annað sætið. Egill Jónsson alþingismaður á Seljavöllum í Hornafirði gefur einn kost á sér í fyrsta sætið. Varaþingmaðurinn, Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði, gefur ekki kost á sér í 2. sætið. Um það keppa hins vegar Arnbjörg Sveinsdóttir á Seyðisfirði, sem síðast var í 4. sætinu, Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður á Bakka- firði, en hann var í því þriðja, og Skúli Sigurðsson fyrrverandi bæjar- stjórnarmaður á Eskifirði. Heimild- armaður blaðsins í röðum austfirskra sjálfstæðismanna telur að baráttan standi milli Arnbjargar og Kristins. Vegna þess hvað margir fram- bærilegir menn bjóða sig fram telur heimildarmaður blaðsins að atkvæði geti dreifst mikið og við það orðið óvænt úrslit. Sigurður Eymundsson á Egilsstöðum er til dæmis talinn óráðin gáta en hann gefur ekki kost á sér í ákveðið sæti, segist aðeins vilja komast sem hæst. Ólafur Ragn- arsson á Djúpavogi gefur kost á sér í 3.-6. sæti. Þá gefa þau Ásmundur Ásmundsson á Reyðarfirði, Jóhanna Hallgrímsdóttir á Reyðarfirði og Magnús Brandsson á Neskaupstað kost á sér í 4.-6. sæti. VESTFIRÐIR Keppni um leiðtogahlutverkið Keppni Einars K. Guðfínnssonar alþingismanns úr Bolungarvík og Einars Odds Kristjánssonar á Flat- eyri, fyrrverandi formanns Vinnu- veitendasambands íslands, um fyrsta sætið og þar með leiðtogahlut- verkið í kjördæminu einkennir próf- kjörsbaráttuna á Vestfjörðum. Próf- kjörið þar fer fram laugardaginn 15. október. Matthías Bjarnason hefur ákveðið að láta af þingmennsku eft- ir þetta kjörtímabil. Einar Kristinn var í öðru sætinu síðast og sækist eftir því að færast upp en Einar Oddur, sem ekki hefur áður tekið sæti ofarlega á framboðslistanum, sækist einnig eftir því sæti. Fram- bjóðendurnir hafa ekki lýst því yfir hvort þeir taki sæti á listanum nái þeir ekki takmarki sínu um fyrsta sætið. Prófkjörsreglur flokksins gera ekki ráð fyrir því að menn bjóði sig beinlínis fram í ákveðin sæti heldur er þátttakendum ætlað að raða. Nið- urstöður prófkjörs eru bindandi ef helmingur flokksmanna í viðkomandi kjördæmi tekur þátt og ef viðkom- andi frambjóðandi fær helming greiddra atkvæða, sama í hvaða sæti þau þau eru. Guðjón A. Kristjánsson, varaþing- maður og formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sækist eftii' 2. sætinu. Þá hefur framboð Ólafs Hannibalssonar blaðamanns, fyrrverandi bónda í Selárdal, vakið athygli. Hann býður sig ekki fram í ákveðið sæti en fram hefur komið hjá honum að hann stefnir ákveðið að 2.-3. sæti listans. Aðrir sem bjóða sig fram en hafa ekki nefnt ákveðin sæti eru Ásgeir Þór Jónsson í Bol- ungarvík, Gísli Ólafsson í Vestur- byggð, Hildigunnur Lóa Högnadóttir og Kolbrún Halldórsdóttir á ísafirði og Sigríður Hrönn Elíasdóttir í Súða- vík. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla í prófkjörunum á Vestfjörðum og Austfjörðum stendur nú yfir. NORÐURLAND EYSTRA Kjördæmisráð velur frambjóðendur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra ákvað á fundi fundi sem haldinn var í Mývatnssveit síðastliðinn laugar- dag að láta aðal- og varamenn í kjör- dæmisráði, alls 130 manns, kjósa um sex efstu sæti listans á kjördæ- misráðsfundi 16. október næstkom- andi. Kosið verður um hvert sæti fyrir sig, fyrst um efsta sætið og síðan koll af kolli, að sögn Önnu Blöndal, formanns kjördæmisráðs. Síðan gerir kjömefnd tillögu um skipan sætanna sex á neðri hluta framboðslistans. Kjörnefnd mun auglýsa eftir fram- boðum. Anna sagði ekki vitað annað en báðir þingmenn kjördæmisins, Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich, gæfu kost á sér áfram. Á kjördæmisráðsfundinum kom jafn- framt fram að Gunnlaugur J. Magn- ússon á Ólafsfirði, Halldóra Bjama- dóttir á Þórustöðum í Eyjafjarðar- sveit, Jón Helgi Björnsson á Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu og Svanhildur Árnadóttir á Dalvík, varaþingmaður flokksins, hefðu hug á að gefa kost á sér við þetta val. Þrír sækjast eftir 3. sætinu Prófkjörsbaráttan { Reykjavík virðist ekki vera hafin fyrir alvöru enda framboðsfrestur nýlega út- mnnin. Þó hafa fyrstu kosninga- skrifstofurnar verið opnaðar og menn eru byrjaðir að safna liði og undirbúa útgáfustarf. Sjö áf níu alþingismönnum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík gefa ásamt sjö nýjum mönnum kost á sér í prófkjöri flokksins sem verður 28. og 29. október næstkomandi. Kjör- nefnd hefur heimild til að bæta fleiri nöfnum á prófkjörslistann. Efsta sætið er frátekið fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra gefur einn kost á sér í annað sætið. Mesta baráttan stendur um þriðja sætið sem Björn Bjarnason skipaði við síðustu kosn- ingar. Auk hans sækjast Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir eftir því sæti, Sólveig var síðast í 6. sæt- inu og Geir í 7. Síðast skipuðu Eyjólf- ur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson 4. og 5. sæti listans en þeir bjóða sig ekki fram nú. Þing- mennirnir Lára Margrét Ragnars- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 25 REYKJAVIK ISUÐURLAND AUSTURLAND VESTFIRÐIR INORÐURLAND VESTRA SUOURLAND IREYKJANES VESTURLAND Eggert Haukdal Sólveig Pétursdóttir Skúli Sigurðsson Einar Oddur Kristjánsson Björn Bjarnason Geir H. Haarde Arnbjörg Sveinsdóttir Kristinn Pétursson Salome ætlar í prófkjörið Línur eru ekki fam- ar að skýrast í Reykja- neskjördæmi vegna prófkjörsins sem þar verður 5. nóvember. Fáir hafa sýnt áhuga á framboði en framboðsfrestur rennur út næstkomandi sunnudag. Flokkur- inn á nú fimm þingmenn í kjördæm- inu, Ólaf G. Einarsson menntamála- ráðherra í Garðabæ, Salome Þorkels- dóttur í Mosfellsbæ,_Áma M. Mathi- esen í Hafnarfirði, Árna R. Árnason í Keflavík og Sigríði Önnu Þórðar- dóttur í Mosfellsbæ. Á þessari stundu er talið víst að allir þingmennirnir gefi kost á sér í prófkjörinu. Á tíma- bili var spurning með Salome Þor- kelsdóttur en hún sagði í samtali við Morgunblaðið á mánudag að hún ætlaði í prófkjörið, annað lægi ekki fyrir á þessari stundu. Útlit er fyrir að þingmennirnir bjóði sig fram í sömu sæti og síðast. Einn þeirra segir að erfitt yrði fyrir þingmennina að rökstyðja það að sækjast hver eftir sætum annars. Kristján Pálsson, fyrrverandi bæj- arstjóri í Njarðvík, hefur lýst því yfir að hann muni bjóða sig fram Árni Johnsen og sækjast eftir stuðningi í 4. til 5. sæti og Viktor B. Kjartansson tölv- unarfræðingur í Keflavík býður sig fram í 5. sætið. Mál eru að öðru leyti óljós þó nöfn nokkurra hugsan- legra frambjóðenda hafí verið nefnd. Sumir hafa verið að bíða eftir endan- legri ákvörðun Salome og telja að ef allir þingmennirnir bjóði sig fram verði þröng á þingi og erfitt fyrir nýtt fólk að komast að. Einn hugsan- legur frambjóðandi sagði meiri möguleika að stokka spilin upp ef Salome hætti. Varaþingmaðurinn María E. Ingvadóttir viðskiptafræð- ingur á Seltjarnarnesi, sem skipaði 6. sæti listans við síðustu kosningar, og Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, sem skip- aði 7. sætið, hafa ekki tilkynnt fram- boð. Ekki heldur Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi iðnrek- andi í Garðabæ og Sigrún Gísladótt- ir skólastjóri í Gárðabæ. Öll fjögur segjast enn vera að íhuga málið og ákvörðun verði tilkynnt í síðasta lagi á sunnudag. um dóttir og Guðmundur Hallvarðsson sækjast eftir 5. sætinu en þau voru í 8. og 9. sæti við síðustu kosningar. Af nýju frambjóð- endunum stefna Katrín Fjeldsted læknir og fyrrverandi borgar- stjórnarfulltrúi og Markús Örn Antonsson fyrrverandi borg- arstjóri hæst, hún ósk- ar eftir stuðningi í eitt af fimm efstu sætun- um og hann sækist eft- ir 4. sæti listans. Pétur H. Blöndal stærðfræð- ingur hefur hug á 5.-6. sæti og Ari Edw- ald lögfræðingur og aðstoðarmaður dóms- málaráðherra á því sjö- unda. Þeir frambjóð- endur sem eftir eru, Ari Gísli Bragason rit- höfundur og verslunar- maður, Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmála- fræðingur og Guð- mundur Kristinn Odds- son nemi, hafa ekki opinberlega lýst yfir framboði í ákveðin sæti. Einar K. Guðfinnsson Blokk gegn Eggerti Haukdal? Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi ákvað á fundi á Selfossi síðastliðinn laugardag að efna til prófkjörs við val á framboðs- listann. Skoðanir voru mjög skiptar um leiðir, prófkjörsleiðin fékk 45 at- kvæði á meðan 44 vildu uppstillingu kjördæmisráðs en einn fundarmaður skilaði auðu. Prófkjörið verður 5. nóvember og framboðsfrestur rennur út 14. október. í forkönnun fyrir kjördæmisráðs- fundinn kom fram að níu væru tilbún- ir að gefa kost á sér í prófkjöri. Það eru þingmennimir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Árni Johnsen úr Vestmannaeyjum og Eggert Haukdal á Bergþórshvoli, ásamt Drífu Hjartardóttur varaþingmanni á Keldum á Rangárvöllum. Einnig Arn- ar Sigurmundsson í Vestmannaeyjum sem skipaði 6. sæti listans við síðustu kosningar, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýrdal sem skipaði 7. sætið og Kjartan Björnsson á Sel- fossi sem var í 9. sætinu. Fyrir liggur að Amar gefur ekki kost á sér í þrjú efstu sætin. Loks lýstu þeir Guð- mundur Skúli Johnsen í Hveragerði og Ólafur Björnsson á Selfossi yfir áhuga á framboði. Ekki er víst að allt þetta fólk bjóði sig fram í próf- kjörinu því að sögn Kjartans Ólafs- sonar, formanns kjördæmisráðs, verður nú auglýst eftir framboðum og þarf fólkið sem gaf kost á sér við forkönnunina að bjóða sig fram með formlegum hætti og fleiri geta bæst við. Búast má við að Þorsteinn Pálsson sé öruggur um fyrsta sætið í prófkjör- inu en að slagurinn muni eins og fyrir margar síðustu kosningar standa milli þingmannanna Árna Jo- hnsens og Eggerts Haukdals um ann- að sætið sem Árni skipaði síðast. Eggert sagði þegar hann lýsti yfir þátttöku í forkönnuninni að hann sæktist eftir ömggu þingsæti, það er öðru sæti framboðslistans, og end- urtók það í ræðu á fundinum. Eggert segist ekki vera búinn að gera það endanlega upp við sig hvort hann taki þátt í prófkjörinu enda virðist sem þrír meðframbjóðendur af listan- um hafi myndað blokk gegn sér. Á hann þar við Þorstein, Árna og Drífu. Ræðst afákvörðun Pálma Ekki hefur verið ákveðið hvaða aðferð verður notuð til vals á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Vest- urlandskjördæmi og Norðurlands- kjördæmi vestra. Pálmi Jónsson alþingismaður á Akri, sem í mörg ár hefur skipað efsta sætið á lista flokksins, hefur ekki verið ákveðinn í að halda áfram þingmennsku. Hann býst við að gefa það út í næstu viku hvað hann hyggst gera. Vitað er að Vilhjálmur Egilsson alþingismaður og séra Hjálmar Jóns- son á Sauðárkróki, varaþingmaður, ætla að gefa kost á sér áfram. Ljóst er að ákvörðun Pálma getur ráðið miklu um það hvort efnt verður til prófkjörs. Ef endurnýjun er í farvatn- inu telja margir hreinlegast að fá skorið úr málum í prófkjöri. Menn sjá síður ástæðu til þess ef Pálmi heldur áfram. Að sögn Vigfúsar Vigfússonar, formanns kjördæmisráðs, er áætlað að ráðið komi saman 28. október til að fjalla um framboðsmálin. Ánægðir með þingmennina Vinna við undirbúning framboðs Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi ér að hefjast. Kjörnefnd kemur saman í vikunni og stefnt er að aðalfundi kjördæmisráðsins 5. nóv- ember. Þá verður ákveðið hvernig staðið verður að uppstillingu á list- ann. Alþingismennirnir Sturla Böð- varsson í Stykkishólmi og Guðjón Guðmundsson á Akranesi hafa ekki gefið annað í skyn en þeir vilji halda áfram, „ég hef ekki orðið var við annað en að menn séu almennt ánægðir með störf þeirra“, segir Bjarni Helgason, formaður kjördæ- misráðsins. Reuter. MAÐUR í áhöfn sænsku ferjunnar Mariellu kannar stafnhlera hennar. Deilt at- burðarás og ábyrgð Leitin að sökudólgum er nú hafín í Svíþjóð og Finnlandi vegna Estoniuslyssins, segir Sigrún Davíðsdóttir. FYRST dynur fréttin yfir, síð- an er leitast við að gera sér grein fyrir hvað hafi gerst og þá kemur að því að leita sökudólga. Svona gengur það gjarnan, þegar stórslys verða og þannig gengur það í kjölfar þess að feijan Estonia fórst í Eystrasalti fyr- ir viku síðan. En meðan enn er óljóst hvað gerðist er einnig erfitt að kom- ast að því hvers sökin er þó að leitin að sökudólgum og blórabögglum sé áköf. Og í ákefðinni að grípa til ein- hverra ráða hafa sænsk og finnsk siglingayfirvöld ákveðið að sjóða eigi stefnið fast á ekjuskipum, svo bílar keyri inn og bakki út, en ekki í gegn- um skipið, eins og hingað til. Þetta á að koma í veg fyrir að ýmsar rifur og sprungur, sem komið hafa í ljós við skoðun í ferjum, leiði til slyss. Samkvæmt síðustu tölum komust 137 af, 93 létust og 819 er saknað. í leitinni að sökudólgum beinist athyglin að sjóferðayfirvöldum eins og siglingamálastofnunum í Svíþjóð og Finnlandi. Það er ljóst að reglur í Eistlandi eru enn ekki svo þróaðar að ábyrgðarinnar sé leitað þar. í öðru lagi beinist athyglin að útgerðinni og í þriðja lagi að björgunarstarfínu, þegar ólánið hafði dunið yfir. Afsagnar krafist í Svíþjóð hafa komið fram kröfur um að Bengt Erik Stenmark, yfir- maður siglingaeftirlitsins innan sænsku siglingamálastofnunarinnar, segi af sér, því eftirlit með ferjunum hafi ekki verið sem skyldi. Hann hefur hins vegar bent á að feijuút- gerðirnar hafi ekki tilkynnt um ýmis óhöpp og slit í feijunum á útbúnaði er tengjast stafnhlerunum, sem talið er að hafi gefið sig á Estoniu. Ef slík vitneskja hefði verið fyrir hendi, hefði kannski mátt afstýra slysinu. Stenmark er ekki sá eini, sem hefur gagnrýnt feijuútgerðirnar. Raimo Tiilikainen, sem stjórnaði björgunaraðgerðunum frá Turku í Finnlandi, hefur 36 ára reynslu af björgunarstörfum. Hann segir að þótt stofnun sín og fleiri aðilar hafi æft alls kyns slys og óhöpp þá hafi enginn haft hugmyndaflug til að ímynda sér að annað eins slys gæti gerst. Hann sakar feijuútgerðir um að hugsa rneira um ágóða en öryggi og þar sé hluta skýringarinnar að leita. Gagnrýnin beinist bæði að starfsháttum ferjuútgerðanna, sem Iáti vera að tilkynna um ástand skip- anna, en ekki síður er til dæmis Estline gagnrýnt fyrir að áhöfnin sýndi ekki minnstu tilraun til að bregðast við þegar slysið var að ger- ast. Bent er á að útgerðin hafi skipt út sænskri áhöfn og sett eistneska : í staðinn fyrir tæpum tveimur árum, j þegar skipið fór að sigla undir eist- neskum fána. Forráðamenn útgerð- arinnar neita þó að nokkuð hafi ver- ið að þjálfun áhafnarinnar, sem hafi orðið að uppfylla sænskar kröfur. Frakkar skoðuðu Estoniu í gær kom nýr aðili fram á sjónar- sviðið. í Svenska Dagbladet var sagt frá því að skoðun væri ekki aðeins á vegum siglingamálastofnunar, heldur á vegum fransks fyrirtækis, Bureau Veritas, sem sá um árlega skoðun feijunnar fyrir mánuði á veg- um eistneska hluta skipaútgerðinn- ar. Fyrirtækið sér um skipaskoðanir um allan heim og hefur nú fyrirskip- að aukaskoðun á þeim 600 feijum, sem fyrirtækið hefur eftirlit með. Hans Olsson, yfirmaður sænsku skrifstofu fyrirtækisins, segir það tilbúið að axla ábyrgð sina, en fyrir mánuði hafi ekkert komið fram við skoðun, sem skýrt geti slysið. Fréttaflutningur sænskra fjöl- miðla af slysinu hefur frá fyrstu verið mjög hófsamur. Sama er upp á teningnum nú og vandaðri fjölmiðl- ar slá ekki um sig með ásökunum og aðdróttunum um ábyrgð og áþyrgðarleysi. Viðbrögð — sem kannski eru gagnslaus Eftir að rúmlega hundrað manns fórust með feijunni Scandinavian Star fyrir um tveimur árum tók það Alþjóðasiglingamálastofnunina, IMO, eitt ár að setja nýjar reglur um bruna- varnir á ferjum. Nefndin mun ræða feijuslysið á fundi sínum í byijun desember. Nú hefur Alþjóðasjóslysa- nefndin mælst til þess að stefnið á ekjufetjum verði soðið fast. Fyrirmæl- in eru byggð á þeirra skoðun að stefnið á Estoniu hafi opnast eða losn- að frá og stefnishlerarnir undir síðan geíið sig. í gær var byijað að sjóða aftur bóginn á feijum í Svíþjóð. Nokk- urt hik einkenndi aðgerðina því þetta hefur ekki verið gert áður og smiðim- ir því ekki klárir á hvemig best væri að bera sig að. Ýmsir sérfræðingar um skipasmíðar og -hönnun lýstu því yfír í viðtölum við sænska fjölmiðla í gær að þeir álitu þetta vindhögg. Feijumar væm ömggar og vel hann- aðar, ef réttilega væri staðið að eftir- liti með þeim. Þetta væri ónauðsynleg aðgerð og skynsamlegra að huga að öðrum þáttum, meðal annars eftirliti um borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.