Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Lögmannavaktin hefur starfsemi að nýju eftir sumarfrí Mestir leita að- stoðar í skaða- bótamálum ALLS leitaði 31 til Lögmannavakt- arinnar á Akureyri á tímabiliníi 18. maí síðastliðinn þegar starfsemin hófst og þar til henni var hætt í lok júní, en lögmenn á Akureyri er nú að byrja aftur eftir sumarfrí og verður fyrsta vaktin í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, mið- vikudag, 5. október. Veitt er ókeyp- is lögfræðiráðgjöf hjá Lþgmanna- vaktinni og eru alls 10 lögmenn skráðir til þátttöku. Vaktin er á miðvikudögum frá kl. 16.30 til 18.30. Ólafur Birgir Árnason lögmaður á Akureyri sagði að viðtökurnar hefðu verið góðar og hann vissi ekki til annars en ánægja væri meðal þeirra sem ieitað hefðu eftir aðstoð vaktarinnar. Alls leituðu 18 karlar og 13 kon- ur eftir aðstoð Lögmannavaktarinn- ar, flestir voru á aldrinum 30-65 ára eða 18 manns, 6 manns voru á aldrinum 20-30 ára ogjafnmarg- ir 65 ára og eldri, en einn var und- ir 20 ára aldri. Flestir þeirra sem komu voru kvæntir, eða 13 manns, Kyrrðarstund KYRRÐARSTUND verður í hádeg- inu í dag, miðvikudaginn 5. otkóber frá kl. 12 tii 13 í Glerárkirkju. Or- gelleikur, helgistund, altarissakra- menti og fyrirbænir. Léttifl máls- verður í safnaðarheimili að stund- inni lokinni. 7 voru einhleypir, 8 í sambúð, 1 fráskilin(n) og ekkjur/ekklar voru 2. Skaðabótamál Hvað málaflokka varðar voru skaðabótamálin fiest, samtals 7, fjórir leituðu aðstoðar vegna greiðsluerfiðleika eða skuldaskila og einnig vegna fasteigna, þrír komu vegna fjárskipta milli hjóna eða sambúðarfólks, einnig þrír vegna hjónaskilnaða eða sambúðar- slita, dánarbús- eða gjaldþrota- skipta og vátryggingamála. Flestir þeirra sem ieituðu eftir ráðgjöf hjá Lögmannavaktinni á tímabilinu voru verkamenn og sjó- menn, alls 8, og þá voru 6 atvinnu- lausir, 4 húsmæður og 3 atvinnu- rekendur eða sjálfstætt starfandi en í öðrum hópum voru færri. „Það kom okkur á óvart hversu fáir leituðu til okkar vegna greiðslu- erfiðleika, í Reykavík hefur reynsl- an orðið önnur þar sem margir koma vegna þess og þar leituðu margir aðstoðar vegna fasteigna- mála en það var lítið um slík mál hjá okkur. Þá var reynslan syðra sú að margir úr hópi opinberra starfsmanna leituð ráðgjafar á Lög- mannavaktmni en enginn hjá okk- ur,“ sagði Ólafur Birgir. Stór hluti þeirra sem leituðu til vaktarinnar með sín mál lauk mál- inu með þeirri ráðgjöf sem veitt var, eða 17 manns, 13 var ráðlagt að leita lögmannaaðstoðar og þrem- ur var ráðlagt að leita til stjórn- valda. MJOG GOÐ KAUP TIL SÖLU GÓÐ RÚML. 100 FM 4RA HERB. ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ í BLÖNDUBAKKA 18, VERÐ AÐEINS 6,6 MILU. SÍMI 888 222 BORGAREIGN FASTEIGNASALA 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N. loggiltur fasteignasali Til sýnis m.a. athyglisverðra eigna: Sunnan Háskólans - hagkvæm skipti Gott timburhús, ein hæð, um 150 fm. Ræktuð eignarlóð rúmir 800 fm. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. íVesturbæ, Heimum, Hlíðum. Gott verð. Móti suðri og sól - útsýni Vel byggt vel með farið steinhús, ein hæð, 165 fm auk bílsk. 25 fm. Sólríkar stofur, viðarkl. 4 svefnh. m. innb. skápum. Glæsileg ræktuð lóð 735 fm. Vinsæll staður skammt frá Árbæjarskóla. Á Högunum - stór og góð Endurnýjuð 2ja herb. íb. 65,5 fm. Nýtt parket. Nýtt gler. Allt sér. Lít- ið niðurgr. í kj. í fjórbh. móti suðri og sól. Nýtt eldhús - sérhiti - kjherb. Mjög góð 4ra herb. endaíb. á 1. hæð 108,6 fm við Hraunbæ. Góð sameign. Kjherb. fylgir með snyrtingu. Tilboð óskast. Gott steinhús - 3 íb. - stór bílskúr Á vinsælum stað i austurborginni, grunnfl. um 90 fm. 3ja herb. íb. á hæð, 3ja herb. íb. í risi, 2ja herb. íb. í kj. Bílsk. - verkstæði 42,8 fm. Eignaskipti möguleg. Suðuríbúð - frábær greiðslukjör 3ja herb. íb. á 2. hæð við Súluhóla. Öll eins og ný. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Um kr. 2,0 millj. af útb. má greiða á 4 árum. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGNASMAH uÚIgAvÍÍgM^^ AKUREYRI Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Framkvæmdir við höfnina í Hrísey fyrir 27 milljónir Stálþil leysir ónýta trébryggju af hólmi FRAMKVÆMDIR við höfnina í Hrísey standa nú yfir en gert er ráð fyrir að þessum áfanga verkefnisins verði lokið um áramót. Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Hrísey sagði kostnað við framkvæmdirnar áætlaðan um 25 milljónir króna en að auki verður sjóvarnargarður sem eyðilagðist fyrir tveimur árum lagfærður og bætast þá við um 2 milljónir króna þannig að heildarverkið kostar um 27 milljónir króna. Verkið var boðið út og var samið við Guðlaug Einarsson á Fáskrúðsfirði. Nú er verið að reka niður stálþii, 65 metra langt, þar sem áður var ónýt trébryggja í kverkinni svoköll- uðu. Fram til áramóta er síðan áætlað að fylla á ba- kvið þilið og steypa kant en á næsta ári verður þekjan steypt. Það er samkvæmt tveggja ára áætlun um hafn- arframkvæmdir í eynni og líka lenging svokallaðs Norðurgarðs. „Þessar framkvæmdir bæta vissulega úr brýnni þörf, þær lengja viðleguna en ekki var hægt að liggja við gömlu trébryggjuna," sagði Jónas en innifalið í verkinu er að höfnin verður dýpkuð fram við stálþilið sem gerir að verkum að stærri bátar geta legið þar. í fram- tíðinni er þannig fyrirhugað að færa legustað Hríseyjar- fetjunnar Sævars þangað. „Hafnaraðstaðan hér verður orðin viðunandi þegar þessum framkvæmdum er lok- ið,“ sagði Jónas. Fækkun á at- vinnuleysisskrá EIGNAHÖLLIN FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 20 68 OO 57 Breiðholt. Stórgl. 2ja herb. íb. v. Orrahóla. Fráb. útsýni. Einst. eign. Athyglisv. verð. Vesturbær. 2ja herb. íb. m. bílskýli á eftirsóttum stað. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð aðeins 5,7 millj. Víðimelur - hæð og ris. Stofa, eldhús og snyrting á hæð. 3-4 svefnherb., bað og sjónvhol í risi. Allt nýtt lagnir og tilheyrandi. Góðar svalir. Gott útsýni. Eignaskipti mögul. Kópavogur. 3ja herb. íb. v. Engihjalla. Skemmtil. (b. m. góðum innr. á góðum stað. Miðbærinn. Sérstök eign á tveimur hæðum í góðu steinh. 135 fm. Allt endurn. Eignaskipti möguleg. Vesturberg. Góð 5 herb. íb. i grónu hverfi. Stutt i alla þjón. Eignaskipti mögul. Kögursel. 180 fm einbhús m. 23 fm bílsk. Tvær hæðir og risloft. 4 stór herb., stofur, gott eldhús, hornstofa, þvhús og búr. Vandaðar innr. Vel stað- sett nál. útivistarsvæði. Áhv. byggsj. og húsbr. 5,1 millj. Eignaskipti rnögul. Höfum góðan kaupanda að 10-11 millj. kr. eign helst nál. Skólavörðuholti eða Þing- holtunum. Útsýni skilyrði. Staðgreiðsla. VANTAR EIGNIR Á SKRÁ AF ÝMSUM GERÐUM Jóhann Valdimarsson, sölustjóri. FÆKKAÐ hefur á atvinnuleysis- skrá á Akureyri milli mánaðamóta, en um nýliðin mánaðamót voru 317 á skrá en voru í lok ágúst 375. Fækkunin er fyrst og fremst til komin vegna þess að fólk hefur fengið vinnu í sláturhúsi og eins eru nokkrar ígulkeravinnslur af hefja starfsemi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum á Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrarbæj- ar. Nokkru færri eru skráðir at- vinnulausir nú á haustmánuðum þegar miðað er við sama tíma í fyrra, en í septemberlok á síðasta ári voru 377 skráðir án atvinnu. Langflestir þeirra sem skráðir BORGARSTJÓRNIN í Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, hefur óskað eftir við bæjarstjórn Akureyrar að fá sendan stóran stein úr bæjariandinu, en á Nordens Torv í miðbæ Randers er áætlað að setja upp fjóra stóra steina frá hveijum hinna norrænu vinabæjum ásamt minni steini úr nágrenni Randers en þeim er ætlað að minna á tengsl eru atvinnulausir eru félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Einingu eða 106 talsins um mánaðamótin. Þá voru 46 félagsmenn í Iðju atvinnulausir og 83 úr Félagi verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri. Nýtt átak Enn eru 29 manns að störfum við atvinnuátak frá því í sumar en því er að ljúka þessa dagana. Sótt hefur verið um að hefja nýtt at- vinnuátaksverkefni, 105 manna- mánuði, eða í 35 heilar stöður, en endanlegt samþykki Atvinnuleysis- tryggingasjóðs hefur ekki borist. Verði það samþykkt má gera ráð fyrir að það hefjist I þessum mán- uði og standi til áramóta. vinabæjanna. Bæjarráð er reiðubúið að stuðla að framgangi málsins og hefur fal- ið yfirverkfræðingi og skipulags- stjóra að sjá um framkvæmdina. Árni Ólafsson skipulagsstjóri sagði að leit að umræddum steini væri ekki hafin, fyrst væri að ræða við menn þar ytra og fá nánari vitn- eskju um málið. Akureyrskur steinn til Randers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.