Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 31 laxveiðar sem varð þeim mikið áfall. Helgi og Hulda seldu reksturinn fyrir allnokkrum árum til að geta notið elliáranna. Þau voru mjög samhent hjón og var auðvelt að sjá að þar sem þau voru fóru tveir vin- ir. Við félagar í Úrsmiðafélagi ís- lands minnumst Helga með hlýhug, en hann sótti þrátt fyrir fjarlægð frá höfuðstaðnum nær alla okkar fundi og nutum við þess hve tillögu- góður hann var. Um leið og ég kveð góðan félaga sendi ég eigin- konu hans og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd félaga í Úrsmiðafélagi íslands, Axel Eiríksson formaður. Oftast þegar ég kom til Akraness hitti ég vin minn, Helga Júlíusson, og oft sá ég hann á heimili Péturs, sonar hans. Traust og látlaust yfir- bragð einkenndi hann alla tíð. Hann talaði af yfírvegun og áhugi á þjóð- málum ásamt ríkri kímnigáfu ein- kenndi hann. Það var eftirsóknar- vert að tala við hann og hluta á skoðanir hans. Síðast sá ég hann á björtum vordegi á heimili hans og Huldu á Höfða, nýju dvalarheimili á Akranesi. Það var gaman að ganga um þessa glæsilegu bygg- ingu þar sem fólkið tók á móti mér af mikilli alúð. Það var eftirminni- legt að koma í nýja íbúð þeirra hjóna þar sem öllu hafði verið hag- anlega fyrir komið af natni og snyrtimennsku sem einkenndi þau alla tíð. Helgi var alla tíð áhugasamur um félagsmál og lét sig hag ann- arra miklu skipta. Það var greini- legt að það var mikils virði fyrir alla heimilismenn að njóta frum- kvæðis hans og dugnaðar. Hann sýndi mér hvemig hann hafði út- búið aðstöðu svo hægt væri að leika golf í nágrenninu og öll hans hugs- un miðaðist við að sem flestir gætu notuð skemmtilegrar afþreyingar. Hann kom alltaf á fundi hjá framsóknarmönnum þegar ég kom til Akraness og eins og áður þá töluðum við um þjóðmálin. Helgi hafði ákveðnar skoðanir en hann var sanngjarn og hafði þá trú að allir vildu gera gagn og standa sig sem best fyrir hönd þjóðar sinnar. Síst datt mér í hug að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi Helga. Þannig vill það oft verða og nú á þessum fögru haustdögum kveðjum við hann hinstu kveðju. Sorgin held- ur áfram að knýja dyra og þar eins og fyrri daginn er ekki farið í mann- greinarálit. Minningin um góðan dreng gefur aðstandendum styrk og Hulda horfíst í augu við lífíð af sama hugrekki og alltaf hefur ein- kennt hana. Við Sigurjóna sendum henni og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og við þökkum góð kynni um langan tíma. Halldór Ásgrímsson. Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. - Aðrir með söng er aldrei deyr (Þorsteinn Valdimarsson) Mér flugu í hug þessar ljóðlínur þegar mér barst fregnin um lát vin- ar míns, Helga Júlíussonar. Hann var afar viðkvæmur og hlýr maður og fáum hefi ég kynnst sem höfðu jafnmikið yndi af söng og tónlist og hann. Helgi var með afbrigðum tónvís og átti sérlega auðvelt með að fínna sína rödd þegar lagið var tekið - en hann var gæddur djúpri og fagurri bassarödd. Kynni mín við Helga hafa staðið hátt á íjóra áratugi og hefír þar aldrei borið skugga á. Oft leit ég inn í verslunina hjá honum eða hann inn til mín. Þá voru dægurmálin rædd og slegið á létta strengi. Gott var að leita til hans og ræða við hann um úrlausn hvers konar vanda. Hann hafðí ávallt eitthvað gott til málanna að leggja. Það er fátt sem gefur lífínu meira gildi en að blanda geði við góða vini, skiptast á skoðunum við þá og trúa þeim fyrir hugðarefnum sínum. Slíkur vinur var Helgi Júlíusson. Það var gott að eiga hann að. Við Helgi sungum saman um margra ára skeið í karlakórnum Svönum. Þá voru glaðir dagar sem gott er að minnast. Árið 1967 stofnuðum við fjórir félagar út Oddfellowstúkunni Agli hér á Akrensi kvartett sem nefndur var Skagakvartettin. Tilgangurinn var að syngja á árshátíð félagsins þá um veturinn. Það þótti takast dável og ekki síst fyrir orð og áhuga Helga var haldið áfram að syngja saman. Kom kvartettinn oft fram við ýmis tækifæri, sérstaklega fyrstu árin. Við sungum ekki ein- ungis á Akranesi heldur allvíða um land, svo og í útvarp og sjónvarp. Árið 1976 gaf hljómplötuútgáfa Svavars Gests, SG hljómplötur, út plötu með söng kvartettsins. Nokkur ár eru liðin síðan við hættum að hafa reglubundnar æf- ingar. En þegar við hittumst var gítarinn gjarnan tekinn upp og sungið saman. Svo bar við nú um miðjan septembermánuð að við fé- lagamir úr kvartettinum, Sigurður R. Guðmundsson, Sigurður Ólafsson og undirritaður, heimsóttum Helga á Landspítalann, fársjúkan. Við höfðum gítarinn með okkur og sungum inni á stofu hjá honum nokkur lög. Helgi settist upp i rúmi sínu og söng með okkur af hjartans lyst. Ekki gmnaði okkur þá að hann ætti svo skammt eftir ólifað sem raun varð á. En enginn ræður sínum næturstað. Þessi stund við sjúkra- beð Helga vinar okkar verður okkur örugglega ógleymanleg. Um margra ára skeið höfum við nokkrir félagar úr Oddfellowstúk- unni Agli, ásamt eiginkonum okkar, farið saman í ferðalag á sumrin og nefnum við okkur Apavatnshópinn því fyrstu árin dvöldumst við ávallt við Apavatn í bústað símamanna. Nú seinni árin höfum við dvalist á ýmsum öðrum stöðum. í þessum ferðum voru þau Helgi og Hulda jafnan miklir gleðigjafar en nú í sumar gátu þau ekki komið með í ferðina sökum veikinda. Var þeirra sárt saknað. Eins og að framan er getið var Helgi Júlíusson félagi í Oddfellow- stúkunni Agli á Akranesi. Hann var þar afar virkur félagi og hafði gegnt þar öllum helstu trúnaðarstörfum. Honum þótti mjög vænt um stúkuna sína og leit jafnan á hana sem ann- að heimili sitt. Ég hefí verið beðinn að flytja þér, Hulda mín, og öðrum aðstandendum dýpstu samúðar- kveðjur frá bræðrunum í stúkunni. Elsku Hulda. Það er erfítt fyrir þig að sja á bak kærum lífsförunaut þínum. Ég vil fyrir hönd okkar hjón- anna votta þér, börnum, barnabörn- um og öðrum ættingjum og vinum dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hörður Pálsson. Kunningi okkar og vinur i gegn- um árin, Helgi Júlíusson, var alinn upp hjá foreldrum sínum á myndar- og menningarheimili á Leirá í Leir- ársveit í Borgarfírði. Hann stundaði nám við Reykholtsskóla 1935- 1937, tók íþróttakennarapróf frá Iþróttaskólanum á Laugarvatni 1939 og var íþróttakennari á vegum UMFÍ 1940-1942. Lögregluþjónn var hann í Reykjavík 1942-1944, stundaði úrsmíði og verslunarrekst- ur á Akranesi frá 1956-1990. Helgi minn, við þökkum þér fyrir alla þíná ljúfmennsku og nærgætni við Huldu eftir að hún missti heils- una. Elsku Hulda, við erum með hugann hjá ykkur og biðjum Guð um að varðveita ykkur og styrkja í sorg ykkar. Við kveðjum Helga og óskum honum góðrar heimkomu á æðri stöðum. Blessuð sé minning Helga Júlíussonar. Lára Jónsdóttir. Okkar góði vinur Helgi Júlíusson, úrsmiður á Akranesi, er látinn. Okkur hjónunum þótti sárt að fá þá frétt, því það var svo stutt síðan við hittumst og áttum saman góðar stundir. Það var alltaf svo létt og gaman að hitta þau Helga og Huldu konu hans. Fyrstu kynni okkar Helga var í gegnum kennara okkar og meistara í úrsmíði, Eggert Hannah. Oft glöddumst við þá saman með vinum okkar, Eggerti og Sissu, Einari J. Skúlasyni og Diddu, Magnúsi Guð- laugssyni og Láru, ýmist á Akra- nesi, í Hafnarfírði eða Reykjavík. Oft lá leið okkar til Huldu og Helga á Ak'ranes, ekki síst þegar við áttum laxveiði saman. Þær ferð- ir stunduðum við mikið á tímabili, þegar við vorum yngri og spræk- ari. Þá var það fastur liður okkar Bjarna bróður Helga og fleiri að gista hjá Helga og Huldu á Akra- nesi og þiggja þar hinar vinalegu og góðu móttökur þeirra hjóna. Við vorum oft við veiðar í Laxá í Leirár- sveit, sem voru æskuslóðir Helga og hann gjörþekkti. Eigum við margar ógleymanlegar og skemmti- legar minningar frá þeim tíma. Helgi var um margt líkur föður sínum Júlíusi á Leirá, síkátur, glað- vær, skemmtilegur, traustur og tryggur. Hann var opinn og ræð- inn, áhugasamur um þjóðmál, íþróttir og velferð fólks og nánast hvað sem mannlegan mátt snerti. Á yngri árum tók hann virkan þátt í íþróttum, var góður sundmaður og sundkennari áður fyrr. Hann hafði sérstakt yndi af góðri tónlist og söng og var góður söngmaður sjálfur. Þá tók hann töluverðan þátt í félagsmálum og hafði mjög gaman af spilum, einkum bridds. Hann var allra vinur, sérstaklega þó barna sinna og barnabarna. Er okkur í því sambandi sérstaklega minnisstætt, er hann hélt á einu bamabama sinna undir skím, Helgu, dóttur Atla sonar síns og Sigríðar við giftingu þeirra í Akra- neskirkju. Stoltið og gleðin var þá svo einlæg og yfirgnæfandi. Æsku- stöðva sinna, Ákraness og nágrenn- is, minntist Helgi oft með hlýjum hug. Sérstakan styrk sýndi Helgi og við sviplegt fráfall sonar síns Atla, sem þau hjónin höfðu ætlað taka við ævistarfínu á Akranesi. Með aðdáun fylgdumst við vinir þeirra hjóna með þeim -Huldu og Helga og lofuðum öll styrk þeirra og þrótt við þær erfiðu aðstæður sem þá sköpuðust. Við áttum margt sameiginlegt með Helga eftir að við kynntumst. Við stofnuðum saman úra- og skartgripaverslun á Skólabraut á Akranesi. Hana rákum við saman um nokkurt skeið. Síðan tók Helgi einn við rekstrinum, og rak eins og kunnugt er lengi og um tíma með syni sínum Atla, sem fetað hafði í fótspor föður síns og lært úrsmíðar í Danmörku. Fyrir nokkru seldi Helgi síðan Guðmundi Hannah rekstur sinn á Akranesi, verkstæði og verslun, syni Eggerts Hannah okkar gamla lærimeistara í faginu. Við Helgi áttum oft samleið á mót Norðurlandaúrsmiða og var Helgi góður vinur margra kollega okkar á Norðurlöndum. Hafði hann ávallt gott samband við þá og heimsóttu þeir hann oft á Akranesi, þegar þeir komu hingað til lands. Helgi var því mjög vinmargur bæði hér heima og erlendis enda sérstakur maður, afar traustur vinur og hug- ljúfi allra sem til hans þekktu. Sér- staka vináttu sýndu þau Helgi og Hulda dætrum okkar og tengdason- um alla tíð, sérstaklega dóttur okk- ar Guðrúnu og tengdasyni Jóni meðan þau bjuggu á Ákranesi. Samgangur þeirra á milli var mik- ill og góður. Með slíkum kynnum, góðvild og hjálpsemi bættu þau Hulda og Helgi yngrá fólki í stóran vinahóp sinn. Á þessari sorgar- og kveðju- stundu finnum við hjónin til djúps saknaðar með Huldu, afkomendum þeirra hjóna, bræðrum þeirra Helga og öðrum aðstandendum. Sendum við hjónin, dætur ökkar og tengda- synir, þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og ósk um að góð- ur Guð huggi þau í harmi þeirra. Unnur og Magnús E. Baldvinsson. Fleiri minningargreinar um Helga Júlíusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Bróðir okkar, ÓLAFUR BERGSVEINSSON, Brekkustig 1, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. október kl. 15.00. Systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SÆVAR MAGNÚSSON, Reykási 29, Reykjavfk, sem lést miðvikudaginn 28. september sl., verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 6. október kl. 13.30. Hekla Gunnarsdóttir, Ragnar Sævarsson, Anna Margrét Sævarsdóttir, Eyrún Sævarsdóttir, Halldór Gunnarsson, Magnús Guðjónsson. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, móður o.kkar, dóttur, tengda- dóttur og systur, SVANHILDAR HJALTADÓTTUR, Hlfðargerði 13, Reykjavík. Tryggvi Guðmundsson, Thelma Lind Tryggvadóttir, Ómar Tryggvason, Hjalti Örnólfsson, Guörún Valgarðsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og systur hinnar látnu. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÚÐVÍKS KJARTANSSONAR, Kirkjuvegi 1 E, Keflavfk. Marfa Guðmannsdóttir, Rúnar Lúðvfksson, Sigurður Lúðvfksson, Guðrún Lúðvíksdóttir, Hjördís Lúðvíksdóttir, Ragnheiður Lúðvfksdóttir, Særún Lúðvfksdóttir, Frfða Felixdóttir, Anna Hulda Óskarsdóttir, Jóhannes Jensson, Sigþór Óskarsson, Hallur Þórmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sæbliki, Raufarhöfn. Kristín Magnúsdóttir, Högni Magnússon, Stefán Magnússon, Kristjana Ó. Kristinsdóttir, Jóhannes K. Guðmundsson, Guðlaug Guðlaugsdóttir, Jóna Nikulásdóttir, Friðþjófur Þorsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Birting afmælis- og • • mmnmgargrema Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.