Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ iiiiííii ■ ■ ■★★★ s.v. COWBOY WAY ó/Znir Weddings nrffL a FuneMftl JFJögur brúðkaup og jarðarfór HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. THE Woody Harrelson og Kiefer Sutherland í kostulegu gríni. Upp með hendur og skjóttu! . Kolgeggjaö hetjugrin um hina upprunalegu bandarísku ofurhetju, Loftsteinamanninn. Aöalhlutverk Robert Townsend, Bill Cosby og James Earl Jones. Hörkutónlist - Cypress Hill o.fl. og brellur frá Industrial Light and Magic Sýnd kl. 5, 7 9 og 11. B. i. 12. ára. BLAÐIÐ ★★★ S. V. Mbl. Dramatísk gamanmynd um ævin'- týralegan sólarhring á dagblaðinu The Sun í New York þar sem sannleikurinn lendir í harðri samkeppni við fjárhag blaðsins og eiginkonuna sem þolir ekki alla þessa yfirvinnu! Stórleikararnir Michael Keaton. Glenn Close, Robert Duvall og Marisa Tomei í nýrri mynd frá Ron Howard. JÓI TANNSTÖNGULL Vinsælasta myn Roberto Benigni sem flestir þekkja sem kynóða leigubílstjórann úr Night On Earth. Sýndkl. 5, 7, 9.05 og 11.15. FJÖGUR BRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. 5ta vinsælasta mynd allra tíma verður frumsýnd 7da október. Heimurinn verður ekki sá sami hafi maður séð hann með augum FORREST GUMP Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B. i. 14 ára. Krampa- kennd tónlist THE CRAMPS, eða Kramp- arnir, hafa lengi barist fyrir því að fá nýjan plötusamn- ing. Sú krampakennda bar- átta hefur loks borið þann árangur að hinn 17. október , er væntanleg ný hljómplata sem ber heitið FlameJob. Nýir liðsmenn Krampanna, þeir Slim Chance bassaleik- ari og Harry Drumdini trumbuleikari, sýna færleik sinn í hljóðfæraslætti á nýju plötunni. Phil Collins yngir upp SÖNGVARINN Phil Collins, 43 ára, er hlaupinn frá konu sinni til 22 ára svissneskrar dömu að nafni Orianne Cevey. Það virðist ekki hafa latt Collins að skilnaðurinn kostar hann litla 4,5 milljarða króna. Orianne verður ekki sökuð um að eltast við Phil Collins pen- inganna vegna. Hún er dóttir svissnesks arkitekts, sem skaffar ekki síður vel en vinsæll poppari, og tælenskrar eiginkonu hans. Orianne er lýst sem bráðgáfaðri og skemmtilegri stúlku. Það var í sumar að söngvarinn, lagasmiðurinn og trommarinn Phil Collins óskaði eftir skilnaði frá 36 ára gamalli eiginkonu sinni, Jill Collins. Þau eiga unga dóttur, Lilly að nafni. Jill var ekki ýkja hrifin og var treg til að gefa eftir skilnað. Að sögn kunnugra var það sem salt í sárin þegar fréttist að eigin- maðurinn var kominn með aðra og mun yngri upp á arminn. „Phil getur gert það sem hann vill. Ég get bara sagt að hann hefur valið hvað hann ætlar að gera. Ég ætla að einbeita mér að því að sinna Lilly dóttur okkar, hún er ekki nema fímm ára,“ sagði Jiil í við- tali nýlega og átti bágt með að leyna vonbrigðum sínum. Þær mæðgur verða samt ekki settar út á guð og gaddinn. Collins hefur lofað því að sjá vel fyrir dóttur sinni og eiginkonan ber heldur ekki skarðan hlut frá borði. Samkvæmt enska blaðinu Daily Mail mun skilnaðurinn kosta Coll- ins 4,5 milljarða króna, eða helm- ing allra eigna hans. Yngt upp svo um munar Orianne Cevey lagskona Collins er ári eldri en elsta barn hans, sem hann eignaðist í sínu fyrsta hjóna- bandi. Þau Orianne og Phil hittust fyrir um hálfu ári þegar hann var á hljómleikaferðalagi í Sviss. Þau reyna að vera sem mest saman og finna sér stundir á milli tón- leikaferða og annarra verkefna Collins. „Við liggjum í símanum og undanfarið höfum við getað verið mikið saman,“ segir poppar- inn. Phil Collins hefur alltaf neitað því að Orianne sé orsök skilnaðar- ins og segir að hjónaband þeirra Jill hafi verið orðið lúið. Kann er þreyttur á öllu umtalinu sem skiln- aðarmál hans hefur valdið og óskar þess að fá að vera í friði. „Það hefur ekki verið auðvelt að ganga í gegnum þetta,“ ORIANNE Cevey er 22 ára gömul og lagskona Phil Collins, hann er 21 ári eldri. JILL Collins átti bágt með að sætta sig við skilnað, Hún hefur ákveðið að helga sig uppeldi fimm ára dóttur þeirra Phils, sem heitir Lilly.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.