Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
___________________LISTiR
„Island er landið“
— í Arósum
íslandsvika í Árósum vakti athygli enda
dagskráin fjölbreytt með myndlistar-
og sögusýningum, leiksýningu, tónleikum,
íslenskum bíómyndum og samtímabók-
menntum að ógleymdri matargerðarlist.
Sigrún Davíðsdóttir segir frá
----------------------------------------
Islandsvikunni í Danmörku.
ÍSLAND var landið í Árósum í síð-
ustu viku og ýmiss konar íslenskt
efni setti svip sinn á bæinn, sem
er háskólabær og annálaður fyrir
öflugt menningarlíf. íslandsvikan
var formlega opnuð á mánudegin-
um að viðstöddum Ólafi G. Einars-
syni menntamálaráðherra og ís-
lenskum sendiherrahjónunum í
Kaupmannahöfn, þeim Ólafi Egils-
syni og Rögnu Ragnars. Það er
Norræna húsið í Reykjavík sem stóð
að baki framtakinu og Torben Ras-
mussen forstjóri hússins hefur verið
helsti hvatamaður þess. Íslandsvik-
unni hafa verið gerð góð skil í
dönskum fjölmiðlum og meðal ann-
ars var Torben Rasmussen nafn
dagsinsí „„Berlingske Tidende" í
vikunni, þar sem sagt var frá störf-
um hans hingað til í tilefni ísland-
svikunnar.
Við opnun íslandsvikunnar í ráð-
húsi Árósa var Torkild Simonsen
borgarstjóri viðstaddur. Um leið
voru opnaðar íslenskar sýningar í
ráðhúsinu, ein á íslenskri myndlist,
þjóðbúningasýning frá Þjóðminja-
safninu, sögusýning og ljósmynda-
sýning með gömlum myndum, bæði
um lífið áður fyrr og um stríðsárin.
Sýningamar voru bæði áhugaverð-
ar og fallega og glögglega settar
upp. Sama dag opnaði grafíksýning
í Áby-bókasafninu, sýning á ís-
lenskum listmunum í tónlistarhús-
inu og myndlistarsýning í húsi við
höfnina. í glugga Den Danske Bank
beint á móti ráðhúsinu er stillt út
glermunum eftir Sigrúnu Einars-
dóttur og Sören S. Larsen. Auk
þessa eru svo tvær íslenskar mynd-
listarsýningar í bænum, annars
vegar í Galleri Profilen og hins veg-
ar í gamalli byggingu við höfnina.
Opnunardeginum lauk með tón-
leikum í nýlegu tónlistarhúsi Árósa,
sem er annálað fyrir fallega hönnun
og fyrir að vera að öllu leyti vel
heppnað. Þar spiluðu Erling Blön-
dal Bengtsson sellóleikari og
tengdadóttir hans Nina Kavtaradze
píanóleikari. Erling Blöndal spilaði
meðal annars einleiksverk eftir Atla
Heimi Sveinsson, Úr ríki þagnarinn-
ar, sem er tileinkað sellóleikaran-
um. Áður en hann flutti verkið sagði
Erling Blöndal áheyrendum að þó
hann væri annars öldungis á móti
því að kynna verk á tónleikum, þá
gæti hann ekki staðist að segja frá
hvað Atli Heimir hefði sagt sér um
verkið og hve hann sjálfur væri
hrifinn af því. Vart þarf að taka
fram að flutningurinn var einstak-
lega áhrifamikill, enda verkið sjald-
gæflega faliegt. Dúóinu var vel
fagnað og tónleikarnir voru glæsi-
leg byijun vikunnar.
Dagskrá vikunnar var einkar
fjölbreytt og vel til þess fallin að
kynna ísland og íslenska menningu
almennt. Bandamannasaga í upp-
færslu Sveins Einarssonar var sýnd
nokkrum sinnum á vikunni. Eins
og oftar þegar íslenskir leikflokkar
hafa komið saman snjöllum sýning-
um sem eftirspum er eftir erlendis
frá er það rétt með herkjum að
þátttakendum sýningarinnar tekst
að fá sig lausa úr verkefnum sínum
til að leggja í leikför. Hróður sýn-
ingarinnar hefur nú spurst víða út
og hópurinn á víða boð, sem því
miður er ekki hægt að sinna vegna
anna. íslenskar bókmennir voru
kynntar I fyrirlestri sem Erik Sky-
um-Nielsen fyrrum sendikennari á
Islandi og þýðandi margra íslenskra
bóka hélt. Rithöfundurnar Einar
Már Guðmundsson, Einar Kárason,
Sjón og Vigdís Grímsdóttir komu
fram í vikunni og kynntu verk sín.
Fornbókmenntirnar gleymdust ekki
og Eyvindur Eiríksson rithöfundur
fór í skóla og sagði frá íslendinga-
sögum, auk þess sem hann flutti
fyrirlestur um Ásatrú.
í tilefni vikunnar var tekin saman
sýning um íslenska byggingarlist á
Arkitektaskólanum í Árósum. Sýn-
ingin er sú fyrsta sinnar tegundar
og lætur ekki staðar numið í Árós-
um, heldur fer hún næst á arktitekt-
amiðstöðina í Gammel dok í Kaup-
mannahöfn. Þaðan er svo í undir-
búningi að hún fari víðar. Tveir
þeirr arkitekta, sem eiga verk á
sýningunni, þeir Guðmundur Gunn-
arsson og Guðni Pálsson, héldu fyr-
irlestra í vikunni um íslenska bygg-
ingarlist.
Alla vikuna voru sýndar íslenskar
kvikmyndir í kvikmyndahúsinu-
„„Öst for Paradis", sem er eitt af
betri kvikmyndahúsum í Dan-
mörku. í samtali við Morgunblaðið
sagði Ole Björn forstöðumaður
hússins að aðsóknin hefði verið
miklu betri en venjulega, þegar
haldnar væru svona sérsýningar.
Börn náttúrunnar hefði verið mjög
vel sótt. Á föstudaginn var byijað
að sýna Karlakórinn Heklu, sem
var frumsýnd bæði þarna og í Kaup-
mannahöfn. Aðsóknin í Árósum var
mun betri en í Kaupmannahöfn,
sem Ole Björn sagði að væri öfugt
við það sem venjulega væri. Skýr-
ingin væri örugglega sú að svo
mikið annað íslenskt hefði verið á
boðstólnum þessa vikuna og það
hefði dregið athyglina að kvik-
myndunum. Aðsókn að íslenskum
stuttmyndum var einnig þokkaleg
og góð aðsókn að Rokki í Reykja-
vík og þar var Björk örugglega
mikið aðdráttarafl. Og fyrst minnst
er á rokk þá kom hljómsveitin
Stingandi strá fram á Islandsvik-
unni.
íslensk matargerð gleymdist
heldur ekki. I veitingahúsi tónlist-
arhússins var íslenskt hráefni á
boðstólunum, matreitt af hinum
slynga kokki René Knudsen, ásamt
Sören Gericke, sem er einn af
stjörnukokkum Dana og vísast einn
sá þekktasti, ekki síst vegna þess
að hann hefur oft komið fram í sjón-
varpinu. Eitt kvöld var svo íslenskt
kvöld með íslenskum mat, tónlist
og litskyggnum á vegum íslendinga-
félagsins og Norræna félagsins.
Aðstandendur vikunnar mega
sannarlega vel við una, því það tókst
að koma íslandi að í Árósum þessa
vikuna og eitthvað situr vísast eft-
ir. Það tókst vel að fá marga aðila
til að leggja saman krafta sína og
standa að einstaklega fjölbreyttri
dagskrá.
Samstillingar
litrófsins
MYNPLIST
Listaskáli alþýdu
MÁLVERK
VALGERÐUR HAFSTAD
Opin frá kl. 14-19 alla daga til 16.
október. Aðgangur ókeypis.
SVO VIRÐIST sem Parísarskóli
eftirstríðsáranna sitji mjög djúpt
í þeim sem lifðu tímabilið á vett-
vangi. Það á við um marga ís-
lenska myndlistarmenn sem eru
enn á kafi í módernismanum svo-
nefnda, þótt ótal listbylgjur hafa
gengið yfir og þeir hafi ítrekað
verið ásakaðir um stöðnun og
íhaldssemi.
Án efa má rekja ástæðuna til
þess hve sterkt og hreint þetta
málverk var, og hve menn þurftu
að leggja á sig mikla vinnu til að
ná umtalsverðum árangri, og eðli-
lega voru þeir ekki reiðubúnir til
að varpa þessu erfiði og jafnframt
sannfæringu sinni fyrir róða á alt-
ari tímabundinna listbylgja.
Um skeið hurfu ýmsir bógar
Parísarskólans eins og úr sviðsljós-
inu, en á seinni tímum hefur veg-
ur þeirra aftur vaxið og hefur aldr-
ei verið meiri í sumum tilvikum,
það á t.d. við Poliakoff, Atlan,
Hartung og jafnvel Deyrolle, sem
á tímabili var nær gleymdur. Allir
þessir bógar og margír fleiri hafa
verið endurreistir, og verk eftir
þá eru aftur eftirsótt og seljast á
háu verði á listamarkaði.
Valgerður Hafstað kom til Par-
ísar þegar vegur þessara manna
og margra fleiri framúrskarandi
málara var hvað mestur, var um
„Hljómleikur" nr. 35 á sýning-
arskrá (akryl á pappír).
árabil búsett í borginni en fluttist
svo til New York, þar sem hún
hefur haft starfsvettvang í tvo
áratugi.
Og jafnvel þótt listakonan hafi
búið í hringiðu amerískrar listar
allan þennan tíma, þá eru áhrif
frá Parísarskóla áranna meira en
greinileg við skoðun sýningar
hennar í Listaskála alþýðu. Þau
eru helst á Ijóðræna kantinum, og
BRÍET Héðinsdóttir í hlutverki Karenar
Blixen í leikritinu Dóttir Lúsífers.
Dóttir Lúsífers á Litla sviðinu
Bríet Héðinsdóttir
leikur Karen Blixen
DÓTTIR Lúsífers, einleikur byggður
á ævi og ritverkum dönsku skáldkon-
unnar Karenar Blixen, verður frum-
sýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins
nk. föstudagskvöld. Höfundur verks-
ins er bandaríska leikskáldið William
Luce, sem þekktur er fyrir leikverk
um frægar skáldkonur.
Það er Bríet Héðinsdóttir sem leik-
ur Blixen, Ólöf Eldjárn þýddi verkið,
um leikmynd og búninga sér Hlín
Gunnarsdóttir og Ásmundur Karls-
son annast lýsingu. Leikstjóri er
Hávar Siguijónsson.
Karen Blixen lifði mjög viðburða-
ríku lífi og þykir meðal fremstu rit-
höfunda aldarinnar. Hún bjó lengi í
Afríku, á kaffiplantekru í eigu fjöl-
skyldunnar og byggir sín helstu verk
á minningum þaðan. Ung að árum
veiktist Karen af ólæknandi sjúkdómi
sem hægt og bítandi leiddi hana til
dauða, en stormasöm ævi hennar
einkenndist af óbifandi viljastyrk og
lífsgleði þessarar einstöku konu.
Meðal þekktustu verka Karenar Blix-
en má m.a. nefna Jörð í Afríku,
Skuggar í grasinu og Gestaboð Ba-
bette.
Leikritið Dóttir Lúsífers segir frá
ævikvöldi skáldkonunnar, þar sem
hún er að búa sig undir mikla fyrir-
lestrarferð um Bandaríkin og heim-
komuna úr því ferðalagi. Brugðið er
upp myndum úr lífi Karenar Blixen,
við kynnumst fjölskyldu hennar, vin-
um, ástum, gleði og sorgum. Ekki
síst frásagnargleði þessa mikla
sagnaþular, gamansemi og einstöku
innsæi.
Einþrykk í Úmbru
MAGDALENA
Margrét Kjart-
ansdóttir opnar
sýningu á ein-
þrykkjum_ í
Galleríi Úmbru
fimmtudaginn
6. október kl.
17. Magdalena
Margrét stund-
aði nám í
Myndlista- og
handíðaskóla
íslands, grafík-
deild. Hún er
félagi í ís-
lenskri grafík og hefur tekið þátt í
sýningum þar auk annarra samsýn-
inga á Norðurlöndum, víða í Evrópu,
Japan, Kína og Bandaríkjunum.
Þetta er sjötta einkasýning hennar.
Verkin á sýningunni eru öll unnin
á þessu ári, dúkristur þrykktar í oiíu
á pappír. Þau fjalla um lífið og tilver-
una, samspil forms og tilfinninga á
táknmáli myndarinnar.
Gallerí Úmbra er opið þriðjudaga
til laugardaga kl. 13-18, sunnudaga
kl. 14-18. Sýningin stendur til 26.
október.
þannig einkennir hæg og mild stíg-
and vinnubrögð hennar, ásamt
vandvirkni sem jaðrar við nostur.
Þannig virðist stutt í vefinn í sum-
um myndunum, en önnur eru
byggð upp á örsmáum litabrotum
og minna á uppköst að glerverkum
eða mósaík, en Valgerður vann
einmitt í gleri og mósaík um skeið.
Mikið af verkunum virðast eins
konar myndrænar þreifingar sem
vega salt á milli myndlistar og list-
iðnaðar, en þetta eru mjög hrein
og heiðarleg vinnubrögð og laus
við alla tilgerð. Myndmálið, sem
Valgerður hrærðist í á Parísarár-
unum, hefur hún þannig haldið
tryggð við, býr sjálf að auki ekki
yfír skapgerð sem hvetur til
snöggra hamskipta og mikilla um-
brota. Hógværð, hæg þensla og
yfírvegun eru grunneiningar mynd-
málsins sem minnir ekki svo lítið
á form- og litrænar samstillingar
eða kyrrur. Þannig hættir hún sér
aldrei á hálan ís, gætir þess vand-
lega að hafa vaðið fyrir neðan sig,
sleppir síður öruggri haldfestu.
Það er drjúgur fjöldi myndverka
á sýningunni, sem eru unnin í hin
aðskyldustu efni svo sem olíu,
akrýl á striga og pappír svo og
vatns- og þekjuliti. Flestar mynd-
irnar eru af smærri gerðinni eða
meðalstærð og þannig hvergi sterk
rof. þetta gerir að verkum að hæg
stígandi er á heildarmyndinni, en
samt er einhver óróleiki í henni
og má það vera fyrir það að mynd-
verkin eru gerð á löngu tímaskeiði
en skoðandinn áttar sig síður á
því, vegna þess að ártöl vantar í
sýningarskrá.
Hér er á ferðinni vönduð og
yfirveguð listakona, sem á stund-
um slær á strengi sem eru afar
sjaldséðir í íslenskri myndlist nú
til dags, sem sér einkum stað í
verkunum „Kyrrur“ (11), „Sam-
stilling" (33), Hljómleikur“ (35),
„Ómælt“ (42) og „Hreyfing“ (59).
Sýningarskráin er einföld og hand-
hæg, en að ósekju hefði mátt fjalla
svolítið um það sem til sýnis er
og aðdraganda að ýmsum breyt-
ingum á myndmálinu, sem hefði
skapað meiri nálgun. Skýrt sitt-
hvað sem áhorfandinn annars velt-
ir fyrir sér og gerir sýninguna
mun ósamstæðari en skyldi.
Bragi Ásgeirsson