Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________VIÐSKIPTI__________________________________ Hyggja á smíði breiðþotu fyrir 530 til 840 farþega París. Reuter. Fyrirtækjasamtökin Airbus Industri- es munu á næstunni leita álits 12 flugfélaga á stórri breiðþotu, sem í ráði er að smíða og mun taka 530 til 850 farþega. Beðið verður um álit flugfélaga í Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt fréttabréfi fyrirtækisins. Álits seljenda, flugvallayfirvalda og embættismanna verður einnig leitað. Airbus skýrði frá hugmyndum sinum um stóru breiðþotuna á flug- sýningunni í Farnborough í Bret- landi í síðasta mánuði. Talsmaður Airbus sagði að meðal annars yrði rætt við flugfélögin Brit- ish Airways Plc og Singapore Airli- nes, sem hafa stutt hugmyndir um stóra þotu. Talsmaðurinn sagði að markaður gæti verið fyrir stóru þotuna í Bandaríkjunum, þar sem hafizt verð- ur handa 950 miiljóna dollara áætlun um endurbætur á flugvöllum, og í Japan. Samgönguráðherra Bandaríkj- anna, Federico Pena, sagði nýlega að gert væri ráð fyrir að flugumferð mundi aukast um 60% á 10 árum og að fjárfestingin mundi draga úr töfum og verða til þess að fleira fólk ferðaðist með flugvélum. Að Airbus standa fyrirtækin Ae- rospatiale; British Aerospace Plc, DASA (Daimler-Benz AG) og CASA á Spáni. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 13 Samhjálp kvenna é OPEÐHÚS Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem farið hafa í aðgerð og/eða meðferð vegna brjóstakrabbameins hefur opið hús í Skógarhlið 8, húsi Krabbameinsfélagsins, fimmtudaginn 6. október nk. kl. 20.30. Gestur kvöldsins er Baldur Sigfússon yfirlæknir og mun hann fjalla um; „Hópskoðun með brjóstamyndatöku". Allir velkomnir Kaffiveitingar Við viljum minna ykkur á leikfimina sem er að byrja aftur eftir sumarhléið. Ennþá geta nokkrar konur komist að. Upplýsingar eru veittar í síma 658577 og 72875. - kjami mákiiK! ) ) ) I > I > > > > > > > > > | i Bentsen vill sterk- ari dollar Madrid. Reuter. LLOYD Bentsen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við fjármálasjónvarp Reuters á mánu- dag að hann mundi fagna því ef dollarinn styrktist nokkuð. Bentsen sagði að fjármálaráðherr- ar sjö mestu iðnríkja heims hefðu ekki rætt um leiðir til að gera gengi gjaidmiðla stöðugra á fundi sínum í Madrid á laugardag. Þegar Bentsen var spurður um takmarkað samkomulag Banda- ríkjamanna við Japana um helgina og ósamkomulag um leiðir til þess að opna ábatasaman bílamarkað Japana sagði hann: „Við teljum að Japanar gætu verið miklu hreinskiln- ari við okkur.“ Áður hafði Bentsen sagt á fundi með spænskum kaupsýslumönnum að vextir í Bandaríkjunum væru hæfilega háir og verðbólga væri ekkert vandamál, þar sem hún væri innan við 3%. „Þessi umskipti hafa verið eftirtektarverð," sagði Bents- en. Evrópa og Japan væru á réttri leið. „Utlitið næsta ár er jafnvel enn betra,“ bætti hann við. Notkunarsviö: • matvælaiönaöur og flutningar • mælingar í sjó, ám og vötnum • lofthitamælingar • rannsóknir og gæðaeftirlit Ýmsar gerðir meö innbyggðum eöa ytri hitanema. Grafískur hugbúnaður fyrir DOS eöa Windows. Siöurnúla 27,108 Reykjavlk sfmi: 681091, myndrlti: 689061 Meira en 10 ára reynsia I sjátfvirkri mœlltœknl. ísland er sérstætt land með sérstætt umhverfi. íslendingar þurfa því Ödruvísi bíla. Bíla sem bera þá um misjafna vegi af sama fótvissa Öryggi og íslenski hesturinn. Bíla með mjúka langa fjöðrun, og sæti sem aldrei þreyta. Togmiklar vélar í brekkurnar og sparneytni sem engir ná sem Frakkar. Ríkulegan Staöalbúnaö s.s. vökvastýri, veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar, upphituð og hæðarstillanleg sæti og svo margt fleira. Þaö er von ad fólk nuddi augun eftir aö hafa skoöaö 1995 árgeröina af Peugeot 405 og lítur svo á veróiö. En þér er óhætt aö trúa þessu: Peugeot 405 GLX: kr. 1.470.000 PEUCEOT Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600. Margir eiga erfitt með að trúa verðinu á Peugeot 405.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.