Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 9 FRÉTTIR Sigurjón í þekktu tímariti og auglýsingu Kodak í NÝJASTA tölublaði bandaríska tímaritsins Interview er viðtal við Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- gerðarmann, þar sem hann er kynntur sem frumkvöðull í gerð tónlistarmyndbanda og fullyrt að fyrirtæki hans, Propaganda Films, hafi hvatt fjölda ungra, hæfileika- ríkra leikstjóra til dáða. Þá birtist Sigurjón í heilsíðuauglýsingum Kodak-fyrirtækisins, meðal annars í kvikmyndablöðunum The Holly- wood Reporter og Daily Variety. Viðtalið við Sigurjón birtist í 25 ára afmælisútgáfu tímaritsins Int- erview. í viðtalinu rekur hann for- sögu þess að nokkrir ungir menn stofnuðu Propaganda Films, sem í fyrstu einbeitti sér að gerð tónlist- armyndbanda. Þá fjallar hann um þá þróun sem orðið hefur í gerð slíkra myndbanda og nefnir dæmi um tónlistarmenn, sem náðu langt á skömmum tíma með aðstoð góðra myndbanda. í lok viðtalsins er Sig- uijón spurður hvort starfið sé enn jafn skemmtilegt, eftir að Propa- ganda Films hófu að framleiða kvik- myndir í fullri lengd. Siguijón svar- ar því til, að þar sé ólíku saman að jafna. Nú sé fyrirtækið eins og stórt orrustuskip og ef reynt sé að beygja af leið sé það mun þyngra INTERVIEW, þekkt banda- rískt tímarit um listir og menningu, birtir viðtal við Sigurjón Sighvatsson í októ- berhefti sínu. í vöfum en lítill seglbátur. Hins vegar sé mikilvægt að takast á við stærri verkefni. Menn verði að vera sveigjanlegir ef þeir ætli að viðhalda sköpunargáfunni. Heilsíðuauglýsing I heilsíðuauglýsingu Kodak er andlitsmynd af Siguijóni og texti hafður eftir honum um starf hans við tónlist á íslandi og myndbanda- og kvikmyndagerð í Bandaríkjun- um. Neðst í auglýsingunni segir að Propaganda Films hafi framleitt um 500 tónlistarmyndbönd og unnið til rúmlega 30 verðlauna tónlistarsjón- varpsins MTV. Þá sé Propaganda Films stærsti framleiðandi sjón- varpsauglýsinga í Bandaríkjunum, auk þess sem fyrirtækið hafi fram- leitt þekkta sjónvarpsþætti og kvik- myndir á borð við Wild at Heart, Red Rock West, Kalifomia, Twin Peaks og Tales of the City. Loks segir að Siguijón hafi árið 1993 unnið svokölluð Frumkvöðlaverð- laun samtakanna Music Video Association. Auglýsingin verður birt í fleiri tímaritum á næstunni, meðal ann- ars International Photographer, Fiim & Video og American Cine- matographer. Kodak hefur áður fengið þekkta kvikmyndagerðar- menn til liðs við sig í auglýsingum, til dæmis Jon DeBont, James Ivory, Sven Nykvist, Aaron Spelling og Vittorio Storaro. Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SlBS Ármúla 34, bakhús Sími 814303 SÍLDARRÉTTIR ÞÝSKAR BJÓRPYLSUR HAKKAÐ BUFF ÓTRÚLEG VEFp'"* ^&WDIÍÍ^It^ST ÖLLKVÖLD KRINGLUKRÁIN 164 kr. á dag koma sparnabinum í lag! Heiðursgestur: KRISTJÁN JÓHANNSSON óperusöngvari, stígur á svið með Björgvini Matseðill Forréttur: Sjávarrétta fantasía Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi Eftirréttur: Framkur kirsuberja ístoppur Verð kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Hljómar og Lónlí Blú Bojs leika íyrir dansi eftir sýningu. Borðapan tanir í síma 687111 Hótel Island kynnir skemmtidagskrána BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yfir dagsverkið sem dægurlagasöngvari á hljómplötum í aldarfjórðung, og \ ið heyrum nær 60 lög frá glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga ^AU-C Gestasöngvari: , SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓ Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljóinsveitarstjórn: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hfjómsveit Kynnir: JÓN iÝXEL ÓLAFSSON Danshöfundur: HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar úr BATTU flokknum Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður með að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Ert þú búin(n) ab spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.