Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 37
________BREF TIL BLAÐSINS_
Agaleysi og upplausn
Frá Ólafi Ormssyni:
FRÉTTIR fjölmiðla undanfarnar
vikur og mánuði hafa fjallað um
síaukin afbrot og hvers kyns mis-
ferli í meðferð fjármuna. Fjórir pilt-
ar á aldrinum 15 til 17 ára réðust
nýlega inn í verslun við Nóatún við
Kleifarsel og ógnuðu starfsfólki
með hníf, hrifsuðu peninga úr pen-
ingakassa og hurfu út í myrkrið.
Allir áttu þeir langan afbrotaferil
að baki og höfðu ítrekað komið við
sögu lögreglu í árásarmálum og
hlotið dóma. Einn piltanna hafði
áður ráðist á sjötugan mann, bak-
ara, þar sem hann var við vinnu
sína í sama húsi og verslunin Nóa-
tún er í. Tók hann taki um háls
hans og ógnaði honum með hnífi.
Slíkar fréttir eru því miður allt
of oft í fjölmiðlum og fólk ef til
vill hætt að veita þeim athygli. í
Morgunblaðinu birtist t.d. eftir
helgar yfirlit yfir mál sem upp koma
hjá lögreglunni helgina á undan og
lýsa því ástandi sem við er að etja
þegar hundruð höfuðborgarbúa
undir áhrifum áfengis og fíkniefna
breytast í villidýr sem hvorki virða
umferðarreglur né umgengnisregl-
ur, aka drukknir í bifreiðum sínum
og láta hendur skipta innbyrðis í
átökum á götum úti eða gangstíg-
um og í versta tilfelli verða valdir
að fólskulegum líkamsárásum á
saklausa vegfarendur.
Ástæður þess að þannig er kom-
ið í þjóðfélaginu eru sennilega
margar og það er alvarlegt að aga-
leysi og hvers kyns upplausn gerir
stöðugt meira vart við sig og virð-
ingarleysi fyrir lögum og reglum.
Ef til vill er orsakanna að leita til
þeirrar staðreyndar að afbrota-
menn, forhertir glæpamenn, sleppa
með tiltölulega milda dóma þegar
mál þeirra koma fyrir dómstóla.
Dómar
Það hefur sjálfsagt vakið athygli
margra að nýlega voru kveðnir upp
dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur
yfir tveimur mönnum fýrir að hafa
staðið að innflutningi, sölu og dreif-
ingu á eitt þúsund skömmtum af
stórhættulegu ofskynjunarlyfi,
LSD. Dómurinn hljóðaði uppá 24
mánaða fangelsi og 18 mánaða
fangelsi og er auðvitað hneyksli.
Ogæfa íjölda ungmenna sem
lenda á glapstigum stafar t.d. af
áfengis- og eiturlyfjanotkun og
ábyrgð þeirra manna sem halda
fíkniefnum að áhrifagjömu og óupp-
lýstu æskufólki er mikil. Sala og
dreifing eiturlyija sem vitað er að
geta valdið notendum miklum skaða
og í mörgum tilfellum dauða er einn
helsti glæpur sem um getur og víða
erlendis eru menn sem standa að
sölu slíkra eiturlyfja dæmdir til
dauða eða í lífstíðarfangelsi.
Ekki benda á mig
Líklega verða menn seint sam-
mála um það hvað valdi breyttri
þjóðfélagsmynd hér á íslandi á síð-
ari árum. Þó hafa glöggir menn
lengi gert sér grein fyrir skaðvald-
inum og eru þeim mun vissari með
hverju árinu sem líður.
Og glöggt er gests augað. Ás-
geir Sigurvinsson hinn kunni knatt-
spyrnumaður sem lengi hefur búið
erlendis viðhafði í viðtali við fjöl-
miðla hér á landi ekki alls fyrir
löngu ummæli sem eru minnisstæð.
Hann gagnrýndi agaleysi og
óstundvísi í íslensku samfélagi og
það viðhorf sem hér hefur lengi ríkt
varðandi atvinnurekstur og óábyrga
aðila sem þar fjölgar sífellt og virð-
ast varla ábyrgðarmeiri en börn að
leik í sandkassa. Það er þetta við-
horf að allt reddist, reddist einhvem
veginn og engin ástæða sé til að
bera nokkra ábyrgð þó allt fari á
hausinn og gjaldþrot blasi við.
Og skaðvaldinn sem hér var
minnst á að framan er t.d. að finna
í uppeldi bama hér á landi sem er
oft á tíðum í molum. Foreldrar eru
uppteknir í lífsgæðakapphlaupinu
og hafa ekki tök á að sinna börnum
sínum og sé haft orð á því að þetta
gangi ekki mikið lengur, þá er sagt
sem svo: Ekki benda á mig.
Ábyrgðaleysið er algjört þó svo að
það muni vera nokkuð um það að
börn alist upp nánast á götunni,
eða þá við þær aðstæður sem sí-
fellt ijölgar að afruglari Stöðvar 2
sé eins konar barnfóstra á íslensk-
um heimilum.
Það er líka að koma æ betur í
ljós með hveiju árinu sem líður sú
ábyrgð sem kvikmyndaiðnaðurinn
og einkum sá bandaríski og banda-
rískt sjónvarp bera á þróun mála í
samfélögum á Vesturlöndum. Það
var t.d. nýlega getið um það í út-
varpsþættinum Samfélagið í nær-
mynd á Rás 1 að samkvæmt banda-
rískum rannsóknum eru framin átta
þúsund morð í bandarísku sjónvarpi
árlega og hundrað þúsund ofbeldis-
aðgerðir.
Sjónvarpið
Á Stöð 2 líður engin helgi svo
að ekki séu sýndar fimm til sex
bíómyndir, bandarískar og strang-
lega bannaðar börnum. Hver er
annars dagskrárstefna þeirrar sjónr
varpsstöðvar? Er hún ef til vill sú
að elta uppi lágkúruna í bandarísku
sjónvarpi? Ég spyr þar sem það er
sjaldgæft að sjá íslenskt efni á dag-
skrá Stöðvar 2, vandað íslenskt
efni. Slíkir þættir hafa þó einstaka
sinnum borið fyrir augu áskrifenda,
hitt er miklu algengara að sjá á
dagskrá Stöðvar 2 þætti þar sem
kynt er undir fégræðgi manna,
samanber nýja bingóþáttinn. Við
lifum jú í spilltum heimi. Einmitt
þess vegna er full ástæða til þess
að hvetja ljölmiðla, sjónvarpsstöðv-
ar t.d., að gæta að sér. Sjónvarpið
er áhrifamikill miðill í nútímasamfé-
lagi. Það er full ástæða til að gera
forráðamönnum sjónvarpsstöðva
grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim
hvílir. Afþreyingariðnaðurinn verð-
ur að átta sig á því að til er sem
betur fer fagurt mannlíf. Það er
möguleiki á að bjarga mörgum
unglingum frá glapstigum ef þeim
er gerð grein fyrir því að sjónvarp-
ið er eitthvað annað og meira en
skóli fyrir tilvonandi afbrotamenn.
En til þess að svo geti orðið þarf
gjörbreytta dagskrárstefnu í sjón-
varpi nútímans. Ekki minnist ég
þess t.d. að nokkurn tímann hafi
verið fjallað um kristna trú á Stöð
2. Mér er ekki kunnugt um að sjón-
varpsstöðin hafi nokkurn tímann
sýnt t.d. frá guðsþjónustu í ís-
lenskri kirkju.
ÓLAFUR ORMSSON,
rithöfundur, Eskihlíð 16a, Reykjavík.
^að er eitthvað bogið við nviu |
'sskápalínuna frá Whirlpool |
204/60 h 150
Bogadrcgin línan í hurðunum
á nýju ískápalfnunni frá
Whirpool gefur nútímalegt
yfirbragð. Um leið er |>að
afturhvarf til fortíðar og því
má scgja að gamli og nýi
tíminn mætist í nýju Soft
Look línunni frá Whirlpool.
KOMDU oo
Heimilistæki hf
SÆTÚNl a SÍMI 69 15 OO
Innan
veggja
heimilisins
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
23. október nk., fylgir blaðauki sem
heitir Innan veggja heimiiisins.
í þessum blaðauka verður m.a. fjallað
um gömul hús og ný, innréttingar og
húsbúnað, gólfefni og málningu.
Ýmsar hentugar lausnir fyrir heimilið
verða kynntar auk þess sem ríkjandi
tískustraumar verða kannaðir.
Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í
þessum blabauka er bent á ab tekib er
vib auglýsingapöntunum
til kl. 17.00 mánudaginn 17. október.
Nánari upplýsingar veita
Agnes Erlingsdóttir, Dóra Gubný
Sigurbardóttir og Petrína Ólafsdóttir,
starfsmenn auglýsingadeildar, í síma
69 11 11 eba símbréfi 69 11 10.
- kjarni málsins!
Umboðsmenn um land allt.