Morgunblaðið - 09.10.1994, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ
10 B SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
Mike Bee á Islandi
Leiöbeiöendanámskeiö í þolfimi
14., 15. og 16. október 1994.
Föstudagur kl. 13.30
Kl. 14.00
Kl. 16.15
Kl. 17.45
Laugardagur kl. 9.30
Kl. 10.15
Kl. 12.15
Kl. 12.45
Kl. 14.30
Kl. 15.00
Sunnudagur kl. 9.30
Kl. 11.00
Kl. 12.30
Kl. 13.15
Kl. 14.00
Kl. 14.00
Kl. 15.30
Kl. 17.00
Skráning og setning.
Hreyfifræði vöðva og liða.
Lárus Guðmundsson, sjúkraþjálfari.
Kennsluaðferðir, kennsluleiðbeiningar (verkl.).
Gillian Sveinsson, íþróttafr.
Steady state step’’ (Stöðugur púls á pöllum).
Míke Bee.
Stuttir fyrirlestrar um vandamál kjörþyngdar.
Ýmsir fyrirlesarar.
a. Börn og unglingar.
b. Kjörþyngdarsálfræði”.
c. Megrunaraðferðir (kostir, gallar).
Building blocks (samsetningar). Mike Bee.
Matarhlé.
Þjálfun eldra fólks, markmið og leiðir.
Ýmsir leiðbeinendur.
Upphitun undir MASTER CLASS í íþróttahúsi
Fram.
Þolfimikennarar frá ýmsum heilsuræktum.
MASTER CLASS (ÞOLFIMI HÁTÍÐ) a.t.h.
Framhús. (Fríir bolir og drykkir). Mike Bee.
Þjálfun barnshafandi / Styrktarþjálfun (verkl.).
Ásalaug Ásgeirsdóttir, íþróttak. Elías Níelsson,
íþróttafr.
Step class II (pallar 2) (verkl.). Mike Bee.
Matarhlé.
Low Impact (verkl.).
Gillian Sveinsson, íþróttafr.
Vaxtamótun (verkl.).
Ása Friðbjarnardóttir, íþróttak.
Endurlífgun.
Oddur Eiríksson.
Rythmic stretch (verkl.). Mike Bee.
Námskeiðsslit.
Faxafeni 14, sími 689915.
THOMSENSMAGASÍN tók á móti ferðamönnunum. Fylgdarmenn eru hér á Þingvöllum ásamt
Nexn, sem er í miðjum hópi og hefur sjóhatt á höfði. Af öðrum sem þekkjast á myndinni eru
Einar Vigfússon lengst til vinstri, Daníel Daníelsson með hvítt hálsbindi, Karl Nikulásson við hina
hlið Nexo og Pétur Guðmundsson kennari lengst til hægri. I aftari röð má þekkja Kolbein Högnason
í Kollafirði, fyrir aftan Karl.
íslands-
ferð Nexn
Árið 1909 efndi danska stórblaðið Politiken til
íslandsferðar. Leiðsögumaður ferðarinnar var
Martin Andersen Nexu, sem þá hafði nýlega lokið
að skrifa sögu sína „Pelle Eroberen“. Pétur Pét-
ursson rifjar hér upp nokkrar staðreyndir um
ferðina og eftirmál sem urðu.
IJÚLÍMÁNUÐI sl. voru liðin 85
ár síðan danska dagblaðið
„Politiken“ efndi til íslands-
ferðar með „óvenjulega góðum kjör-
um“. Hluttakendur í förinni urðu
þó „ekki nema 45“ segir „Reykja-
vík“, blað sem Jónas Guðlaugsson
skáld ritstýrði. Foringi fararinnar
var Martin Andersen Nexo, skáld
og rithöfundur. Nexo hafði þá ný-
lega lokið við skáldverk sitt „Pelle
Eroberen“, sögu sem aflaði höfund-
inum frægðar og er mörgum í
fersku minni vegna kvikmyndar er
sýnd var fyrir nokkru og hlaut mjög
lofsamlega dóma.
Það var að kvöldi 14. dags júlí-
mánaðar sem „Sterling" kom með
ferðamennina dönsku. Skipið
hreppti hvassviðri á hafinu. Þrátt
fyrir það gekk ferðin vel og dáðust
ferðalangarnir mjög að fegurð
landsins því veðrið var indælt eftir
að þeir komu hingað til bæjarins.
Einkum fannst gestunum mikið til
um sólarlagið á Reykjavíkurhöfn.
Daginn eftir komuna til Reykja-
víkur bauð hlutafélagið P.J. Thor-
steinsson & Co. (Milljónafélagið)
ferðamönnunum dönsku og ýmsum
Reykvíkingum í skemmtiferð „inn
til Viðeyjar", til að skoða hin miklu
mannvirki, sem félagið hafði látið
gera þar, mjólkurbú þess og fleira.
Var gufubáturinn „Ingólfur" feng-
inn til þess að fara með ferðamenn-
ina. I Viðey voru hinar ríkmannleg-
ustu viðtökur, og stóð kommandör
Nielsen, formaður hlutafélagsins,
fyrir þeim. Kommandör Nielsen
skýrði frá því sem markvert var á
eynni og And. Hvass talaði fyrir
íslandi. Var fögnuður mikill þar í
eynni, enda þótt veðrið væri ekki
sem ákjósanlegast. Um tvö hundruð
manns munu hafa tekið þátt í för-
inni. Kór söng svo um kvöldið.
Honum stjórnaði Sigfús Einarsson.
Klöppuðu gestir söngmönnum og
stjórnanda iof í lófa.
Laugardaginn 17. júlí var ferð-
inni haldið áfram. Var farið í tveim
hópum. Annar hópurinn til Þing-
valla, Geysis og Gullfoss, en hinn
fór með „Sterling" vestur til Isa-
fjarðar og kemur við í Stykkishólmi
og fleiri höfnum á leiðinni.
„Hugsun „Politiken" er svo góð,
að hún ætti það skilið að hún hefði
sem bestan árangur," segir blaðið
„Reykjavík“ að lokum í frásögn
sinni.
Það var fyrir nokkrum árum að
öldruð reykvísk kona hringdi til
mín og kvaðst vilja afhenda mér
ýmsar ijósmyndir sfem voru í fórum
hennar. Meðal þeirra var mynd af
Martin Andersen Nexo og konu
hans. Voru þau bæði á hestbaki
einhvers staðar í nágrenni Reykja-
víkur. Myndin var úr fórum Karls
Nikulássonar konsúls. Hann hafði
verið fylgdarmaður Nexos í þeirri
för er fyrr var getið. Alllöngu síðar
átti ég tal við Fríðu Knudsen, syst-
ur Osvalds kvikmyndagerðar-
manns. í samtali okkar nefndi ég
myndina. Fríða kvaðst þá eiga
mynd af Nexo og fylgdarmönnum
hans. Sagði frænda sinn, Einar
Vigfússon hafa verið einn þeirra.
Bauð mér að koma og skoða mynd-
ina. Þáði ég það með þökkum. Við
þá athugun kom í ljós að faðir minn,
Pétur Guðmundsson kennari á Eyr-
arbakka, hafði verið í þessum hópi.
Hann fylgdi oft ferðamönnum á
sumrin. Var þá oft á vegum Thom-
sens sem annaðist fyrirgreiðslu
þeirra.
Við nánari könnun á skjölum
Thomsensmagasins komu í ljós
margar upplýsingar um heimsókn
ferpahóps „Politiken“. Fylgdar-
menn voru: Danéi Daníelsso.n, Pétur
Guðmundsson, Kolbeinn Högnason,
Karl Nikulásson, Vilhelm Jónsson,
Einar Vigfússon matarkóngur, Jón-
as Andrésson vínkóngur, Gísli Þor-
kelsson, Ólafur Eyjólfsson, Guð-
mundur Þ. Sveinbjörnsson (Dúddi)
(keyrði tii Þingvalla), Eyjólfur
Teitsson (keyrði til Þingvalla) og
Gísli Guðmundsson.
Eftir velheppnaða ferð um aust-
ursveitir var haldið til Reykjavíkur.
Ditlev Thomsen konsúll reið til
móts við Danina og hélt þeim veislu
á Baldurshaga. í samsæti sem efnt
var til áður en dönsku ferðamenn-
irnir héldu heimleiðis flutti Martin
Andersen Nexo alllanga ræðu. Birt-
ist þýðing hennar á prenti síðar.
Skáldið fór lofsamlegum orðum um
íslendinga og virtist hafa samúð
með baráttu þeirra fyrir stjórnar-
farsréttindum. Það vekur því undr-
un að kynnast annarri hlið og öllu
verri. Það gerðist við lestur bréfa
skáldsins. I sendibréfum Nexos,
m.a. til Jónasar Guðlaugssonar,
kemur fram afstaða skáldsins til
sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Til
þess að rekja það nánar þarf meira
rúm en hér er leyft að sinni. Nú
þegar bókmenntamenn ráða ráðum
sínum má e.t.v. vænta þess að fjall-
að verði nánar um afstöðu rithöf-
unda sem „kenna til í stormum sinn-
ar tíðar“. Við hin, almúginn á lægra
plani, sem að öðru jöfnu hyllum
Kaptajn Vom, Gyldenspjæt og það
lið væntum véfréttar úr menningar-
hofi Máls og menningar með stórum
Emmum.
Höfundur cr fyrrvcrundi þulur.
Danskir ferðamenn á leið út í Viðey. Lengst til hægri sést
bryggjuhúsið, þar má sjá bryggjuna og norðurdyrnar opnar.
Þarna er nú Kaffi Reykjavík. Á miðri myndinni sést Ingólfs-
hvoll, þar sem Landsbankinn er nú til húsa.