Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C/D 240. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Handalögmál á ítalska þinginu TIL handalögmála kom á ítalska þinginu í gær er ræða átti mál- efni ítalska ríkissjónvarpsins. Kveðst einn þingmanna hafa rotast, auk þess sem þingvörður fékk blóðnasir. Upphaf átak- anna voru ásakanir þingmanns hins vinstrisinnaða Framfara- flokks, um óeðlileg afskipti rík- isstjórnar Silvios Berlusconis af málefnum ríkissjónvarpsins. Þustu þá nokkrir þingmenn, flestir úr Þjóðarbandalaginu, sem bendlað hefur verið við fas- isma, fram og réðust að stjórn- arandstæðingum. Stjórn ísraels bregst við sprengjutilræðinu í Tel Aviv Fyrirskipar her- ferð gegn Hamas Jerúsalem. Reuter. STJÓRN ísraels fyrirskipaði í gær hertar aðgerðir gegn Hamas, hreyf- ingu palestínskra öfgamanna, eftir sprengjutilræði í Tel Aviv á miðviku- dag sem kostaði að minnsta kosti 21 lífið. Stjórnin hélt aðgerðunum leyndum. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, boðaði til skyndifundar í stjórninni í gær eftir þessa mann- skæðustu árás á ísraela í 16 ár. „Hvað aðgerðir leyniþjónustanna varðar hefur stjómin ákveðið að heimila þeim að beita fleiri aðferðum sem nauðsynlegar eru til að herða aðgerðimar gegn Hamas og hernað- arvæng samtakanna," sagði í frétta- tilkynningu frá stjóminni. Móshe Shaha! lögreglumálaráð- herra sagði að Rabin hefði lagt til að umferð frá hernumdu svæðunum til ísraels yrði stöðvuð „í ótakmark- aðan tíma“. Shahal lagði ríka áherslu á að Iögreglumönnum yrði fjölgað um 1.500. Fjöldahandtökur? Ráðherrar vörðust frétta um aðrar aðgerðir sem samþykktar voru á fundinum og Yossi Sarid umhverf- isráðherra sagði að sumar þeirra væri ekki hægt að kunngera. Meðal annars hefur verið rætt um fjölda- handtökur á félögum í Hamas og brottvísun þeirra úr landi. Rabin sagði eftir sprengjutilræðið að ísraelar stæðu frammi fyrir „þeirri stóru ákvörðun“ hvort halda ætti gyðingum og aröbum aðskildum til langframa. Hann talaði einnig um möguleikann á því að öryggissveitir fengju fijálsar hendur og fjölskyldum tilræðismanna yrði refsað. Shahal sagði þó að forsætisráðherrann hefði ekki iagt þetta til á fundinum. Hamas gaf í gær út myndband þar sem 27 ára Palestínumaður kveð- ur fjölskyldu sína og vini, eins og múslimskir hryðjuverkamenn eru vanir að gera áður en þeir halda í sjálfsmorðsárásir. Maðurinn lýsti sjálfum sér sem „lifandi píslarvotti", en ekki var ljóst i gær hvort hann hefði framið ódæðið í Tel Aviv. Sænskur jarðsögufræðingur kannar áhrif eldgosa á íslandi Olli mengun frá Heklu hungursneyð í Svíþjóð? VIRKNI eldijalla á jörðinni geng- ur ef til vill í bylgjum, hvert skeið stendur þá í um 100 ár og hugsan- legt er að eitt slíkt skeið sé að hefjast, segir í nýlegri grein í Svenska Dagbladet um rannsókn- ir sænsks vísindamanns, Svens Laufelds. Hann telur að loftmeng- un frá Heklugosi 1693 hafí valdið hungursneyð í Svíþjóð næstu árin. Svenska Dagbladet. segir frá rannsóknum Laufelds sem er dós- ent í jarðsögu og steingervinga- fræði við háskólann í Málmey. Mikið gos varð í Heklu 1693. Vindar báru öskuna til norðvest- urs en brennisteinn og flúr, sem streymdi frá fjallinu í sjö mánuði eftir gosið að sögn Laufelds, mengaði loft sem barst að hluta yfir til Skandinavíu. Súrt regn spillti þar gróðri og flúr olli gaddi í búfé sem staðfest hefur verið með rannsóknum á beinaleifum, hungursneyð fylgdi í kjölfarið í Svíþjóð. Kirkjubækur á Gotlandi greina frá hörmungunum. Spáir nýju virkniskeiði Laufeld segir að gosið í Pinatubo á Filippseyjum 1991 auk eldsumbrotanna á Papúa Nýju- Gíneu og Kamtsjatka fyrir skemmstu geti verið upphaf að nýju tímabili hærri tíðni eldgosa á jörðinni. Að sögn Laufelds er líklegt að mikið gos verði á Islandi á næst- unni. Er Morgunblaðið ræddi við Guðmund Sigvaldason jarðeðlis- fræðing og Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing kom fram að íslenskir vísindamenn sæju ekki nein sérstök rök fyrir því að telja mikið gos yfirvofandi nema helst að alllangt sé síðan gosið hafi í nokkrum þekktum stöðvum. Þá töldu þeir vísbendingar um áður- nefnd, reglubundin virkniskeið á jörðinni ekki sannfærandi. Norður-Kórea Talið að eftirlit dragist um 5 ár Vín. Reuter. SAMNINGUR sem Bandaríkin gerðu við Norður-Kóreu um kjarn- orkuvoþnaáætlun þeirra kann að verða til þess að seinka enn eftirliti með n-kóreskum kjarnorkuverum að sögn Hans Blix, forstjóra Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Samningurinn hefur mætt mikilli andstöðu á Bandaríkjaþingi og sagði Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana, hann vera dæmi um það að hægt væri að ná samkomulagi um hvað sem væri, gæfu menn nógu mikið eftir. Undirrita á samninginn í dag, föstudag. Talið er að samningurinn geti þýtt tafir á eftirliti IAEA í allt að fimm ár. Ástæðan er sú að hann felur í sér að N-Kóreumenn fá að- stoð til að skipta út kjarnakljúfum fyrir aðra kljúfa, sem framleiða minna plútoníum. Talið er að það taki áratug en fullt eftirlit verður ekki leyft fyn- en framkvæmdin er hálfnuð. Sagði Blix að fagna bæri loforði N-Kóreumanna um leyfa eftirlit IAEA með kjarnorkuvinnslustöðv- unum en að samningurinn væri þó engin trygging fyrir því að N-Kórea byggi ekki yfir kjarnavopnum. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom til Seoul í gær til viðræðna við suður-kóreska ráðamenn. Sagði hann að Banda- ríkjamenn myndu ekki draga úr herafla og viðbúnaði sínum í Suður- Kóreu, fyrr en samskipti ríkjanna á Kóreuskaganum hefðu batnað. Reuter Þúsundir syrgja blaðamann ÞÚSUNDIR manna vottuðu í gær blaðamanni, sem lét lífið í sprengingu, virðingu sína er hann var jarðsettur í Moskvu. Blaðamaðurinn, Dmitríj Khol- odov, hafði rannsakað tengsl skipulagðra glæpasamtaka við herinn. Hann lést er taska, sem hann taldi innihalda leyniskjöl, sprakk. Hefur dauði Kholodovs vakið mikla reiði og ritstjóri hans sakar Pavel Gratsjov varnar- málaráðherra um að tengjast málinu. Borís Jeltsin Rússlands- forseti lagði í gær til að gefin yrðu út sérstök leyfi fyrir blaða- menn, sem rannsökuðu glæpi og spillingu, til að veita þeim vernd gegn leigumorðingjuin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.