Morgunblaðið - 21.10.1994, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðstefna um hvert skuli stefna í launa- og starfsmannamálum ríkisins
Stjórnendiw ríkis-
stofnana fái ákvörð-
unarvald um laun
FJÖLMENNI var á ráðstefnu fjármálaráðuneytisins um launamál opinberra starfsmanna.
Fjármálaráðherra sagði
á ráðstefnu um launa-
mál ríkisstarfsmanna að
færa þurfí skipulag
þeirra nær því sem gildi
-- á almennum vinnu-
markaði. Fram-
kvæmdastjóri VSI fagn-
aði yfirlýsingum ráð-
herra en formaður
BSRB sagði að breyt-
ingar afþessu tagi
hefðu hvarvetna leitt af
sér aukinn launamun.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur að
draga þurfí úr miðstýringu í launa-
kerfi opinberra starfsmanna og færa
launaákvarðanir í hendur stjómenda
ríkisstofnana og opinberra fyrir-
tækja. Samræma þurfi réttindi opin-
berra starfsmanna réttindum á al-
mennum vinnumarkaði. í stað þess
að leggja í kjarasamningum meginá-
herslu á starfsaldurshækkanir verði
tillit tekið til ábyrgðar, frammistöðu
og framleiðni. Ogmundur Jónasson,
formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, varar mjög við að dreg-
ið verði úr miðstýringu í launa-
ákvörðunum og segir að reynslan
sýni að það hafi aukið launamun alls
staðar þar sem það hafí verið reynt.
Þórarinn. V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, fagnaði hins veg-
ar viðhorfum fjármálaráðherra og
sagði þáð forsendu þess að hægt
yrði að bæta framleiðni hjá hinu
opinbera.
Þetta kom fram á ráðstefnu sem
fjármáiaráðuneytið gekkst fyrir í
gær um hvert skuli stefna í launa:
og starfsmannamálum ríkisins. í
upplýsingum sem lágu frammi á ráð-
stefnunni kemur fram meðal annars
að útgjöld ríkisins vegna greiðslu
launa eru um 36 milljarðar króna á
ári. Starfsmenn eru um 25 þúsund
í 20 þúsund ársverkum, auk um
3.500 starfsmanna hjá sjúkrastofn-
unum sem sjá sjálfar um greiðslu
launa. Meðallaun hjá ríkinu eru 128
þúsund krónur á mánuði án launa-
tengdra gjalda og fá ríkisstarfsmenn
að meðaltali greiddar 39 yfirvinnu-
stundir í mánuði. Launin eru mjög
mismunadi eftir starfsstéttum. Með-
allaun starfsmanna í Félagi íslenskra
flugumferðarstjóra eru um 270 þús.
kr. á mánuði, en í Póstmannafélagi
{slands um 90 þús.kr. Meðaliaun
háskólamenntaðra ríkistarfsmanna
eru 144 þús. kr. á mánuði en meðal-
laun félaga í BSRB um 111 þús. kr.
Ríkisstarfsmenn fá greidd laun eftir
um 140 kjarasamningum og í launa-
kerfinu eru 307 launategundir og
16 þúsund starfsheiti og afbrigði
þeirra.
Dregið úr miðstýringu
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, nefndi nokkur atriði sem taka
þyrfti tillit til við umbætur í launa-
og starfsmannamálum ríkisins. Draga
þyrfti frekar úr miðstýringu en þegar
hafi verið gert. Ríkið sé í samkeppni
við einkafyrirtæki um vinnuaflið og
eigi það að verða samkeppnisfært
verði það að taka mið af starfsmanna-
haldi þeirra. Miðlæg launaafgreiðsla
hafi orðið til þess að vinnuveitenda-
ábyrgð hjá oddvitum opinberrar starf-
semi hafi veslast upp. Þá þurfi að
endurskoða lög um réttindi og skyld-
ur opinberra starfsmanna. í flestum
nágrannaríkjunum hafí lögum verið
breytt þannig að starfsmenn hins
opinbera séu jafnsettir um réttindi
og skyldur og launafólk almennt, ef
undan sé skyldur þröngur hópur sér-
hæfðra embættismanna. Sagði hann
eðlilegt að bæði lögin frá 1954 um
réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna og lögin um samningsrétt
opinberra starfsmanna frá árinu 1986
yrðu endurskoðuð.
Friðrik sagði nauðsynlegt að ein-
falda launakerfi ríkisins og færa
ákvörðun um laun nær vettvangi þess
sem ber ábyrgð á starfseminni. Bylta
verði homsteini núverandi launaskip-
unar, launatöflunni, sem byggi eink-
um á starfsaldri og menntun, og
skoða í fullri alvöru hvort ekki eigi í
stað þess að byggja á frammistöðu
og ábyrgð.
Friðrik sagði að auka þyrfti og
skerpa ábyrgð yfirmanna nkisfyrir-
tækja og stofnana, leggja af æviráðn-
ingar og meta stjómunarstörf eftir
árangri. Þá þyrfti að hverfa frá laga-
legri sérstöðu sem ríki um málefni
ríkisstarfsmanna og í stað þess að
leggja megináherslu á starfsaldurs-
hækkanir í kjarasamningum, þurfi
að taka meira tillit til ábyrgðar,
frammistöðu og framleiðni. Þá þurfi
að samræma lífeyrismál opinberra
starfsmanna því sem gerist á almenn-
um vinnumarkaði og umsýsla um
launa- og starfsmannamál að færast
út í einstakar stofnanir. Stefnan ætti
að verða sú að ríkið geti keppt við
einkamarkaðinn um hæft starfsfólk á
jafnréttisgrundvelli.
„Mikil umsvif ríkisins krefjast nú-
tímalegra vinnubragða og gera kröfu
til að fyllstu hagkvæmni sé gætt.
Jafnframt er að sjálfsögðu nauðsyn-
legt að ríkisstarfsmenn verði með í
ráðum og sérhver breyting sé rædd
ítarlega við þá. Okkur er öllum ljóst
að árangurinn í ríkisrekstrinum
byggist á hæfu starfsfólki og góðum
starfsanda," sagði fjármálaráðherra.
Samningar um laun á
félagslegum grunni
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, lagði áherslu á að ekki yrði
ráðist í að gera neinar breytingar
nema í fullu samráði við starfsmenn
ríkisins og lagði áherslu á að áður
en ákveðið yrði að fara út í grund-
vallarbreytingar á launakerfi ríkisins
yrðu málin skoðuð frá öllum hliðum.
Einstaklingsbundnir samningar
skapi óeðlilega mikil völd hjá launa-
greiðanda, skapi hættu á mismunun
og spillingu. Launabætur, bónusar
og álagsgreiðslur séu alls annars
eðlis ef þær séu greiddir á félagsleg-
um grunni. Þá gildi almennar reglur
og þó þær kunni að mismuna ein-
staklingunum, séu reglumar öllum
ljósar.
Ögmundur sagði að allar athugan-
ir sýndu að eftir því sem samningar
færu meir inn í stofnanir og fyrir-
tæki þeim mun meiri yrði launamun-
urinn. Staðreyndin væri sú að því
dreifðari sem samningamir væru
með tilliti til stofnana og fyrirtækja
því meira fengju hinir hæstlaunuðu
og þeim mun minna hinir lægstlaun-
uðu. Hann spurði hvort ekki væri
of mikið gert úr stjórnunarlegu mikil-
vægi launanna og hvort staðreyndin
væri ekki sú að himinhá laun stjórn-
enda væru ekki í nokkmm tengslum
við gæði þeirra sem starfsmanna.
Ögmundur varaði ríki og sveitarfélög
að ráðast gegn þeim réttindum sem
launafólk hefði komið sér upp, því
það mætti ekki afvopna sig í sam-
keppninni við aðra atvinnurekendur.
Kjarasamningar
lágmarkssamningar
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að ekki
væm sýnilegar forsendur fyrir því
að skipa starfskjömm og ráðningar-
málum opinberra starfsmanna með
öðmm hætti en gerðist á almennum
vinnumarkaði. Því fagnaði hann
ummælum fjármálaráðherra um að
draga úr þessum mun þannig að
sömu lög tækju til beggja hópa.
Hann sagði að kjarasamningar væm
lágmarkssamningar og mat á fram-
lagi hvers og eins starfsmanns gæti
ekki farið fram nema í samskiptum
starfsmanna og stjómenda á einstök-
um vinnustöðum. Frammistaðan sé
einstaklingsbundin en ekki félagsleg
og því verði umbunin aldrei ákveðin
á félagslegum gmndveili í formi lqa-
rasamnings. Stjómendur opinberra
stofnana yrðu að fá mun rýmra svig-
rúm til launaákvarðana en verið
hefði. En því svigrúmi yrði að fylgja
fagleg og fjárhagsleg ábyrgð og þar
með að staða stjórnenda opinberra
stofnana og fýrirtækja hlyti að breyt-
ast í grundvallaratriðum.
Þórarinn sagði að vissulega væri
þörf á breyttri starfsmanna- og
launastefnu hins opinbera, en fyrst
og fremst væri þörf á að skilgreina
hlutverk, markmið og ábyrgð í
rekstri einstakra þátta opinberrar
þjónustu. „Launin em mikilvægasta
stjómtæki í ölium atvinnurekstri og
oftast stærsti útgjaldaliðurinn sem
stjómendur ráða við. Launaákvarð-
anir verða því að hvetja einstakling-
inn og efla frammistöðu og árangur.
Það verður því að færa ábyrgðina
út til stjórnenda einstakra stofnana,
stjómenda sem hafa tekið á sig
ábyrgð á tilteknum framkvæmdum
eða þjónustu. Markmiðið er betri
þjónusta, sem lægst launaútgjöld og
sem best laun. Að þessu marki þarf
að vinna því hagsmunir allra hlutað-
eigandi fara hér býsna vel saman.“
Ályktun Fiskiþings
Alþingi greiði fyrir veitta
þjónustu Fiskifélagsins
FISKIÞING lagði í gær mikla
áherzlu á rannsóknir og þróunar-
starf í sjávarútvegi. Þingið sam-
þykkti tvær tillögur þess efnis.
Annars vegar um að stjórn Fisk-
veiðasjóðs leggi fé til þróunardeild-
ar sjóðsins, sem veitt verði til að
styrkja, rannsóknir, þróunarverk-
efni og markaðssetningu. Þá var
því beint til stjómvalda að skatta-
lögum verði breytt þannig, að heim-
ilaður verði sérstakur skattaafslátt-
ur til fyrirtækja vegna rannsókna
og þróunarstarfa. Þá vill þingið að
Alþingi greiði fyrir veitta þjónustu
Fiskifélagsins.
Af öðrum samþykktum Fiski-
þings í gær má nefna, að lýst var
yfír áhyggjum af gæðum fisks á
fiskmörkuðum og tekið fram að
úrbóta væri ekki að vænta nema
menn tileinkuðu sér þann hugsun-
arhátt að koma með gallaiausan
fisk að landi og kaupendur keyptu
ekki fisk, sem ekki stæðist fyllstu
gæði. Samþykkt var ályktun þess
efnis, að verði rækjukvóti aukinn,
njóti loðnuskip þeirrar aukningar
ekki. Ályktunin er svohljóðandi:
„Loðnuflotinn fékk á sínum tíma
verulega fyrirgreiðslu þegar erfið-
leikar steðjuðu að, meðal annars
fékk hann sérstakar aflaheimildir á
kostnað annarra útgerða, sem nú
eiga í erfiðleikum. Nú þegar heim-
ildir til loðnuveiða em í hámarki
er því eðlilegt að farið sé fram á
að loðnuflotinn skili einhvetju til
baka. Komi til þess að aukið verði
við rækjukvótann, komi sú aukning
ekki til loðnuskipa."
Háu raforkuverði mótmælt
Þingið mótmælti háu raforku-
verði og lagði til sérstakar aðgerðir
til að auka tekjur Fiskifélagsins.
Þar vom taldir nokkrir tekjumögu-
leikar svo sem aukning auglýsinga
í ritum félagsins og að gengið verði
fastar fram 5 verðlagningu þeirrar
þjónustu, sem félagið veitir, en
hvomm þessum lið er ætlað að skila
einni milljón króna. Þá er gert ráð
fyrir því að Alþingi greiði þijár
milljónir króna fyrir þá þjónustu,
sem Fiskifélagið veitir því. Til þessa
hefur ekki verið farið fram á
greiðslu fyrir þessa þjónustu, enda
hefur Fiskifélagið notið beinna
opinberra fjárframlaga, en ekki er
gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta
árs. Loks er gert ráð fyrir að leita
eftir tveggja milljóna styrk frá Al-
þingi til að halda óbreyttri starfsemi
tæknideildar Fiskifélagsins og gert
er ráð fyrir spamaði í rekstri upp
á 1,5 milljónir króna. Þá má nefna
samþykkt þess efnis að hvalveiðar
verði hafnar ekki síðar en næsta
sumar.
Fiskiþing heldur áfram af-
greiðslu ályktana í dag, en þá verð-
ur einnig gengið til kosninga um
formann og stjórn félagsins og lýk-
ur þinginu að því loknu.
Andlát
MARKÚS Á.
EINARSSON
MARKÚS Á. Einars-
son, veðurfræðingur
og deildarstjóri hjá
Veðurstofu íslands, er
látinn, 55 ára að aldri.
Markús var fæddur í
Reykjavík 5. mars
1939, sonur Ingibjarg-
ar Helgadóttur hús-
freyju og Einars Þor-
steinssonar fram-
kvæmdastjóra.
Markús lauk stúd-
entsprófi frá MR 1959
og lokaprófi í veður-
fræði frá Óslóarhá-
skóla 1964. Hann hóf
störf á flugveðurstofu Veðurstofu
íslands á Keflavíkurflugvelli að
loknu námi,_ en réðst til starfa á
Veðurstofu íslands 1967 og starf-
aði þar til dauðadags. Markús var
deildarstjóri veðurfarsdeildar Veð-
urstofu íslands 1971-1974 og
deildarstjóri veðurspárdeildar frá
1975. Auk starfa á Veðurstofu
kenndi Markús veðurfræði i MR,
MH og Háskóla íslands um árabil.
Hann flutti veður-
fregnir í Ríkissjónvarp-
inu á ámnum 1968-
1989.
Markús tók þátt í
starfi Bandalags há-
skólamanna og var for-
maður þess 1972-74.
Hann tók ennfremur
virkan þátt í starfi
Framsóknarflokksins,
og var bæjarfulltrúi
flokksins í Hafnarfirði
1978-1986 og fyrsti
varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins í
Reykj aneskj ördæmi
1979-1983. Maricús sat í útvarps-
ráði 1980-1991 og var varaformað-
ur ráðsins 1983-1991. Þá var hann
formaður útvarpslaganefndar
1981-1982.
Eftir Markús liggja nokkrar bæk-
ur um veðurfræði, auk sjónvarps-
þátta um veður.
Eftirlifandi eiginkona Markúsar
er Hanna Sesselja Hálfdanardóttir.
Þau eignuðust þijú börn.
\
I
>
i
I
I
í
I
I
!
4