Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 11

Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 11
MÖttGÚNÖLÁÐÍé PÖSTUDÁG0R 21: ÖK1X)6’EK lðÖÁ M FRÉTTIR Birnaí Miss World BIRNA Bragadóttir verður fulltrúi íslands í keppninni um titilinn Miss World 1994 að þessu sinni. Keppnin fer fram 19. nóvember nk. og líeld- ur Birna til Jóhannesar- Birna > borgar í Bragadóttir Suður-Afr- íku föstudaginn 21. október en í Sun City er keppnin hald- in þriðja árið í röð. Island tók ekki þátt í keppninni í fyrra. Birna vann nýverið titilinn Miss Scandinavia í Finnlandi en hún varð í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni íslands 20. maí sl. Margrét Skúladóttir Sig- urz, fegurðardrotting Islands, tók fyrir skömmu þátt í keppninni Miss Europe í Tyrklandi og komst hún í 12 stúlkna úrslit. Klippt af bíl- um í umferð- arátaki KLIPPT verður af bifreiðum á Suðvesturlandi í sameigin- legu umferðarátaki í næsta mánuði. Á samstarfsfundi um um- ferðarmál á Suðvesturlandi á þriðjudagsmorgun var ákveð- ið að vera með samræmt úmferðarátak í næsta mánuði og beina sérstaklega athygli að bifreiðum, sem ekki hafa verið færð'ar til skoðunar, ekki hafa verið greiddar tryggingar og bifreiðagjöld af, og klippa númer af þeim sem þannig er ástatt um. Lögreglan hvetur bifreiða- eigendur, sem ekki hafa sinnt þessum skyldum, að gera hreint fyrir sínum dyrum og spara sér óþægindi og óþarfa kostnað. Tillaga um breytingu á stjórn borg- arinnar BORGARSTJÓRI hefur lagt fram tillögu í borgarráði um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og að felld verði niður sú krafa að borgarritari sé embættis- gengur lögfræðingur. Lagt er til að 2. mgr. 34. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar verði breytt. í stað „Borgar- ritari skal vera embættis- gengur lögfræðingur. Hann hefur með höndum daglega stjórn á fjármálum borgar- innar og umsjón með skrif- stofum hennar", komi, „Borgarritari hefur með höndum daglega stjórn á fjár- málum borgarinnar og um- sjón með skrifstofum henn- ar.“ Tillögunni var vísað til borgarstjórnar. MORFÍS hafín að nýju VERSLUNARSKÓLINN og Flensborgarskóli öttu kappi sam- an í mælsku og ræðulist sl. mið- vikudagskvöld í Bæjabíói í heimabæ þess síðarnefnda, Hafn- arfirði. Flensborgarskólinnátti ræðu- mann kvöldsins en Verslunar- skólinn bar sigur úr býtum með 27 stiga mun og kemst áfram í aðra umferð í MORFÍS, Mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skóla á Islandi. Umræðuefnið var valið fimm dögum fyrir keppni, sem er ögn styttri undirbúningstími en verið hefur fram til þessa í MORFÍS. Skólarnir þráttuðu um þá full- yrðingu að kristnitakan hefði spillt menningu og þjóð, og voru Verslingar andmælendur þeirrar staðhæfingar. Anna María Pálmadóttir, formaður mál- fundafélags Verslunarskólans, segir að keppnin hafi verið hörð og spennandi og sé enn mikill áhugi meðal nemenda á mælsku og rökræðum og leggi skólarnir metnað sinn í að ná góðum árangri á þessu sviði. Bæjarbíó hafi verið troðfullt og stemmn- ingin ósvikin. Klapplið skólanna hafi ekki legið á liði sínu við að viðhalda æsingnum og ekki hafi mátt á milli sjá hvort ræðuliðin eða klappliðin hafi átt í meiri keppni. I lokakeppni MORFÍS í fyrra vann Menntaskólinn í Hamrahlíð og segir Anna María að Verslunarskólinn hafi fullan hug á að hreppa titilinn að þessu sinni. Morgunblaðið/Kristinn HAFNFIRÐINGAR hvöttu sína menn með trompetblæstri. /z //<5 /// tt rri KENWOOD kmftut; gœði, ending 2 gerðir Kenwood MIDI samstæður frá 59.900,- 3 gerðir Kenwood MINI samstæður frá 69.900,- Margskonar samsetningar á Kenwood útvarpsmögnurum, geislaspilurum og Wharfedale hátölurum. Auk þess ýmis stök tæki á mjög lækkuðu verði. þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.