Morgunblaðið - 21.10.1994, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Veitingamenn gagnrýna veisluhöld í íþróttahúsum sem byggð eru fyrir opinbert fé
Stórsteikurnar eru skorn-
ar í sturtuklefunum
„VIÐ ERUM að vekja athygli á þeirri stórauknu
veitingastarfsemi sem orðið hefur í íþróttamann-
virkjum í bænum. Okkur þykir gagnrýnivert að
haldnar séu veislur í húsum sem byggð eru af
opinberu fé til allt annarra nota og uppfylla ekki
þau skilyrði og greiða ekki þau gjöld sem okkur
er gert að gera,“ sagði Gunnar Karlsson, hótel-
stjóri á Hótel KEA, sem ásamt veitingamönnun-
um Gísla Jónssyni í Sjallanum, Héðni Beck á
Fiðlaranum og Hlyni Jónssyni á Greifanum hefur
ritað Jakobi Björnssyni bæjarstjóra bréf þar sem
spurt er hvort eðlilegt sé að nýta íþróttamann-
virki sem reist eru fyrir skattpeninga bæjarbúa
fyrir veislur meðan sérbyggð hús til skemmtana-
halds séu tii staðar.
I eina tíð voru allar stórar matarveislur haldn-
ar í Sjallanum eða Hótel KEA sem taka hvort
hús um 260 manns og síðan hefur Fiðlarinn
bæst við með um 200 manna sai. Þróunin hafi
á síðustu árum hins vegar orðið sú að stærri sem
smærri veislur séu haldnar í íþróttahöll bæjarins.
A sama tíma séu veitingahús bæjarins sem
sérhönnuð séu fyrir slíka starfsemi vannýtt. I
undantekningartilvikum þegar veislur sprengja
utan af sér stærstu veitingastaðina sé réttlætan-
legt að opna dyr íþróttahallarinnar og verði þá
allir veitingastaðir að hafa jafna möguleika á
að ná til sín slíkum verkefnum. Samkeppnisstað-
an sé því óeðlileg og hafi átt stóran þátt í að
beygja rekstur veitingahúsa í bænum. Bent er á
að samkvæmt ársreikningum bæjarins hafí leigu-
tekjur vegna starfseminnar á síðasta ári verið
485 þús. kr. sem sé samkvæmt þeirra heimildum
um 10 þús. kr. fyrir hverja veislu.
Bent er á að bæjarféiagið hafi skatttekjur af
reksti og launum þeirra nærri tvö hundruð starfs-
manna í veitingaþjónustu og því sé hart að bæjar-
félagið skulu óbeint grafa undan heilli atvinnu-
grein.
íþróttir í andrúmslofti menguðu
af vímugjöfum
„Þykir þér fýsilegt fyrir börnin okkar að ganga
til æfinga í andrúmslofti menguðu af þeim vímug-
jöfum sem skemmtanahaldi fylgja?" spyija veit-
ingamenn bæjarstjóra og einnig spyrja þeir hvort
eðlilegt sé að skera niður stórsteikur í sturtuklef-
um sem andartaki áður voru iðandi af hraustum
íþróttagörpum „og er jafnvel enn iðandi af ein-
hvers konar lífi sem ekki hefur þótt lystaukandi
fram til þessa“.
Með lamb-
hrúta úr
eftirleitum
Grýtubakki. Morgfunblaðið.
Bændur úr Grýtubakkahreppi
fóru í fyrstu fjárleitir frá því
gengnar voru hefðbundnar haust-
göngur á dögunum og fundust
þá þrír lambhrútar í námunda við
Grenivíkurtungur en það er á
þeirri leið sem farið er yfir í
Fjörður. Vel gekk að handsama
lömbin enda kominn nokkur sjór
á svæðið sem hrútarnir fundust á.
Vitað er um ær og tvö lömb sem
sluppu úr höndum gangnamanna
og lentu í klettum í síðustu
göngum, í svonefndum Kötlum
sem eru á milli Þorgeirsfjarðar
og Keflavíkur í Fjörðum. Telja
menn að þau hafi spjarað sig nið-
ur úr klettunum og verður vitjað
um þær seinna.
Trillusjómenn frá Grenivík og
rjúpnaveiðimenn hafa látið vita
af kindum sem gengið hafa á
Látraströnd og Leirdalsheiði eftir
göngurnar. Fjárheimtur bænda í
Grýtubakkahreppi voru með svip-
uðu móti og síðastliðin ár.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Útvarp Norðurlands
Auknar út-
sendingar
ÚTVARP Norðurlands hefur
ákveðið að auka útsendingar í
svæðisútvarpi og verður á
morgun, fyrsta vetrardag
hleypt af stokkunum nýjum
þætti sem hlotið hefur nafnið
Norðurljós. Hann hefst kl. 11
og lýkur fyrir hádegisfréttir.
Utvarpað verður á dreifikerfi
Rásar 2.
Fréttir vikunnar verða tekn-
ar saman í upphafi þáttarins,
sest á rökstóla með tveimur-
þremur Nórðlendingum og
málefni er varða landshlutann
rædd og í lokin verður fjalla
um atburði og uppákomur helg-
arinnar. Umsjónarmaður Norð-
urljóss verður Arnar Páll
Hauksson og aðrir starfsmenn
Útvarps Norðurlands. Þáttur-
inn er viðbót við svæðisútvarp-
ið sem er alla virka daga bæði
kvölds og morgna.
Kartöflu-
geymslunni
lokað í vor
KARTÖFLUGEYMSLA Akur-
eyrarbæjar í Grófargili er ónýt
og telur umhverfisnefnd bæj-
arins óhjákvæmilegt að loka
geymslunni næsta vor nema
gagngerar kostnaðarsamar
endurbætur eigi sér stað.
„Húsið mjög illa farið og það
kostar verulega fjármuni að
gera við það,“ sagði Árni Stein-
ar Jóhannsson umhverfisstjóri
Akureyrarbæjar. Á þriðja
hundrað bæjarbúa hafa geymt
kartöflur í geymslunni að jafn-
aði á ári. Nefndin hefur falið
umhverfisstjóra að kanna
áhuga kartöflubænda í ná-
grenni Akureyrar á að veita
þessa þjónustu. „Ég er ekki
farinn að kanna hvort menn
hafi áhugi en það væri gott að
vita hafi menn áhuga og að-
stöðu til að taka þetta að sér,“
sagði Árni Steinar.
Sýningarmet hjá Leikfélagi Akureyrar
Barpar slær Piaf út
SÝNINGARMET verður sett hjá
Leikfélagi Akureyrar að lokinni
sýningu á leikritinu Barpar annað
kvöld, laugardagskvöld, en þá verð-
ur 59. sýning á verkinu og eru
áhorfendur um 4.600 talsins. Verk-
ið hefur verið sýnt í litlu leikhúsi
sem LA lét innrétta sérstaklega
fyrir þessa sýningu og kallar Þorp-
ið en á bilinu 80-85 manns komast
að á hverri sýningu.
Barparið slær nú eldra sýningar-
met sem söngleikurinn Piaf átti og
var sýndur 58 sinnum hjá Leikfé-
lagi Akureyrar árið 1985, en þar
áður höfðu verið 55 sýningar á
söngleiknum My Fair Lady.
Lítið lát er á vinsældum leikrits-
ins sem frumsýnt var í janúar síð-
astliðnum því að sögn Rögnu Garð-
arsdóttur miðasölustjóra liggja fyrir
pantanir á sýningar langt fram í
nóvember. „Áhorfendur eru veru-
lega mikið í bland héðan úr bænum
og utanbæjarfólk," sagði Ragna en
til að mynda var verkið sýnt tíu
sinnum á Listahátíð í Reykjavík
fyrir um 1.000 áhorfendur og um
aðra helgi er væntanlegur hópur
fólks frá Neskaupstað sem ætlar
að sjá þessa sýningu. Þá hefur
áhöfnum Skipa verið gefínn kostur
á að sjá leikritið þegar menn eru í
landi og þannig var sett upp sýning
fyrir áhöfnina á Oddeyri EA í vik-
unni.
Sunna Borg og Þráinn Karlsson
fara með öll fjórtán hlutverkin í
leikritinu sem er eftir Jim Cartwr-
ight undir leikstjórn Hávars Sigur-
jónssonar.
Til sölu
Glerárgata 32, Akureyri
Verslunar- og skrifstofuhúsnæöi á þremur Im Puiin samtals
659,8 fm.
1. hæð er 246,6 fm og hentar mjög vel scm verslunarhús-
næði með góðri aðkomu. 2. hæð er 206,6 fm og er rúm-
góður stigi á miili 1. og 2. hæðar. 3. hæð er 206,6 fm
og er ekki fullfrágengin. Góður stigagangur, sem uppfyllir
brunavarnir, er í liúsiim.
Eiguin er á hesta stað í bænum og er laus strax.
Allar nánari upplýsingar
veitir Fasteignasalan,
Brekkugötu 4,
fSa2r7748620o92,744/ FASTÍIGNASÁLAN
Krakkahópur á
Karamellukvöm
RÚTUBÍLAR stefndu í stríðum
straumum frá ýmsum stöðum
á Norðurlandi og var ferðinni
heitið að Samkomuhúsinu á
Akureyri. Innanborðs voru
kátir krakkar á leið í leikhús.
Nafnið eitt hefur eflaust vakið
fiðring hjá einhverjum - Kara-
mellukvörnin. Enda kom á
daginn að stemmningin var
eins og best verður á kosið en
hennihéldu uppikrakkar frá
Kópaskeri, „besta stað á land-
inu“, eins ogþau sögðu sjálf,
Mývatnssveit, Grenivík, Hofs-
ósi og Arskógsströnd. Og í til-
efni dagsins, leikhúsferðar,
mátti borða mikið sælgæti þó
sennilega hafi ekki verið hefð-
bundinn nammidagur.