Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 13
LAIMDIÐ
JÓHANNA og Guðrún Snorradætur á nýju stofunni.
Ný hársnyrti-
stofa opnuð
í Hveragerði
Hveragerði - Hársnyrtistofan
Ópus var nýverið opnuð í Hvera-
gerði. Það eru systurnar Guðrún
Erika Snorradóttir rakari og Jó-
hanna Snorradóttir hárgreiðslu-
dama sem eru eigendur stofunnar.
Saman bjóða þær upp á allt það
nýjasta í hársnyrtingu á sann-
gjörnu verði. Ellilífeyrisþegar fá
10% afslátt á allri þjónustu. A
hársnyrtistofunni Öpus verða til
sölu vörur frá Redken og Sebast-
ian.
Opnunartími stofunnar verður
mánudagaga til fimmtudaga kl.
10-18, föstudagakl. 10-19 ogá
laugardögum kl. 10-14.
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
HAFNARGARÐURINN á Drangsnesi, hraðfrystihúsið til vinstri.
Grímsey á Steingrímsfirði í baksýn.
Morgunblaðið/Björn Bjömsson
MARGRÉT Margeirsdóttir frá félagsmálaráðuneytinu með nemendum sínum.
Farskóli Norðurlands
vestra hefur vetrarstarfið
Starfsnám fyrir meðferðar- og uppeldisfulltrúa
Súðavíkurhreppur
Tveir listar
boðnir fram
eftir sam-
eininguna
TVEIR listar eru boðnir fram í
Súðavíkurhreppi eftir sameiningu
Súðavíkur, Ögurhrepps og
Reykjafjarðarhrepps í Isafjarðar-
djúpi. Sömu aðilar standa að list-
unum og stóðu að tveimur listum
í Súðavík við hreppsnefndarkosn-
ingarnar í vor.
Nýja sveitarfélagið varð til með
ákvörðun félagsmálaráðherra um
sameiningu Ögurhrepps- og
Reykjafjarðat'hrepps, sem báðir
voru með færri en 50 íbúa, við
Súðavík. Liðlega 300 íbúar verða
í nýja sveitarfélaginu sem form-
lega verður til um næstu áramót.
F-listi og S-listi
Listarnir eru F-listi umbóta-
sinna, sem fékk einn mann í
hreppsnefndarkosningunum í
Súðavík í vor, og S-listi, Samein-
ingarlistinn, sem fékk fjóra menn
kosna í vor undir heitinu Súðavík-
urlistinn. Heiðar Guðbrandsson á
Súðavík er efstur á lista umbóta-
sinna og Siguijón Samúelsson úr
Ögurhreppi í öðru sæti. Sigríður
Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í
Súðavík, skipar efsta sætið á Sam-
einingarlistanum, Sigmundur Sig-
mundsson, oddviti úr Reykjafjarð-
arhreppi, er í öðru sæti, Friðgerð-
ur Baldvinsdóttir í Súðavík í því
þriðja, Salvar Baldursson í Vigur
í Ögurhreppi í fjórða sæti og Guð-
mundur Halldórsson í Súðavík í
því fimmta.
Sauðárkróki - Við Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki stendur nú yfir fyrsta
önn Starfsnáms fyrir meðferðar-
og uppeldisfulltrúa.
Forstöðumaður Farskólans og
annar umsjónarmaður námskeiðs-
ins, Ársæll Guðmundsson, sagði
að þetta væri í fyrsta sinn sem
boðið væri upp á þetta nám utan
Reykjavíkursvæðisins, og hefði
náðst mjög góð samstaða um að
koma þessu námskeiði á laggirnar
á milli Farskólans, Fræðslunefndar
félagsmálaráðuneytisins og Svæð-
isskrifstofu um málefni fatlaðra á
Norðurlandi vestra.
Þörfin væri líka mjög mikil og
hefðu tæplega 50 sótt um að sitja
námskeiðið en aðeins hefði verið
unnt að taka við 31 nemanda frá
níu vistheimilum og stofnunum úr
kjödæminu.
Fyrsta önnin skiptist í þrjár lot-
ur. Frá 26. september til 7. októ-
ber sitja nemendur á skólabekk en
vikuna 10.-14. október er vinna.
Síðan er aftur tveggja vikna skóla-
seta og lýkur námskeiðinu þann
28. október og hafa nemendur þá
lagt að baki 80 kennslustundir.
Á námskeiðinu er víða komið
við og meðal annars er fjallað um
almenna stjórnsýslu, lög og reglu-
gerðir, hugmynda- og siðfræði,
uppeldis- og þroskasálarfræði,
heilbrigðis-, næringar- og lífeðlis-
fræði, aðferðarfræði og tóm-
stundastörf og koma jafnmargir
fyrirlesarar að námskeiðinu. Ár-
sæll Guðmundsson gerir ráð fyrir
að síðar í vetur verði svo þráðurinn
tekinn upp aftur og náminu lokið
með annarri 80 kennslustunda
lotu.
Farskóli Norðurlands vestra
starfar í öllum þéttbýlisstöðum í
kjördæminu og er boðið upp á
margvíslegt nám svo sem um stað-
byggð timburhús, stofnun og
rekstur fyrirtækja, alls konar
tungumálanám, tölvubókhald,
skipstjórnarréttindanám og flugu-
hnýtingar. Ársæll sagði að stefnt
væri að því að sem flestir finndu
eitthvað við sitt hæfi.
Hafnarbót-
um lokið við
Drangsnes
Laugarhóli, Bjarnarfirði- Ný-
lega er lokið viðgerð hafnarmann-
virkja bæði á Drangsnesi og í friðar-
höfninni í Kokkálsvík sem er rétt
suðvestan þorpsins. Viðgerð hefur
staðið yfir mikinn hluta sumars á
haus hafnargarðsins á Drangsnesi
og á dráttarbraut fyrir báta í Kokk-
álsvík, svo að auðveldlega megi
koma bátum á þurrt til viðgerðar.
Það hafa farið fram þó nokkrar
viðgerðir á haus hafnargarðsins á
Drangsnesi núna í sumar, en hann
var farinn að láta undan sæbarn-
ingnum og hafði látið mikið á sjá.
Nú er hann að nýju reiðubúinn til
þess að kljúfa ölduna sem getur
orðið allskörp í höfninni á Drangs-
nesi. Þess vegna hefur orðið að
byggja aðra höfn, serrT friðarhöfn í
Kokkálsvík, þar sem bátarnir eru
geymdir og þeim er ekki hætta
búin ef hvessir eins og heima við
hafnargarðinn.
Þá var einnig farið í framkvæmd-
ir við að bæta aðstöðuna í Kokkáls-
vík, meðal annars til að ná bátum
á land til að dytta að þeim. Hefur
nú verið bætt að mun sú aðstaða
sem fýrir var svo að bátaeigendur
geta gert við og málað báta sína.
Þá er einnig hægt að draga bátana
á land og jafnvel taka þá til flutn-
ings.
Það var Ólafur Ingimundarson,
byggingarmeistari frá Svanshóli,
sem ásamt fleirum annaðist við-
gerðina og þykir hún hafa tekist vel.
Á undanförnum árum hefur einn-
ig verið varið nokkru fé til viðgerð-
ar löndunarpláss í Kaldrananesi, en
þar er nú sífellt að dragast saman
útgerð. Þó mun sú löndunaraðstaða
koma að notum á grásleppuvertíð
og á sumrin.
Þurkarar kr. 32.900
ískápar kr. 27.900
Hárþurkur kr. 990
Kaffivélar kr. 2.990
Viftur kr. 6.990
Eldavélar kr. 41.900
Þvottavélar kr. 47.900
Uppþvottavél kr. 55.900
Minútugrill kr. 7.990
Opið Laugardaga 10-16 • Opið Sunnudag 10-15
iMkkmm
SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYK1AVÍK • SÍMI 880-500