Morgunblaðið - 21.10.1994, Side 28

Morgunblaðið - 21.10.1994, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JOHANN OSKAR ERLENDSSON + Jóhann Óskar Erlendsson var fæddur í Reykjavík 22. júlí 1925. Hann andaðist í Borg- arspítalanum 13. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Erlendur Er- lendsson trésmiða- meistari, f. 10. sept. 1902, d. 5. sept. 1948, og kona hans Sigurlilja Astbjörg Bjarnadóttir, f. 2. nóv. 1902, d. 14. jan. 1989. Systkini Jó- hanns eru Sigurður um við með sorg í hjarta og fullir eftir- sjár því ekkert verður framar eins. Afí var nefnilega engum líkur. Frá því við vorum smá pollar og allt fram að því að afi veiktist sóttumst við eftir sögustund með afa. Hann hafði frásagn- argáfu sem er fáum gefm og spann upp sögur og ævintýr af þvílíkri list að við engdumst af hlátri. Við höfum haldið öll Pétur Arnason, f. 26.12. 1921, d. 11.3. 1948; Gyða Erlendsdóttir, f. 20.4. 1924; Erlendur, f. 15.3. 1927; Freyja Guðrún, f. 3.7. 1928; Jóna Elínborg, f. 10.4. 1930; Sigríður Helga, f. 25.4. 1935, Baldur, f. 22.12. 1936, d. í október. 1953. Hinn 23. júlí 1949 kvæntist Jóhann Pálínu Ragnh. Guðlaugsdóttur, f. 22. okt. 1929, dóttur hjónanna Guð- laugs Kristjánssonar og Pálínu B. Guðjónsdóttur. Pálína og Jóhann eignuðust dótturina Eddu, f. 21.6.1956. Eiginmaður hennar er Jón Ingvar Haralds- son, f. 20.12. 1953. Börn þeirra eru: Jóhann Óskar, f. 1975, Páll Ragnar, f. 1975, Anna Lilja, f. 1981, og Halla Vilborg, f. 1982. MIG langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns, Jóhanns Óskars Erlendssonar, sem er látinn eftir snarpa viðureign við manninn með ljáinn. Okkur sem auðnaðist að fylgjast með Adda síðustu vik- urnar sem hann lifði er minnisstætt æðruleysi hans og hugarró meðan hann beið örlaga sinna. Þannig var Addi, heill og sannur í öllu sínu lífi. Engum manni sýndi hann auðmýkt en mat og vírti hvern og einn fyrir það sem hann var. Það var mér ómetanlegt að fá að kynnast þeim hjónum Adda og Diddu og verða hluti af lífi þeirra og að mega nema af þeim og njóta hjálpseminnar og kærleikans sem því miður er svo allt of lítið af í þessum heimi. Elsku Didda, Guð styrki þig í sorg þinni, missir þinn er mikill. Kæri Addi, hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Jón Ingvar Haraldsson. Mér þótti svo vænt um hann afa. Við gátum alltaf treyst á hann og oft minnti hann okkur á að við mættum hringja í hann hvaða tíma sólarhrings sem var ef eitthvað bjátaði á. Hann tók okkur systur mína og bræður oft í bíltúr um helgar. Þá fórum við í sund og feng- um ís og ekki var hægt að sleppa því að syngja í bflnum. Ef eitthvað var skemmt eða bilað gat afi alltaf lagað það og hann kenndi okkur ýmsar gullnar reglur um gildi lífsins. Eitt er mér minnisstætt og það var hvemig ég kúrði í fanginu á honum á dimmum kvöldum fyrir framan sjónvarpið þegar hann sat í ruggustólnum sínum sem mér fannst svo óskaplega gaman að snúa mér í. Það er margt hægt að segja um afa minn en fyrst og fremst var hann góður maður sem ég á eftir að sakna mikið og ef ég ætti eina ósk væri hún sú að fá hann til mín aftur. Með þessum orðum kveð ég besta afa í heimi og nú hef ég ró í hjartanu þar sem ég veit að honum líður vel þar sem hann er nú. Elsku afi, þakka þér fyrir allt. Þín Anna Lilja. Eftir erfið veikindi er afi horfinn sjónum okkar til nýrra heimkynna þar sem honum líður vel. Eftir sitj- jól með ömmu og afa. Jólasveinninn sveikst ekki um að mæta með pok- ann sinn fullan af gjöfum og alltaf vorum við jafn leiðir yfir því hvað afi var óheppinn jól eftir jól að missa af jólasveininum. Þegar okk- ur fór að skiljast að eitthvað væru þeir afi og jólasveinninn tengdir voru komnar til sögunnar litlar syst- ur sem áttu sannarlega að fá að njóta jólasveinsins á sama hátt og við höfðum gert. En sveinki var ekki fyrr kominn í dymar en þær hentu sér í fangið á honum og köll- uðu afi, afi. Því hafði afi mikið gaman af. Heima hjá ömmu og afa var gott að vera. Meðan amma stjanaði við okkur gerði afi góðlátlegt grín að henni þannig að hún roðnaði eins og skólastelpa. Þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð og oft hlustuðum við á afa syngja fyrir hana gamla ástar- söngva sem hann hafði sungið hennf þegar þau bjuggu nýgift í Dan- mörku. Við fórum margar ferðir upp í sveit með ömmu og afa og alitaf voru þau jafn full tilhlökkunar og við krakkamir. Afi var mikið nátt- úrubarn og lék alltaf á als oddi í sveitinni. Lengi fram eftir aldri var afi okkar einka rakari. Við komum m.a. til hans táningar og báðum hann að raka allt hárið af og þrátt fyrir að honum líkaði ekki nýja línan í hártískunni lét hann sig hafa það að krúnuraka okkur og gerði óspart grín að skallabræðrum á eftir. Það var alltaf eins og afi gæti allt. Hann gerði við allt sem þurfti að laga, hann herti besta harðfisk í heimi á svölunum á Seljabraut- inni, hann huggaði þegar eitthvað bjátaði á og hafði þann einstaka hæfileika að gera gott úr öllu og fá alla til að hlæja. Afi er horfinn okkur og lífið verð- ur aldrei aftur samt. En hann lifir áfram í hjörtum okkar og í minning- una um hann munum við sækja okkur styrk á lísleiðinni og halda á loft þeirri lífspeki sem hann miðlaði okkur. Elsku amma og mamma. Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundu og um alla framtíð. Við þökkum þér, afi, yndislegar stundir, Guð blessi og varðveiti þig. Þínir Jóhann og Páll. Kveðjustundin er runnin upp og því viljum við systurnar minnast föðurbróður okkar í örfáum orðum. Yndislegar minningar um liðnar samverustundir koma upp í hugann og erum við ákaflega þakklátar fyrir það að hafa átt slíkt góð- menni sem föðurbróður. Addi, en það var hann ávallt kallaður af ættingjum og vinum, var annað barn hjónanna Erlends Erlendsson- ar og Sigurlilju Bjarnadóttur en alls urðu börnin átta og ólust þau upp við Bergþórugötuna. Addi lærði síðar húsgagnasmíði og vann við hana í mörg ár bæði hér á landi og erlendis. Hinn 23. júlí 1949 kvæntist Addi Pálínu Guðlaugs- dóttur og eignuðust þau eina dótt- ur, Eddu, og á hún fjögur börn sem nú sjá á bak góðum og umhyggju- sömum afa sem naut þess að vera með þeim. Addi var ákaflega gamansamur maður og átti marga góða vini sem nutu þess að umgangast hann því að oftast var hann hrókur alls fagn- aðar með munnhörpuna á lofti og gamansögurnar á færibandi. En fyrir rúmum tveimur árum lét krabbameinið fyrst á sér kræla og eftir erfiða uppskurði og undra- verðan bata var talið að meinið væri horfið en fyrir nokkrum vikum komu þau hræðilegu tíðindi að krabbameinið væri búið að taka völdin. Síðustu vikurnar í lífi Adda voru ákaflega erfiðar, en hann barðist ekki einn, heldur var Didda klettur- inn sem stóð við hlið hans eins og ávallt áður. Hennar missir er mest- ur og sendum við henni, Eddu, Jóni og barnabörnunum innilegar samúðarkveðj ur. Samband föður okkar, Erlends, og Adda bróður hans var náið og hefur því pabbi ekki aðeins misst einstakan bróður heldur einnig góð- an vin. Móðir okkar kveður einnig ljúfan mág. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar allra. Helga og Linda Erlendsdætur. Ágætur vinur og félagi, Jóhann Ó. Erlendsson, er látinn eftir langt veikindastríð. Við kynntumst ungir í Iðnskólanum í Reykjavík og luk- um saman sveinsprófi í húsgagna- smíði árið 1947. Leiðir okkar lágu síðan saman við leiki og störf ævina alla. Það er því margs að minnast, þótt ekki verði ítarlega rakið hér. Jóhann tók mikinn þátt í störfum Sveinafélags húsgagnasmiða fyrr á árum og sat í stjórn þess um tíu ára bil. Síðan sneri hann sér að húsasmíði, þá að verslunarstörfum. Hann var alls staðar virtur og vin- sæll starfsmaður og samverkamað- ur, enda sérlega léttur og skemmti- legur í viðmóti og jafnan stutt í grínið. Við hjónin eigum margar ánægjulegar minningar frá sam- verustundum með Jóhanni og Diddu, Pálínu Ragnheiði Guðlaugs- dóttur, sem við þökkum af alhug. Sönn virðing og vinátta ríkti með þeim hjónum, svo dáðst var að. Ekki skorti heldur á umhyggjusemi . og natni Diddu við Jóhann í veik- indastríði hans. Við Svanhildur þökkum Jóhanni samfylgdina og biðjum góðan Guð að styðja og styrkja eftirlifandi eig- inkonu hans og fjölskyldu alla. Bolli A. Olafsson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Elsku afi minn. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég veit að nú líður þér vel. Ég sakna þín. Þín Halla Vilborg. Okkur í vinahópnum langar með nokkrum orðum að minnast kærs vinar, Jóhanns Óskars, eða Adda, eins og við ávallt kölluðum hann. Margs er að minnast frá meira en Ijörutíu ára vináttu. Hópurinn okkar hefir átt saman margar ánægjulegar stundir, ýmist á heim- ilum okkar eða á heimili Diddu og Adda. Einnig fórum við margar ferðir í útilegur eða sumarhús. Var þá oft eftir góðan dag setið og sungið við gítarundirspil. Addi lék gjarnan á munnhörpuna sína okkur hinum til mikillar ánægju. Seinni árin áður en Addi veiktist fórum við einnig í góðar gönguferðir innanbæjar sem utan. Addi var tryggur og góður fé- lagi. Hann hafði sérlega gott skop- skyn og var mjög orðheppinn. Hann hafði mikla ánægju af að lesa góð- ar bækur, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli. Hann gat þegar svo bar undir komið okkur á óvart með smellnum og góðum vísum. Nú er Addi vinur okkar dáinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við munum sakna hans mikið. Mestur verður þó söknuðurinn hjá Diddu, Eddu, Jóni og barnabörnun- um fjórum, augasteinum afa síns og ömmu. Margt ,er það, margt er það sem minningarnar vekur, þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (D-.S.) Við sendum Diddu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim guðs blessunar. Vinahópurinn. Okkur er kært að minnast góðs vinar og samferðamanns. Jóhanni Óskari Erlendssyni, eða Adda, eins og hann var kallaður af vinum og ijölskyldu, kynntumst við hjónin fyrir rúmum 30 árum þegar við eignuðumst íbúðir í sama fjölbýlis- húsi við Safamýri. Er ljúft að minn- ast samvista með þeim Adda og Diddu frá þeim tíma og þar varð til sú vinátta, sem haldist hefur síðan. Addi var laglegur maður, grann- vaxinn og léttur í spori, en hann hafði verið góður fimleikamaður á sínum yngri árum. Hann var léttur í skapi og glettni skein gjarnan úr augum hans. Það var gaman að ræða við hann um menn og máiefni líðandi stundar og ófeim- inn var hann að koma því á fram- færi, ef honum fannst eitthvað miður fara. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og voru þau Pálína, eða Didda, eins og hún er kölluð, óvenju samrýnd. Það var eftirtekt- arvert hve barngóður Addi var og nutu tvær elstu dætur okkar þess ríkulega meðan við áttum heima í Safamýri. Til merkis um hve vænt þeim þótti um hann kölluðu þær hann aldrei annað en afa Adda. Það var líklega á árinu 1964 eða 1965 sem við nokkrir vinir stofnuð- um skákklúbb og komum við reglu- lega saman á vetrarkvöldum til að reyna með okkur í hraðskák. Hefur þessi skákklúbbur haldið velli síð- an. Eru þau kvöld eftirminnileg, ekki síst fyrir tilstilli Adda, sem ávallt hafði á takteinum skemmti- + Einar Sveinn Kristjánsson var fæddur á Þernunesi við Reyðarfjörð 11. júlí 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 17. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Eskifjarðarkirkju 23. sept- ember. MIG langar til að minnast gamals samstarfsmanns og sérstaks vinar okkar hjóna, Einars Kristjánssonar, fyrrverandi bankagjaldkera á Eski- firði. Þegar Anna kona hans hringdi og sagði frá láti hans, sem vissu- lega kom á óvart, setti mann hljóð- an, og runnu í gejjn um hugann ýmis atvik við störf og leik. Allar eru þær minningar bjartar, því aldr- ei bar neinn skugga á vináttu okk- ar. Þó fjarlægðir á milli okkar hafi verið miklar, var þó stundum haft samband, þó að með tíð og tíma hafi tengslin dofnað, eins og svo oft vill verða. Ég minnist Einars fyrst og fremst sem góðs bankamanns, nær- gætinn og lipur var hann við við- skiptavini og tryggur og trúr þeirri stofnun, sem hann helgaði ævistarf sitt, en hann var starfsmaður Landsbankans á Eskifirði um hálfr- ar aldar skeið. Lengst af var Einar aðalféhirðir útibúsins, en sinnti jöfnum höndum þeim störfum sem til féllu. Allt var vel af hendi leyst og snyrtimennskan var í fyrirrúmi, legar sögur og velgdi okkur undir uggum með djörfum sóknarskák- um. Addi var mikill hagleiksmaður til smíða og verklegra fram- kvæmda og nutu margir þess, ekki síst við hjónin, er við réðumst í að innrétta nýtt heimili í Fossvogi árið 1968. Þá var Addi fenginn til að hafa yfirumsjón með öllum framkvæmdum, auk þess sem hann smíðaði sjálfur ýmsa innviði hússins. Hann var sérstaklega traustur og reglusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og vorum við því lánsöm að fá hann til starf- ans. Á árinu 1971 réðst Addi til starfa hjá fyrirtæki föður míns, J.S. Helgason hf., og starfaði þar til ársins 1992 að undanskildum þremur árum. Foreldrum mínum og systkinum þótti mikið til um störf Adda og þá miklu samvisku- semi og hollustu, sem hann ávallt sýndi fyrirtækinu. Þá reyndist hann vel þeim fjölmörgu barna- börnum foreldra minna, sem störf- uðu hjá fyrirtækinu í skólaleyfum sínum og virtu þau hann öll. Starfsævi Adda var orðin löng þegar hann á árinu 1992 ákvað að láta af störfum, þá farinn að finna fyrir þreytu. Því miður virð- ist sem sú þreyta hafi verið fyrstu einkenni þess illvíga sjúkdóms, sem lagði að velli þennan hugrakka vin. Baráttan var hörð, en hann tókst á við sjúkdóminn með æðru- leysi og þegar honum var ljóst að leiðarlok nálguðust lýsti hann því yfir að hann væri sáttur við líf sitt og væri tilbúinn að mæta fram- haldinu. Honum var mikill styrkur að því að hafa elsku Diddu sína hjá sér þar til yfir lauk. Á þessari kveðjustund flyt ég kveðjur til afa Adda frá Hönnu Láru, sem dvelur um stund erlend- is, svo og systkinum mínum og móður, sem minnist hans sérstak- lega með þakklæti fyrir heimsókn- irnar og hugulsemina alla tíð. Við Ingibjörg og börn okkar kveðjum kæran vin og í safni minn- inga okkar mun hann skipa vegleg- an sess. Diddu, Eddu og fjölskyldu send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Helgi V. Jónsson og Ingi- björg Jóhannsdóttir. enda hafði hann afburða fallega rithönd, sem reyndi svo mikið á meðan tölvuöldin var ekki gengin í garð. Einar gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfé- lag og félagasamtök. Var bókhald- ari ýmissa fyrirtækja í hjáverkum og ég vissi að hann skilaði þeim verkum öllum vel eins og hans var von og vísa. Einar hafði mikið yndi af ferða- lögum um landið og aflaði sér mik- illar þekkingar á landi og þjóð. Hugleiknast var honum samt Áust- urland og litli íjörðurinn fagri, Eski- fjörður, sem hann unni beitt, en fyrst og fremst var Einar mikill fjöl- skyldumaður og hugsaði með ólík- indum vel um hag hennar ásamt eiginkonu sinni Önnu Hallgríms- dóttur, sem hann mat mest allra. Gestrisni þeirra hjóna og höfðings- skapur er rómaður. Við hjónin feng- um svo sannarlega að njóta gest- risni þeirra. Margar urðu samveru- stundimar á Einarsstöðum og margs er að minnast úr ánægjuleg- um og ógleymanlegum ferðalögum, sem ekki verður nánar farið út í hér. Fyrir samstarfið og samveruna er okkur efst í huga þakklæti til Önnu og Einars. Elsku Anna, við vottum þér og fjölskyldu þinni dýpstu samúð og við vitum, að minningin um góðan dreng mun lifa með okkur. Erna Jóhannsdóttir, Guðmundur Vilhjálmsson. EINAR KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.