Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 29
BENTKOCH
+ Bent Koch, for-
stjóri við
'Svejsecentralen í
Danmörku, var
fæddur 26. nóvem-
ber 1928. Hann lést
á heimili sínu
sunnudaginn 28.
ágúst síðastliðinn,
65 ára að aldri.
Hinn 29. september
1956 gpftist Bent
eftirlifandi konu
sinni Jette Höeg
Koch kennara, f.
14. september 1933.
Börn þeirra eru:
Christian, verk-
fræðingur, f. 1958, Bolette,
kennari, f. 1961, og Dorte, þjóð-
hagfræðingur, f. 1963. Barna-
börnin eru orðin fimm. Bent
Koch varð stúdent af stærð-
fræðibraut 19 ára gamall og
lauk mastersgráðu í vélaverk-
fræði frá DTH 1953. Hann var
í sjóhernum 1953-1955 og lauk
þar störfum sem liðsforingi. Frá
flotanum réðst Bent ásamt fjór-
um öðrum verkfræðingum til
Svejsecentralen sem þá var til
húsa á DTH við Östervoldgade.
Útför Bents fór fram frá Gen-
toftekirkju 3. september.
OKKUR var snögglega brugðið þeg-
ar tengdasonur Bent Koch, Sigurður
Steinþórsson á Hæli, hringdi og til-
kynnti okkur lát hans. Með Bent
Koch er genginn mikilhæfur og
góður drengur, einlægur íslandsvin-
ur um áratugaskeið.
Ég frétti fyrst af Bent gegnum
kennara mína á Svejsecentralen.
Síðan áttu leiðir okkar eftir að liggja
saman um áratugi í leik og starfi.
Árið 1961 réðst Bent til Bur-
meister & Wain, sem
suðuverkfræðingur við
nýja stálframleiðslu-
deild skipasmíðastöðv-
arinnar. Þessi deild
varð síðan fyrirmynd
margra stærstu skipa-
smiðja veraldarinnar.
Frá þeim tíma hefír
B&W verið talin ein
fremsta skipasmíða-
stöð í heiminum, þegar
rætt er um stálsmíði.
Eftir miðjan sjöunda
áratuginn streymdu
suðutæknilegar nýj-
ungar frá Japan. Það
var því freistandi fyrir
áhugasaman mann að kynnast
þessu betur og árið 1967 réðst Bent
Koch sem tæknilegur framkvæmda-
stjóri til suðufyrirtækisins Emil
Hjort. Það var samt ekki eins mikil
sala á japönskum suðuvörum í Dan-
mörku og vænst hafði verið og 1968
er Bent aftur kominn til B&W, en
nú í Motor-fabrikken í Christians-
havn, þar sem hann leiddi deildina
fyrir þróun nýjunga og framleiðslu-
tækni.
Árið 1970 kom Bent aftur á
Svejsecentralen, þar sem hann tók
við stjórninni á suðutæknilegri þró-
un og seinna deildinni fyrir ráðgjöf,
með sameinað starfsliðið frá suðu-
deildinni við Svejsecentralen og
Teknologisk Institut, þar sem stund-
aðar eru jöfnum höndum rannsókn-
ir, þróun og kennsla á sviði hvers
konar málmsuðu, sem er mjög mikil-
væg í þveiju nútíma iðnaðar-þjóðfé-
lagi. Árangurinn leiddi til þess að
Svejsecentralen fékk sífellt aukinn
íjölda ráðgjafarverkefna innanlands
og á alþjóðavettvangi. M.a. nutum
við í ríkum mæli góðs af því í ís-
lenskum skipaiðnaði þegar við feng-
um Bent hingað með nokkra ráð-
MINNINGAR
gjafa með sér á sviði skipaiðnaðar.
Bent var hvarvetna kjörinn til
forystu þar sem hann kom við sögu.
Hann kom ótrúlega miklu og góðu
í verk með ævistarfi sínu. Vegna
starfa sinna og kunnáttu á sviði
suðutækni og stjórnunar voru Bent
falin mörg trúnaðarstörf heima og
erlendis. Frá 1963 var Bent kjörinn
i stjórn DSL, þ.e. Dansk Svejsetekn-
isk Landsforening, varaformaður
1966 og formaður 1968 til 1976.
Árið 1965 var Bent kjörinn full-
trúi Dana hjá „International Instit-
ute of Welding“ (IIW), en þar varð
hann fljótlega kjörinn í stjórnunar-
nefndina, „Governing Council", og
varaforseti 1975-1978 sem tengd-
ist svo aðalfundi sem haldinn var
undir hans forustu í Kaupmanna-
höfn 1977.
Þegar Bent féll frá var hann enn-
þá meðlimur í Governing Council
auk margra tæknilegra starfs-
nefnda og hafði undirbúið ferð sína
á ársfund IIW í Kína í september
síðastliðnum.
Meðal trúnaðarstarfa sem Bent
gegndi var þátttaka hans í Sam-
bandi suðutæknistofnana Evrópu,
sem nú heitir EWF. (European
Welding Federation). Þar var Bent
Koch kjörinn forseti 1989.
Bent var ráðgjafi hjá Efnahags-
bandalaginu varðandi áætlanir, sem
nefndar voru Esprite og Brite/ Eura.
Bent var sæmdur heiðursmerki
frá sænska suðufélaginu „Svejse-
tekniske Föreningen“ og heiðurs-
merki frá „Dansk Svejseteknisk
Landsforening“ 1988.
Sem stjórnandi á Svejsecentralen
stóð Bent fyrir þýðingarmikilli ráð-
gjöf og kennslu í dönskum stál- og
einkum skipaiðnaði, sem stendur
með því besta sem þekkist í heimin-
um. Þrátt fyrir öll þau störf sem
hlóðust á Bent, gaf hann sér tíma
til að sinna okkar íslenska skipaiðn-
aði með ráðgjöf og kennslu þegar
við leituðum til hans. Með starfs-
mönnum hans var nýjasta tækni og
hlutasmíði innleidd í íslenskan
skipaiðnað á áttunda áratugnum.
Ég þakka Bent Koch fyrir alla
þá velvild og hjálp sem hann veitti
okkur af sinni miklu reynslu og
kunnáttu. Mér koma í hug orð
Gunnars á Hlíðarenda við Njál:
„Góðar eru gjafir þínar en meira
þykir mér vert vinfengi þitt og sona
þinna.“
Svo sem að framan getur var
Bent mikill íslandsvinur og átti hér
marga góða vini. Árið 1974 ferðað-
ist hann um landið með íjölskyldu
sinni og var á 1100 ára hátíðinni á
Þingvöilum. Bent átti tvo íslenska
hesta sem fjölskyldan naut í ríkum
mæli um margra ára bil.
Minningarnar þjóta hratt fram
hjá þegar maður hugsar til þeirra
mörgu góðu stunda sem fjölskyldur
okkar hafa átt saman, bæði í
Lyngby, hér í Garðabæ og á Hæli.
Það var alltaf hátíð í bæ þegar þau
hjónin, Bent og Jette, gáfu sér tíma
til að staldra við hjá okkur. Við
gleymum ekki hve ánægulegt var
að vera við brúðkaup Bolettu og
Sigurðar í kirkjunni í Lyngby og fá
að taka þátt í gleði fjölskyldunnar.
Mér er minnisstætt eftir aðra heim-
sókn til fjölskyldunnar í Lyngby,
með fyrrverandi starfsmanni mín-
um, að hann þagði um stund en
sagði svo: „Ég vissi ekki að svona
gott fólk væri til.“ Þannig var Bent
Koch og fjölskylda hans.
Ég og fjölskylda mín sendum
þér, Jette mín, og fjölskyldunni sam-
úðar- og virðingarkveðju okkar.
Bent lifír í minningu okkar og hug-
ur okkar er hjá þér.
Jón Sveinsson og fjölskylda.
Skilafrest-
ur vegna
minningar
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi);
er skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádefi
á föstudag. í miðvikudags-,
fímmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur
er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingardegi.
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
kl. 11 -16
Claris Works námskeið
94041
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
'ARDAEAR I BORGARKRINGLUHNI
- Glœsileg tilboð-Frábœrt verð -
Nýtt
kortatímabil
XXX
Gleraugnasmiöjan
xj--------------ö
20% afsláttur af öllum
gleraugnaumgjörðum
og hulstrum.
Hugo tungumálanámskeið
með 40% afslœtti.
20% afsláttur af afmœlisdagbók
frá Krydd í tilveruna
og Islensk-enskri skólaorðabók.
20% afsláttur af öllum púsluspilum,
skjalatöskum og myndaalbúmum.
“fári
]orð jyrir Lvo
4 sandblásnar
desertskálar í litum
aðeins kr. 990
Samlokur lagaðar að ósk
hvers og eins með 20% afslœtti.
Verð nú aðeins kr; 180
Græni Vagninn
20% afsláttur
afHigh Desert
blómafrjó-
kornum,
drottnignar-
hunangi
og propolis.
SNYRTIST0FAN
NN
Norðurturni, 4. hæö,
sími 685535
20% afsláttur afvöru og þjónustu
sem veitt er eða pöntuð á Borgardögum.
Andlitsböð, húðhreinsun, litgreining,
hand- ogfótsnyrting.
20% afsláttur
af öllum
plastmódelum
demanTáhúsið
20%) afsláttur
af silfurhálsmenum
og silfurnœlum.
13.-22.
aktáber
30% afsláttur
af English Ironstow te setti
20% afsláttur
af öllum töskum afPremier gerð
ÞORPII)
Hvergi betra verð
Og
aðalréttur
*
a
tilboðsverði
á
Borgardögum
kr. 510.
4>
v /. man j
KRINGLUNNI 4
A Borgardögum kynnir Slysavarnafélag Islands
öryggisvörur fyrír heimili - Starfsmenn SVFÍ leiðbeina foreldrum
um öryggi og hvernig megi draga úr slysum á börnum á heimilum