Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 35

Morgunblaðið - 21.10.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 35 FRÉTTIR Háskólafyr- irlestur um Balkan- skagastríðið RITHÖFUNDURINN og heim- spekingurinn Mihajlo Mihajlov flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands sunnudaginn 23. október kl. 16 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: Styijöldin á Balkanskaga og framtíð Evrópu. Einnig flytur hann fyrirlestur laugardaginn 22. október á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki á fyrrnefnd- um stað kl. 14 og nefnist hann „The Symbolism of 2x2=4 in Dostoevsky, Zamyatin & Orwwell. Mihajlo Mihajlov fæddist 1934 í Pancevo, Júgóslavíu, sonur útflytj- enda frá Rússlandi. Hann lauk háskóianámi í Zagreb, Krótatíu. Síðan kenndi hann rússneskar bók- menntir við háskólann í Zadar. Árið 1965 kom út eftir hann bókin Sumar í Moskvu. Þar rekur hann kynni sín af ýmsum rithöfundum í Rússlandi. í kjölfar útkomu bókarinnar var Mihajlov handtek- inn og sat síðan í fangelsum í Júgó- slavíu fyrir óleyfilegar hugsanir í sjö ár á árunum 1965 til 1978. Mihajlov er nú bandarískur ríkis- borgari. Hann hefur haldið fyrir- lestra við háskóla í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Mihajlov hefur síðustu ár fylgst grannt með atburðum á Balkans- skaga og ritað um þá margar grein- ar í blöð og tímarit, einkum í Bandaríkjunum og Króatíu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Missögn leiðrétt FIMMTUDAGINN 22. september sl. birtust hér í Morgunblaðinu minningargreinar um Gunnar Niel- sen Björnsson, sem jarðsettur var þann dag. í æviágripi, sem birtist með minningargreinunum var þess getið, að faðir Gunnars væri Karl Kvaran, listmálari. Hér var um missögn að ræða, sem Morgunblaðið vill hér með leið- rétta og biðjast velvirðingar á. Ritstj. Iðnnemaþing ÞING Iðnnemasambands íslands, það 52., verður haldið í dag, föstu- daginn 21. kl. 16 í Borgartúni 6. Við þingsetninguna munu Sighvat- ur Björgvinsson, iðnaðarráðherra, Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, og Sigurð- ur Gunnarsson, stjórnarformaður Félagsíbúða iðnnema, flytja ávarp. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Eru hagsmunir iðnnema tryggð- ir innan sveinafélaga. Mun það verða aðalmál þingsins sem stend- ur fram á sunnudag. Norðurlöndin í ótryggum heimi JAHN Otto Johansen, yfirmaður erlendra frétta norska sjónvarps- ins, flytur erindið -Norðurlöndin í ótryggum heimi á sameiginlegum hádegisverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varð- bergs í Átthagasal Hótels Sögu laugardaginn 22. október. Jahn Otto Jo- hansen er fædd- ur 1934, lauk námi í landa- fræði árið 1956 og rússnesku 1959. Hann var um tíma við framhaldsnám í Varsjá í Póllandi og á árunum 1961-63 var hann Rockefeller Foundation Fellow og gestaprófessor við Amer- ican University í Washington. Hann var um árabil fréttamaður við norska sjónvarpið og fréttarit- ari þess um tíma, bæði í Moskvu og Washington. Á árunum 1977-84 var Jahn Otto aðalrit- stjóri Dagbladet. Jahn Otto hefur skrifað um 30 bækur um utanríkis- og alþjóða- mál. Hann hefur nokkrum sinnum komið til íslands og m.a. fjallað um íslensk utanríkis- og stjórnmál. Aðalstöðin fimm ára AÐALSTÖÐIN er 5 ára í dag, föstu- daginn 21. október. Verður þess minnst á útvarpsstöðinni í dag og me_ð afmælishátíð í kvöld. I október 1991 keyptu núverandi eigendur, Baldvin Jónsson og fjöl- skylda, stöðina af Ólafí Laufdal veitingamanni og hafa því átt hana og rekið í rúm þtjú ár. 5. nóvember 1993 opnaði Aflvakinn hf. útvarps- rásina X-ið 97,7 — stöð unga fólks- ins. Þessar tvær stöðvar eru nú rekn- ar samhliða og þjóna tveimur ólíkum markhópum. I febníar á næsta ári er fyrirhugað að bæta þriðju útvarps- stöðinni við, Klassík FM. I tilefni dagsins efnir Aðalstöðin til afmælishátíðar á Hótel íslandi kl. 21 í kvöld. Meðal skemmtiatriða verða Sniglabandið, Bubbi Morth- ens, K.K., Þjóðhátíðarspaugararn- ir; Halli, Laddi, Siggi Sigurjóns og Edda Björgvins. Fjöldi starfs- manna Aðalstöðvarinnar kemur fram og flytur slagara eftir Pres- ley, Tom Jones, Sinatra o.fl. Þá verða tískusýningar og vörukynn- ingar. Húsið verður opnað kl. 21 og fá fyrstu 1.000 gestirnir fordrykk í boði Karls K. Karlssonar og Sólar hf. Aðgöngumiðarnir gilda einnig sem happdrættismiðar og er Glasgowferð með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur í vinning. Ráöstefna um stöðu aldraðra ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir ráðstefnu í dag, 21. október kl. 13 í Borgartúni 6, Reykjavík, og ber hún yfirskriftina: Eru aldr- aðir utangarðs og einmana í ís- iensku samfélagi? Dagskráin hefst með að sr. Pálmi Matthíasson flytur erindið: Eiga aldraðir vináttuna vísa?, Sig- urgeir Jónsson, hæstaréttarlög- maður, flytur erindi um réttarstöðu fóiks á efri árum í sambúð og erfða- málum og Sigríður Jónsson, félags- fræðingur, flytur erindi sem hún nefnir: Að eldast í æskudýrkunar- samfélagi. Kaffiveitingar verða en ráð- stefnugjald er 1.000 kr. og er ráð- stefnan öllum opin. Ráðstefnustjóri verður Gísii Páll Pálsson, forstöðu- maður. Fj ölskylduganga BANDALAG kvenna, Hafnarfirði, ætlar þann 22. október nk. að standa fyrir fjölskyldugöngu í til- efni af ári fjölskyldunnar 1994. Farin verður gamla gönguleiðin að Görðum á Álftanesi, undir leið- sögn. Lagt verður af stað frá Hafn- arfjarðarkirkju kl. 11. Jahn Otto Johansen Samþykkt fundar háskólaráðs HÁSKÓLARÁÐ mótmælir harðlega þeirri stefnu sem kemur fram gagnvart Háskóla íslands í fjárlagafrumvargi fyrir árið 1995. Fjárframlög til Háskóla íslands hafa ekki verið í samræmi við aukin verkefni og nem- endafjölda undanfarin ár. Háskólinn hefur verið ábyrgur í fjármálastjórn sinni og mætt fjárhagsvandanum, fyrst með hagræðingu og síðan niðurskurði í kennslu. Lengra verð- ur ekki gengið á þessari braut og því er komið að alvarlegum tímamótum í starfsemi háskólans. Yfirlýst mennta- og vísindastefna ríkisstjórnarinnar kemur ekki fram í fjárlaga- frumvarpinu. Háskólaráð hlýtur því að spyija þessara spurninga: Er það í reynd stefna stjórnvalda að gera Háskóla Islands að annars flokks háskóla? Er það stefna stjórnvalda að flytja æðri menntun Islendinga úr landi? Háskólaráð bendir á eftirfarandi atriði: 1. ' Fjárveiting á nemanda í fullu námi hefur lækkað um þriðjung að raungildi á síðustu sjö árum. 2. Samanburður við aðra háskóla í Vestur- Evrópu sýnir að kennslumagn við Háskóla ílsands er um 75% af því sem erlendis telst viðunandi. 3. 'Afleiðingar niðurskurðar undanfarinna. ára hafa m.a. birst i því að valnámskeið hafa verið felld niður, svo og umræðutímar og raunhæf verkefni, auk þess sem verkleg kennsla hefur dregist saman. Fjöldi nem- enda, sem hver kennari verður að sinna, er svo mikill að ekki gefst tími til viðræðna og handleiðslu eins og þörf er. Framboð náms- greina verður of fábreytt, námsefni ekki endurnýjað og nýjar greinar ekki teknar upp. 4. Ljóst er af þessu að Háskóli íslands hefur dregist aftur úr á síðustu árum. Erlend- is eiga nemendur val milli háskóla og einn slakur háskóli ræður því ekki úrslitum um háskólamenntun í viðkomandi landi. Þessu er ekki þannig varið hérlendis. Háskóli Is- lands er eina miðstöð háskólamenntunar og grunnrannsókna hér á Iandi. 5. Háskólaráð bendir á að hnignun há- skóla, sem er óhjákvæmileg afleiðing skertra fjárveitinga, tekur skamman tíma og það er síður en svo auðvelt að snúa þeirri þróun við. Endurreisn getur orðið mjög torveld því að uppbygging vísindastofnana tekur langan tíma. 6. Fjöldatakmarkanir munu ekki leysa bráðan fjárhagsvanda háskólans. 7. Háskóli Islands er ein stærsta stofnun- in í samfélagi okkar. Þar vinna 5.500 nem- endur og 500 starfsmenn auk stundakenn- ara. Háskólinn er lykilþáttur í íslensku at- vinnulífi og menningu. Viðskiptafræðingar, lögfræðingar og verkfræðingar stýra flestum stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Án kennslu og rannsókna við háskólann væri ekki hægt að halda heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu gangandi. 8. Háskólaráð mótmælir því einnig að í fjárlagafrumvarpi er ekki séð fyrir nægjan- legu rekstrarfé til hins nýja Landsbókasafns. Bygging Þjóðarbókhlöðunnar hefur tekið yfir 20 ár og nú, þegar henni er lokið, vant- ar verulegan hluta nauðsynlegs rekstrarfjár. Þessi stefna er algjörlega óviðunandi. Há- skóli íslands er í 19. sæti af 20 sambærileg- um háskólum hvað varðar bóka- og tímarita- kaup á árinu 1993. Hér ber enn að sama brunni. Ónógar fjárveitingar draga mátt úr stofnuninni og háskóli án öflugs bókasafns á erfitt um rannsóknir. 9. Háskóli íslands hefur haft það orð á sér á síðustu áratugum að vera góð kennslu- stofnun og jafnframt hefur verið reynt af vanefnum að byggja upp rannsóknir í sam- ræmi við alþjóðlegar kröfur. Nemendum hef- ur gengið vel að komast að í framhaldsnám við góða háskóla erlendis. Kennarar háskól- ans eru flestir mjög vel menntaðir, m.a. með margvíslega framhaldsmenntun við þekkta háskóla. Aukin tengsl við erlenda háskóla og stofnanir gera sífellt meiri kröfur til Háskóla íslands um gæði kennslu og rann- sókna. Þess er ekki að vænta að Háskóla íslands takist að halda góðum kennurum og fá nýja vísindamenn til starfa ef stefna stjórnvalda í íjárveitingum til hans breytist ekki. Háskóli íslands er í alþjóðlegri sam- keppni um góða starfsmenn. 10. Samkeppnishæfni þjóða á næstu öld, í sífellt opnari þjóðfélögum, mun fyrst og fremst ráðast af menntun þegnanna, ekki síst færni til nýsköpunar á grundvelli vísinda- legrar þekkingar. Ef Háskóli íslands verður ekki efldur á næstu árum mun það koma fram í verri lífskjörum landsmanna, brott- flutningi hæfra kennara og nemenda og lak- ari kennslu og rannsóknum. Það getur orðið álitamál hve lengi erlendir háskólar taka prófgráður frá Háskóla íslands gildar. íslendingar hafa verið stoltir af háskóla sínum og það með réttu. Þetta getur breyst og háskólaráð getur ekki staðið hjá aðgerða- laust, þegar stefnir í verulega hnignun Há- skóla íslands vegna ónógra fjárveitinga. Háskólaráð styður aðgerðir Félags háskóla- kennara og samtaka stúdenta við að vekja máls á vandanum og beijast fyrir hagsmun- um háskólans. Háskólaráð mun óska eftir fundi með for- sætisráðherra, fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra þar sem málefni háskólans verða rædd. Þar verður lögð áhersla á að í fjárlögum næsta árs verði framlag til háskól- ans aukíð frá fjárhagáfrumvarpi um a.m.k. 200 millj. króna og að gerð verði áætlun til næstu ára um aukið fé til starfsemi Háskóla íslands. Jafnframt leggur háskólaráð áherslu á að fullnægt verði þörfum Landsbókasafns- Háskólabókasafns fyrir rekstrarfé. Samþykkt á aukafundi háskólaráðs 19. október 1994 RAFHA TILBOD Láttu okkur gera þér tílboö I bæði innréttinguna og tækin og við komun þér þægilega á óvart. Opið Laugardaga 10-16 • Opið Sunnudag 10-15 MANAÐARSNS SUÐURLANDSBRAIIT 16 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 880-500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.