Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 1

Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 1
88 SÍÐUR B/C 242. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Búist við bættum samskiptum Kóreuríkjanna eftir undirritun kjarnorkusamnings Suður-Kóreustjóm kvart- ar yfir ónógu samráði Seoul. Reuter, The Daily Telegraph. WILLIAM Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í Seoul á föstudag að minni spenna milli Norður- og Suður-Kóreu gerði það að verkum að Bandaríkjamenn gætu hugsanlega kallað herlið sitt heim frá suðurhlutanum. Fyrr um daginn hafði sam- komulag um kjarnorkuáætlun Norður- Kóreumanna verið undirritað i Genf af full- trúum stjórna Bandaríkjanna og Norður- Kóreu. Sagðist Perry telja miklar líkur á að 'samskipti Kóreuríkjanna myndu héðan í frá fara batnandi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir undirritun samningsins að Suður-Kóreustjórn myndi bera mesta kostnaðinn af því að sjá Norður- Kóreu fyrir öðrum orkugjöfum en kjarnorku, til dæmis olíu. Han Sung-joo, utanríkisráð- herra Suður-Kóreu, bar þetta til baka í þing- umræðum á laugardag og sagði ekkert sam- ráð hafa verið haft við Suður-Kóreu um slík- ar greiðslur. Bandarískt herlið hefur verið í Suður- Kóreu allt frá sjötta áratugnum til að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn geti hafið óvænta innrás líkt og gerðist árið 1950. Eru nú 38 þúsund bandarískir hermenn í Suður- Kóreu. Perry sagði að ekki yrði þó fækkað í herliðinu nema samsvarandi fækkun ætti sér stað í herliði norðanmanna. I her Norður- Kóreu eru 1,2 milljónir manna og er megin- hluti heraflans staðsettur mjög nálægt landa- mærum Suður-Kóreu. Arlegri sameiginlegri heræfingu Banda- ríkjamanna og Suður-Kóreumanna hefur verið aflýst og er einn helsti tilgangur Perr- ys með heimsókn sinni til Suður-Kóreu að sannfæra stjórnvöld þar um að Bandaríkja- stjórn hyggist standa við skuldbindingar sín- ar gagnvart Suður-Kóreu. Suður-Kóreustjórn er mjög ósátt við hvernig staðið var að samningum um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreumanna þó að hún fagni því að samkomulag hafi náðst. Áttu fulltrúar Suður-Kóreu mjög litla aðild að samningagerðinni. Hafa Suður-Kóreumenn ekki síst gagnrýnt það ákvæði samningsins að liðið geti allt að fimm ár þangað til Norð- ur-Kóreumenn verði að leyfa eftirlitsmönnum að kanna kjarnorkustöðvar þeirra. Han utanríkisráðherra sagði Genfarsam- komulagið ekki fullnægja öllum kröfum Suð- ur-Kóreu: „Almennt má segja að samkomu- lagið uppfylli lágmarkskröfur okkar.“ HA USTHREINGERNING Morgunblaðið/Kristinn Jeltsín heimt- aði vodka BÖRÍS Jeltsín Rússlandsforseti var ekki sáttur við þær veitingar sem hann fékk í veislu sem Elísabet Bretlandsdrottning hélt honum til heiðurs um borð í Brittaníu, snekkju konungsíjölskyldunnar, í tilefni af opinberri heimsókn hennar til Rússlands. Forsetinn lét í ljós megna óánægju með aðalréttinn, hjartarkjöt frá veiðilendunum í kringum Balmoralkastala, og var þar að auki mjög óhress með þá drykki, sem born- ir voru fram með matnum. Hann hreifst hvorki af hvítvíninu, Chablis Premier Cru, Montée de Tonnere frá 1989, né rauða Bordeauxvíninu, Chateau Langoa-Barton 1983. Það var þó fyrst þegar farið var að bera í hann Lanson-kampavín, sem Rúss- landsforseti reiddist. Hann kvartaði hástöf- um og heimtaði vodka. Honum varð þó ekki að þeirri ósk sinni þar sem þjónarnir bentu honum kurteislega á að vodka væri aldrei borið fram á snekkju konungsíjöl- skyldunnar á meðan borðhald stæði yfir. Meðan á öllu þessu stóð var drottningin hin kátasta. „Það virðist ekkert geta komið henni úr jafnvægi," sagði einn gestanna í veislunni. Ovæntir veislugestir FJÓRIR breskir flækingar vöktu mikla at- hygli er þeir birtust skyndilega í glæsilegri veislu, sem haldin var í tilefni frumsýningar Walt Disney-myndarinnar Konungs ljón- anna í Lundúnum. Þrátt fyrir stranga ör- yggisgæslu tókst þeim að smygla sér inn með því að klifra yfir vegg og skríða síðan inn í eitt veitingatjaldanna, sem skreytt hafði verið sem afrískur frumskógur, og fela sig undir borði. Þegar gestimir voru mættir í sínu fínasta pússi, þeirra á meðal Sylvester Stallone, Bob Hoskins, Elton John og Rowan Atkinson, stóðu þeir upp og byij- uðu að skemmta sér. Flækingarnir hámuðu í sig snittur, sötruðu kampavin, ræddu við gesti og einn þeirra fór meira að segja á dansgólfið. Það var ekki fyrr en hálftíma síðar að öryggisverðir hentu þeim út. „Ætli fólk hafi ekki bara haldið að þeir væru í grímubúningum," sagði einn skipuleggjenda veislunnar. Efaðist um af- stæðiskenningu ALBERT Einstein dró að birta afstæðis- kenningu sína í þijú ár, vegna þess að hann hafði efasemdir um að hún fengi staðist. Frá þessu er sagt í nýjasta hefti New Scient- ist. Einstein kynnti kenningu sína árið 1916 en sérfræðingar, sem hafa rannsakað gögn hans og minnisbækur, hafa fundið sannanir þess að hann hafi lokið við að móta kenning- una árið 1913. „Hann var afar varkár mað- ur, undir miklum áhrifum eðlisfræðikenn- inga Isaaes Newtons og vissi að hann þyrfti góð rök til að kollvarpa þeim,“ segir Júrgen Renn, við Max Planck-stofnunina í Berlín. ATLAGA AD DALAI LAMA 12 Vióskipti/Atvinnulíf Á SUNNUDEGI Mjór er mikils vísir FJÖLGAR fSLENDINGUM OF HRATT? ■ ■ UR FRJORRIJORÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.