Morgunblaðið - 23.10.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.10.1994, Qupperneq 4
4 SONNUDAGURi 16. OKTÓÉER 1994 VIKAN 16/10-22/10. ► Fíknief nalögreglan lagði á föstudagskvöld hald á um 70 kannabisp- löntur, margar mannhæð- arháar, í bílskúr við Laugarásveg. Tveir menn um þrítugt voru handtekn- ir vegna málsins. ►TVEIR menn á þrítugs- aldri játuðu fyrir RLR að hafa gefið 17 ára piiti, sem sofnaði í samkvæmi, ra- flost, þannig að hann brenndist og var lagður á hjartadeild Landspítala vegna hjartsláttartruf- lana. Kanadískt olíufélag hyggur á umsvif hér FULLTRÚAR kanadíska olíufélagsins Irving Oil hafa gengið á fund við- skiptaráðherra og borgarstjóra og lýst' áhuga á að reisa olíubirgðastöð hér á landi og hefja dreifingu og sölu á olíu- vörum í samkeppni við olíufélögin þtjú sem fyrir eru á markaðnum. Irving Oil er hluti af veldi ríkustu fjölskyldu Kanada, sem jafnframt er einhver rík- asta fjölskylda heims. Áfellisdómur endur- skoðenda ►forystumenn verkalýðshreyfingarinnar segja ljóst að landssam- bönd innan ASÍ muni sjálf hafa forræði í komandi kjaraviðræðum og viðræð- ur um sérmál fari fram innan einstakra stéttarfé- laga. ►FLUGLEIÐIR hyggjast leita kauptilboða í tvær Boeing 737 fiugvéla sinna en leigja vélarnar af kaup- endum. Hagnaður af sölu vélanna hefur þau áhrif að rekstur félagsins skilar væntanlega um 500 millj. kr. hagnaði í ár. ►VIÐSKIPTARÁÐ- HERRA segir ástæðulaust fyrir banka að hækka útl- ánavexti, fremur sé ástæða til að lækka þá. Lausafjárstaða banka sé góð og afkomuhorfur betri en áætiað hafi verið. BÆJARSTJÓRI Hafnarfjarðar segir að skýrsla, sem endurskoðendur unnu fyrir bæjarráð vegna fjármála lista- hátíðar bæjarins 1993, sé samfelldur áfellisdómur yfir fjármálastjórn hátíð- arinnar. Endurskoðendur treysta sér ekki til að gefa álit á reikningskilum hátíðarinnar þar sem bókhaldi og allri meðferð gagna hafi verið ábótavant. Bæjarstjóri segir koma til greina að kæra málið til RLR. FFF fullgilt stéttarfélag FÉLAGSDÓMUR komst á mánudag að þeirri niðurstöðu að löglega hefði verið staðið að boðun verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá flug- félaginu Atlanta en það nái aðeins til þeirra félagsmanna FÍA, sem ekki séu bundnir af kjarasamningi fyrirtækis- ins við Fijálsa flugmannafélagið. Boð- að verkfall FÍA hjá Atlanta er því hafið en hefur ekki haft teljandi áhrif á starfsemi Atlanta. Fulltrúar FÍA og Atlanta hafa hist á fundum hjá ríkis- sáttasemjara í vikunni. Finnar samþykktu ESB-aðild FINNAR samþykktu aðild að Evrópu- sambandinu, ESB, í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem fram fór sl. sunnudag, með 57% atkvæða gegn 43%. Er þessi meirihluti nægur fyrir fmnska þingið til að staðfesta aðildina en tií þess hefði það ekki treyst sér hefði orðið mjótt á mununum. Skipti alveg í tvö horn með Finnum að því leyti, að fólk í þéttbýli samþykkti aðildina en á landsbyggðinni var það andvígt henni. Ráðamenn í Svíþjóð og Noregi fögn- uðu niðurstöðunni og vonast þeir til, að hún verði sú sama þar en Svíar munu ganga til atkvæða 13. nóvem- ber og Norðmenn þann 28. Sam- kvæmt skoðanakönnunum eru fleiri Svíar með aðild en á móti en í Nor- egi er staðan óljósari. Hryðjuverk í Tel Aviv TUTTUGU og tveir menn biðu bana þegar sprengja sprakk í strætisvagni í Tel Aviv í Israel sl. miðvikudag og 45 manns slösuðust. Talið er víst, að múslimi úr röðum Hamas-skærul- iða hafi verið með sprengjuna og hafi sjálfur týnt lífi. Hamas lýsti líka hermdarverkinu strax á hendur sér og birti myndbandsupptökur af hryðjuverkamanninum. Stjórnvöld í ísrael hafa fyrirskipað mjög harðar aðgerðir gegn Hamas en hreyfingin berst gegn friðarsamningum fsraela og Palestínumanna. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, sagði á fimmtudag, að ísraelar stæðu nú frammi fyrir því að ákveða hvort halda ætti gyðingum og aröbum að- skildum til frambúðar. ►STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Norð- ur-Kóreu hafa náð sam- komulagi í deilunni um kjarnorkuáætlanir þeirra fyrrnefndu en grunur hefur leikið á, að stjórnin í Pyongyang ynni að smíði kjamorkuvopna. Hans Blix, yfirmaður Aiþjóða- kjarnorkumálastofn- unarinnar, IAEA, hefur þó ýmislegt við samkomu- Iagið að athuga og telur, að vegna þess kunni eftir- liti með n-kóreskum kjarnorkuverum að drag- ast í fimm ár. ►ÞÝSKA stjórnin hélt velli í kosningunum um síðustu helgi en þing- meirihluti hennar minnk- aði þó verulega, aðallega vegna fylgistaps frjálsra demókrata. Fengu þeir 11% atkvæða i kosningun- um 1990 en aðeins 6,9% nú. Er meirihluti sljórnar- innar, kristilegra demó- krata og frjálsra demó- krata, 10 þingsæti en Helmut Kohl kanslari seg- ir engan vafa leika á, að stjórnin geti búið við það. ►BÓK eftir Jóhannes Pál páfa II kom út í vikunni og er því spáð, að hún geti orðið metsölubók ald- arinnar. Kom hún út á 21 tungumáli í 39 Iöndum. í bókinni fjallar páfi um margt sem efst er á baugi nú um stundir og leit mannanna að andlegum tilgangi í lífi sínu. MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra um hugmyndir um nýskipan í ríkisrekstri Skilgreining markmiða kann að fækka störfum FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að tilgangurinn ineð nýskipan í ríkisrekstri sé meiri hag- kvæmni og skilvirkni, en ekki endi- lega fækkun starfsfólks. Aðalatriðið sé að markmiðin í ríkisrekstri séu skýr og hlutverk stofnana vel skil- greind. Hins vegar geti skýrari mark- mið leitt til þeirrar niðurstöðu að viðkomandi starfsemi færist frá ríki á almennan markað eða leggist af ef menn komist að þeirri niðurstöðu að reksturinn sé óþarfur eða betur kominn í höndum einkaaðila. Rætt var við Friðrik í tilefni af frétt Morg- unblaðsins um að breska fjármála- ráðuneytið hefði ákveðið af gera ítar- lega úttekt á rekstri ráðuneytisins með það að markmiði að fækka starfsmönnum þess. „Við lítum ekki þannig á að ný- skipan í ríkisrekstri og þessar nýju hugmyndir í starfsmannamálum séu aðallega til þess gerðar að fækka starfsfólki. Við höfum fyrst og fremst verið að spyija okkur grund- vallarspurninga eins og þeirra hvers vegna ríkið sé í þeim rekstri sem það sinnir í dag og ef svarið er já, hvern- ig það verði best gert,“ sagði Friðrik. Hann sagði hins vegar að þegar spurt væri spurninga sem þessara kæmust menn oft að raun um að sumt af því sem ríkið er að vasast í væri ekki nauðsynlegt. Það gæti eitt út af fyrir sig leitt til sparnaðar og þess að starfsfólki fækkaði. Mark- miðið með þessari viðleitni væri að ná fram hagræðingu í ríkisrekstrin- um. Það gæti leitt til fækkunar starfs/ólks en þyrfti ekki að gera það. í sumum tiivikum væri niður- staðan sú að heppilegi-a væri að bjóða reksturinn út og þá leiddi það til þess að opinberum starfsmönn- um fækkaði, en á móti fjölgaði starfsfólki í einkarekstri. Vantar aga „Einkavæðingin, útboðsstarfsem- in, framlög samkvæmt eining- arkostnaði, þjónustusamningar og viðhorfm í starfsmannamálum, allt það sem við höfum verið að ræða, undirbúa og áforma byggist á þeirri hugsun að spyija okkur sjálf að því hvert sé í raun og veru markmiðið með starfseminni og hvort hún eigi heima hjá ríkinu. Síðan þarf að skil- greina hvaða árangri ríkisstofnanir þurfa að skila. Við teljum að það sé úrelt að spara eingöngu með því að láta minna fjármagn af hendi, því stjórnendur stofnana sem fá minna fjármagn hafa tilhneigingu til að skerða þjónustu við almenning. Þess vegna viljum við fremur gera kröfur til þess að stofnanir skili skilgreind- um árangri. Það sé samkomulag um greiðslur sem gangi til stofnunarinn- ar og hún skili ákveðnum árangri í staðinn. Við finnum að það skortir mjög víða markmið og það skortir lýsingu á hlutverkum þessara stofn- ana sem auðvitað verður til þess að það vantar víða aga í ríkisrekstrin- um,“ sagði Friðrik að lokum. Morgunblaðið/Sverrir Þjóðarátak kynnt HÁSKÓLASTÚDENTAR kynntu þjóðarátak til eflingar þjóðbókasafni á annarri hæð Kringlunnar á föstudag, þar á meðal skafmiðahappdrætti átaksins, en ágóði af sölu renn- ur til Þjóðbókasjóðs stúdenta sem ætlað er að auka stórlega kaup á ritum fyrir safnið í Þjóðarbókhlöðunni. Stúdent- arnir dreifðu kynningarbæk- Iingum og seldu barmmerki, Bónus neitað um Aladdín-myndbönd „Yerið að vernda aðra söluaðila“ SAM-myndbönd hafa neitað að af- greiða myndbönd með teiknimyndinni Aladdín til Bónus-verslana seinustu daga, á þeim forsendum að framleið andi myndarinnar, Disney, sé mótfall- inn sjálfsafgreiðslusölu hennar í mat- vöruverslunum, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sölustjóra Bónuss. Jón kveðst hins vegar telja raunveru- legu ástæðuna vera þá að Bónus hafi selt myndböndin á 1.795 krónur stykkið, sem er um 400-500 króna lægra verð en á öðrum sölustöðum. Jón segir að SAM-myndbönd hafi gert verulegar athugasemdir við verð- lagingu Bónuss á Aladdín og kveðst fullviss um að verið sé að vemda stöðu annarra seljenda myndbandsins sem leggi meira á vöruna. Bónus keypti fyrir nokkru um 400 eintök af mynd- inni af SAM-myndböndum. Jón segir að álagning sé hófleg og ekki þurfi að leggja meira á myndböndin til að salan skili viðunandi hagnaði. „Ég sé enga ástæðu til að menn taki fleiri hundruð krónur fyrir að selja þessi myndbönd," segir Jón og kveðst í raun ekki trúa því að SAM-myndbönd haldi afstöðu sinni til streitu. Verslan- ir Bónuss hafi þó beðið um meira magn, en fengið synjun á fyrrgreind- um forsendum. Jón segir það tíðkast víða um heim að selja myndbönd af sama toga og Aladdín í matvöruversl- unum, og þær röksemdir SAM-mynd- banda séu því ekki gildar. „Þeir geta í raun ekki neitað okkur um að selja myndböndin, því Sam- keppnisstofnun hefur úrskurðað í sambærilegu máli sem snerti sölu verslunar í Kringlunni á geislaplötum fyrir seinustu jól, en þá neitaði dreif- ingaraðiii að Iáta verslunina fá vörur sem reyndist ólögmætt," segir Jón. Ekki náðist í Áma Samúelsson, forstjóra SAM-myndbanda, en hann er erlendis. auk þess sem hljómsveitin „Skárraenekkert“ lék fyrir gesti og gangandi, en hún er skipuð Guðmundi Steingríms- syni, Frank Hall og Eiríki Þór- leifssyni. Andlát BJÖRN BJARNASON í VIGUR BJÖRN Bjarnason, fyrrum bóndi í Vigur, lézt á sjúkrahúsinu á ísafirði fimmtudaginn 20. október sl. Hann var bóndi í Vigur ásamt Baldri bróður sínum árin 1953- 1985. Útför Björns verður gerð frá Ögurkirkju. i I I P » » i I 1 f í Xí I s I 1 * I I I ( í í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.