Morgunblaðið - 23.10.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.10.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGOR Í6. ÖKTÖBER 1994 7 FRÉTTIR Samskipti Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Islands Reglur uni val á hönnuðum BORGARRÁÐ hefur samþykkt reglur um samskipti Reykjavíkur- borgar og arkitekta í Arkitektafé- lagi íslands. Gert er ráð fyrir að val á arkitekti verði byggt á sam- keppni, samanburðartillögum, for- vali, bei.nu vali, alútboði eða út- boði. Þegar um er a'ð ræða við- byggingu eða breytingu á húsi skal fyrst leita eftir samningum við arkitekt þess. í samþykktinni kemur fram að Reykjavíkurborg muni leitast við að undirbúa hönnunarverkefni eins vel og kostur er og sjá til þess að hveiju verkefni sé stýrt af þar til bærum og hæfum aðil- um. Borgin mun í samvinnu við Arkitektafélagið stuðla að því að samvinna um hönnunarverkefni verði ætíð sem best. Samkeppni Fram kemur í samþykktinni að þegar um samkeppni er að ræða Listahátíð Hafnarfjarðar RAM segist hafa feng- ið fulla greiðslu og þá í samræmi við samkeppnis- reglur Arkitektafélagsins miðist hún við almenna keppni sem opin er öllum þeim er uppfylla skilyrði keppnislýsingar. Boðskeppni, þar sem ákveðnum þátttakendum er boðin þátttaka, blönduð keppni, þar sem almennri keppni og boð- skeppni er fléttað saman, og loks tveggja þrepa keppni, þar sem seinna þrepið er framhaldskeppni valinna tillagna úr fyrra þrepi. Ef efnt er til boðskeppni er æskilegt að beitt sé forvali. Ef beitt er samanburði, leggja tveir eða fleiri arkitektar fram til- lögu án nafnleyndar. Höfundar gera þá grein fýrir tillögum ýmist munnlega eða skriflega og fá geitt fyrir í samræmi við umfang þeirra. Forval og alútboð Foi’vali verði beitt til að velja þátttakendur í boðskeppni eða til að vinna samanburðartillögur og loks þegar velja á arkitekt til verksins. Forval skal auglýsa. Við alútboð skal hafa hliðsjón af al- mennum reglum um útboð gefnum út af Arkitektafélagi íslands, Fé- lagi ráðgjafarverkfræðinga og Verktakasambandi íslands. Lokað útboð er hægt að viðhafa þegar um einföld verkefni er að ræða sem auðvelt er að skilgreina. Þrír til fimm arkitektar gera þá tilboð í ákveðnar úrlausnir, ýmist einir eða í samvinnu við verk- og tækni- fræðinga og aðra ráðgjafa. STEVE Lewis, framkvæmdastjóri fyrirtækisins TKO, sem vitnað er til í skýrslu endurskoðenda um Listahátíð Hafnarfjarðar, sem birt var í Morgunblaðinu á föstudag, vill að fram komi að greiðslur til hljómsveitarinnar Rage Against the Machine hafi verið í samræmi við gerðan samning. Lewis segir að í samningi við hljómsveitina hafi verið gert ráð fyrir að hún fengi 50% af tekjum af aðgöngumiðasölu umfram þá 3.000 miða, sem forsvarsmenn hátíðarinnar hefðu talið nauðsyn- legt að selja til að tónleikarnir bæru sig. Samkvæmt þessu hafi hljómsveitarmeðlimum verið greiddir þeir peningar, sem fram komi í bréfi sínu og Arnórs Benón- ýssonar, framkvæmdastjóra hátíð- arinnar. Bréf frá umboðsmanni í skýrslu endurskoðendanna kemur fram að ósennilegt verði að teljast að RAM hafí tekið við greiðslunni, þar sem eingöngu hafi verið hægt að inna hana af hendi í íslenzkri mynt. Lewis segir að hljómsveitin hafi fengið peningana og vísar því til staðfestingar til eftirfarandi bréfs umboðsmanns RAM hjá fyrirtæk- inu International Talent Booking, sem dagsett er í London 21. októ- ber: „Takið vinsamlegast við bréfi þessu sem staðfestingu þess að Rage Against the Machine tók við öllum peningum, sem hljómsveit- inni voru áskildir fyrir hljómleika hennar á íslandi 1993. Þar á með- al voru allar prósentugreiðslur af tekjum af miðasölu umfram þann fjölda tónleikagesta, sem þurfti til að tónleikarnir kæmu út á sléttu. Yðar einlægur, Mike Dewdney.“ f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.