Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú enginn heitur pottur, Eggert minn.. . Kanadískir auðmenn íhuga umsvif á Islandi Irving-fj ölskyldan sögð vön að fá sínu framgengt VELDI Irving-fjölskyldunnar, sem meðal annars rekur fyrirtækið Irving Oil, er slíkt að haft hefur verið á orði að hún gæti auðveldlega haft áhrif á greiðslujöfnuð Kanadamanna. Þrír bræður, James Kenneth, Arthur Leigh og John E. Irving, stjórna fjöl- skylduauðinum og setti tímaritið Fortune þá í 40. sæti á lista yfir mestu auðmenn heims og voru fyrir- tæki þeirra metin á 3,7 milljarða bandaríkjadollara. Mest eru umsvif bræðranna í hér- aðinu New Brunswick í Kanada þar sem einn af hveijum tólf vinnufærum mönnum vinnur hjá einhverju af um 300 fyrirtækjum fjölskyldunnar. Þegar Kenneth Colin Irving, faðir þeirra bræðra, lést í desember árið 1992, 93 ára að aldri, lýsti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail ítökum hans í New Brunswick svo: „Ferða- langur, sem kemur til New Brunswick og fer fram hjá bensín- stöðvum með stóra tígullaga Irving- merkinu gæti velt því fyrir sér hvort nokkur annar selji bensín á þessum slóðum. Ferðalangurinn myndi aka i gegnum skóga í eigu Irvings ... Ef hann eða hún læsi dagblað væri það sennilega eign Irvings því að ijöl- skyldan ræður yfir öilum ijórum dag- blöðum héraðsins á ensku.“ Að auki á fjölskyldan tvær af þremur sjón- varpsstöðvum sem sjónvarpa á ensku í New Brunswick, hún rekur strætis- vagna, sögunarmyllur og pappírs- verksmiðjur. Þótt fjölskyldan hafi mest umleik- is í New Brunswick, nær veldi henn- Kanadíska stórfyrir- tækið Irving Oil hefur lýst áhuga á að hefja starfsemi á íslandi. Karl Blöndal fréttarit- ari í Boston kynnti sér bakgrunn og starfsemi þessa risafyrirtækis. ar um allt Kanada og suður yfir landamærin til Bandaríkjanna. Þegar Irving-fjölskyldan bytjaði að seilast suður á bóginn skrifaði kanadíska vikuritið Maclean’s að nú væri hún „að taka fremur tortiyggna íbúa Maine í kennslustund, sem auðsveip- ari borgarar New Brunswick hafa þegar tileinkað sér: það, sem þessi valdamikla, einförula ijölskylda vill, fær hún“. Sagt er að Kenneth Colin Irving hafi verið lítið fyrir bóknám gefinn, en farinn að stunda viðskipti fimm ára gamall. Hann seldi bíla ogeinnig bensín sem umboðsmaður fyrir olíu- fyrirtækið Imperial Oil. Þegar hann lenti upp á kant við Imperial ákvað hann að hefja viðskipti á eigin spýt- ur, tók tvö þúsund dollara bankalán og þremur árum síðar stofnaði hann Irving Oil. Viðskiptin jukust, bensínstöðvar bættust við, hann opnaði verkstæði og fór að skipta með varahluti og dekk. Er á leið keypti hann skig til að flytja olíuna sem hann seldi. Árið 1959 náði hann undir sig skipasmíða- stöð svo hann gætii sjálfur gert við skipin sín og nú eru þar smíðuð skip fyrir kanadíska herinn. Árið 1960 hóf hann að reisa olíuhreinsunarstöð fyrir 50 milljónir kanadískra dollara og nú er hún sú stærsta í Kanada. Umdeild ítök ítök fjölskyldunnar í New Brunswick hafa verið umdeild. Bræð- urnir segjast vilja stuðla að uppgangi héi'aðsins og þeir eru ekki gefnir fyrir að leggja undir sig fyrirtæki til þess eins og gera þau gjaldþrota. Gagnrýnendum finnst hins vegar ein- okunarstaða þeirra á hinum ýmsu sviðum hafa kæfandi áhrif á við- skiptalífið og þeir geri keppinautum ókleift að koma undir sig fótunum. Einnig var umtalað að fjölmiðlar í eigu fjölskyldunnar færu silki- hönskum um fyrirtæki hennar. Árið 1981 komst þingnefnd um dagblöð að þeirri niðurstöðu að frétta- mennska Irving-blaðanna væri „afskræmi" og „auvirðileg fram- leiðsla". Dómstólar hafa hins vegar hafnað ásökunum um einokun. Bræðurnir þrír stjórna ættarveld- inu í anda föður síns. Hans stefna í viðskiptum var að stjórna öllum stig- um framleiðslunnar og í raun var hann besti viðskiptavinur sjálfs sín. Þúsund tonn til manneldis Þórshöfn. Morgunblaðið. VERULEGA glaðnaði yfir síld- veiðinni i vikunni og kom togarinn Júpíter með fullfermi af ágætri síld hingað til Þórshafnar á fimmtudag eða rúm 1.000 tonn. Þetta er stór og falleg síld sem að mestum hiuta er unnin til manneldis og er bæði heilfryst á Bretlandsmarkað og fryst í flök- um til Frakklands. Mikil vinna er þvi í Hraðfrystistöðinni núna og er unnið fram eftir á kvöldin en vaktavinna er ekki hafin nema á frystivélunum, sem eru í gangi allan sólarhringinn. Um 60 manns vinna í Hraðfrystistöðinni núna og enn sem komið er hefur ekki þurft að bæta við mannskap í síld- arvinnslu. Það er hins vegar fljótt að breytast ef mikill afli kemur á land. Síldarvinnslan virðist hafa nokkurt aðdráttarafl og er alltaf nokkuð um það, að fólk sem ekki vinnur í Hraðfrystistöðinni sæki um að komast í síldina þegar vaktavinna hefst. Síldarvinnslunni virðist fylgja meiri tilbreyting heldur en hinni hefðbundnu fiski- vinnu. Leikstýrir þremur sýningum Á ekki eftir að ger- ast oft á ferlinum Hávar Sigurjónsson að er ekki á hveijum degi sem sami leik- stjóri er með þijú verk á ijölum atvinnuleik- húsa landsins samtímis. Þessi staða er þó komin upp á þessu hausti því verkin Dóttir Lúsifers og Gauks- hreiðrið hjá Þjóðleikhúsinu og Barpar sem Leikfélag Akureyrar sýnir eru öll í leikstjórn sama mannsins, Hávars Siguijónssonar. Sýningar á tveimur síðar- nefndu verkunum hafa ver- ið teknar upp frá síðasta leikári en Dóttir Lúsifers var frumsýnt á dögunum. Þessi staða á sér fáar hlið- stæður á síðustu árum en síðast þegar hún kom upp fyrir tveimur árum átti Þór- hallur Sigurðsson í hlut. „Ég geri ekki ráð fyrir að þetta eigi eftir að gerast oft á ferlinum. Það þykir yfirleitt ágætt ef eitt verkefni nær þeim gangi að það er enn á fjölunum þegar maður frumsýnir það næsta,“ segir Hávar. „Það var líklegt að tvö verk í minni leik- stjórn yrðu sýnd samtímis í Þjóð- leikhúsinu á þessu leikári þar sem Gaukshreiðrið var ekki frumsýnt á Stóra sviðinu fyrr en um miðj- an apríl síðastliðinn. Þar að auki þurfti verkið að víkja fyrir Nifl- ungahringnum mánuði síðar. Það varð strax ljóst að grundvöllur væri fyrir því að halda sýningum áfram en verkið var sýnt átta sinnum fyrir fullu húsi síðastliðið vor. Ég geri fastlega ráð fyrir að Gaukshreiðrið muni ganga fram að jólum.“ „Dóttir Lúsifers var inni á plani síðasta leikárs en komst ekki að á Litla sviðinu þannig að það verk var flutt yfir á haust- ið. Það lá því fyrir að ég færi beint úr því að frumsýna Gauks- hreiðrið yfír í Dóttur Lúsifers.“ - Hefur velgengni Barpars komið þér í opna skjöldu? „Ég þóttist vita að þetta myndi falla einhveijum í geð en hafði enga hugmynd um að þetta yrði einhver svona gegnumsláttur," segir Hávar en Barpar sló sýn- ingamet hjá Leikfélagi Akur- eyrar í gærkvöldi, laugardags- kvöld, en verkið hefur verið sýnt 59 sinnum í Þorpinu á Akureyri. Þar að auki naut verkið hylli á Listahátíð í Reykjavík síðastliðið vor. Það gefur glögga mynd af vinsældum Barparsins að það hefur skotið söngleikjum á borð við Piaf og My Fair Lady aftur fyrir sig í sýningafjölda hjá LA. „Svo maður sýni sanngirni gagn- vart þessum sýningum þá fengu þær miklu fleiri áhorfendur þótt sýningamar væru færri því verk- in voru sýnd í samkomuhúsinu," segir Hávar. Það er harla fátítt að sýningar á verkum flytjist á milli leikára hjá LA og einsdæmi að verk sem frumsýnt hefur ver- ið jafn snemma og Barpar haldi velli þetta lengi. Ekkert lát er á vinsældum því búið er að panta miða á sýningar langt fram í nóvember. - Eru fleiri sýningar á döfinni hjá þér? „Æfingar á næsta verki sem ég mun leikstýra, Taktu lagið Lóa, hefjast í lok næstu viku. Þetta er í undirbúningi. Ég er að fletta handritinu og reyna að láta eitthvað gerjast í höfðinu á mér. Taktu lagið Lóa er svört kómedía eftir Jim Cartwright, þann sama og skrifaði Barpar. Sex leikarar taka þátt í þeirri sýningu og verða Olafía Hrönn ►Hávar Sigurjónsson er fæddur árið 1958. Hann lauk BA-prófi frá leiklistardeild Háskólans í Manchester árið 1982 og MA-prófi í leikstjórn frá Háskólanum í Leeds ári síðar. Þá lagði hann stund á framhaldsnám í leikstjórn í London veturinn 1989-90. Hávar var blaðamaður, lengst af á Morgunblaðinu, samhliða ýmsum leikhúsverkefnum á árunum 1983-91. Árið 1992 var hann leiklistarráðunautur Rík- isútvarpsins ög frá því haustið 1993 hefur hann verið fastráð- inn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Sambýliskona Hávars er Hlín Sveinbjörnsdóttir og eignuð- ust þau tvíbura síðastliðið vor. Hávar átti fyrir níu ára son og Hlín fimm ára son. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Pálmi Gestsson í aðalhlutverkum. Stefnt er að fumsýningu á Smíðaverkstæðinu í janúar næst- komandi." - Verða hinar sýningarnar þijár enn á ijölunum þegar þar að kemur? „Það er fræðilegur möguleiki og það yrði óneitanlega gaman. Líkurnar eru þó ekki miklar. Ég hef trú á því að Gaukshreiðrið víki fyrir jólasýningunni á Stóra sviðinu vegna þess að það eru takmörk fyrir því hversu margar sýningar geta verið í gangi sam- tímis.“ „Ég ætla hins vegar að klára það sem ég er með núna áður en ég sný mér að fleiri verkefn- um. Það er ástæðulaust að vera að gína yfir of miklu í einu. Þá væri maður að kasta til þess höndunum, auk þess sem margir eru um hituna og óþarfi að sama fólkið sé alls staðar. Það er rétt- ast og sanngjarnast að verkefnin dreifist á það hæfileikafólk sem til er.“ Þótt Hávar sé önnum kafinn um þessar mundir fnun hann, ef að líkum lætur, ekki láta það aftra sér frá því að halda til gamla Karleby í Finnlandi í des- ember til að vera viðstaddur frumsýningu Borgarleikhússins á leikgerð hans á Eg heiti ísbjörg, ég er ljón. „Ég vona að af för- inni verði því það væri gaman að sjá þetta í flutningi annarra. Ætli tildrög þess að Finnarnir tóku ísbjörgu upp á sína arma megi rekja til þess að bók Vigdís- ar Grímsdóttur er nýkomin út á finnsku. Auk þess var mikil um- ræða um sýninguna í fjölmiðlum á Norðurlöndunum í kjölfar þess að verkið var sýnt sem framlag Þjóðleikhússins á norrænni leik- listarhátíð í Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.