Morgunblaðið - 23.10.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.10.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 9 FRETTIR Unnið að skýrslu um stöðu landbúnaðar á íslandi innan Evrópusambandsins Áhrif ESB-aðildar á landbúnað metin SVOKÖLLUÐ sjömannanefnd er að vinna skýrslu um Evrópusam- bandið með hliðsjón af aðildar- samningum hinna EFTA-ríkjanna við ESB. Þetta kom fram í utan- dagskrárumræðu um landbúnað- armái á Alþingi á fimmtudag. Sjömannanefnd er skipuð full- trúum frá samtökum vinnuveit- enda, launþegasamtaka, bændum og landbúnaðarráðuneyti og hefur einkum það hlutverk að fjalla um stefnumörkun í landbúnaði. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði að unnið hefði ver- ið að upplýsingaöflun og greiningu á landbúnaðarkafla aðildarsamn- inga nágrannalandanna á vegum undirnefndar sjömannanefndar og finnsks sérfræðings sem er starfs- maður nefndarinnar. Nú lægi fyrir verulegt magn upplýsinga sem myndi nýtast við frekari vinnu við könnun á því hvaða áhrif möguleg innganga íslands í ESB hefði á einstakar greinar landbúnaðarins. Kótilettur eða kjúklingar Umræðan á Alþingi var að ósk Egils Jónssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, vegna lauslegrar verðkönnunar sem Ríkissjónvarpið gerði á landbúnaðarvörum hér og í Bandaríkjunum. Þar kom fram að innkaupakarfa með samskonar vörum kostaði 1.424 krónur í Bandaríkjunum en 3.458 krónur hér eða 150% meira. Egill sagði að við þessa könnun hefðu verið viðhöfð afar ónákvæm vinnubrögð auk þess sem ekki virt- ist vera tekið mið af mismunandi neysluvenjum í löndunum tveimur. Og ef kótilettur hefðu verið í körf- unum í stað kjúklinga hefðu þær verið jafndýrar, þegar virðisauka- skattur hefði verið dreginn frá verðinu. „í framhaldi af þessu kom við- skiptaráðherra í sjónvarpið og seg- ir frá því að þessi verðmismunur komi honum ekki á óvart þar sem Háskólinn hafi reiknað út að hag- ur íslenskra neytenda myndi batna um allt að 6 milljarða króna við að ganga í ESB,“ sagði Egill, og sagði Alþýðufiokkinn þannig gera þessa niðurstöðu að sinni. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði að sú skýrsla Hag- fræðistofnunar HÍ sem viðskipta- ráðherra hefði vitnað til, hefði verið til athugunar í Sjömanna- nefnd og augljóst væri að þar væru sum atriði röng, sum atriði ónákvæm en sum atriði rétt. Hann sagði að ef markmiðið væri að fá ódýra matvöru til lands- ins þá mætti finna aðrar leiðir til þess en ganga í ESB, það sýndi samanburðurinn við Bandaríkin. Hins vegar tók Halldór og fleiri þingmenn undir þá skoðun Egils að verðsamanburður Sjónvarpsins hefði verið vafasamur. Milliliðir hækka verðið Þingmenn ræddu nokkuð ástæð- ur þess verðmunar sem væri á ís- lenskum og erlendum matvörum. Halldór Blöndal sagði að sam- kvæmt frétt Ríkissjónvarpssins kostaði kílóið af nautahakki 783 krónur hér en 246 krónur í Banda- ríkjunum. Samkvæmt upplýsing- um OECD næmi skilaverð tii bænda í Bandaríkjunum 73% af nautakjötsverði til bænda hér á landi. En þegar kjötið hefði farið gegnum vinnslu og verslunarkerf- ið, og skattar og álögur bæst við væri verðmunurinn ríflega þrefald- ur. „Það er augljóst að meginskýr- ingin liggur ekki í verðinu til bænda heldur á vegferð vörunnar frá bóndanum til neytandans. Þannig að ef menn vilja leita skýr- inga, og mér skilst að hæstvirtur viðskiptaráðherra kur.ni þær, þá getur hann kannski spurt iðnaðar- ráðherra hvernig á því standi hversu mikið kjötvinnslan tekur til sín, og síðan viðskiptaráðherrann að því hversu mikið sé eðlilegt að versiunin taki til sín,“ sagði Hall- dór. Sighvatur Björgvinsson er bæði viðskiptaráðherra og iðnaðar- ráðherra. Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingmaður Kvennalista, benti einnig á að matarskattur hér á landi væri með því hæsta sem ger— ist í OECD-löndum á því sem flokk- aðist undir nauðþurftir og það skýrði hluta af þessum verðmun. Lakkrís- verksmiðjan í Kína flytur ÍSLENSK-kínversk lakkrísverk- smiðja verður færð úr miðborg Guangzhou í Suður-Kína í útjaðar borgarinnar einhvem tíma á næsta ári. Kristján Vilhelmsson, stjórnarformaður íslenska eignar- haldsfélagsins, segir að færa verði verksmiðjuna vegna skipulags- breytinga í borginni. Hann segir að kínversk stjórnvöld hafi boðist til að greiða kostnað vegna flutn- inganna. Lakkrísverksmiðja var sett á stofn í miðborg Guangzhou í Suð- ur-Kína í mars á síðasta ári. Starfsmenn voru 60 til 80 þar til reksturinn var stöðvaður á miðju sumri. Kristján, sem nýkominn er frá Kína, vildi ekki láta uppi af hverju starfsemi verksmiðjunnar hefði verið stöðvuð. Engu að síður viður- kenndi hann að markaðssetning hefði gengið hægar en vonir hefðu staðið til og óðaverðbólga ylli hækkandi kostnaði. Aðspurður sagði hann þó ekki standa annað til en að verksmiðjan yrði færð og rekstrinum haldið áfram. Framtíðarmöguleikar varð- andi rekstur verksmiðjunnar verða ræddir á hluthafafundi hér á landi á næstunni. Islendingar eiga helm- ingshlut í verksmiðjunni á móti Kínverjum. Lakkrísverksmiðjan getur af- kastað um 2.000 tonnum af lakkr- ís á ári. Hún hefur hins vegar ekki verið rekin með fullum af- köstum. [ I k . ííii5í:i.s-l Náðu í Kanaríeyjabækling Flugleiða og skipuleggðu vetrarfríið á Kanaríeyjum, vinsælasta sólarstaðnum í skammdeginu. Frá 4. nóvember og fram á vor verður beint leiguflug til Kanaríeyja. Tveggja og þriggja vikna ferðir. Jól og áramót á Kanaríeyjum Þriggja vikna ferðir 16. og 22. desember. Verð frá 41.524 kr* stgr. á mann m.v. þríbýli, 2 fullorðna og 1 barn (2-15 ára) í Broncemar í 15 daga/ 14 nætur í ferð 2. des. frá 45.080 kr.* stgr. á mann m.v. þríbýli, þrjá fullorðna, í 15 daga/14 nætur í sömu ferð. frá 51.191 kr.* stgr. á mann m.v. tvíbýli, 2 fullorðna, í Broncemar i 15 daga/14 nætur í sömu ferð. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 91- 690 300 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16). *lnpifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.