Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 12

Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 12
12 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 Atlaga að Dalai Lama Kínveq'ar gera nú lokatilraun til að grafa undan áhrifum Dalai Lama í Tíbet og fella hann af stalli sem andlegan leiðtoga. Þar sem Kínveijar geta ekki tortímt manninum sjálfum hafa þeir nú haf- ið herferð gegn ímynd hans; myndir af Dalai Lama hafa verið bannaðar og hafín er ófrægingar- herferð gegn honum í heimalandinu. NÝJA herferðin hófst í Lhasa, höfuðborg Tíbets, og tí- betskum félögum í komm- únistaflokknum var falið að stjóma henni til að draga úr mótspyrnu Tíbeta, er vegsama Dalai Lama sem guðlegan konung og biðja þess á hveijum degi að hann komist aftur til heimalandsins sem fyrst. Dalai Lama er talinn holdtekja fyrirrennara sinna og var jafnframt veraldlegur leiðtogi í Tíbet frá því á 17. öld til 1957. Þá flýði núver- andi Dalai Lama undan Kínveijum til Indlands eftir misheppnaða upp- reisn Tíbeta gegn kínverskum yfir- ráðum. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1989. „Uppræta ímynd Dalais“ Fregnir frá Tíbet herma að „til- tektin" gangi vel og án teljandi mótspyrnu. Dagblaðið Ming Pao í Hong Kong hafði eftir heimildar- mönnum í kínverska stjórnkerfinu að forystu- menn kommúnistaflokks- ins teldu tímabært að „uppræta ímynd Dalais" meðal almennings í Tíbet og eyða í eitt skipti fyrir öll þeirri hættu sem Kínverjum stafar af honum. Upplýsingastofnun Tíbeta í Lundúnum kveðst hafa fengið fregnir af herferðinni. Talsmaður stofnunarinnar sagði að bannið við myndum af Dalai Lama væri mikil háðung fyrir forystumenn komm- únistaflokksins, sem hefðu haldið því fram að þeir vildu stuðla að „trúfrelsi“ í Tíbet. Auk bannsins við myndum af Dalai Lama hafa Kínveijar hert baráttu sína gegn sjálfstæðishreyf- ingunni í Tíbet og áróðursherferð- ina gegn Dalai Lama, sem er rægð- ur hvenær sem tilefni gefst til. „Dalai-klíkan er helsta orsök ólg- unnar í Tíbet,“ sagði málgagn kín- versku stjórnarinnar í Tíbet um fylgismenn nóbelsverðlaunahafans. „Með sundrungarstarfsemi sinni vilja þeir beijast gegn kommúnista- flokknum, afneita sósíalismanum, grafa undan einingu landsmanna, steypa stjórn alþýðunnar, kljúfa föðurlandið og endurheimta völdin í Tíbet." Stjórnin í Kína kveðst reiðubúin að hefja við- ræður við Dalai Lama að því tilskildu að hann falli frá kröfunni !um sjálf- stæði Tíbets. Fundir full- trúa hans og kínverskra embættis- manna hafa þó hingað til verið stormasamir og árangurslitlir. Fátt er til marks um að Kínveijar séu í alvöru fúsir til að semja við Dalai, miklu fleira bendir til þess að þeir séu staðráðnir í að kveða niður andstöðu við yfirráð þeirra í Tíbet með öllum ráðum. Baráttan gegn sjálfstædis- sinnum hert við dýrar viðgerðir á Potala-höllinni í Lhasa, gömlu aðsetri Dalai Lama. Li Tieying, sem á sæti í stjómmála- ráði kommúnistaflokksins, lýsti við- gerðunum sem „miklum viðburði sem hefur víðtæk áhrif á sögu Tíb- ets“ í ræðu sem hann flutti í tilefni þess að framkvæmdunum var lokið. Ming Pao segir að viðgerðirnar á Potala-höllinni hafi haft „mjög jákvæð áhrif“ á Tíbeta. Sama megi segja um störf háttsettra embættis- manna í Peking í nefnd um málefni Tíbets í júlí. Því sem næst allir helstu forystumenn kommúnista- flokksins, þeirra á meðal Jiang Zemin forseti og Li Peng forsætis- ráðherra, sátu fundi nefndarinnar. Nefndin boðaði hraða efnahags- lega uppbyggingu í Tíbet og lofaði miklum fjárhæðum í aðstoð við landið. Margir Tíbetar urðu djúpt snortnir yfir þeirri umhyggju sem forystumennirnir sýndu heimalandi þeirra. Karmapa endurholdgaður á bandi Kínveija DALAI Lama ásamt erkibiskupnum af Kantaraborg. 1 OOOkm Fangar pyntaðir Áætlað er að um 300-400 manns, flestir ungir munkar og nunnur, séu í fangelsum í Lhasa vegna þátttöku í baráttunni fyrir sjálfstæði Tíbets. Á meðal þeirra er nunna sem fyrr á árinu fékk átta ára fangelsisdóm til viðbótar fyrir að syngja baráttu- söng sjálfstæðissinna í fangelsi. Mannréttindahreyfingar segja að fangaverðir berji og pynti fanga til að játa sekt sína og ljóstra upp um aðra Tíbeta sem eru andvígir yfir- ráðum Kínveija. Zhang Shutian, fulltrúi kommún- istaflokksins í Vopnuðu alþýðulög- reglunni - milljón manna lögreglu sem ætlað er að hindra andstöðu við kommúnistaflokkinn - fór til Tíbets í ágúst. Hann sagði liðs- mönnum lögreglunnar þar að hún þyrfti að „einbeita sér að barátt- unni gegn aðskilnaðarsinnum og búa sig undir neyðaraðgerðir". Peningastraumur til Tíbets Kínveijar virðast þó hafa náð meiri árangri í þeirri viðleitni sinni að vinna Tíbeta á sitt band með góðu fremur en illu. Viðhorf komm- únistaflokksins til búddatrúar- manna hafa breyst; hann lítur ekki lengur á búddasiðinn sem „frum- stæð hindurvitni" heldur „bestu vörnina“ fyrir einstaka ________________ menningu Tíbets. Reyna að ná Kínveijum tókst næst- um því að uppræta allt klausturlif í Tíbet í menn- ingarbyltingunni tökum á trúar stofnuninni sem hófst 1966, lögðu þá tugi klaustra í rúst og ofsóttu munka og nunnur. Ekki er vitað hversu margir Tíbetar voru drepnir. Nú reyna Kínveijar hins vegar að tryggja sér hollustu Tíbeta með því meðal annars að veija miklu fé í viðgerðir á trúarlegum mannvirkj- um. Til að mynda hafa þeir nýlokið Urgyen Thinley, tíu ára tíbetskur drengur, hefur einnig orðið hrærður yfir þeim áhuga sem leiðtogar Kína hafa sýnt honum. Samkvæmt tíb- etskum búddasið endurholdgast helstu leiðtogarnir, svokallaðir „lamar“ („hinir æðri“), þannig að þeir eru alltaf sömu mennirnir, þótt þeir þurfi að skipta um líkama. Eftir andlát Karmapa, þriðja æðsta leiðtogans á eftir Dalai Lama og Panchen Lama, var úrskurðað að hann hefði endurholdgast í drengn- um. Kínverska stjórnin viðurkenndi endurholdgunina árið 1992. Hinn nýi Karmapa vottaði kín- verskum stjórnvöldum hollustu sína þegar hann kom til Peking í fyrsta sinn fyrr í mánuðinum. A fundum með Jiang forseta og fleiri ráða- mönnum hét hann því að „kynna sér vel kommúnistaflokkinn og fylgja honum um alla framtíð". Borgarstjórinn í Peking gaf drengnum forláta reykelsisbrenn- ara, litasjónvarp og tvær möppur með myndum af kínversku höfuð- borginni. Svo virðist sem Kínveijar hafi Karmapa í vasanum og leitin að Panchen Lama, endurholdguðum í tíunda sinn, fer nú fram undir „leið- sögpi“ kínverskra embættismanna. Líklega verður næsti Panchen Lama ungur að árum og jafn leiði- tamur og Karmapa. Kínveijar telja sig því um það bil að ná tökum á trúarstofnuninni í Tíbet. _________ Aðeins Dalai Lama hefur gengið Kínveijum úr greipum og hann held- ur áfram að skora á þjóð- ir heims að bjarga Tíbet áður en kínverskir inn- flytjendur leggi landið undir sig og kínverska stjórnin gjörbreyti því með dýrkun sinni á Mammon og „efnahagsuppbyggingu". Það er því engin furða að Kínveij- ar skuli nú leggja mikið kapp á að fella hann af stalli. Heimild: The Daily Telegraph. I L I ! i í: í i fi I l l i i i f í í í i i KRIPALUJÓGA jóga eins og það gerist best. Styrkur, orka og einbeiting. BYRJENDANÁMSKEIÐ — JÓGA 1 hefst mánudaginn 24. okt. kl. 20.00. Leiöbeinandi: Áslaug Höskuldsdóttir. B YR JENDANÁMSKEIÐ — JÓGA 1 hefst þriöjudaginn 25. okt. kl. 16.30. Leiöbeinandi: Ingibjörg G. Guömundsdóttir. HUGLEVÐSLUNÁMSKEIÐ hefst mánudaginn 31. október kl. 16.30. Leiðbeinandi: Helga Mogensen. BYRJENDANÁMSKEIÐ FYRIR HJÓN/PÖR hefst þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.00. Leiðbeinandi: Jenný Guðmundsdóttir. MJÚKT JÓGA, OPNIR TÍMARm Mánudaga og fimmtudaga kl. 10.30. Fyrír fólk á öllum aldri sem vill fara hægt frá byrjun. Hentar vel þeim, sem eiga viö einhver líkamsvandamál að etja eða hafa lítiö getaö sinnt líkama sínum í gegnum árin. Leiöbeinandi: Hulda G. Sigurðardóttir. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS, Skeifunni 19, 2. hæð. Sími 889181 mánud. 24/10 og þriðjud. 25/10 kl. 10-12 og alla virka daga kl. 17-19. Einnig símsvari. - kjarni málsins! PKÓFKJÓB SJÁI.VSTÆÐISMANKA í tlEYIUAÍR 28. OC 29. OKT Stærslu og mikilvægustu ákvarðanir íslensku þjóðarinnar á komandi árum verða um utanríkis- og Evrópumál. Því skiptir öllu máli að í forystu Sjálfstæðisflokksins sé maður sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu á þeim sviðum. Þessi maður er Björn Bjarnason. B)ÖRNBIARNAS0N ÁFRAMÁ^SdcIl i I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.