Morgunblaðið - 23.10.1994, Side 16

Morgunblaðið - 23.10.1994, Side 16
16 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Múrarameistarar — atvinnurekendur 32 ára maður, heiðarlegur, heilsuhraustur og duglegur, óskar eftir að komast á samning hjá múrarameistara. Önnur störf koma gjarnan til greina. Get byrjað strax. Verð við á sunnudag og mánudag frá kl.-8-24. Steingrímur, s. 877623, eða skilaboð í síma 676117. Ódýri þakjárn ÓDÝRT ÞAKJÁRN og VEGGKLÆÐNING Framleiðum þakjárn og fallegar veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt og hvítt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 45544 og 42740, fax 45607. Einstaklingar - fjölskyldur - hópar Glaðheimar á Blönduósi bjóða ykkur til leigu orlofshús á frábæru vetrarverði. Húsin eru með góðum búnaði, m.a. heitum pottum og sauna. Hvort sem fólk vill eyða helgi eða viku í ró og næði, eða skemmta sér í góðra vina hópi, þá er dvöl í Glaðheimum ógleymanleg. Allar nánari upplýsingar í símum 95-24123 og 95-24449. Ahrifartk megrun - andlitslyfting í öflugu sogæðanuddtæki, sellónudd, fitubrennsla, stinning á maga, læri, upphandl., andlit.* Matarræðisráðgjöf innifalin. Norðurljós, sustúdíó, Laugarásvegi 27, Þarftu að merkja framleiðslu þína ? Nýja línan frá BIZERBA ♦ Strikamerking ♦ Miðastærð hæð 20-300 mm. ♦ Miðastærð breidd 20-120 mm. ♦ Stafastærðir 30 tegundir ♦ fslenskt letur ♦ Minni 1 mb/8 mb hámark ♦ Prenthraði hámark 100 mm/s ♦ Vogatenging ♦ Tölvutenging RS 232 C. RS 485 PC. ♦ Tækjastærð 283x483x183 mm. ♦ Vörumiðaþjónusta ♦ Hönnun RÖKRÁS HF. Bíldshöfða 18, 8imi 871020. LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Frelsi til að þjást ekki LEIKLIST Borgarlcikhúsiö HVAÐ UM LEONARDO? Höfundur: Evald Flisar. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Leikst.jóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Búning- ar: Aðalheiður Alfreðsdóttir. Lýs- ing: Elfar Bjarnason. Hljóðmynd: Baldur Már Arngrímsson. LEIKURINN gerist á hæli, þar sem sjúklingarnir eru alvarlega truflaðir á geði, en læknirinn, Dr. Hoffmann, segir að þeir þjáist af einhverri taugabilun — sumir eru jafnvel ráðgáta að því er hann segir. Þegar ungur sálfræðingur, dr. Da Silva, kernur á sjúkrahúsið til að gera tiiraun til að beita aðferðum sinna fræða í þeim tilgangi að láta einhveijum af þessum sjúklingum batna, setur dr. Hoffmann sig upp á móti henni. Honum geðjast ekki að henni og hjúkrunarkonan styður hann dyggilega. Dr. Da Silva velur sér þó einn sjúklinginn, Martin, sem virðist búinn að týna sjálfum sér. Dr. Hoffmann heidur því að hann sé ráðgáta taugalæknisfræðinnar. Upp hefjast átök milli doktor- anna, þar sem dr. Hoffmann heldur fram frelsi einstaklingsins til að velja sér geðveiki, þegar hinn „normal" heimur verður honum um megn. Hann reynir ekkert að graf- ast fyrir um orsakir ástands sjúk- linga sinna. Hann er góður við þá, viðurkennir heim þeirra og telur að það geti jafnvel orðið þeim til tjóns að eitthvað verði farið að grafa upp fortíð og veruleika sem þeir hafa ekki ráðið við. Sjúklingarnir eru hamingjusamir undir hans verndar- væng. Þar hafa þeir frelsi til að þjást ekki. Dr. Silva er á allt annarri skoð- un. Hún telur vænlegast fyrir alla að vera heilbrigöir. Fyrir henni er geðveiki ekki val. Hún er klínískur sálfræðingur og vill lækna fólkið. Til að byija með er það alltént til- gangurinn. Eftir að hún hefur valið Martin, upphefur hún lækningar með sínum aðferðum, sem aðallega felast í áreiti til að kalla fram ein- hver viðbrögð. Hún fær þó önnur viðbrögð en hún hafði hugsað sér, því leiðir Martins til að forðast veru- leikann eru margar — þótt þær séu ekki útpældar. En þegar málin taka þessa óvæntu stefnu, verður dr. Silva gatheilluð af vísindalegu möguleikunum, sem í ástandi Mart- ins felast. Upp hefjast átök milli liennar og dr. Hoffmanns og þegar Da Silva heldur að hún sé að tapa, kallar hún til þriðja manninn, dr. Roberts. Einstaklingurinn kemur honum ekkert við. Fyrir honum er Martin alger draumamaður valds- ins. Tilfinningar hans eru svo djúpt grafnar að hæfleikar hans geta nýst óendanlega. Fyrir honum er Martin eins konar vélmenni. Sjónarmiðin þijú — frelsi einstak- lingsins til að ákveða sjálfur gildis- mat sitt og veruleika, möguleikinn á vísindalegu undri og að allt sé leyfilegt í nafni þess, og réttur vald- hafanna til að ráðskast með ein- staklinginn — skarast fullkomlega. Dr. Da Silva álítur Martin viljalaus- an og upphefur meðferð sína á þeim forsendum. Þegar hlutirnir taka óvænta stefnu, er það viljaleysi hans sem hún byggir allt sitt á. Martin hlýðir. Þar kemur þó að dr. Da Silva áttar sig á því að Martin er ekki viljalaus. Hann getur tekið ákvarðanir — hann hefur bara valið sér líf þar sem hann þarf þess ekki. Þá er hins vegar of seint að snúa tii baka. Inni í öllu „debattinu“ milli lækn- anna er alveg dásamlegur sjúk- lingahópur. Gagnabankinn Caruso, sem man allt sem hann sér, hvert orð sem hann les og hefur yfirnátt- úrulega stærðfræðihæfileika. Litla stúlkan Rebekka, sem verður alltaf lítil stúlka. Herra Hnus, sem hefur lyktarskyn á við ofur þefnæman hund, innsæi á við sálfræðilega röntgenmyndavél og er forspár. Frú Rykkja, sem er alltaf að segja brandara. Martin, sem hefur búið sér til heim þar sem hann rekur sælgætisverslun. Skakki maðurinn, sem er fyrrverandi leikari, sem seg- ist vilja vera á hælinu vegna þess að honum þyki gott að vera þar sem hann er meira „normal“ en aðrir í kringum hann, læknarnir meðtaldir. Þetta er ágætlega skrifað leikrit, þótt ég verði að viðurkenna að mér finnst sjúklingamir mun betur skrifaðir en læknarnir og þeirra debat. Umræðan sem snýst í raiin- inni um þrískiptinguna einstakling- ur, samfélag, vald, og frelsi hvers á að vera ríkjandi og hvers víkj- andi, finnst mér dálítið einföld og þras doktoranna pínulítið leiðigjarnt á köflum. Það mætti vera aðeins minna af þeim og meira af sjúkling- unum. I ÁsgerðurJóna Flosadóttir Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðieikum Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgð Ttyggjum nsgeröi Jónu 8.-10. saetið Þó eru þeir, sem betur fer, nokk- uð fyrirferðarmiklir. Þetta eru af- skaplega skemmtilegir karakterar og hver á sinn hátt eftirminnilegur. Tilraunadýrið Martin er í höndum Þorsteins Gunnarssonar og er þetta tvímælalaust hans besta hlutverk frá því hann lék í Ég er meistarinn. Hann skilar þessum flókna persónu- leika, sem virðist svo einfaldur, mjög vel. Pétur Einarsson leikur hinn hlýja dr. Hoffmann og skilar togstreitu hans ágætlega; það er gengið yfir hann á hælinu sem hann stjórnar, hann er á móti tilraununum á Mart- in en verður samt að vera kyrr — og veit að hann er þar með á ein- hvern hátt samábyrgur fyrir afleið- ingunum. Hlutverkið sjálft er vel unnið en Pétur flaskaði mikið á texta. Ég er ekki vön að agnúast út af því, en þetta var of mikið. María Sigurðardóttir leikur dr. Da Silva. Hún skapar afar sannfær- andi ískaldan og einsýnan visinda- mann, sem er algerlega stjórnlaus í metnaði sínum — getur ekki hætt fyrr en hann er farinn að ógna henni sjálfri. Rebekka er í höndum Vigdísar Gunnarsdóttur. Hún leikur þessa síbernsku konu, sem elskar ljóð og söng og dans, mjög vel. Það sama má segja um Ara Matthíasson í hlutverki Herra Hnus og Valgerði Dan í hlutverki Rykkju. Bessi Bjarnason var líka óaðfinnanlegur í hlutverki Skakka — stóðst freist- inguna að fara yfir strikið til að ná í hlátur. Magnús Ólafsson var þó senu- þjófur kvöldsins í hlutverki Carus- os. Þetta er vissulega óhemju skemmtilegt hlutverk en hægt að klúðra því eins og öðru. Magnús fer hins vegar á kostum og skilar þess- um barnslega ofvita á mjög eftir- minnilegan hátt. í litlum hlutverkum eru Soffía Jakobsdóttir, sem leikur hjúkrunar- konuna, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, sem leikur frú Martin, Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, sem leik- ur fréttamann, og Þór Tulinius, sem leikur dr. Roberts. Þótt þessi hlut- verk bjóði ekki upp á mikið, voru þau vel unnin. Leikmyndin er prýðileg. Hún gefur gott rými og mikla möguleika fyrir hvem og einn sjúkling til að undirstrika sitt „sérsvið". Það er ljóst að einstaklingarnir eru þarna innilokaðir en um leið er leikmyndin táknræn fyrir það að ótal útgöngu- leiðir eru fyrir þá sem ekki vilja láta segja sér hvar þeir eiga að vera. Lýsingin er líka mjög góð mestanpart, þótt ég hafi ekki verið sammála myrkvuninni þegar Mart- in lék kúnstir sínar á fiðlu. Búning- ar eru nokkuð hefðbundnir en segja lítið sem ekkert um persónurnar. Leikstjórnin er góð; framvinda sýningarinnar hröð og örugg, per- sónur skemmtilega lagðar og vel unnar og í heildina er þetta skemmtileg kvöldstund. Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.