Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 17 Barnaóperan Sónata frumsýnd í íslensku óperunni BARNAÓPERAN Sónata verður frumsýnd í íslensku óperunni næst- komandi þriðjudag. Óperan er ætl- uð börnum á aldrinum 4-8 ára. Gert er ráð fyrir að börnin taki virk- an þátt í sýningunni en tekist hefur samstarf með aðstandendum henn- ar og tónmenntakennurum grunn- skólanna í Reykjavík og munu þeir síðarnefndu kenna nemendum sín- um nótur og texta úr sýningunni. Sónata er hugarfóstur Messíönu Tómasdóttur sem er í senn leik- myndahönnuður, líbrettó og leik- stjóri. „í ljósi þess hve frábært lista- fólk ég hef fengið til liðs við mig vil ég persónulega ábyrgjast, að þessi sýning verði einstök listræn upplifun fyrir börnin. Að við fáum að sýna hana í íslensku óperunni álít ég einnig mikilvægan lið í tón- listaruppeldi barnanna, sem sýnir sig að verða æ mikilvægara vegna ágengni markaðs- og ofbeldishugs- unar í formi auðmeltrar og mann- skemmandi afþreyingar, svo sem tölvuleikja og myndbanda af ýmsu tagi.“ I Sónötu segir frá Trompett sem á þá ósk heitasta að dúkkan hans, Sónata, lifni við. Trompett er ljúfur strákur og á Lífsfuglinn að vini, auk þess sem hann vingast við stóra Logadrekann. Þannig sigrast hann á hræðslu sinni við frekjuna Ansans Ára óg bjargar prinsessunni. Þar með rætist óskin hans. Brúðurnar tala bullmál Höfundur tónlistar er Hjálmar H. Ragnarsson en hann hefur áður samið barnaóperu. Söngvarar/leik- arar eru Sverrir Guðjónsson, kontratenór og Marta G. Halldórs- dóttir, sópran. Tveir hljóðfæraleik- arar taka þátt í sýningunni, Kol- beinn Bjarnason, flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari en auk þess er gripið til ýmissa ásláttarhljóðfæra. Leikbrúður gegna stóru hlutverki í sýningurmi en þær tala hver sitt bullmál. í sambandi við bullmálið tóku aðstandendur Sónötu mið af hljóðfræðirannsóknum Margrétar Pálsdóttur, málfræðings, sem jafn- framt lagði þeim lið sem bragfræð- ingur. Tekið var mið af tilfinninga- legri og táknrænni merkingu tóna, sérhljóða og hljómfalls, svo og sam- spili þessara þátta. Bullmál brúð- anna er ýmist þýtt í leiknum eða merking þess ræðst af tilsvörun. Sjónræni þátturinn er byggður á skyldum tilraunum, það er með til- finningalega, táknræna og vits- munalega merkingu lita og forma í huga. Hann skarast því við hinn þáttinn, tónlistina og textann. Blær sýningarinnar byggist á því að söngvarar og hljóðfæraleikarar virka sem jarðtenging en brúðurnar og dansararnir veita áhorfendum innsýn í annan og ljóðrænni veru- leika. Takmarkið er að opna glugga inn í hljóðlátari heima hugarflugs- ins. Söngvarar eru sögumenn og syngja og tala fyrir brúðurnar. Sverrir er fulltrúi barnanna gagn- vart sögunni, hann er því bæði þátt- takandi og áhorfandi. Hann mun jafnframt kenna börnunum söngva og á ýmsan hátt leiða þau í þátt- töku þeirra í framvindunni. Auk söngvaranna stjórna tíu dansarar á aldrinum 13-15 ára brúðunum. Þeir munu dansa með eða_ án þeirra undir stjórn Nönnu Ólafsdóttur, danshöfundar. Endum með stórsýningu Marta G. Halldórsdóttir, söng- kona, segir að Sónata háfi verið í vinnslu tvö undanfarin ár og sé að miklu leyti einstaklingsframtak Messíönu, leikstjóra. Sjálf kom hún til skjalanna fyrir réttu ári síðan. „Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að hugmyndin kvikn- aði.“ Hún segir að bytjað hafi verið á hönnun brúðanna og sagan síðan búin til í kringum þær. Draumurinn hafi verið að skapa góða og dyggð- uga söguhetju. Þegar sagan og textinn lágu fyrir var verkið lagt Hjálmari í hendur. Tónlistin var fullunnin í ágúst síðastliðnum og var það fyrst þá sem hugmyndin um dansara kom upp á yfirborðið. „Þetta hefur eigin- lega hlaðið jafnt. og þétt utan á sig. Þannig að við end- um með stórsýn- ingu,“ segir Marta. Þegar Marta fékk textann með bullmálinu fyrst í hendur leist henni ekkert á blikuna. Hjálmar hefur hins vegar unnið með slíkt mál áður og sú reynsla kom í góðar þarfir. Marta segir að tónlistin hafi hjálpað mikið til og heilinn hafi tekið miklu betur við bullmálinu fyrir vikið. „Sónata er fyrst og fremst ævin- týri,“ segir Marta. Hún er sérstak- lega hrifin af því hvernig áhorfend- urnir, börnin, fá að grípa inn í sög- una þegar allt er komið í óefni og bjarga málum. „Það er líka mikil- vægt að benda börnunum á, að hljóðfæri tali mál og geti borið skýr skilaboð.“ Marta segir ennfremur að gaman sé að leika sér að þessu listformi því hvert barn komi tii með að skilja sýninguna á sinn hátt. Orri Páll Hljóðlátari heim- ar hugarflugsins Trúðar hjá Nemenda- leikhúsinu NEMENDALEIKHÚSIÐ frumsýn- ir þriðjudaginn 25. október kl. 20.30. leiksýninguna Trúða i leik- stjórn Mario Gonzales. Nemendaleikhúsið skipa nem- endur á fjórða ári Leiklistarskóla íslands. Fjórða árið við skólann byggist á því að nemendur reka og stunda eigið leikhús, þar sem þeir setja upp þrjú verk á leikárinu. Leikstjóri Trúða er leikhúsmað- urinn Mario Gonzales, sem ferðaist frá Frakklandi ásamt aðstoðar- mönnum sínum með nýtt og óvenjulegt leikhús í ferðatöskun- um. Mario hefur hannað og skapað þessa nýju leikhúsaðferð, sem virk- ar þannig að fólk getur komið eins oft og það mögulega getur og allt- af séð nýja sýningu, því engar tvær eru eins. I Trúðum eru fimm leikarar sem takast m.a. á við Shakespeare, Súskind, Tsjekov, Kafka, Jóhann Siguijónsson, Örn Arnarson, Bibl- íuna, Dagbókina hennar Dóru og Bohemian Rhapsody. Tæknimaður, sviðs- og Ijósa- hönnuður er Egill Ingibergsson. Búninga og tjaldakonur er þær Guðrún Auðunsdóttir. og Steinunn Pálsdóttir. Um kórstjórn og æfingu lifandi tónlistar sjá Ferenc Utassy og Jón Ólafsson. Aðstoðarmaður leikstjóra er Rafael Bianciotto. Aðeins verða fimmtán sýningar á Trúðum og sýningartíminn er þtjár vikur. -----♦-------- Listaklúbbur Leikhúskjallarans Dagskrá um Karen Blixen DAGSKRÁ um dönsku skáldkon- una Karen Blixen verður í lista- klúbbi Leikhúskjallarans annað- kvöld kl. 20.30. Auður Leifsdóttir cand. mag fjallar um viðburðaríkt líf Karenar Blixen og Soffía Auður Birgisdottir bókmenntafræðingur urn höfundar- verk hennar. Guðbjörg Thoroddsen leikkona les úr verkum hennar og Hávar Sigutjónsson leikstjóri fjallar um sýningu Þjóðleikhússins, Dóttur Lúsífers. Bríet Héðinsdóttir mun leika atriði úr sýningunni og flytja smásöguna Óskrifað blað úr smá- sagnasafninu Síðustu sögur. Prófkjör sjálfstæðisfólks í Reykjavík 28. - 29. októbe Lára Margrét, alþingismaður: Stendur fast á sannfæringu sinni og þorir að taka á málunum Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er opin á Lækjartorgi, Hafnarstræti 20, 2. hæð, alla virka daga kl. 16 - 22, laugardaga og sunnudaga kl. 13 - 19. Símar: 2 49 08, 2 49 12 og 2 49 14. Stuðningsmenn. Lára Margrét í©sætið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.