Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 25
24 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 25 JMwgtmlMbifrti STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR RÓUN síðustu mánaða í mál- efnum Norður-írlands gefur mikið tilefni til bjartsýni. Hinn 1. september sl. lýsti írski lýð- veldisherinn því yfir einhliða að hann myndi láta af ofbeidisverk- um og væri reiðubúinn að taka upp viðræður um friðsamlega lausn á deilum mótmælenda og kaþólikka á Norður-írlandi. Fyrir rúmri viku lýstu samtök öfga- sinnaðra mótmælenda einnig yfir vopnahléi. Bresk stjórnvöld hafa í aldar- fjórðung neitað að ræða við stjórnmálaflokkinn Sinn Fein, hinn pólitíska arm hryðjuverka- samtakanna IRA. Eftir söguleg- an fund Johns Majors, forsætis- ráðherra Bretlands, og Alberts Reynolds, forsætisráðherra ír- lands, í desember á síðasta ári, var gefin út yfirlýsing um for- sendur frekari samningavið- ræðna. Helsta skilyrði þess, að til þeirra yrði efnt, var að Sinn Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fein fordæmdi hryðjuverk og að vopnahlé stæði í að minnsta kosti þrjá mánuði. Þó að vopnahlé IRA sé einung- is tæplega tveggja mánaða gam- alt gerði vopnahlésyfirlýsing mótmælenda bresku stjórninni kleift að rétta út sáttahönd. Á föstudag sagðist Major vera reiðubúinn að ganga út frá því, þar til annað kæmi í ijós, að vopnahlé IRA væri varanlegt. Þar með væri hægt að hefja viðræður við Sinn Fein. Samtímis greindi breski forsætisráðherrann frá því að ákveðið hefði verið að opna lokaðar landamærastöðvar milli Norður-írlands og írlands. Deilur mótmælenda og kaþól- ikka á Norður-írlandi hafa kostað rúmlega þijú þúsund manns lífið á undanförnum 25 árum. Áður hafa vopnahlé verið boðuð en ávallt hefur blóðugur harmleikur- inn hafist á ný. Enn á eftir að leysa mörg vandamál áður^en friður ríkir á Norður-írlandi 'og fleiri eiga eflaust eftir að falla í valinn. Breskir sérfræðingar telja að IRA hafi undir höndum nægilegar vopnabirgðir, þar á meðal af sprengiefninu semtex, til að halda uppi hermdarverkum í fimmtán ár til viðbótar. Þá er átján þúsund manna herlið Breta á Norður-írlandi þyrnir í augum kaþólskra íbúa. Stærsta vandamálið, sem enn er óleyst, varðar hins vegar fram- tíðarstöðu Norður-írlands. Mót- mælendur eru þar í miklum meiri- hluta og þeir eru ekki reiðubúnir að sameinast írska lýðveldinu. Að sama skapi munu öfgamenn úr röðum kaþólikka örugglega eiga erfitt með að sætta sig við niðurstöðu, sem í fælist, að Norður-írland væri enn hluti af Bretlandi. En þó vandamálin kunni að virðast óyfirstíganleg er samt ástæða til bjartsýni. Það mun aldrei finnast nein lausn með vopnaskaki heldur einungis 'með viðræðum. Áratugum saman neituðu hvítir Suður-Afríkumenn að eiga viðræður við Afríska þjóð- arráðið og ísraelar við Frelsis- samtök Palestínu. Að lokum kom hins vegar að því að rökin fyrir því áttu ekki við. Breytingar í heiminum gerðu þessar aðferðir úreltar. Hið sama hefur nú gerst á ír- landi. Auðvitað eiga Bretar og írar, kaþólikkar og mótmælend- ur, svipaðra hagsmuna að gæta. Þeir hafa allt að vinna með sam- vinnu; öllu að tapa með átökum. Viðræður eru ávallt fyrsta skrefið að samvinnu. FRIÐARVON Á N ORÐUR-Í RL ANDI LÍFIÐ ER ALLT fullt af tvískinnungi. Það vonda sem ég vil ekki, það gjöri ég, var eitt sinn sagt. Og ekki að ástæðulausu. Stundum gerum við okkur grein fyrir þessum tvískinn- ungi en ekki alltaf. Eða hvað ein- kennir tilaðmynda afskipti af þjóð- málum fremur en tvískinningur og hentistefna? Maðurinn hefur allar götur frá því hann varð nokkurn- veginn siðmenntaður einsog sagt er búið í samfélagi hinnar heilögu tvöfeldni einsog eðli hans og upplag standa til. Eitt helzta einkenni þess er auðvitað hið tvöfalda siðgæði. Um það fjallar Kristur í 23. kap. Mattheusarguðspjalls, þegar hann talar um kölkuðu grafirnar — og víðar. Hið tvöfalda siðgæði var einn mesti styrkur hugsjónakaldra kommúnista á árum áður. Þú mátt ekki það sem ég má(!) Ég er á veg- um sannleikans. Og réttlætisins. við hin vorum bara á vegum þessa brokkgenga lýðræðis sem er jafn- brothætt og maðurinn sjálfur. En úr þessum jarðvegi hins fullkomna réttlætis og hins endanlega póli- tíska siðgæðis spratt gúlagið. Þessi tvöfalda afstað er auðvtað enn alls ráðandi í samfélagi manns- ins, ekkisízt í stjómmálum og list- um. Angi af henni birtist t.a.m. oft í heldur sakleysislegum umfjöllun- um um bókmenntir, þegar þess er einna vandlegast gætt hverjum á að sleppa! Við höfum nefnilega búið um okkur í þjóðfélagi hins þóknan- lega. Nú hefur brezka tímaritið The Economist bent á að nýr fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, Willy Claes, hafi ekki verið með góð meðmæli, einsog blaðið kemst að orði, þegar hann óskaði eftir stöðunni þvíað hann og flokkur hans gerðu sig á sínum tíma sek um mörg dæmalaus mistök í mikil- vægustu deilum um öryggis- og varnarmál á Iiðum áratug, einsog blaðið heldur áfram, hann var m.a. andvígur því að settar yrðu upp bandarískar stýriflaugar í Evrópu, „Þetta er of alvarlegt dómgreindar- leysi“, segir The Economist, „til að hægt sé að afgreiða það með því að nú séu „aðrir tímar“.“ Og sjálfur forseti Bandaríkjanna hefur leikið tveim skjöldum í af- stöðu til utanríkis- mála, einsog kunnugt er. Menn geta söðlað um, aðvísu. Það hafa margir gert, ekkisízt stjórnmálamenn. Og það er augljóst að enginn ætlast til þess að gamlar syndir séu grafnar upp þegar nýr tími kallar nýja menn, ef svo mætti segja, til for- ystu í stjórnmálum. Þetta á bæði við hér á landi og á vettvangi stjórn- mála í útlöndum. Pólitískt siðferði er þannig harla afstætt hugtak og engin ástæða í raun og veru til að taka það alltof hátíðlega. Sérhver tími býr sér til sitt eigið siðferði. Og þeir sem kallaðir eru til ábyrgð- arstarfa víla ekki fyrir sér að skipta um hest, jafnvel í miðri jökulsá samtímans. Þeir fara ekki yfir þetta fljót á neinu siðferði heldur vilja- styrk og útsjónasemi. Og öllum virðist sama á hvorum bakkanum þeir hasla sér völl. Hafa þær byltingar sem við þekkjum úr sögunni leitt til ein- hverra siðbóta sem hefðu annars farið á mis við manninn í umhverfi hans? Mér er það stórlega til efs. Eða hafa þær breytt eðli okkar á einhvern hátt? Eða afstöðu? Niður- staða rússnesku byltingarinnar eru mafíur og spilling^ auðhyggja, græðgi og glæpir. Sýklarnir í þjóð- félaginu sækja ævinlega að sárum þess. Og lýðræðið er kaunum sleg- ið, þótt það sé bezta lausnin sem við þekkjum á þjóðfélagsvandanum. En það er einfaldlega einsog náttúr- an sjálf þvíað við erum einn þáttur hennar. Og hún býður ekki uppá neitt réttlæti, heldur grimmd. Mis- kunnarleysi ef því er að skipta. Útrýmingarbúðir ofbeldismanna eru einsog hvetjar aðrar náttúru- hamfarir sem við skiljum ekki. Samt má vera að himnaríki sé í nánd, en það er svo sannarlega ekki hér á jörðu, heldur í fyrirheitum trúar- bragða. Stundum finnst okkur þeir ná lengst sem við erum sannfærð um að búi yfir minnstum hæfileikum og mestum tvískinnungi. En þannig er nú þetta líf einusinni án þess við höfum skýringar eða viðhlítandi skilgreiningar á takteinum. Jafnvel forseti Frakklands sem hefur verið dýrkaður einsog sólkonungur, eða erkiengill, hefur nú verið staðinn að því að vera sérstaktur aðdáandi föðurlandssvikarans Pétains sem var fyrir leppstjórn Þjóðveija í Vic- hy og einkavinur Bousquet, yfir- manns lögreglunnar þar, sem smal- aði saman gyðingum til að flytja þá í útrýmingarbúðir nazista. En hvaða nýjar siðgæðiskröfur eru gerðar til forseta Frakklands í ljósi þessara upplýsinga? Erum við ein- hveiju nær og er ekki öllum skít- sama? Sólkonungurinn heldur áfram göngu sinni inní eilífðina eft- ir hinum rauða dregli og siðferðiskr- öfur andspyrnuhreyfingar Frakka í stríðinu gilda ekki lengur um þá sem gengu af hægri trú Vichy- manna 1971 og stofnuðu flokk sós- íalista í Frakklandi það sama ár. Það er ekki einsog réttlæti forsjón- arinnar stjórni þessari vegferð. Það er eitthvað jarðneskara við líf okkar allra og þeirra sem stjórna þessum blóðvelli; þeirra sem eru dýrkaðir einsog goðkynja verur en eru í raun og veru ekkert annað en holdgerð ófullkomnun mannsins og vitnis- burður um freistingar hans og hentisemi. Vitnisburður um að það er ekki guð sem gegnir ekki skyld- um sínum, helaur kóróna lífsins, mannskepnan. Hún hefur búið til siðferði sem er ekki til í náttúr- unni. En það er bara ekkert eitt siðferði. Siðferði múslimans er ann- að en okkar. Það er mannaþefur að orðinu siðferði. Það er ekki óhagganlegt einsog náttúrulögmál- in. Það er breytingum undirorpið. Eða eigum við kannski að segja siðferði sé atferlisleg stökkbreyt- ing? Annar Frakki, Voltaire, taldi ekki heldur það kæmi til greina að for- sjónin stjórnaði lífi mannsins á jörð- inni eftir sínum siðferðiskröfum og yfirgaf þá trú endanlega þegar þúsundir manna blásaklausra fór- ust í landskjálftanum mikla í Lissa- bon. Um það hef ég fjahað áður í þessum pistlum. Það getur verið spurningarmerki við þá fullyrðingu að sköpunarverkið sé það bezta sem hægt er að hugsa sér. Þarsem maðurinn er á ferð upplifum við hvorttveggja í senn, djöfuls afl og engils veldi. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall + IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, er frá því skýrt, að tveir fimm ára drengir hafi hert að hálsi leiksystur sinnar á leik- skóla í höfuðborginni nú í vik- unni, með þeim afleiðingum að hún hætti að anda um tíma. Farið var með stúlkuna á slysa- deild og ekkert amar að henni nú en móð- ir hennar segir í laugardagsblaði Morgun- blaðsins, að hún líti á þetta atvik, sem áminningu til allra um hvaða afleiðingar ofbeldi geti haft í för með sér. Sl. þriðjudag var frá því skýrt hér í blað- inu, að nokkrir unglingspiltar hefðu gefið 17 ára pilti, sem sofnaði í samkvæmi, raf- lost með þeim afleiðingum að hann hlaut brunasár og var lagður inn á Landspítal- ann vegna truflana á hjartslætti. Lýsingin á þessum atburði var svofelld hér í blað- inu: „Eftir að einn þeirra (unglinganna) hafði sofnað festu hinir vír við hönd hans og hleyptu á straumi oftar en einu sinni með því að stinga vírnum í samband við rafmagnstengil." Fátt hefur vakið meiri athygli hér og erlendis síðustu daga en fréttir frá Noregi um að fimm og sex ára drengir hafi barið litla stúlku og grýtt til ólífis. Hefur þessi atburður orðið t.il þess að rifja upp þann óhugnað, sem varð í Liverpool á Bretlandi á síðasta ári, þegar tveir tíu ára drengir drógu tveggja ára dreng út úr verzlunar: miðstöð, misþyrmdu honum og drápu. í frásögn fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, sem birtist hér í blaðinu sl. miðvikudag, segir ennfremur: „í Dan- mörku hafa fjögur morð átt sér stað und- anfarið eitt og hálft ár, sem fjórtán og fimmtán ára krakkar hafa verið völd að og hliðstæð mál hafa komið upp í Svíþjóð." Á síðasta ári gerðist það í miðborg Reykjavíkur, eins og menn muna, að ung- lingsstúlkur réðust að jafnöldru sinni, börðu hana og spörkuðu í hana með þeim afleiðingum, að hún mun aldrei ná fullri heilsu. Eins og sjá má af þessu fer því fjarri, að þeir atburðir, sem mesta athygli hafa vakið í Noregi og Bretlandi eigi sér ekki hliðstæður hér. Munurinn er einungis sá, að enn hafa ofbeldisverk af þessu tagi ekki leitt til dauða hér á íslandi. Hvað er hér að gerast? í fyrrnefndri frásögn Sigrúnar Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, segir m.a.: „Spurningin, sem brennur á vörum fólks víða á Norður- löndum er, hvernig það geti gerzt, að þrír fimm og sex ára guttar sparki og mis- þyrmi fimm ára stúlku til bana eins og gerðist í Þrándheimi á laugardaginn var. Svarið er ekki einfalt en hluti af því er brestur á uppeldinu, aukið ofbeldi í samfé- laginu, hópsefjun og kvikmyndaofbeldi. Þessar aðstæður er ekki aðeins að finna í fjölmennum samfélögum, heldur einnig á Norðurlöndum, því atburðurinn i Noregi er ekki einstæður, þó að börnin, sem þátt áttu í verknaðinum séu yngri en dæmi eru um. Það skyldi enginn halda að atburður- inn í Noregi geti ekki átt sér stað annars staðar. Það er að hluta tilviljun háð, hve- nær afleiðingarnar verða svo ógnarlegar." Og ennfremur: „Þeir, sem fást við geð- ræna meðferð barna eru yfirleitt sammála um, að í slíkum tilfellum vanti eitthvað í uppeldi barnanna ... Ofbeldi meðal barna og unglinga virðist hafa vaxið undanfarin ár og ýmsir, sem vinna meðal barna, hafa bent á, að þau komi fram við hvert annað af meiri hörku en áður. Afleiðingarnar eru í versta faili morð en ýmiss konar misþyrm- ingar eru heldur ekki óþekktar og um það eru einnig íslenzk dæmi. Oft er bent á vaxandi ofbeldi á heimilum, sem dæmi en það dugar kannski ekki eitt sér til sem skýring. Það sem virðist vera skelfilega slæmt fyrir börnin er afskipta- og umhirðu- leysi og það er ekki bundið við ljölskyld- ur, sem eru félagslega illa stæðar, heldur getur líka verið í fjölskyldum, þar sem foreldrarnir gefa sér einfaldlega ekki.tíma til að vera með börnunum." HÉR ER KOMIÐ j* að mesta vanda Mestl vandl nútímasamfélags. nútímasam- Hann snýst hvorki um þorskleysi né lélega afkomu fólks og fyrirtækja heldur um tilfinningaleg og sálræn vandamál uppvaxandi kynslóða. Þekking á þessum þáttum mannlífsins hefur stóraukizt á undanförnum árum. Hún er mun meiri nú en fyrir aldarfjórð- ungi, að ekki sé talað um fyrir hálfri öld. Svo er fyrir að þakka vönduðum rannsókn- um vísindamanna á sviði sálarfræði, upp- eldisfræði, læknisfræði og þjóðfélags- fræða. Við vitum meira nú en áður um áhrif og afleiðingar margvíslegra athafna t.d. foreldra á sálarlíf barna og unglinga. Augu manna hafa t.d. opnazt fyrir því, hversu afdrifaríkar afleiðingar það getur haft fyrir börn, að sambandið við foreldra þess og þá ekki sízt móður rofni, hvort sem er um skemmri eða lengri tíma. Ör- yggisleysið, sem af því leiðir fylgir þessum einstaklingum alla ævi og hefur margvís- leg áhrif á hátterni þeirra. Áfengisneyzla á heimilum hefur ótrú- lega skaðleg áhrif á börn og unglinga, sem alast upp í slíku umhverfi. Bandarískar rannsóknir sýna, að systkinahópur, sem er alinn upp við þær aðstæður heldur út í lífið með margvíslega fötlun. Eitt systkin- anna tekur á sig ábyrgð vegna ofneyzlu föður eða móður á áfengi og er sífellt í því hlutverki með einum eða öðrum hætti alla ævi. Verulegar líkur eru á því að eitt eða fleiri verði geðveik og enn önnur firra sig allri ábyrgð á umhverfi sínu. Nú eru skilnaðir í tízku og sjálfsagt þykir, að fólk skilji ef því sýnist svo. En áhrif og afleiðingar skilnaðar foreldra fylgja börnum þeirra alla ævi með einum eða öðrum hætti. Það má færa sterk rök að því, að þeir sem á annað borð taka á sig þá ábyrgð að koma nýjum einstaklingi í heiminn hljóti að axla þær byrðar, sem því kunna að fylgja, þar til sá einstakling- ur er fær um að standa á éigin fótum. Þeir þrír þættir í daglegu lífi nútíma- fólks, sem hér hafa verið nefndir, hafa fylgt manninum alla tíð en áhrif og afleið- ingar hafa ekki verið jafn vel þekktar og nú. Og ábyrgðin er þeim mun meiri. Rofin tengsl við foreldra og þá ekki sízt móður, ofneyzla áfengis og skilnaðir, allt á þetta þátt í að skapa öryggisleysi í lífi barna og unglinga, sem haft getur hörmu- legar afleiðingar. Til viðbótar koma svo áhrif sjónvarps, myndbanda og tölvuleikja. í fyrrnefndri frásögn fréttaritara Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn er afar athygl- isverður kafli, þar sem segir: „í blaðavið- tali við norska blaðið „Verdens Gang“ sagði móðir eins drengjanna, að sonur hennar héldi að fólk gæti bara staðið upp, eftir að hafa verið drepið.“ Þessi ummæli móðurinnar segja mikla sögu. Hvers vegna heldur sonur hennar, að fólk geti bara staðið upp, eftir að það hefur verið drepið? Einfaldlega vegna þess, að þannig gengur það fyrir sig í tölvuleikjum. Þar rís fólk upp eftir að hafa verið drepið. Sigrún Davíðsdóttir segir í ofangreindri frásögn: „Það er ekki hægt að ræða þessi » mál án þess að huga að áhrifum kvik- myndaofbeldis. Á það er æ oftar bent, að afskipta- og umhirðuleysi annars vegar og sjónvarpsgláp hins vegar getur verið slæm blanda. Stöðugar barsmíðar og of- beldi, jafnt í teiknimyndum, kvikmyndum og fréttum geta haft afdrifarík áhrif á barn, sem varla er í neinu uppbyggilegu sambandi við fullorðið fólk. Það fer líka oft saman, að böm frá heimilum, þar sem ofbeldi er fyrir, horfa meira á ofbeldisefni í sjónvarpinu og það hamrar enn frekar á ofbeldisviðbrögðum. Börn, sem sjálf eru beitt ofbeldi eru líklegri til að grípa sjálf til ofbeldisí I Danmörku stendur til að setja lög til að draga úr ofbeldi. Þau bein- ast hins vegar fyrst, og fremst að því að vernda borgarana fyrir ofbeldi, ekki að draga úr því. Það er líka skuggalegt, þeg- ar svo er komið að setja þurfi lög um skyldur foreldra við börn og þörfína á því REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. október Morgunblaðið/RAX að sinna þeim og kenna þeim muninn á réttu og röngu.“ Hvað er til ráða? AÐ ÓBREYTTU munum við Islend- ingar verða vitni að vaxandi ofbeldi hér á landi og það mun áreiðanlega ná til barna ekki síður en unglinga eins og nú horfir. Þetta er þeim mun hörmulegra, sem við höfum í raun og veru alla möguleika á því hér í fámenn- inu að byggja upp fyrirmyndar þjóðfélag. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðar- ósi. Við verðum að taka upp andóf gegn þessari þróun. í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtu- dag um starfsemi svonefnds Sólstöðuhóps, sem kveðst leggja áherzlu á „mannlegar tilfinningar, íhugun og fleira, sem kemur mannlífinu við“, segir Inga Stefánsdóttir sálfræðingur m.a.: „Ég fjalla líka svolítið um sinnuleysi. Hvort hugsast geti að stærsta vandamál íslenzku fjölskyldunnar sé í raun sinnuleysið. Að við nennum í raun ekki að líta upp frá sjónvarpinu og vinnustríðinu til að taka eftir hvert öðru.“ Hér víkur sálfræðingurinn að kjarna máls- ins: Hér þarf að verða almenn breyting á viðhorfi til þess, hvað skiptir máli. Fólki, sem staðið hefur frammi fyrir raunveruleg- um og alvarlegum vandamálum í lífi sínu, ber saman um, að í einu vetfangi breytist allt gildismat. Það sem áður skipti máli er skyndilega einskis virði og nýtt verð- mætamat kemur til sögunnar. Við erum nýrík þjóð og höfum lagt gífur- lega áherzlu á eftirsókn eftir margvísleg- um veraldlegum verðmætum á undanförn- um áratugum. En hvaða máli skipta þau fyrir foreldra, sem skyndilega standa frammi fyrir því, að barnið þeirra hefur átt þátt í að fremja einhvern óhugnanleg- an verknað og að það má kannski rekja hann til afskipta- og umhirðuleysis heima fyrir? Ýmislegt bendir til þess, að viðhorf yngri kynslóða séu að breytast. Þetta unga fólk hefur alizt upp við allsnægtir, sem er kannski ástæðan fyrir því, að það leggur ekki jafn mikið upp úr glæsilegum hýbýl- um og bílum og foreldrar þess gera og gerðu. Með einum eða öðrum hætti þurfum við að skapa það andrúm í samfélagi okk- ar, að sálrænar og tilfinningalegar þarfir uppvaxandi kynslóða eru mikilvægari en veraldleg verðmæti og þeim þörfum þarf að sinna af umhyggju og hlýju. En jafnframt er ekki lengur hægt að loka augunum fyrir því hvaða áhrif of- beldi í kvikmyndum, sjónvarqi og tölvu- leikjum hefur á ungt fólk. I frétt hér í blaðinu sl. fimmtudag segir m.a.: „Miklar umræður eru nú í Noregi um allt það of- beldi, sem börn horfa á í sjónvarpi í kjöl- far dauða hinnar fimm ára gömlu Silju. Hefur Grete Berget, sem fer með málefni barna í norsku ríkisstjórninni, tekið undir með Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra, og Aase Kleveland, menningarmála- ráðherra, en þær hafa lagt til að reglur um ofbeldi í sjónvarpi og á myndböndum verði hertar. Berget sagði í samtali við dagblaðið Verdens Gang að hún fyndi til algers vanmáttar gagnvart ofbeldi í sjón- varpi. Segist hún ekki trúa, að einfaldar lausnir finnist gegn því, ríkið geti ekki ritskoðað allt það sjónvarpsefni, sem flæði inn í landið. Vill ráðherrann koma á alþjóð- legu samstarfi til að takmarka ofbeldi í sjónvarpi og segir að það hefði átt að gera fyrir löngu. Sjónvarpsstöðvarnar hafa brugðizt harkalega við ásökunum um of mikið of- beldi og benda forsvarsmenn þeirra á að það sé á ábyrgð foreldra, hvað börnin horfi á í sjónvarpi. Undir þetta tekur Berg- et að hluta. Niðurstaða kannana á sjón- varpsáhorfi hafi sýnt að börn horfi of lengi á sjónvarp á kvöldin og sjái þar með efni fyrir fullorðna.“ Það er áreiðanlega rétt, að ríkið getur ekki ritskoðað allt sjónvarpsefni. En gleymum því ekki, að sjónvarpsstöðvum og kvikmyndahúsum er stjórnað af fólki, sem áreiðanlega hefur ekki síður áhyggjur af þessari þróun en aðrir. Stjórnendur sjón- varpsstöðva og kvikmyndahúsa og eigend- ur myndbandaleiga og fyrirtækja, sem flytja inn tölvuleiki geta sjálfir ákveðið hvað þeir bjóða upp á. Þeir geta sett sér eigin viðmiðunarreglur og með þeim hætti útilokað versta ofbeldið úr þessum fjölmiðl- um. Almenningur getur líka veitt þeim aðhald með því að lýsa vanþóknun sinni á myndefni, sem að mati fólks fer út yfir eðlileg mörk t.d. með því að hætta viðskipt- um við viðkomandi fjölmiðil. Slíkt aðhald veitir fólk fjölmiðlum í dag eins og þeir þekkja bezt, sem við fjölmiðla starfa. Umræður sem þessar fara nú fram um allan hinn vestræna heim, ekki sízt í Bandaríkjunum, þar sem mest er framleitt af ofbeldismyndum og óhugnanlegum tölvuleikjum. Þar hafa þingmenn við orð að banna ákveðna framleiðslu með lögum, ef framleiðendur sjá ekki að sér. Við ís- lendingar eigum að taka þessi mál til alvar- legrar umræðu og leita lausna fyrir okk- ur, sem er kannski auðveldara að finna en víða ánnars staðar. Hér virðist gervi- hnattasjónvarp t.d. ekki hafa fest rætur að nokkru marki. Með samstarfi og sam- stöðu almennings og fjölmiðlafyrirtækja er hægt að ná umtalsverðum árangri. En rætur vandans er að finna í lífsháttum nútímans. Breyting á þeim er frumfor- senda þess, að lögmál frumskógarins ráði ekki ríkjum hér og annars staðar á næstu áratugum. „Við erum nýrík þjóð og höfum lagt gífurlega áherzlu á eftir- sókn eftir marg- víslegum verald- legum verðmæt- um á undanförn- um áratugum. En hvaða máli skipta þau fyrir for- eldra, sem skyndi- lega standa frammi fyrir því, að barnið þeirra hefur átt þátt í að fremja einhvern óhugnanlegan verknað og að það má kannski rekja hann til afskipta- og umhirðuleysis heima fyrir?“ i 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.