Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MARKMIÐ GILDANDI KOSNIN GAL AGA í tilefni þessarar um- ræðu og til þess að leiðrétta ýmsan mis- skilning þykir rétt að draga saman í blaða- greinum fróðleik um markmiðuig leiðir gild- andi kosningalaga, skrifar Þorkell Helga- son í þessari fyrstu grein af þremur um kosningalöggj öfína LÖG UM kosningar til Alþingis hefur á ný borið á góma í þjóðmála- umræðunni, enda skammt til næstu þingkosninga. Lögunum var breytt árið 1987 að undangenginni stjóm- arskrárbreytingu sem staðfest var á Alþingi 1984. Undirbúningur málsins hófst 1982 og var síðan um það flaliað ýmist milli stjórn- málaflokkanna eða í sérstakri þing- nefnd um fimm ára skeið. Þessum nýju kosningalögum hefur verið beitt í tvígang, við kosningamar árið 1987 og aftur 1991. Lögin hafa frá upphafi verið gagnrýnd einkum fyrir það að þau séu flókin og illskiljanleg, jafnframt því sem úthlutanir samkvæmt þeim séu eða geti verið ankannalegar. Hug- myndir hafa verið á kreiki um all- róttækar breytingar á kosningafyr- irkomulaginu, eins og að taka upp einmenningskjördæmi eða að við- hafa landskjör allra þingmanna eða þá einhvem blending þessara leiða. í tilefni þessarar umræðu og til þess að leiðrétta ýmsan misskilning þykir rétt að draga saman í blaða- greinum fróðleik um markmið og leiðir gildandi kosningalaga, en höfundur var ráðgjafi við undirbún- ing þeirra. I framhaldsgreinum verður fjall- að um það hvers vegna lögin hljóta að vera flókin, en nýjar fræðilegar athuganir sýna að úthlutunar- ákvæðin geta ekki í senn verið sanngjöm og einföid. Þá verður rætt um hugsanlegar úrbætur. Er þá gengið út frá núver- andi stjómarskrárá- kvæðum. Róttækari úr- bætur eru utan ramma þessara blaðagreina. Markmið við endurskoðun ákvæðanna Með gildandi ákvæð- um um þingkosningar var stefnt að sömu meginmarkmiðum og við seinustu endurskoð- un þar á undan árið 1959: I. Að draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu. Dreifbýlisbúar hafa lengi haft hlut- fallslega meira afl á Alþingi en þéttbýlisfólk. Nokkuð var dregið úr þessu misvægi með breytingunni 1959 en síðan leiddu frekari fólks- flutningar á ný til aukins misvægis. Með seinustu endurskoðun stjórnar- skrárákvæðanna var stefnt að því að vinda ofan af misvæginu þannig að það yrði a.m.k. ekki meira en það var 1959. Á hinn bóginn var ekki stefnt að fullum jöfnuði. Bú- ferlaflutningar undanfarin ár hafa nú raskað ástandinu enn á ný. Að vísu eru veikburða ákvæði í nýju kosningalögunum sem gera kleift að viðhalda vissu innbyrðis sam- ræmi milli stærstu kjördæmanna þriggja i afli atkvæða. Á grundvelli þessa ákvæðis mun þingsæti flytj- ast frá Norðurlandi eystra til Reykjaness í næstu kosningum. II. „Að gæta þess sem kostur er að hver þingflokkur fái þingmanna- tölu ísem fyllstu samræmi viðheild- aratkvæðatölu s/na“eins og stjóm- arskráin mælir nú fyrir um. í reynd náðu kosningalögin frá 1959 ekki að tryggja fullan jöfnuð milli flokk- anna. Þannig hafði einn þeirra nær samfellt tvö þingsæti umfram það sem landsfylgi gaf tilefni til. Það gefur auga leið að markmiðið um fulian jöfnuð milli flokkanna er í mótsögn við viðvarandi misvægi eftir búsetu. Misvægið er á hinn bóginn bundið í stjómarskrá með njörvaðri kjördæmaskipan og lág- markstölu þingsæta í hveiju kjör- dæmi. Það sem verður því að mæta afgangi er jöfnuðurinn milli flokka. Hann hefur þó í aðalatriðum náðst í liðnum tvennum kosningum og mun væntanlega gera það áfram riðlist fylgi fiokkanna ekki verulega. Úthlutunarreglur kosningalaganna Ekki er ætlunin að fara hér í satimana á þeim reglum sem gilda um úthlutun þingsæta í gildandi lögum held- ur verður aðeins drep- ið á meginþættina og hvemig þeir eru til komnir. 1. Þingsætatala hvers kjördæmis. Kosninga- lögin mæla fyrir um tölu þingsæta í hveiju kjördæmi. Að einu þingsæti undan- skildu liggur því ljóst fyrir áður en gengið er til kosninga hve marga þingmenn skal kjósa úr hveiju kjör- dæmi. Þeir em nú 18 í Reykjavík, 11 á Reykjanesi, 7 á Norðurlandi eystra, 6 á Suðurlandi og 5 í hveiju kjördæmanna Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og Áusturlandi. Þessi skipting 62 þing- sæta ræðst að nokkru af töiu kjós- enda í kosningunum næst á undan. Þannig er þegar ljóst nú að við næstu kosningar mun eitt þessara sæta færast frá Norðurlandi eystra til Reykjaness, eins og áður segir. Þá er eftir eitt af þingsætunum 63 og ræðst það af kosningaúrslitum í hvaða kjördæmi það lendir. Það fór til Vesturlands 1987 en til Vest- fjarða 1991. í skipaninni frá 1959 vom 11 af 60 þingsætum óbundin kjördæmum og því af svipuðum toga og sætið eina nú. Ástæða þess að menn vildu fækka þessum „flökkusætum“, eða afnema þau með öllu, var sú að þau gætu safn- ast um of í dreifbýliskjördæmin og þannig leitt til meira misvægi eftir búsetu en að var stefnt. 2. Skipting í kjördæmasæti og jöfnunarsæti. Óbundnu þingsætun- um 11 í lögunum frá 1959, sem þá vom nefnd uppbótarsæti, var úthlutað á gmndvelli landsúrslita, en 49 sæti vom kjördæmasæti, þ.e.a.s. úthlutun þeirra réðst alfarið af úrslitum í viðkomandi kjördæmi. Slíkri skiptingu er viðhaldið í nýju lögunum en með öðru orðálagi sem átti sér pólitískar ástæður. Lögð var rík áhersla á það að öll sætin séu í reynd þingsæti viðkomandi kjördæma enda þótt heimilað sé í Þorkell Helgason nýju stjómarskrárákvæðunum „að úthluta allt að fjórðungi þingsæta hvers kjördæmis ... með hliðsjón af kosningaúrslitum á landinu öllu.“ Þessir fjórðungar („jöfnunarsætin") hafa numið alls 13 þingsætum í liðnum tvennum kosningum (og þá að meðtöldu ,,flökkusætinu“). í næstu kosningum verða þau 14 sem er óbein afleiðing af fyrrgreindri færslu þingsætis af Norðurlandi eystra til Reykjaness. Hvort mark- miðið um jöfnuð milli þingflokka næst, ræðst að mestu leyti af fjölda þessara jöfnunarsæta. Teflt er á tæpasta vað í þeim efnum með því að hafa þau ekki fleiri, en ekki var talið pólitískt fært að hækka fyrr- greint fjórðungshlutfalL 3. Úthlutun kjördæmasæta. Eins og segir hér á undan þyrfti að fjölga jöfnunarsætunum frá því sem er til að styrkja markmiðið um jöfnuð á milli flokka, en um það náðist ekki samstaða. I þess stað var stuðlað að traustari flokkajöfnuði með því að skipta um reikniaðferð frá því sem áður hafði tíðkast við úthlutun kjördæmasætanna, þ.e.a.s. þeirra sæta sem ekki eru háð jöfnunar-á kvæðum. Allt frá upphafi hlutfallskosninga hér á landi hafði svokölluð aðferð d’Hondts verið ráðandi við uppgjör kosninga. Aðferðin er einföld í framkvæmd: Deilt er í tölu kjósenda hvers lista með heiltölunum 1, 2, 3, o.s.frv. Síðan er sætum úthlutað í röð stærstu útkomutalna úr þess- ari deilingu. Regla d’Hondts hefur mikilvægan ágalla með hliðsjón af fyrrgreindu markmiði um flokkajöfnuð: Hún er vilhallari atkvæðamestu listunum en aðrar viðteknar aðferðir — eink- um þar sem kjósa skal fáa menn. Þegar þar við bætist að minnstu kjördæmin hafa meira vægi en stóru kjördæmin er afleiðingin sú að flokkur sem á miklu fylgi að fagna í dreifbýlinu getur þegar við útdeilingu kjördæmasætanna náð fleiri þingmönnum en honum ber samkvæmt landsfylgi. Jöfnunar- sætin duga þá ekki til að jafna á milli flokka. Því var valin önnur regla sem er (tölfræðilega) hlutlausari gagnvart framboðslistum með mismikið fylgi. Koma í því sambandi ýmsar aðferð- ir til greina, einkum svokölluð að- ferð Sainte-Lagiie', sem notuð er á þremur Norðurlanda, og regla stærstu leifa, sem hefur víða verið beitt. Reglastærstu leifa hefur ýmsa stærðfræðilega ágalla, en mál æxl- uðust þó þannig að hún varð fyrir valinu. 4. Skipting jöfnunarsæta. Jöfnun- arsætum er skipt á milli þingflokka að lokinni úthlutun á kjördæmasæt- unum á nákvæmlega sama hátt og í fyrri kosningalögum. Þetta merkir m.a. að þá er d’Hondts-regla lögð til grundvallar. Þar með er viður- kenndur sá skilningur á umrædd fyrirmæli stjórnarskrárinnar um flokkajöfnuð að d’Hondts-regla sé viðhlítandi mælikvarði á það hvort samræmi sé milli þingmannatölu Nýju kosningalögin byggja á þeirri skiptingu landsins í kjördæmi sem upp var tekin 1959. Jafnframt voru sett ósamrýmanleg markmið ann- ars vegar um viðhald mis- vægis milli kjördæmanna en um leið gerð krafa um fullan jöfnuð milli flokka. Innan þessara skorða er illfært ein- stigi hvað varðar úthlutunar- aðferðir og er engin töfra- lausn til í þeim efnum fremur en í öðrum. og heildaratkvæðatölu hvers þing- flokks. Til að hnykkja en frekar á þessum skilningi tók löggjafinn af öll tvímæli um leið og ný kosninga- lög voru sett og tók berum orðum fram að þeirri reglu skyldi beitt við uppgjör í sveitarstjórnarkosningum en í fyrri lögum hafðiaðeins verið vísað í sömu úthlutunarreglu og í þingkosningum. 5. Úthlutun jöfnunarsæta. Þegar komið er að útdeilingu jöfnunar- sæta er ljóst bæði hve mörg sæti koma í hlut hvers flokk og einnig hvers kjördæmis (að flökkusætinu undanskildu). Það er síðan flókið púsluspil að útdeila sætunum innan þessara skorða á báða bóga þannig að um leið sé eftir bestu getu virtur vilji kjósenda í hveiju kjördæmi. í framhaldsgrein verður fjallað um hvers vegna ekki er að vænta neinna einfaldra aðferða í þessu skyni. Lausn sú sem felst í kosn- ingalögunum er vissulega ekki ein- föld og væri hægt að ná álíka eða betri árangri með einfaldara móti eins og vikið verður að í seinni blaðagrein. En hafa verður í huga að fjórir þingflokkar auk margra einstaklinga komu að málinu á sín- jim tíma og út úr þeirri vinnu þróað- ist málamiðlun sú sem í lögunum felst. Málamiðlanir eru að jafnaði hvorki rökréttar né heilsteyptar. Ekki er ástæða til að fjölyrða hér frekar um þessa niðurstöðu. Hún birtist í kosningalögunum og virðist í fljótu bragði ekki árennileg enda þótt flækja laganna sé oft orðum aukin. Nýju kosningalögin byggja á þeirri skiptingu landsins í kjördæmi sem upp var tekin 1959. Jafnframt voru sett ósamrýmanleg markmið, annars vegar um viðhald misvægis milli kjördæmanna, en um leið gerð krafa um fullan jöfnuð milli flokka. Innan þessara skorða er illfært ein- stigi hvað yarðar úthlutunaraðferð- ir og er engin töfralausn til í þeim efnum fremur en í öðrum. Um það verður fjallað nánar í framhalds- greinum. 1 Samkvæmt reglu Sainte-Lagiie er deilt er í atkvæðin með oddatölunum 1, 3, 5 o.s.frv. og síðan úthlutað f röð stærstu deilitalna eins og við beitingu d’Hondts-regiu. Höfundur er ráðuneytissljóri en var reikniráðgjafi við undirbúning gildnndi kosningalaga. * MANADAR8NS Þurkarar kr. 32.900 ískápar kr. 27.900 Hárþurkur kr. 990 Kaffivélar kr. 2.990 Viftur kr. 6.990 Eldavélar kr. 41.900 Þvottavélar kr. 47.900 Uppþvottavél kr. 55.900 Mínútugrill kr. 7.990 Opið Laugardaga 10-16 • Opið Sunnudag 10-15 lÁMAmm SUDURLANDSBRAIIT 16 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 880-500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.