Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 27 LÁKIJS HALLDÓR JAKOBSSON + Lárus Halldór Jakobsson sér og virkja krafta þess innan fæddist í Vestmannaeyjum íþróttahreyfingarinnar. Sem dæmi 21. júlí 1958. Hann lést á Land- um ósérhlífni og dugnað Lalla má spítalanum 11. október síðast- nefna að hann dæmdi leiki á Polla- liðinn. Foreldrar hans voru mótinu, auk þess að vera mótstjóri Jakob Sigurjónsson vörubif- þess, og framkvæmdastjóri ÍBV, reiðastjóri, f. 23.6. 1928, d. 20.10. 1979, og Inga Lárusdótt- ir, starfsstúlka á Hraunbúðum, f. 22.6. 1929. MIG langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast vinar míns, Lárusar Jakobssonar, sem lést fyrir skömmu eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Það var erf- itt að horfa upp á vin sinn deyja af völdum illvígs sjúkdóms. Enn erfiðara verður að sætta sig við að hann Lalli er farinn yfir móðuna miklu. Það leita ýmsar minningar á hugann þegar ég hugsa til baka og ég minnist ánægjulegra sam- verustunda, sem ég' átti með Lalla í gegnum árin. Iþróttir, og þá sér- staklega fótboltinn, áttu hug hans allan og kynntist ég Lalla fyrst í gegnum þær. Lalli var einn af þessum mönnum sem helgaði krafta sína íþróttahreyfingunni og hafði mjög gaman af að starfa innan hennar. Á mínum yngri árum umgekkst ég Lalla mikið í gegnum fótboltann og var hann mjög góður við okkur strákana. Minnist ég margra bíltúra með Lalla eftir æfingar, þar sem hann splæsti á okkur kók og Prins póló. Lalli var mjög liðtækur badmint- onspilari og var oft mikið fjör í kringum Lalla á badmintonæfing- unum. Á þessum árum vann hann sem húsvörður í íþróttamiðstöðinni og þar sem badmintonæfingarnar voru oft síðustu tímarnir á kvöldin í húsinu, stálumst við oft til þess að vera lengur með Lalla í fótbolta. Eitt er það þó öðru fremur sem Lalla verður ætíð minnst fyrir, en það er Pollamót Týs, sem hann stýrði í síðasta sinn nú í sumar. Lalli talaði oft um að sér fyndist vanta fleiri fótboltaleiki fyrir yngstu peyjana, en þá voru engin skipulögð mót haldin fyrir þann aldursflokk á landinu. Ég minnist þess ávallt, vetrardag einn fyrir u.þ.b. 11 árum, er hann lýsti háleit- um hugmyndum sínum um stórt fótboltamót í Eyjum, þegar hann var að skúra ganginn inn í íþrótta- húsi. Hann ljómaði allur þegar hann talaði um þetta og sagðist ætla að tala við Tomma í Tomma- borgurum til þess að styrkja mót- ið. Lalli var nefnilega mjög glúrinn í peningamálum og fannst alveg tilvalið að tala við Tomma, því að allir íþróttahópar frá Eyjum, sem fóru til Reykjavíkur í keppnisferða- lög, borðuðu þar. Ég og vinur minn hlustuðum með athygli á Lalla, sem virtist í eigin hugarheimi, og höfðum ekki mikla trú á þessum skýjaborgum hans. Afganginn af sögunni þekkja allir og Lalli er ekki einungis guðfaðir Tomma- móts/ShelImóts Týs, heldur allra polla-, pæju- og hnokkamóta sem haldin eru um allt land á hverju sumri. Og hvaða nafni sem mótið nefnist hveiju sinni, heitir það allt- af Lallamótið í mínum huga. Lalli var til margra ára fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV og stóð sig með miklum sóma í því starfi. Hann hélt vel á öllum málum þar og starfaði þar af mikl- um eldmóði. Lalli var framsýnn og var sífellt að fá nýjar hugmyndir í sambandi við fjáraflanir. Hveijum hefði til dæmis dottið bílnúmera- happdrætti í hug, nema Lalla? Lalla tókst, ásamt ötulu knatt- spyrnuráði, að koma fjárhag knatt- spyrnudeildar ÍBV á réttan kjöl. Lalli var ósérhlífinn og þau eru ófá störfin sem hann gekk í, í þágu íþróttanna. Þess vegna átti hann auðvelt með að fá fólk í lið með rukkaði inn á hvern leik félagsins og tíndi rusl eftir þá, ef með þurfti. Svona mönnum dregur maður dám af og vonandi munu menn innan íþróttahreyfingarinnar í Eyjum starfa í anda Lalla í framtíðinni. Stórt skarð er höggvið í raðir Eyjamanna og raunar landsmanna allra. Við höfum misst góðan dreng, sem verður sárt saknað í bæjarfélaginu og alls staðar minnst fyrir dugnað, fórnfýsi og atorkusemi sína. Kæri Lalli, ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið að vera fylgi- sveinn þinn á mínum yngri árum og síðar samferðamaður. Allar góðu og skemmtilegu stundirnar ásamt minningunni um þig mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu. Megi góður Guð geyma þig og styrkja fjöl- skyldu þína í hennar miklu sorg. Martin Eyjólfsson (Malli). Mig langar til að minnast Lárus- ar Halldórs Jakobssonar vinar míns og félaga í Tý í örfáum orð- um. Ekki hvarflaði að mér, síðast þegar ég talaði við félaga Lalla í verslun hans sem hann var nýbúinn að kaupa, að það yrðu okkar síð- ustu orðaskipti. Hann hafði á orði að hann fyndi til lasleika en sagði við mig að það hlyti að lagast. Þá datt mér ekki í hug að hann yrði kominn á sjúkrahús um kvöldið og ætti þaðan ekki afturkvæmt. Við kynntumst í gegnum sam- eiginleg áhugamál okkar sem voru íþróttir og íþróttastarf. Lalli hafði mikinn áhuga á íþróttum þó ekki tæki hann mikinn þátt í þeim sjálf- ur. Reyndar æfði hann og keppti í badminton. Hans vettvangur. í íþróttum var að öðru leyti utan vallar, þar sem hann var í forystu í ráðum og nefndum. Lalli vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmanna- eyjum og einkenndust störf hans af einstæðri samviskusemi, eins og reyndar allt sem hann tók að sér. Éf Lalli tók eitthvað að sér vissu þeir sem til þekktu að ekki þurfti að hafa af því frekari áhuggjur. Lalli kláraði öll mál sem honum var treyst fyrir. Fyrsta Tommamótið, sem í dag er nefnt Shell-mót Týs, var haldið árið 1984, en þar keppa drengir í 6. aldursflokki í knattspyrnu. Tommamótið var hugmynd Lalla og þar fengu kostir hans og hæfi- leikar að njóta sín til fulls. Lalli hefur stjórnað mótunum frá upp- hafi og hafa þau dafnað og vaxið með hveiju árinu. I sumar var mótið haldið í 11. sinn og hylltu á 2. þúsund drengir Lalla fyrir störf hans í þágu mótsins. Með þessu voru drengirnir að sýna Lalla þakklæti sitt og virð- ingu. Við sem þekktum og unnum með Lalla vorum drengjunum hjartanlega sammála, því Shell- mótin hefðu aldrei gengið eins vel og orðið svo stór sem þau eru, ef hans hefði ekki notið við í stjórnun og skipulagningu. Við Týrarar köllum Shell-mótin stundum Lallamót í okkar röðum og eru það svo sannarlega orð að sönnu. Allir sem komið hafa til Eyja á Tomma- og seinna Shell-mót þekkja Lalla. Leikmenn, þjálfarar, fararstjórar og foreldrar treystu honum og áttu í honum félaga því Lalli fór aldrei í manngreinarálit. Það var gaman að vinna með Lalla í ráðum og nefndum. Hann lagði hart að sér í störfum sínum og gerði sömu kröfu til þeirra sem með honum voru. MINNINGAR Lalli var stríðinn og hafði gaman af að segja græskulausar sögur um náungann, en sjálfur þoldi hann vel stríðni. Þegar góður félagi fellur frá langt um aldur fram leitar margt á hugann. Hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir? Hvers vegna var það hann sem féll frá? Fátt verður um svör, en upp í hugann koma ótal minningar, gamlar og nýjar, um horfinn vin. Votta ég aðstandendum Lárusar dýpstu samúð mína. Stefán Jónasson og fjölskylda. Fráfali Lárusar Jakobssonar kom eins og reiðarslag. Flestir í Eyjum þekktu til hans, og þá að- eins að góðu. Lárus var ljúflingur sem fólki þótti vænt um. Fyrir í'úmum áratug sat ég í stjórn Týs með ýmsu góðu fólki, þar á meðal Lárusi. Þetta var haustið 1983. Það var einmitt þennan vetur sem Lárus fékk þessa snjöllu hugmynd að halda knattspyrnumót fyrir 6. flokk í knattspyrnu. Það vantaði verkefni fyrir þennan aldurshóp. Miðað við undirtektir hefur hann hitt naglann á höfuðið. Lalli var potturinn og pannan í öllum undir- búningi og skipulagningu og við meðstjórnarmenn hjálpuðum til. Fyrsta „Tommamótið" leit dagsins ljós 1984 og virtist Lárus hafa skipulagt mót sem var eins og full- skapað strax í byijun. Lalli hefur verið hugmyndasmiðurinn, skipu- leggjandinn, stjómandinn og haft her manns sér til aðstoðar. Mótið hefur stækkað og eflst en grunn- tónninn alltaf verið sá sami. Oft hef ég síðan undrast hvernig hon- úm tókst að koma með þessa form- úlu sem hefur algjörlega staðist tímans tönn. Þetta mót hefur sál. Vestmannaeyjar, Lárus, Shellmót, Týr. Þetta er eitt og hið sama. Þátttakendur hafa alla tíð síðan verið miklir aufúsugestir í Eyjum og kryddað tilveruna fyrir Vest- manneyinga. Ég held að svo vel hafi tekist til með „Tomma/Shell“- mótið í heilan áratug vegna þess að Lalli var vakandi og sofandi yfir þessu barni sínu, og vegna þeirra miklu mannkosta sem hann bjó yfir. Knattspyrnan var ær og kýr Lalla og starf hans fyrir ÍBV og Tý verður aldrei að fullu metið. Rekstur mfl. ÍBV hefur verið und- ir röggsamri stjórn hans og til fyrirmyndar. Sl. sumar tók Lalli við rekstri á Turninum. Fyrir stuttu fékk hann heimsókn lög- fræðings vegna svokallaðra „Lalla báta“ þar sem annar aðili taldi sig hafa einkarétt á nafninu bátur. Lalli sá húmorinn í þessu og taldi Krossar á leiði I viðarlit oa málaöir.” Mismunandi mynsiur, vönduo vinna. Slmi 91-35939 og 35735 Blómastofa Fríöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sfmi 31099 Oplð öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. sig ekki þurfa að standa í þrasi við menn og vildi leyfa viðkomandi að vera einum á báti og kallaði sinn bát „skútu“. Lalli leysti málin vandræðalaust. Eftir að Lalli kom í Turninn á Strandveginum rakst maður nær daglega á hann og var oft að gant- ast við hann sem fyrr. Péningamál íþróttahreyfingarinnar komu stundum til tals, en ráðdeild hans var viðbrugðið. Oftar en ekki voru íþróttamálin rædd og þá helst staða ÍBV-liðsins í það og það skiptið. Slíkt spjall verður að bíða um sinn. Það hefur vantað góðan skipuleggjanda á óþekktum stað og Lalli verið kallaður til starfa. Hans verður sárt saknað. Skarð hans verður ekki fyllt. Minningin lifir. Tómas Jóhannesson. Við urðum allir felmtri slegnir er við heyrðum af veikindum hans og hugsuðum mikið til hans á meðan hann lá á sjúkrahúsi í Reykjavík síðustu vikur ævinnar. Við fréttum af ástandi hans og vissum í hvað stefndi. Sorgin er mikil en biturð í garð örlaganna er þó sterkari. Lífið er ósanngjarnt en dauði Lárusar er meira en það, hann er rán. Allir þekktum við Lalla í gegn- um starf íþróttafélaganna í Vest- mannaeyjum og vorum um árabil eins konar aðstoðarmenn hans í því sem gera þurfti. Okkur var alltaf sönn ánægja að aðstoða hann því þrátt fyrir ungan aldur mat hann okkur ávallt að verðleikum og hlustaði á það sem við höfðum að segja. Þegar við unnum við rukkun á knattspyrnuleiki fól hann okkur snemma ábyrgð sem margur hefði veigrað sér við að fela svo ungum drengjum. Í návist Lalla leið manni eins og maður væri „einn af köllunum“; hann talaði við okkur eins og fullorðna menn og lét okkur finna að störf okkar væru mikils metin. Hann tók það ekki sem sjálfsagðan hlut að við byðumst til aðstoðar og var þakk- látur fyrir það. Þakklætið sýndi hann í örlæti sem lítið bar á og var ekki í samræmi við það orð- spor sem af honum fór. Þó vita. það allir, sem til Lalla þekktu, að hann launaði sínu fólki vel en sló ekki um sig með undanlátssemi og bruðli í íjármálum. Þessir eigin- leikar auk hugmyndaauðgi, elju- semi, innfjálgs áhuga og hæfilegr- ar frekju gerðu Lalla að yfírburða- manni í stjórnun knattspyrnudeild- ar á íslandi. Lalli naut verðskuldaðrar virð- ingar allra sem komið hafa nálægt Shell-mótinu í knattspyrnu og var alltaf gaman að sjá hvernig allir sneru sér til hans þegar þurfti að fá ráðleggingar. Skipti þá engu hvort það voru skipuleggjendur, þjálfarar eða konurnar sem smurðu brauðið ofan í strákana. Við lærðum mikið af Lalla og vitum að liklega kynnumst við aldrei neinum sem líkist honum. Hann skilur margt eftir sig í hug- um fólks og Shell-mótið í knatt- spymu er ódauðlegt minnismerki um framtakssemi hans. Við vottum hans nánustu sam- úð. Guð veiti þeim styrk. Þórlindur, Eggert, Dengsi, Birgir Hrafn og Hafsteinn. t SOFFÍA JÓNSDÓTTIR fyrrverandi starfsstúlka í eldhúsi Landspitalans, sem lést aðfaranótt 17. október sl. í Hátúni 10B, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26- október kl. 10.30. Systkini og aðrir aðstandendur. t Útför GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR þjóns Drottins, Hverfisgötu 6b, Hafnarfirði, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. október kl. 13.30. Aðstandendur. t Ástkær móðir mín, JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Hvitárholti, dvaldi sfðast á dvalarheimilinu Ási, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. október kl. 15.00. Sigurður Guðmundsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR, Hólabergi 32, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 25. októ- ber kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á Hjartavernd. Atli Benediktsson, Sigurður A. Axelsson, Kolbrún Sandholt, Magnús F. Jónsson, Sigríður Gísladóttir, Valgeir K. Einarsson, Anna S. Sverrisdóttir, Kristbjörg S. Kristmundsdóttir, Aron Magnússon, Ólafur S. Kristmundsson, Elisabet Guðlaugsdóttir, Halldóra Kristmundsdóttir, Stefán S. Vilbertsson, Áshildur Kristmundsdóttir, Lenart Persson, Sveinbjörg Kristmundsdóttir, Þorvaldur Stefánsson, Sigurjón G. Kristmundsson, Þórunn A. Björnsdóttir, Sigurlina R. Kristmundsdóttir, Kristján M. Arnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.