Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 29

Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 29 borið, enda snyrtilegra heimili en hennar vart að finna. Ég minnist hennar með söknuði. Megi andi hennar svífa yfir okkur. Drottinn blessi þig. Kristinn Sigmarsson. í dag kveðjum við elsku ömmu okkar sem okkur þótti svo vænt um. Margs er að minnast frá þeim stundum sem við áttum saman. Amma og afi hafa búið í sama húsi og við síðan við munum eftir okkur. Þeirra heimili var eins og okkar annað heimili. Varla leið sá dagur að við færum ekki upp til afa og ömmu. Við höfum enn ekki áttað okkur '• á brottför ömmu að fullu, sérstak- lega ekki Ágústa og Pétur Óskar sem eru svo ung enn. Við kveðjum ömmu með söknuði og þökkum samfylgdina. Elsku afi og langafi, Guð geymi þig. Eyrún, Bryndís, Agústa og Pétur Oskar. Snemma á laugardagsmorgun hinn 15. október fengum við símtal frá mömmu um að nú hefði amma öðlast frið eftir þrálát veikindi síðast- liðin ár. Við minnumst ömmu sem mjög ástríkrar konu sem umfram allt hugsaði um velferð annarra. Okkur er efst í huga hversu vel henni tókst að halda utan um fjölskylduna og heimilið. Altaf hélt hún mikið upp á okkur litlu börnin, en talaði alltaf við okkur sem fullorðið fólk um heima og geima. Við munum ætíð minnast ánægju- stunda okkar i Breiðvanginum. Á jólum var'alltaf gaman að vera hjá ömmu, því spenningurinn var ekki síður hjá henni en okkur krökkunum. Ætíð hafði hún gaman af að ferð- ast um landið og oft fengum við að fylgja með og var það alltaf mikil tilhlökkun. Við munum sárt sakna ömmu okk- ar og þökkum henni fyrir allar góðu samverustundirnar á liðnum árum. Við biðjum góðan Guð um að varð- veita sálu hennar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vðrn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Pétur, Valdís, Kristrún, Pétur og Arndís. Okkur langar að minnast móður- systur okkar Sign'ðar Eyjólfsdóttur eða Siggu frænku, eins og við köll- uðum hana alltaf. Minningar streyma fram í hugann þegar kveðja skal mannkostakonu eins og Siggu frænku. Það eru sennilega fá orð sem geta lýst krafti hennar og dugnaði. Myndarlegt heimili Siggu og Péturs eiginmanns hennar ber því glöggt vitni. Minnisstæðastar eru þó stund- irnar þegar við vorum litlar og bjugg- um í Vestmannaeyjum og vorum að koma í frí suður, þá var alltaf hlakk- að mikið til að fara í heimsókn á Kópavogsbrautina, þaðan eigum við góðar minningar. Sigga og Pétur fluttu síðar í Hafn- arfjörð. Alltaf var vel tekið á móti okkur. Gjafmildi hennarog hjálpsemi í garð allra, hvort sem var í orði eða verki, verður a’.drei fullþökkuð. Sigga átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hún naut dyggilegs stuðnings eiginmanns sins, sem stóð eins og klettur við hlið hennar í hví- vetna. Við kveðjum hana með sorg í hjarta og þökkum henni vináttu og tryggð í gegnum árin. Ég lifi’ í Jesú nafni í Jesú nafni’ ég dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, i Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (H.P.) Elsku Pétur, börn og aðrir að- standendur, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Blessuð sé minning hennar. Kristín Ósk, Líney Guðbjörg og Ágústa. MIIUNINGAR GUÐBRANDUR MAGNÚSSON + Guðbrandur Magnússon fæddist á Hólum í Stein- grímsfirði 24. ágúst 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarð- arkirkju í gær. í ÞAU 21 ár sem ég fékk að þekkja Guðbrand Magnússon voru þau fyrstu 3 viðburðaríkust í okkar sam- skiptum, en hin því dýrmætari sem á leið, þegar lengdist á milli húsa hjá okkur og samverustundunum fækkaði. Hann tók á móti mér í Siglufjarðarkirkju og sagði mér til um aðbúnað, hefðir og lífsvenjur í þeirri stofnun. Annað siagið tók hann svo bakföll og hló við hátt og breitt. „Við reynum svo að hafa hreinar hendur, eins og stendur hér á rú- brikku sálmatöflunnar." Þessum hreinu og verklegu höndum umvafði hann mig upp frá því sem meðhjálp- ari og vinur. Hann var meðhjálpari í þeim víða skilningi, sem nær út fyrir kirkju- vegg og garðshorn. Virðing hans og lotning fyrir húsi Guðs og þjón- ustunni við hann var óskipt og hrein. En hann kenndi manni líka að meta nýjar víddir íslenskrar menningar og gerði manni kleift að skyggnast um þá sali dulúðar og glettni, sem leyn- ist í klassískum fræðum þjóðlegum, fyrir utan nú að hjálpa manni að lesa á milli lína eða fara inn undir bókarkjöl og lesa rúnir handbragðs og listfengis. Stundirnar í kjallaran- um hjá honum á laugardagsmorgn- ana við bókband og gamanmál eru eins og dropasteinar í draumhelli, sem ljóma í ljósi minninga. í síðasta bréfinu, sem ég fékk frá honum, rifj- ar hann upp vísukorn, sem varð til hjá okkur félögunum. Brands í ranni brugðu þeir beini fals, og með sanni sauminn tveir seymdu karls. Ég vildi ég gæti saumað bækur og strokið þær jafn fallega og hann. Vinátta Guðbrandar var líka heil og trygg. Bréfin hans mörgu vitna um það. Þau voru þó fyrst og fremst stórkostlega skemmtileg með litlum sögum og spaklegum nótum — og þegar hann hló í bréfi kom ein lauf- létt slaufa á staf. Já, hvílík bréf og hvílík skrift. Nokkur voru reyndar gefin út á korti og þar fór vel, enda seldust þau strax upp. Það var svo heimur út af fyrir sig að skyggnast um safnsjóði þessa merka lista- og vísindamanns. Stórmerkilegt korta- safn, spilasafn af þeirri gráðu að menn hvaðanæva úr heiminum sendu bónarbréf og tilboð, bókasafn svo fallegt í bandi Guðbrandar að það fór um mann unaðskennd af snert- ingunni einni saman. „Bótanisering" alis Skagafjarðar og fleiri héraða var svo auðvitað merkust. Komandi kyn- slóðir munu lengi búa að þeirri ná- kvæmnis- og hagleiksvinnu. Aldrei var slegið slöku við. Einu sinni skrif- aði hann meira að segja bók um það, hvernig lesa má persónugerð úr rithönd fólks. „Það dugði fyrir pússningu á húsið,“ sagði Guðbrand- ur og sló sér á lær. Meira var ekki gert úr því. Hann hafði mikla samúð með fá- kunnáttu minni þegar plöntur og jurtir voru annars vegar. Það var fásinna og vanvirðing við sköpun Guðs. Ef ég gat nefnt honum nafn á algengum svartfugli við ystu strönd íslands millum jóla og nýjárs, þegar hann tók til við sína árlegu fuglataln- ingu, hló hann glaður og sagði að þetta myndi kannski bjargast með hann drenginn. Fegnastur var ég þó held ég nývígður, þegar hann leiddi mig í gegnum guðsþjónustu í Siglu- ijarðarkirkju, traustur, uppöi’vandi, fumlaus og glettinn. I því guðshúsi Drottins þjónaði hann í aldarfjórðung af alúð sinni og tryggð. Þar í skrúð- húsinu varð til sú vinátta, sem ég sakna nú, en bý að allt til enda. Góður Guð blessi elskulega fjöl- skyldu hans, Önnu og börnin öll og varðveiti dýrmætar minningar þeirra. Hver fær að stíga upp á fjall Drottins... Sá sem hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta. (Ds. 24). Birgir Ásgeirsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR BENEDIKTSDÓTTUR. Björg H. Randversdóttir, Þorlákur Þórðarson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, MAGNÚS ÓSKAR GUÐBJARTSSON, Fögrukinn 25, Hafnarfirði, sem andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 17. október, verður jarð- sunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. október kl. 10.30. Hallgerður (Halla) Guðmundsdóttir, Herdís Erla Magnúsdóttir, Herbert Árnason, Halla Magnúsdóttir, Guðbrandur Gi'slason, Magnús Óskar Magnússon, Þórarinn Jón Magnússon, Oddfríður Steindórsdóttir, Guðmundur Magnússon, Inger Mariana Fransson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Minningarathöfn um ástkæra eigin- konu, móður, ömmu og systur, EDDU BORG STÍGSDÓTTUR, Strom Terrasse 20B, Noregi, sem andaðist í Noregi 7. september síðastliðinn, fer fram samhliða útför tengdaföður hennar, Magnúsar Óskars Guðbjartssonar. Magnús Óskar Magnússon, Gerður Ósk Magnúsdóttir, Herdi's Erla Magnúsdóttir, Jóakim Magnús Tómasson, Jón Stígsson, Heimir Stígsson, Dagbjartur Stígsson, Þórhallur Stígsson. Þingholt - Miðbær - nágrenni Höfum kaupanda að 4ra-5 herb. rúmgóðri nýlegri íb. á hæð í Þingholtunum eða næsta nágrenni. Við leitum að vel útlítandi íbúð ca 100-130 fm ásamt bílskúr eða bílskýli. Verðhugm. er á bilinu 9-13 millj., staðgreitt. Fasteignsalan Hátún, Suðurlandsbraut 10, símar687808 og 687828. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNAá.O í VEHRIR KRIS TJA HSSON L OCCIL WR FA 5 WCHA SAL SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 687072 MIÐLUN SiMI 68 77 68 Sýningarsatureropinn ídagfrákl. 13-15 Eftirtaldar eignir eru til sýnis af eigendum milli kl. 14 og 16 í dag. Þú getur bankað uppá. Sæviðarsund 36 - raðhús Mjög gott 160 fm raðh. á einni hæð ásamt innb. bílsk. Sæviðarsundið er mjög eftirsóttur staður. Þar er skjól- gott, stutt í stórverslanir og aðra þjónustu. Húsið er forstofa, stórt hol með arni, 3-4 svefnh., eldh. m. nýl. innr., þvottaherb. innaf eldh. Góð suðurverönd og garð- ur. Verð 13.950 þús. Vandað, gott og vel umgengið hús. Sölumaður verður á staðnum milli kl. 14 og 16 í dag og sýnir húsið. Hlíðarhjalli 60 - Kóp. Fallegt, vandað og vel staðsett ca 200 fm einbhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílsk. Húsið stendur ofan götu. Mikið útsýni. í húsinu eru m.a. 3-4 svefnh., stofur, sjónvhol og mjög stórt eldhús með mjög fal- legri innr. o.fl. Stórar suðursv. Áhv. ca 6,0 millj. veðd. og húsbr. Verð 15,8 millj. Ólöf sýnir húsið milli kl. 14 og 16 í dag. Víðihvammur 7 - Kóp. Ca 120 fm mjög góð efri sérh. ásamt 32 fm bílsk. Fal- leg sólstofa. Og svo rúsínan í pylsuendanum: 60 fm skjólgóðar sólsvalir. í íb. eru m.a. 4 svefnh., góðar nýl. innr. o.fl. Útsýni. Verð tilboð. Halldóra sýnir íb. milii kl. 14 og 16 í dag. Njörvasund - bflskúr Falleg og björt 105 fm rishæð í þríbýlishúsi ásamt efra risi. Ibúðin er því í raun talsv. stærri en fm segja til um. íþ. er m.a. 3-4 svefnh., stór stofa o.fl. M.a. í efra risi er stórt herb. og geymsla. Góðir kvistir. Parket. Ágætur bílskúr. Auður sýnir íb. milli kl. 14og 16 ídag. Búðargerði - góð staðs. Rúmg. ca 90 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð. 3 svefnh., rúmgóð stofa. Nýbyggður sólskáli út frá stofunni. Gott eldhús. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 2,8 mitlj. Verð 8,0 millj. ATVINNUHUSNÆÐI Klapparstígur 28 í einkasölu meginhluti hússins Klapparstígur 28. Um er að ræða alian kjallarann, grunnfl. ca 220 fm. Ágætt geymsluhúsn. Á 1. hæð eru 2 stór herb. ca 70 fm. Parket á gólfum. Góð snyrtiherb. Önnur hæð er ca 185 fm sem skiptist í tvo sali. Parket á gólfum. Opið eldhús (bar). 2 snyrtiherb. o.fl. Gæti hentað sem samkomusalur eða opin íbúð fyrir lista- menn o.s.frv. Á 3. hæð er fallegt og bjart ris. 5 herb. íb. Svalir ca 60 fm sem gefa ýmsa möguleika. Dugguvogur - jarðhæð Til sölu ca 340 fm góð jarðhæð í hornhúsi. Áberandi staðs. Stór inngönguhurð. Gott verð sé samið strax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.