Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 42

Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 42
42 SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN Bjarni Þorsteinsson, Ása María Valdimarsdóttir og Eygló Guðmundsdóttir. ÞÓRUNN Jóhannsdóttir, Jónína G. Jónsdóttir og Guðmundur Ragnarsson. Skógarmenn Með því að sækja ^ tPhoenix Námskeiðið nær afkastagetan hámarki Ttoe Pboenix Seninar on Ttoe Psychology oí Achievanent * LEIÐIN TIL ÁRANGURS' Næstu námskeið 25, 26. og 27.október og 15,16. og 17. nóv. að Hótel Loftleiðum. Upplýsingar veitir yfirumsjénar- maður og leiðbeinandi Brian Uracy námskeiða á íslandi: Fanný Jónmundsdóttir, sími: 91 - 671703. ►SÆMUNDUR Valdimarsson opnaði sýningu á verkum sínum í Sverrissal í Hafnarborg laug- ardaginn 15. október. Sýningin ber yfirskriftina „Skógar- menn“. Um er að ræða tólftu einkasýningu hans, en auk þess hefur hann haldið nokkrar sam- sýningar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á opnuninni í líf- legu umhverfi listarinnar. Þrfréttaður kvöldverður á tilboösverði kl. 18-20, ætlaðleikhúsgestum, áaðeinskr. 1.860 s f Skólabrú Borðapantanir í síma 624455 IMýjar hljómplötur Sólóskífa Bjöms Jömndar Poppsveitin góðkunna Nýdönsk hefur hætt störfum, þó hún sé enn í Gauragangi, sem gef- ur liðsmönnum hennar færi á að spreyta sig einir síns liðs. Bjöm Jörundur Friðbjöms- son greip tækifærið fegins hendi og sendir frá sér sólóskífu á þriðjudag. Björn Jörundur var einn stofn- meðlima Nýdanskrar fyrir mörgum árum og hefur víða komið við með sveitinni síðan, en hún hefur sent frá sér sex breiðskífur, sem allar hafa selst prýðilega. Hann segir að meðfram lagasmíð- um fyrir Nýdanska hafi hann oft samið lög sem ekki hentuðu fyrir hljómsveitina. „1990 eða 91 keypti ég mér flygil og samdi nokkur lög. Eitt þeirra var Nostradamus en önnur fannst mér ekki henta fyrir hljómsveitina og upp frá því voru þau alltaf að flækjast svolítið fyrir mér. Ég var þó alltaf staðráðinn í því að gefa einhvern tímann út sólóskífu, en við vorum alltaf að gefa eitthvað út í Nýdanskri og það var því aldrei tími eða tæki- færi til þess. Nú erum við hinsveg- ar komnir í ótilgreint frí, þó við séum að spila í Gauragangi í Þjóð- leikhúsinu, eina ríkisrekna popp- hljómsveitin á íslandi," segir hann og kímir, „og því gott tækifæri til að gefa út þessa sólóskífu og stofna hljómsveit sem fylgi henni eftir," segir Bjöm. Tímabært frí „Það var mjög tímabært að Ný- dönsk tæki sér hlé,“ segir Björn eftir smá umhugsun. „Líf hljóm- sveitarinnar var orðið ansi langt og ég held að okkur hafi alla lang- að til að breyta til.“ Eftir nokkra vangaveltur um hvað valdi að allar helstu poppsveit- ir landsins hafí lagt upp laupana á svipuðum tíma og engin ný sveit tekið vil segist Bjöm taka ■undir það að það ríki sérkennilegt ástand í tónlistarheiminum um þessar mundir; „menn eru að fínna sér nýja farvegi og þær hljómsveitir sem voru helstu sveitir landsins fyrir tveimur árum eru allar hætt- ar. Ég er reyndar ekki mjög ánægð- ur með það sem komið hefur út úr þessari uppstokkun. Mér fínnst ekkert varið í það að vera að stofna hljómsveitir uppi á íslandi sem eru að herma upp evrópskt strandiskó, það er kalt á íslandi og ég vil spila rokk til að halda á mér hita.“ Guð lítur yfir farinn veg Bjöm segir að platan sé sam- fellt verk hvað innihald texta varði, en lögin sé aftur á móti all ólík. Þau hafí líka orðið til á ólíkum tíma, þrjú laganna séu frá því er hann keypti flygilinn forðum, en nánast óþekkjanleg miðað við upprunalega mynd. Önnur lög á plötunni eru nýsamin, en hann segir að gömlu lögin hafí gefíð honum hugmynd að þemá í tónlistinni. „Rauði þráðurinn í plötunni er sá að guð almáttugur lítur yfír farinn veg; lítur á hvað hann er búinn að búa til og sér að það er ekki ýkja gott. í fyrstu er hann samt ánægður yfír því hvemig til hafí tekist, en fer svo að sjá á verk- inu ýmsa vankanta. Hann er líka orðinn þreyttur á vinnunni og ekki síst á því að vera eilífur og hafa ekkert fyrir stafni. Hann leitar að öðrum í starfíð og vill fínna sér aðra vinnu," segir Bjöm og bætir við aðspurður að inntakið í sögunni sé „svolítið blúsað“. í framlínunni Það er nokkuð óvanalegt hlut- verk fyrir Bjöm Jörund að standa fremstur á svið sem söngvari með „flottar pósur", í það minnsta fyrir þær þúsundir sem hafa séð hann með bassann í hendinni við hlið Daníels. Sjálfur segist hann ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera að troðast fremst; hann sé vanur því að syngja og dansa á sviðinu frammi fyrir áheyrendum og svo hafi hann alltaf stoðgítarinn til að halda sér í ef hann fer að svima. „Þegar Nýdönsk var í mótun kom það í minn hlut að syngja á æfíngum á meðan við vorum að leita okkur að söngvara. Þegar Daníel kom svo inn í sveitina var eins eðlilegt fyrir mig að vera við hlið hans á sviðinu og syngja með honum, þó ég spilaði á bassann. Svo er það alltaf svo að þegar þú ert að semja lög af einhverri al- vöru, þá veistu að það kemur að því að þú þarft að bera þau sjálfur á borð.“ Plata sem hægt er að hlusta á Þó platan sé ekki enn komin út, kemur reyndar út á þriðjudag, heyrast raddir sem segja að hún sé í þyngri kantinum, allt of þung til að hægt sé að selja hana. Björn gefur lítið fyrir það að platan sé þung, hefur enda heyrt þann söng áður með plötur Nýdanskrar, sem þó seldust í bflförmum. „Mér er sagt að tónlistin sé ekki söluvænleg, en ég lifi í þeirri von að það komi sá dagur að menn trúi því sem var trúað fyrir nokkr- um árum, að það sé hægt að selja plötur sem hægt er að hlusta á. Mér finnst sú krafa fáránleg að tónlist þurfí að vera léttmeti til að hægt sé að gefa hana út. Ég hef alla tíð lagt metnað minn í það að reyna semja góða tónlist og horfa á fleiri þætti en að hún sé gríp- andi. Ég vil að tónlistin hafí meira að segja og að lögin sé það djúp að það sé hægt að hlusta oft á þau,“ segir hann ákveðinn að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.