Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 44
44 J ;sÓN,NUÍJAéuii 23.;1 o'kTórÍÉR 1994 MOIÍGUNBLABIÐ f MorgunblaðiB/ÓLK.Magnússon Nína Tryggvadóttir listamaður með dóttur sinni, Unu Dóru. Myndin er líklega tekin 1952. Una Dóra Copley og unnustinn Scott Jeffries. Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur og Alfreds Copleys, kom til íslands til að giftast og undirbúa sýningu á verkum Nínu næsta vor. í samtali við Hildi Friðriksdóttur segist hún meðal annars eiga nokkur handrit af óútgefnum bamabókum eftir Nínu Una Dóra ólst upp umvaf- in list frá blautu barns- beini. Móðir hennar helgaði sig listinni en faðir hennar deildi kröftum sínum milli læknisrannsókna og málara- listar. „Þau máluðu hvort með sín- um hætti og sjálf mála ég allt öðru vísi,“ segir hún á íslensku, þrátt fyrir að hún hafi alla ævi búið erlendis fyrir utan fyrsta æviárið. Hún virðist eiga auðvelt með móðurmálið, en þegar líður á samtalið dettur hún þó öðru hvoru í ensku og heldur því áfram þar til hún er trufluð með annarri spurningu. „Mamma málaði það sem hún vildi, abstrakt, portrett og fólk. Það hef ég líka gert. Það er leiðin- legt að einskorða sig við eitthvað eitt. Pabbi málaði aðallega ab- strakt, en teiknaði stundum falleg- ar myndir frá Reykjavík og öðrum bæjum.“ Una Dóra lagði stund á lista- sögu í New York-háskóla og naut síðan leiðsagnar mismunandi list- málara, auk þess sem hún kveðst hafa lært töluvert af foreldrum sínum og vinum þeirra. „Ég get því ekki sagt að ég sé sjálfmennt- uð, þó ég hafi aldrei farið í sér- stakan listaskóla," segir hún. í þessu kemur væntanlegt mannsefni Unu Dóru, Scott Jeffrie, inn með kaffi, sem er svo rótsterkt að blaðamaður sem er öllu vanur í þessum efnum hefur fengið koffeinskammtinn eftir að- eins örfáa sopa. „Hann er líka list- málari,“ segir Una Dóra og nikkar í áttina til Scotts og í ljós kemur að hann málar aðallega abstrakt. Þau búa í stóru húsi á Manhatt- an, sem verið er að gera upp og þar hefur Una Dóra vinnustofu. Verið er að útbúa sýningarsali og gera upp vinnustofu fyrir Scott, sem er nú með sfna úti í bæ. Þetta er í þriðja sinn sem Scott kemur til landsins og hann segir í óspurðum fréttum að honum Iíki vel hér. „Annars gæti ég ekki gifst honum,“ segir Una Dóra brosandi og tekur hlýlega utan um hann. Þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi komið til Islands til að halda brúðkaup segist hún vera svo hrifin af landinu. „Ég á svo margt frændfólk og vini hér, sem ég vildi hafa í brúðkaupinu. Pabbi er ekki á lífi en hann hefði viljað að ég gifti mig hér. — Auk þess er svo rómantískt að gifta sig í Viðey,“ bætir hún við. Hún tekur fram að henni finnist að nýtt tímabil í lífinu sé að hefj- ast núna og brátt muni hún geta snúið sér af fullum krafti að list- inni aftur eftir nokkurra ára deyfð. Æskuárin Una Dóra segist hafa verið ró- leg sem barn. Því hafi móðir henn- ar leyft henni að vera með lítið borð á vinnustofunni, þar sem Una Dóra dundaði sér við að lita. „Það gekk oftast vel. Þó hefur mér ver- ið sagt að ég hafi oftar en einu sinni borðað litina, sem mér þóttu afskaplega fallegir, og því varð að dæla upp úr mér,“ segir hún. Þegar hún er beðin um að rifja upp fyrstu minningar um móður sína segist hún aðallega sjá fyrir sér vingjarnlegt andlit. „Hún var mjög mikil mamma og góð,“ segir hún og heldur áfram en talar nú ensku: „Hún vann mikið en notaði oftast tímann meðan ég var í skól- anum til að mála. Á kvöldin eyddi fjölskyldan tímanum saman, nema einstaka kvöld sem hún notaði til að teikna.“ — Mamma þín samdi nokkrar barnabækur, auk þess sem hún myndskreytti þær. Sagði hún þér oft sögur sem hún bjó til sjálf? „Já. Hún og pabbi lásu líka mikið fyrir mig, sem ég held að sé börnum nauðsynlegt." — Á árunum 1950-’66 komu engar bækur út eftir hana. Veistu af hveiju? — „ Af því enginn vildi gefa þær út. Þar að auki týndust í kringum tíu bækur hjá útgefarida hér á landi. Ég man eftir að hafa oft farið með henni til að athuga hvort þær hefðu fundist. Ég er sannfærð um að einhvers staðar liggja hand- ritin í kössum innan um annað ónotað efni. Ég á ennþá nokkur handrit af bókum heima hjá mér, sem hafa aldrei verið gefnar út. Mér finnst þær gullfallegar. Ég stend reyndar í viðræðum núna um útgáfu á einni þeirra, sem ég vonast til að gangi upp.“ Gott að búa í New York — Sem barn bjóst þú í París, London og New York, þar sem þú hefur ílengst. Er gott fyrir lista- menn að búa í New York? „Já, listin blómstrar þar, enda er þar fjöldi ýmiss konar safna. Borgin er líka áhugaverð og þar blandast alls konar menning sam- an,“ segir hún og bætir síðan við: „Which I love.“ — Hefurðu haldið margar sýn- ingar? „Ekki mjög margar, sérstaklega ekki á undanförnum árum. Það hafa verið erfiðir tímar. Ég gekk í gegnum skilnað, síðan lést pabbi fyrir tveimur árum og nú erum við að taka húsið í gegn, þannig að ekki hefur gefist mikill tími fyrir sýningar.“ — Hvar sýndir þú fyrst? „Fyrsta einkasýningin var í Norræna húsinu árið 1980,“ svar- ar hún. Talið berst síðan að því hvort hægt sé að lifa af listinni og telur Una Dóra það jafnvel erfiðara í New York en á íslandi. Henni finnst áhugi á list vera mun meiri meðal almennings hér en í Banda- ríkjunum og hún talar um hversu ótrúlega margir listamenn eru á Islandi miðað við fólksfjölda. Sýning á verkum Nínu Una Dóra er ekki einungis kom- in hingað í þeim erindagjörðum að gifta sig heldur er í undirbún- ingi sýning í Listasafni íslands næsta vor á verkum Nínu Tryggvadóttur. „Sumar mynd- anna koma úr mínu safni og aðrar frá fólki á íslandi sem keypti myndir hennar á sínum tíma. Ég hlakka mikið til að sjá sýning- una,“ sagði Una Dóra þegar kom- ið var að lokum spjallsins, en í því komu einnig ættingjar hennar, enda er í nógu að snúast rétt fyr- ir brúðkaupið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.