Morgunblaðið - 23.10.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER1994 B 13
MERKI Köngullóarinnar, tengsla- og gagnanets kvenna á íslandi.
konur á íslandi. Þóra segir að net-
ið hafi upphaflega verið ætlað kon-
um en karlar séu einnig farnir að
sýna því áhuga og aldrei sé að
vita hvort þeir fái aðgang að net-
inu. „Við gefum út fréttabréfið
Vefinn á tveggja mánaða fresti og
karlar geta verið áskrifendur að
því hafi þeir áhuga,“ segir hún.
Köngullóin er verkefni sem kom
til um áramótin 1992-93 og hlaut
styrk úr svokölluðum „15 milljóna
króna sjóði eða Jóhönnusjóði", að
sögn Þóru. Hún
rifjar upp fyrir
blaðamanni tilurð
tengslanetsins um
leið og hún sinnir
dóttur sinni sem
kemur hlaupandi
öðru hvoru og
þarf að fá leyst
úr sínum málum.
„Ég tók þátt í
ráðstefnu í Sví-
þjóð árið 1991
ásamt níu öðrum
konum, þar sem
verið var að ræða
tengsl á milli
kvenna í atvinnulífinu. Ég fór með
það loforð í farteskinu að ég gerði
eitthvað í málinu ef grundvöllur
skapaðist til þess. Síðan var haldin
ráðstefna á Akureyri í júní 1992
sem hét Að taka málin í eigin hend-
ur. Þar var ég með fyrirlestur um
tengslanet almennt og þann mögu-
leika að koma á slíku neti fyrir
konur á íslandi.“
Á þriðja hundrað konur
skráðar í tengslanetið
Þóra segir að áhugi hafi strax
verið töluverður og átján konur
skráðu sig á lista. „Skipuð var
verkefnisstjórn sem Valgerður
Bjarnadóttir jafnréttisfulltrúi á
Akureyri og Elín Antonsdóttir hjá
Átaksverkefninu Vaka eru í auk
mín. Síðan var sótt um til félags-
málaráðuneytisins til að koma
verkefninu af stað og nú eru á
þriðja hundruð konur skráðar í
Köngullóna," segir hún og bætir
við með örlitlu stolti í röddinni:
„Þeim fjölgar hratt, enda er netið
stórsnjallt, einkum fyrir þær konur
sem vinna einar að sínum málum.
Það getur verið erfitt að vinna einn
og fá aldrei neina svörun við því
sem verið er að gera.“
Þóra segir að til þess að gerast
þátttakandi þurfi einungis að fylla
út skráningarblað, en hún taki
einnig við skráningu í gegnum
síma.
— Hveijir geta sótt um?
„Allar konur á íslandi.“
— Hver er tilgangurinn með
tengslanetinu?
„Að koma á tengslum milli
kvenna til þess að þær geti skipst
á reynslu og eins þeim til hagsbóta
sem stunda einhvern atvinnurekst-
ur.“
Netið nýtist bæði fyrii-tækjum
og einstaklingum
Til að skýra mál sitt enn betur
nefnir Þóra dæmi
um konu sem
starfar sem skóla-
bílstjóri og hafði
áhuga á að tengj-
ast öðrum konum
sama starfi.
Með því að leita
í gagnabankanum
tókst mér _ að
koma á tengsl-
um,“ segir hún.
„Við skulum
taka annað dæmi,
sem er allt annars
eðlis. Fjöldinn all-
ur af handverks-
hópum hefur verið stofnaður um
allt land að undanförnu. I tengslum
við þá hafa margar kvennanna
hringt og spurt hvar hægt væri
að fá upplýsingar um fýrirtækja-
stofnun, t.d. með tilliti til hvaða
form hentar hveiju sinni. Þá hef
ég getað bent þeim á hópa sem
hafa reynslu og sagt þeim það sem
ég veit.“
Hún nefnir einnig dæmi um
fyrirtæki, sem þurfti að láta hand-
pijóna lopapeysur fýrir skömmu.
Var haft samband við Köngullóna
til að fá nöfn á handverkshópum
sem gætu tekið verkið að sér og
dæmið gekk upp.
„Nú er ég t.d. að skrá konur sem
vilja fara í sameiginleg innkaup á
hráefni meðal annars til skart-
gripagerðar. Hugsanlega gæti
myndast innkaupasamband úr
því,“ segir hún og greinilegt er að
tengslanetið á mikil ítök í henni.
Þóra segir að fram til þessa
hafi ekki verið tekið árgjald, þar
sem Köngullóin hafi verið rekin á
styrkjum. Á næsta ári verði eflaust
breyting þar á, því styrkveitingar
fari minnkandi. „Enda er verkefn-
inu sem slíku lokið,“ segir hún.
Hins vegar er ljóst að þrátt fyr-
ir að tilraunaverkefninu sé lokið
mun Köngullóin spinna vefi sína
um allt land í nánustu framtíð. Því
öflugri verða vefirnir sem fleiri
konur taka þátt í starfseminni.
„Nú er ég t.d. oð skrú
konur sem vilja fara
í sameiginleg inn-
kaup ó hrúefni meðal
annars til skartgripa
gerðar. Hugsanlega
gæti myndast inn-
kaupasamband úr
því," segir Þóra.
KOMIÐOG
PflNSlÐ
dæstu
námskeið
l.éttaRÐU 29.og30.okt.
DANSSVEIFLU
Á TVEIM
dögumí 62070Q
Áhugahópur um almenoa dansþátttöku a íslandi
hringdu núna
Er kvennabaráttan
í íþróttum vonlaus?
Ráðstefna um stöðu kvenna innan íþróttahreyfing-
arinnar verður haldin f íþróttamiðstöðinni, Laugar-
dal, fimmtudaginn 27. október kl. 20.00-22.30
DAGSKRÁ:
Setning:
Unnur Stefánsdóttir, formaður Umbótanefndar ÍSÍ.
Baráttumál: Sigrar og ósigrar:
Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari og stjórnarmaður ÍSÍ
Alþingiskonur og íþróttir kvenna:
Kristfn Einarsdóttir, alþingismaður.
Betur má ef duga skal:
Ingimar Jónsson, doktor í íþróttasögu.
Eru kvennaíþróttir rétt markaðssettar?
Birna Einarsdóttir, viðskiptafræðingur.
Ráðstefnustjórar: Unnur Stefánsdóttir og Þórdís Gísladóttir.
Þátttökugjald kr. 500 (kvöldhressing innifalin). j
Allt áhugafólk um konur og íþróttir er hvatt til að mæta!
Veljum íslenskt
Sunnudagsblaöi Morgunblaösins, 30. október nk., fylgir blaöauki sem heitir
Veljum íslenskt. í þessum blaöauka veröur m.a. fjallaö um markmiö átaksins,
íslenskt - já takk, þátttakendur í átakinu, viötöl viö forsvarsmenn ýmissa
atvinnugreina, hver árangurinn var af átakinu í fyrra og hvað framundan er.
Hvaö segja neytendur, innkaupastjórar og atvinnurekendur?
Þeim, sem áhgua hafa á ab auglýsa í þessum blahauka,
er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum
til kl. 16.00 mibvikudaginn 26. október.
Nánari upplýsingar veita Jónína Pálsdóttir og
Rakel Sveinsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar,
í síma 69 11 71 eba símbréfi 69 11 10.
- kjarni málsins!