Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 1

Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 1
112 SÍÐUR B/C/D/E 281. TBL. 82.ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Di Pietro kvaddur með tárum Mílanó. Reuter. ANTONIO Di Pietro rannsóknar- dómari sneri í gær til dómshússins í Mílanó þar samstarfsmenn héldu honum kveðjuveislu í kjölfar afsagn- ar hans á þriðjudag. Voru þeir allir daprir í bragði og sást í tár á vöng- um dómarans og fleirum. Di Pietro sagði í bréfi til yfirsak- sóknara Mílanó að ástæða afsagnar- innar væru samstarfsörðugleikar við stjórnmálamenn, sem stæðu oftar en ekki í vegi fyrir störfum hans. Di Pietro nýtur vinsælda á við kvikmyndastjörnur í Mílanó, í skoð- anakönnunum hefur komið í ljós að hann er sá sem flestir ítalir myndu kjósa leiðtoga landsins. Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Bettino Craxi, var á miðvikudag dæmdur í 5'/2 árs fangelsi fyrir spill- ingu. ■ Herferð gegn spillingu/35 ------».♦■■■♦- Morðin í Stokkhólmi Tveir teknir höndum Stokkhólmi. Reuter. TVEIR menn, sem grunaðir eru um að hafa skotið til bana þrjá menn fyrir utan næturklúbb í Stokkhólmi síðastliðinn sunnudag, voru hand- teknir í gærkvöld. Fjórði maðurinn lést af völdum skotsára í gær. Talsmaður lögreglunnar sagði, að Guillermo Marquez Jara, 23 ára gamall innflytjandi frá Chile, og Tommy Zethraeus, 25 ára gamall Svíi, hefðu verið handteknir þegar lögreglan réðst inn í íbúð í bænum Malaroarna fyrir vestan Stokkhólm. Ekki var nánar skýrt frá aðgerðum lögreglunna. Auk þeirra þriggja, sem létust þegar árásarmennirnir létu skothrin- urnar dynja á næturklúbbnum og fólki, sem beið utandyra, slösuðust 20 manns, þar af tveir mjög alvar- lega. Annar þeirra lést í gær eins og fyrr segir en hinn er þungt hald- inn enn. Stríðshrjáðir múslimar í Bihac ÓBREYTTIR borgarar á griðasvæði múslima í Bihac í Bosníu hafa fengið að kynn- ast hörmungum stríðsins. Þeir hafa ýmist verið að flýja Serba eða innbyrðis átök sinna eigin trúbræðra. Þetta fólk safnaðist saman fyrir utan bæinn Velika Kladusa í von um að fá að snúa aftur til heimila sinna. Til stóð að flylja burt frá Biliac 400 af 1.200 manna gæsluliði frá Bangladesh en fréttir eru um að foringjar múslima ætli að koma í veg fyrir það. Þá ætla Serbar í Krajina ekki að leyfa gæsluliðum að fara um sitt svæði. Reuter Orvænt um árangur friðargæsluliðs SÞ í Bosníu Frakkar vilja undir- búa brottflutning París, Pale, Sarajevo. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið, NATO, að gerðar verði nákvæmar áætlanir um brottflutning friðargæsluliðsins frá Bosníu. Skýrði Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, frá því í gær. Douglas Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði, að stjórn sín væri að undirbúa brottflutning breska liðsins þótt hún vonaði, að það gæti haldið áfram starfi sínu. Juppe sagði á þingi í gær, að tilraunir til að binda enda á stríðið í Bosníu hefðu engan árangur borið og því hefði franska stjórnin neyðst til að taka þessa ákvörðun. „Afleið- ingin verður óhjákvæmilega grimmilegri styijöld og meiri þján- ingar,“ sagði Juppe og kenndi með- al annars Bandaríkjastjórn um hvernig komið væri og þvergirð- ingshætti stríðsaðila í Bosníu. „Ég Juppe óttast ófriðarbál á öllum Balkanskaga tel hættu á, að ófriðareldarnir logi brátt á öllum Balkanskaga." Hurd sagði á þingi í gær, að breska gæsluliðið yrði ekki kallað heim eitt og sér en verið væri að vinna að undirbúningi brottflutn- ings ef til hans þyrfti að koma. „Ný túlkun“ Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, gaf í skyn i gær, að hann væri reiðubúinn til nýrra viðræðna við fulltrúa fimmveldanna, sem reynt hafa að stilla til friðar í land- inu. Virðist hann hafa látið undan þrýstingi frá Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og sagði, að ræða mætti alþjóðlegu friðaráætlunina á grundvelli „nýrrar túlkunar“. Þá sagði hann, að gæsluliðar SÞ í Bosníu gætu farið burt óáreittir ef þeir tækju vopnin með sér. íslamskur her til Bosníu? Haft er eftir heimildum, að ákveðið hafí verið í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær að spyija aðildarríkin hve marga hermenn þau gætu sent til að aðstoða við brottflutning 23.000 gæsluliða en áætlað er, að til þess þurfi allt að 25.000 manna lið. Búist er við, að brottflutningurinn tæki nokkra mánuði en almennt er þó ekki gert ráð fyrir honum nema ákveðið verði að afnema vopnasölubannið á Bosn- íu eins og vilji er til á Bandaríkja- þingi. Murat Karayalcin, utanríkis- ráðherra Tyrklands, sagði í gær, að íslömsk ríki væru reiðubúin að senda herlið til Bosníu yrði gæslulið SÞ kallað brott. Hálstöflur með La Traviata London. Reuter. ÞEIR, sem koma til að njóta óperunnar La Traviata eftir Verdi í Covent Garden um þess- ar mundir, fá ekki aðeins ljúfa tóna og fagran söng, heldur hálstöflur líka. Er það gert að kröfu hljómsveitarstjórans Sir Georges Soltis, sem var orðinn leiður á hóstakjöltrinu í gestun- um. Jeremy Isaacs, forstöðumað- ur óperunnar, byijaði á því að bjóða óperugesti velkomna og bað þá síðan að gera sér gott af hálstöflunum. „Mér var það bæði ljúft og skylt enda veit ég, að fátt er jafn óskemmti- legt og stöðugur pirringur í hálsi við þessar aðstæður," sagði hann í viðtali við dagblað- ið The Times í gær. Isaacs lagði líka áherslu á, að bréfíð yrði tekið utan af háls- töflunum áður en sýningin hæf- ist: „Tvennt er algjörlega óþol- andi í óperunni, að sitja við hlið- ina á einhveijum hóstagemlingi og skijáfíð í sælgætisbréfi." Major, forsætisráðherra Bretlands, staðráðinn í að þrauka þrátt fyrir mótlætið Stjórnin í raun í minnihluta London. Reutcr. BRESKA stjórnarandstaðan gagn- rýndi John Major forsætisráðherra og ríkisstjórn hans harðlega í gær í kjölfar þess að tillaga um hækkun virðisaukaskatts á húshitun var felld á þinginu seint á þriðjudags- kvöld. „Ríkisstjórnin nær ekki einu sinni eigin fjárlögum í gegn. Hún er allsendis ófær um að hafa stjórn á eigin flokki,“ sagði Tony Blair, formaður Verkamannaflokksins. Ein helsta ástæða þess að stjórn- in tapaði atkvæðagreiðslunni var að í kjölfar at- kvæðagreiðslu um greiðslu Breta til Evrópu-, sambandsins var átta þingmönn- um, sem ekki studdu stjór'nina, vikið úr þing- flokknum. Þar með var fjórtán sæta meirihluti stjórnarinnar í raun horfinn. Hætta er talin á að Major muni í reynd vera forsætisráðherra í minnihlutastjórn fram að næstu kosningum, sem haldnar verða um mitt árið 1997, og eiga í miklum vandræðum með að knýja mál í gegnum þingið. Ætlar að berjast Embættismenn sögðu hins veg- ar í gær að hann væri staðráðinn í því að beijast áfram og hefði sagt forystumönnum í atvinnulíf- inu á lokuðum fundi að hann væri sannfærður um að honum myndi takast að koma frumvörpum ríkis- stjórnarinnar í gegnum þingið. Kenneth Clarke ijármálaráð- herra tilkynnti í gærmorgun hækk- un vaxta um hálft prósent til að koma í veg fyrir gengislækkun pundsins. Embættismenn sögðu þó að vaxtahækkunina mætti að hluta rekja til uppsveiflu í atvinnulífinu og væri markmið hennar að slá á verðbólguhvetjandi þenslu. John Major

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.