Morgunblaðið - 08.12.1994, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐARBÓKH LAÐAN
Morgunblaðið/Sverrir
HARALDUR Sigurðsson fyrrum bókavörður á Landsbókasafni
og eiginkona hans, Sigrún A. Sigurðardóttir.
Sameinuðu safni berast glæsilegar gjafir
Afrakstur ævilangrar
söfnunar einstaklinga
LANDSBÓKASAFNI íslands -
Háskólabókasafni hafa borist
margar gjafir fyrir og eftir að það
tók til starfa í Þjóðarbókhlöðu.
Margar þeirra eru stórar í sniðum.
Um er að ræða bækur, bréf, skjöl,
kort, listgripir, fjármunir og eignir
og margt annað sem tengist oft á
tíðum ævilöngu starfi einstaklinga
að söfnun.
Auk þeirra gjafa sem um getur
hér á síðunni, má nefna að börn
Lárusar Sigurbjörnssonar, fyrrver-
andi skjala- og minjavarðar, sem
lést árið 1974, færðu safninu að
gjöf leikbókmenntasafn hans, hand-
rit og fleira.
Einnig hefur Þjóðskjalasafn Is-
lands afhent skjöl Hins íslenska
bókmenntafélags, þar á meðal bréf
frá Kaupmannahafnardeild Bók-
menntafélagsins og bréf til Reykja-
víkurdeildar frá einstaklingum. Auk
þess má geta um gjöf Norræna
hússins, sem færði safninu
„Hallwylska Samlingen. Beskrif-
vande förteckning", en verkið er í
79 bindum, prentað á handgerðan
pappír, gefið út í Stokkhólmi árið
1939 í 110 eintökum.
Geymt í sérsafnarými
Menntamálaráðuneyti Austurrík-
is hefur fyrir forgöngu Austurrísk-
íslenska félagsins í Vínarborg
ákveðið að veita safninu upphæð
að jafnvirði rúmlega 600 þúsund
íslenskra króna. Blackwell-forlagið
í Oxford í Englandi hefur fært safn-
inu útgáfurit fyrirtækisins, alls um
3.000 bindi. Dr. Jón Steffensen
prófessor, sem lést 1991, ánafnaði
Háskólasafni húseign og bókasafn
sitt, en í því eru um 5.500 bindi
bóka, smárita og tímarita er lúta
mörg hver að sögu heilbrigðismála.
Árið 1987 afhenti Haraldur
Hannesson hagfræðingur Lands-
bókasafni, fyrir sína hönd og Jesú-
ítareglunnar, handrit, skjöl og bæk-
ur Jóns Sveinssonar, Nonna. Har-
aldur hafði þá varðveitt safnið í 40
ár, aukið það og bætt. Sigurður
Helgason, stærðfræðiprófessor í
Boston,_ hratt af stað fjársöfnun
meðal íslendinga ytra og ísland-
svina til styrktar ritakaupum og
nemur nú söfnunarféð hálfri milljón
króna.
Flestum áðurnefndra einkasafna
verður komið fyrir í sérsafnarými
í Þjóðarbókhlöðu sem sérstaklega
en hugsað fyrir slíkar gjafir.
Gripinn söfnun-
arást 11 ára
HARALDUR Sigurðsson fyrrum
bókavörður á Landsbókasafni og eig-
inkona hans, Sigrún Á. Sigurðardótt-
ir, færðu Landsbókasafni íslands til
eignar og umráða safn af landakort-
um og bókum sem ijalla um sögu
þeirra og hugmyndir sem þau hafa
að undirstöðu, á opnunardegi safns-
ins, 1. desember síðastliðinn. Alls eru
þetta um 500 bindi, þar á meðal ljós-
prentanir flestra hinna eldri og merk-
ari kortasafna og allmargra ein-
stakra kort frá lokum miðalda fram
á 17. öld. Auk þess eru fáein íslands-
kort í frumprentun og ljósmyndir
margra þeirra frá ýmsum tímum.
Frumútgáfur torfengnar
Haraldur er talinn þekkja sögu
íslandskorta best allra núlifandi Is-
lendinga. Hann segir sjálfur að rekja
megi áhuga sinn á landakortum og
landabréfabókum allt til æskuára.
Hann hafi lengi borið vissa ást til
landakorta. „Þegar ég var strákur,
kannski 10 eða 11 ára gamall, lán-
aði kona af næsta bæ í Borgarfirði
mér fyrsta hefti af Landfræðisögu
íslands eftir Þorvald Thoroddsen, og
það_ hefur sennilega verið upphafið.
Eg hóf síðan söfnun um 1950 og
eignaðist meðal annars þessa bók,
og þá alia. En af hveiju ég hélt út
í þessa söfnun en ekki aðra, eða í
raun hvers vegna ég hóf söfnun,
kann ég ekki að skýra. Af hverju
gerir maður svo sem þetta en ekki
hitt? Af hverju kvænist maður þess-
ari konu en ekki hinni? Þetta veit
enginn,“ segir Haraldur.
Hann vill ekki gera mikið úr stærð
safnsins og mikilvægi, og kallar það
„hrafl af bókum“.
„Þetta er ekki mikið safn á yfir
fjörutíu árum en auðvitað hefur ein-
hver tími og peningur farið í þessa
iðju. Eg á því miður ekki mikið af
torfengnum hlutum, mikið af þessu
eru ljósprentanir af hefðbundnum
ritum í faginu, því að frumútgáfurn-
ar eru yfirhöfuð ekki uppgrípanleg-
ar, en þó á ég svolítið af slíku.“
Elsta verkið og sjaldgæfasta í
safni þeirra hjóna er útgáfa af Ptola-
emeusi sem gerð var einhvern tímann
frá 1594 til 1597, er sýnir meðal
annars ísland. Haraldur segir að
hægt sé að fá fom og fagurlega
skrejdt íslandskort víða erlendis, en
þau séu gjaman dýrari en hans fjár-
ráð hafi leyft. „Peningamennimir
taka þessa gömlu atlasa og rífa þá
sundur og selja hvert kort sér, sem
er afskaplega hryggileg meðferð því
þeir eyðileggja bækurnar. En fyrir
vikið eru þessi rifrildi á flækingi hér
og þar hjá útlendum kortbókasölum
sem sérhæfa sig í þessari eyðilegg-
ingu og sölu.“
Hann kveður safn sitt alfarið feng-
ið að utan, meðal annars frá Hol-
landi, Þýskalandi, Ítalíu, Englandi
og hinum Norðurlandaríkjunum.
Mestallt hafi borist í gegnum póstinn.
*
Ottaðist að persónuleg
skjöl skemmdust
ERFINGJAR Jóhannesar skálds
úr Kötlum afhentu Landsbóka-
safni íslands - Háskólabóka-
safni nýlega bækur og skjala-
safn Jóhannesar frá barnsaldri
til eignar og ráðgera að gefa
fleira, þar á meðal handrit og
nótur ýmissa tónskálda við
kvæði hans. Jóhannes hefði orð-
ið 95 ára á þessu ári.
Hróðný Einarsdóttir, ekkja
Jóhannesar, kveðst hafa verið
orðin hrædd um að geyma per-
sónulegar sendingar frá honum
öllu lengur, enda hafi þorri
þeirra verið í kassa í allt að sex
áratugi og hætta hafi verið á
að þær lægju undir skemmdum.
„Við bjuggum ekki alltaf í
höllum ‘ og vorum á stöðugum
þvælingi fram og til baka, út
og suður, en ég passaði þennan
kassa eins og sjáaldur auga
míns. Hann er það eina sem ég
hefði tekið mér, hefði ég lent í
eldsvoða eða einhveiju þess
háttar á heimili mínu,“ segir
Hróðný.
Persónuleg skrif
Meðai þess sem erfingjamir af-
hentu voru bréf og ljóð Jóhannesar
til Hróðnýjar frá tilhugalífi þeirra
og fyrstu samvistum, á seinni hluta
HRÓÐNÝ Einarsdóttir, ekkja Jó-
hannesar úr Kötlum, ásamt Svani,
syni þeirra hjóna.
3. áratugar aldarinnar, en þau ólust
upp í sömu sveit. Hróðný kveðst
vona að ekki verði farið gáeysilega
með þessi persónulegu skrif. „Eg
átti mjög bágt með að láta þessa
pappíra því að þeir eru með því
fyrsta sem Jóhannes skrifaði, af-
skaplega fallegt allt saman og litlar
teikningar fylgja jafnvel með.
Hann dauðlangaði að verða mál-
ari á yngri árum, en gaf síðan
þann draum alveg upp á bátinn
og skipti sér ekki meira af því.
Efnaleysið var svo mikið á þessum
tíma að draumar fárra rættust.
Viss leynd skilyrði
Jóhannes ólst upp frammi á
reginfjöllum hjá bláfátæku fólki
og samband hans við umheiminn
var lítið í fyrstu, og ég hef aldr-
ei skilið til fulls hvernig hann
gat lesið jafn mikið og hann gerði
og öðlast nauðsynlegan grunn
fyrir skáldskapinn. Hann varð
að beijast með hörku til þess að
komast í unglingaskóla og síðar
í kennaraskólann. En honum
tókst þetta.“
Hróðný segist í raun ekki vita
hvort Jóhannes hefði lagt blessun
sína yfir afhendingu skjalanna,
en sumt hafi hann þó birt sjálfur
í bókum sínum, þar á meðal
kvæði til hennar. „Ég vil hins vegar
að önnur ljóð sem hann kaus að
birta ekki, verði fyrst sýnd almenn-
ingi eftir minn dag, og við settum
ákveðna leynd sem skilyrði með
gjöfinni. Sumt þarf safnið að lag-
færa áður en aðrir beija það aug-
um,“ segir Hróðný.
Biblíum safnað vegna tungumálanna
RAGNAR Þorsteinsson, kennari,
færði Landsbókasafni Islands -
Háskólabókasafni biblíusafn sitt
að gjöf, en í því eru biblíur eða
einstakir hlutar biblíunnar á 1.228
tungumálum. Söfnun þessara rita
hefur staðið yfir óslitið í 50 ár eða
síðan 1944. Safnið er að umfangi
um 21 hillumetri og því fylgdi
spjaldskrá, flokkuð eftir tungu-
málum.
Ragnar kveðst hafa ákveðið að
gefa safnið þar sem hann á átta
börn og alls ekki viljað að safnið
sundraðist að honum gengnum og
ekki talið að eitt barna sinna öðr-
um fremur hefði á því áhuga.
Hann hóf söfnunina um svipað
leyti og hann tók upp bréfaskrift-
ir við pennavini erlendis, sem
flestir söfnuðu einhverju. „Ég
hafði ekki mikinn áhuga á trúmál-
um, svo að Bibiían varð ekki fyrir
valinu þess vegna, heldur beindist
áhugi minn að tungumálum. Mig
langaði til að fá sýnishorn af
tungumálum heimsins og datt
fyrst í hug að fá dagblöð frá
pennavinum mínum í staðinn fyrir
íslensku frímerkin sem ég sendi
þeim. En ég sá að það var tóm
vitleysa, því að ekki væri hægt
að bera saman tungumál nema
textinn væri sá sami. Engin bók í
heiminum hefur komið út á fleiri
tungumálum en Biblían og hún
varð því fyrir valinu.“
140 tala málið
Hann komst fljótt í bréfasam-
band við biblíuféiög um allan heim
og jafnvel afskekktar trúboðs-
stöðvar, og falaðist eftir biblíum
víða að gegn greiðslu. „Yfirleitt
er biblían gefin út til að útbreiða
guðsorð og útgáfan því styrkt og
seld á lægra verði en kostar að
framleiða hana, þannig að kostn-
aður var ekki gífurlegur." Ragnar
hefur meðal annars fengið biblíu
frá Norður-Alaska, þar sem hann
frétti að væru töluð sjö tungumál,
bæði af indíánum og eskimóum.
„Ég skrifaði trúboða þar og bað
hann að senda mér þær útgáfur
sem hann hefði og reikning með.
Hann gerði það en sendi mér líka
nokkrar 45 snúninga grammafón-
plötur með, sem mér leist ekki á
því ég vildi ekki borga fyrir eitt-
hvað sem ég hafði ekki pantað.
Ég fann síðan í botninum á
kassanum orðsendingu frá þess-
um ágæta trúboða, þar sem hann
kvaðst gefa mér plöturnar. Þær
séu á eskimóamáli og á annarri
hlið þeirra sé sálmasöngur en
hinni hliðinni upplestur úr völdum
köflurn í Nýja testamentinu, og
bað hann mig aðeins í staðinn að
spila plöturnar fyrir kristna esk-
imóa á íslandi. Mér hefur ekki
tekist að finna neinn ennþá.“
Ragnar segir að til séu um
1.700-1.800 bibliuþýðingar í heim-
inum, en talið sé að tungumál séu
á milli 6.000 og 7.000 í heiminum.
Menn komi sér þó ekki saman um
hvað teljist vera tungumál og
hvað mállýska. Frá eyjunni Nýju-
Gíneu hafi hann fengið biblíur eða
biblíubrot á yfir 200 tungumálum,
en talið sé að þar megi finna um
700 tungumál. Málfræðingar að-
stoði íbúana við að læra að lesa
á eigin máli og gefi út kafla úr
biblíunni. „Ég fékk sendan sextán
síðna kafla á tungumáli sem 140
manns töluðu í þorpi í frumskógin-
um, en kaflinn var gefinn út í 50
eintökum," segir Ragnar. „Mér
hefur nú dottið í hug að þetta sé
eina eintakið sem til er í heimin-
um, því pappír eyðileggst fljótt í
hita og raka frumskógarins."