Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 17
Morgunblaðið/Silli
FRÁ afmælisfagnaðinum, f.v.: Sigtryggur Albertsson, Hjálmar
Teódórsson, Sören Einarsson, Marteinn Steingrímsson, Valdi-
mar Vigfússon og Helgi Kristjánsson.
Þrír stofnendur
Völsunga áttræðir
Húsavík - I tilefni af því að þrír af
stofnendum íþróttafélagsins Völs-
ungs á Húsavík áttu á þessu ári átt-
ræðisafmæli bauð stjóm félagsins
þeim til fagnaðar ásamt núverandi
og fyrrverandi stjómarmönnum fé-
iagsins, sem nú eru 67 ára. Af stofn-
endum, sem vom 23, voru sex mætt-
ir.
Formaður félagsins, Ingólfur
Freysson, ávarpaði hina áttræðu
frumheija, sem eru Helgi Kristjáns-
son, Sören Einarsson og Valdimar
Vigfússon, og færði þeim gjafír í til-
efni tímamótanna.
Það voru ungir drengir sem stofn-
uðu félagið og í fyrstu lögum þess
er tekið fram að félagar megi ekki
vera yngri en 10 ára og ekki eldri
en 16 ára. Líklega hefur þetta
ákvæði verið með tilliti til þess að á
þeim tíma var hér öflugt ungmenna-
félag, Ófeigur í Skörðum, sem átti
sitt knattspyrnulið, en knattspyrnan
sofnaði litlu síðar en Völsungum óx
fískur um hrygg og eftir nokkur átök
innan félagsins nokkru síðar var
kvenfólki heimilt að ganga í félagið.
Fyrstu stjóm Völsunga skipuðu: Jak-
ob Hafstein, formaður, Ásbjöm Bene-
diktsson, ritari, og Jóhann Hafstein,
gjaldkeri, en þeir em allir látnir.
Dana Sif o g Sigga Lilja
í hæfileikakeppni
Ný háspennulína verður
reist milli Flúða og Hellu
TIL að anna aukinni raforkuþörf á
Suðvesturlandi m.a. vegna sölu á
ótryggðri orku til Bæjarveitna
Vestmannaeyja hefur reynst nauð-
synlegt að auka flutningsgetu á
rafmagni til Hvolsvallar. Hag-
kvæmasta leiðin er að reisa 66 kV
línu frá Flúðum að Hellu. Með því
móti fæst ný tenging, Búrfell-Flúð-
ir-Hella-Hvolsvöllur, auk núverandi
tengingar, Búrfell-Hvolsvöllur.
Flúðir komast þannig í hringteng-
inguna á 66 kV spennu og einnig
mun línugerðin auka mjög rekstra-
röryggi á öllu stofnlínukerfinu á
Suðurlandi. Þetta kemur fram í
nýju fréttabréfi Rafmagnsveitna
ríkisins.
Búið er að bjóða út reisingu lín-
unnar, sem er um 33 km að lengd,
og var samið við verktakann Línu-
lagnir á Selfossi. Verkið hófst 1.
nóvember sl. og er áætlað að því
verði lokið í mars á næsta ári.
Hönnuðir verksins eru Vekrfræði-
stofan Línuhönnun hf. og Almenna
verkfræðistofan hf., auk línudeildar
RARIK.
Kostnaður áætlaður 110
milljónir
Línan verður strengd sumarið
1995 og er reiknað með að starfs-
menn RARIK á Suðurlandi vinni
það verk. Áætlað er að setja spennu
á línuna 30. september 1995 en
kostnaður við verkið í heild er áætl-
aður 110 milljónir.
Við val á línustæði var leitast við
að fara að óskum Náttúruverndar-
ráðs og velja leiðina þannig að sem
minnst bæri á línunni. Til að ná því
markmiði varð víða að fara yfir
votlendi. Mjög dýrt er að reisa línur
á slíku landi með hefðbundnum
grundunaraðferðum og því var gerð
tilraun með að ýta niður staurum
og lofar hún góðu. Það er reynt að
byggja sem mest af línunni á frera
til að takmarka slóðagerð og
skemma landið sem minnst.
Heildarfjöldi staurastæða í lín-
unni milli Flúða og Hellu verður
um 240. Þar af er gert ráð fyrir
að ýta niður röskum helmingi stæð-
anna en grafa afganginn niður og
fylla að með möl.
Nýr sóknarprestur í
Hvanneyrarprestakalli
Skorradal - Við messu fyrir
skömmu setti prófastur Borgar-
fjarðarprófastsdæmis, sr. Jón Ein-
arsson í Saurbæ, nýjan prest, sr.
Sigríði Guðmundsdóttur, í emb-
ætti. Sr. Árni Pálsson á Borg var
einnig viðstaddur innsetninguna
og aðstoðaði við messuna.
Kirkjan var þétt setin og góður
rómur gerður að stólræðu nýja
prestsins. Sr. Sigríður Guðmunds-
dóttir er fjórði presturinn sem víg-
ist til Hvanneyrarprestakalls en
auk hennar voru það þeir sr. Eirík-
ur Albertsson, sr. Guðmundur
Sveinsson og sr. Guðmundur Þor-
steinsson. Allir aðrir prestar Hvan-
neyrarprestakalls höfður áður hlot-
ið vígslu og starfað hjá öðrum söfn-
uðum áður en þeir komu til Hvan-
neyrar, þar á meðal sr. Agnes Sig-
urðardóttir, sem sr. Sigríður tekur
við af. Sr. Agnes hefur verið kölluð
til þjónustu í Bolungarvík.
Að lokinni guðsþjónustu var öll-
um kirkjugestum boðið til kaffi-
drykkju í borðsal Bændaskólans á
Hvanneyri.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
GOÐUR rómur var gerður að
stólræðu sr. Sigríðar.
Hvolsvelli - Þær stöllur Dana Sif,
9 ára, og Siggja Lilja, 10 ára, skutu
eldri keppendum ref fyrir rass í
hæfileikakeppni sem félagsmiðstöð-
in Tvisturinn á Hvolsvelli hélt ný-
verið á árlegri fjölskylduhátíð sinni.
Þær sungu lagið Ég kölluð er
Lilla úr myndinni Bugsy Malone.
Keppendur voru alls átta á aldrinum
9-15 ára. Ýmislegt var til skemmt-
unar á hátíðinni, bingóspil, dans,
tískusýning og félagar í Leikfélagi
Rangæinga sýndu brot úr leikritinu
Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt.
STÖLLURNAR Dana Sif og
Sigga Lilja sigruðu.
Morgunblaöið/Árni Heigason
BJÖLLUKÓR Stykkishólms tók þátt í aðventuhátíðinni.
Aðventuhátíð Hólmara
Stykkishólmi - Það ríkti jóla-
stemmning í Stykkishólmi sunnu-
daginn 4. desember. Aðventuhátíð-
in var haldin í Stykkishólmskirkju
kl. 14.
Þar flutti Hanna María Siggeirs-
dóttir ræðu og mikið var um tónlist-
arflutning hjá kirkjukór Stykkis-
hólmskirkju og eins tóku nemendur
í Tónlistarskóla Stykkishólms þátt
í athöfninni.
Að lokinni athöfn í kirkjunni tók
við jólabasar kvenfélagsins Hrings-
ins sem haldinn var í félagsheimil-
inu. Þar var boðið upp á margt
fallegra og nytsamra muna sem
koma til með að gleðja marga á
jólunum. Boðið var upp á kakó og
pönnukökur.
Það voru margir Hólmarar sem
gáfu sér tíma frá amstri dagsins
til að vera saman þennan sunnudag
og kveikja á jólaskapinu.
Timbur til sölu
Til sölu er timbur af ýmsum gerðum.
Timbrið selst í núverandi ástandi og
á staðnum.
Tollur er ógreiddur.
Tilboð miðað við rúmmetra óskast
sent skrifstofu okkar fyrir 15. desember nk.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar.
Jöklar hf.,
Aðalstræti 8, s. 5616200 og myndrit 5625499.
Tilboðin gilda aðeins ( viku,eða ámeðan birgðir endast.
Grænt númer póstverslunar er 996680.
Eins árs ábvrfíð
TEAC fiæða
fieisiaspilari frá Japan.
18 bifa með fiarsfýrinfiu
Verð aðeins kr. 9.995
Opnunartimar verslnnn Hngkoups dagono 8.-14. des.
Skelfunní/Hólagarðí/Crafarvogl/ Seltjarnarnesi/Akureyrl Krlnglunnl
lflrklr dogar 9-21 10-18:30 9-18:30 10-18:30
Föstudagur 9-21 10-19:30 9-18:30 10-19:30
Laugardagur 10-18 10-18 10-18 10-18
Sunnudagur 12-18 13-17 12-18 12-18
HAGKAUP
fyrir fjölskylduna