Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 21

Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ | FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 21 Velgengni IFPL í Grimsby Salanþre- földuð á fjór- umárum VERÐMÆTI fram- leiðslunnar í verk- smiðju Icelandic Freez- ing Plants Ltd (IFPL) ■ í Grimsby, dótturfyrir- tækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hefur nær þrefaldast frá áramótum 1989- 1990. Vegna aukinna umsvifa hefur verið ákveðið að skipta sölu- stjórn fyrirtækisins upp og stofna sérstaka deild, sem sjái einungis um endursölu sjávar- afurða. Helgi Anton Eiríksson, markaðs- stjóri hjá SH í Reykja- Helgi Anton Eiríksson vík, hefur verið ráðinn til að veita nýju deildinni í Grimsby forstöðu þegar hún tekur til starfa snemma á næsta ári, en Roger Preston, sem hefur haft yfirumsjón með allri sölu IFPL, mun framvegis stjórna sölu á framleiðsluvörum verksmiðjunn- ar. Aukning verðmæta verksmiðju- framleiðslu IFPL fyrstu 10 mánuði þessa árs nemur um 9% miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin allt árið 1993 miðað við 1992 var 19%. Framleiðsla verk- smiðjunnar fer að langmestu leyti á Bret- landsmarkað, bæði til smásöluyerslana og veitingahúsa, en 10% eru seld til útflutnings, einkum til Frakklands í samvinnu við dóttur- fyrirtæki SH í París. Aukin velta vegna endursölu Velta IFPL vegna endursölu á sjávaraf- urðum hefur einnig aukist mikið undanfar- in ár eða sem nemur 15% fyrstu tíu mánuði þessa árs miðað við sama tímabil 1993. Hér er einkum um að ræða rækju, sjófrystan þorsk og ýmsar tegundir flatfisks. Helgi Anton Eiríksson, sem tekur við forstöðu nýju söludeildarinnar, er 27 ára gamall Reykvíkingur. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1992 og hóf þá fljótlega störf hjá Sölumiðstöðinni, þar sem hann hefur annast fram- leiðsluráðgjöf og samskipti við dótt- urfyrirtæki SH erlendis. ÚRVERINU Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Skipt yfír í rafmagn NÝLEGA var tekin í notkun nýr rafskautsketill í loðnubræðslu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað og þar með skipt úr olíu sem orkugjafa yfir í rafmagn sem kaypt er af Rafmagnsveitu ríkisins en þar er um að ræða afgangsorku. Verð á hverri kílówattstund eru 82 aurar. Samningur Rarik og SVN hljóðar upp á að keypt séu 10 megawött en áætlað er að ketillinn noti um 8 megawött. Fleiri loðnuverksmiðjur á landinu íhuga nú að skipta úr olíu yfir í rafmagn sem aðal orkugjafa. Á myndinni má sjá loðnubræðslu Síldarvinnslunnar. Stefnir í 50% söluaukn- ingu Póls rafeindavara FYRIRTÆKIÐ Póls, sem m.a. framleiðir Póls vogir, flokkara og samvalsvélar, hefur nýlega gert samninga við tvo aðila í Evrópu um dreifingu á vörum sínum. Að sögn Harðar Ingólfssonar markaðsstjóra útflutningsdeildar Póls er enn of snemmt að segja til um hverju samningarnir skili fyrirtækinu en þeir lofi góðu. Mikil söluaukning hefur orðið á þessu ári hjá Póls og fyrstu 9 mánuði ársins var salan 25% meiri en á sama tímabili 1993 og stefni í 45-50% á öllu árinu. Hörður segir að um 65% af fram- leiðslu fýrirtækisins, vogum, flokk- urum og samvalsvélum, fari á markað erlendis og hefði þetta hlut- fall farið vaxandi á árinu. í fyrra var velta Póls 70 milljónir króna en Hörður segir að það stefni í að hún verði vel yfir 100 milljónir á þessu ári. Hörður segir ennfremur að haldi fram sem horfi verði sölu- aukningin á þessu ári 45-50% miðað við síðasta ár. Fyrirtækið er að vinna að mark- aðssetningu á sínum vörum í Bandaríkjunum en Hörður segir þau mál skemmra á veg komin en í Evrópu. Þó séu þar miklir mögu- leikar á sölu á öllum framleiðsluvör- um fyrirtækisins en það helsta sem hái fyrirtækinu á þeim markaði er afkastagetan. Stefnt sé markvisst að því að auka hana jafnt og þétt. »hummel^iP Opið iaugarttag fré kl. 10-18 Opið sunnuéag tró kl. 13-17 SPORTBUÐI H Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.