Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 22

Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 ERLEINIT MORGUNBLAÐIÐ Neitaði að skilja og sat inni í 32 ár Jerúsalem. The Daily Telegraph. YIHYE Avraham, hálfátt- ræður ísraeli, er látinn eft- ir að hafa setið í fangelsi í 32 ár fyrir að neita að skilja við eiginkonu sína. Avraham var dæmdur í fangelsi árið 1962 og sat við sinn keip þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir rabbína til að fá hann til að fallast á skilnað. Eiginkona hans, Ora, sem er 66 ára, segir að hann hafi aldrei elskað hana eða kært sig um tvær dætur þeirra. Aðeins trúarlegir dóm- stólar hafa úrskurðarvald í hjúskapar- og erfðamál- um í Israel og konur geta ekki gifst að nýju nema eiginmaðurinn fallist á skilnað. Litið er á afkom- endur kvenna, sem eignast börn með öðrum manni án skilnaðar, sem óskilgetna í 10 kynslóðir og þeir geta ekki gengið í hjónaband. Kvennréttindahreyfingar segja að þúsundir kvenna geti ekki staðfest ráð sitt af þessum sökum. Fjórir lét- ust í gas- sprengingu í S-Kóreu Seoul. Reuter. AÐ MINNSTA kosti fjórir létust og 48 særðust í gífurlegri gas- sprengingu, sem varð undir Ahyon viðskipta- og íbúðahverfinu í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Breytti sprengingin hverfinu á svipstundu í logandi eldhaf og urðu hundruð manna að yfirgefa heimili sín. Sprengingin varð eftir að gas lak úr geymslutanki nærri járn- brautarstöð sem er í byggingu neðanjarðar, og eldur kviknaði í gasinu. Varð gífurleg sprenging og eldtungurnar teygðu sig upp í allt að 30 metra hæð. Gífurlegur hiti Minni sprengingar fylgdu í kjöl- farið og var hitinn svo mikill að erfitt reyndist fyrir slökkviliðið að komast að eldinum. Að klukku- stund liðinni hafði þó tekist að ráða að mestu að niðurlögum elds- ins. Fjögur lík hafa nú þegar fund- ist en búist er við að enn fleiri lík eigi eftir að finnast í rústunum þar sem að minnsta kosti fjögurra er saknað. Reuter ELDTUNGURNAR teygja sig til himins í kjölfar gífurlegrar gassprengingar í Seoul í gær. írska stj órnarandstaðan ræðir stj órnarmyndiin Dyflinni. Reuter. Enn nokkrar líkur á þingkosningum, nái flokkarnir ekki samkomulagi LEIÐTOGAR írsku stjórnarandstöð- unnar áttu í gær viðræður um hvort flokkarnir gætu myndað starfhæfa ríkisstjórn, eftir að Verkamanna- flokkurinn sleit á þriðjudag viðræð- um um myndun nýrrar stjórnar með Fianna Fail. Enn eru þó nokkrar iík- ur á því að boðað verði til nýrra kosninga. Það voru nýjar upplýs- ingar um svonefnt Whelehan- hneykslismál, er olli stjómarslitun- um upphaflega, sem urðu til þess, að upp úr slitnaði. Dick Spring, leiðtogi Verka- mannaflokksins stýrði viðræðum við Fine Gael, Framfarasinnaða demó- krata og Vinstri-demókrata í gær. Hafa líkurnar aukist á að það takist að mynda stjóm en helst er deilt um hvort þrír eða fjórir flokkar eigi að standa að stjórnarmyndun auk þess sem ágreiningur er um stefnumál væntanlegrar stjórnar. Viðræðum slitið Spring tilkynnti á þriðjudag að hann hefði hætt viðræðum við Fianna Fail en á mánudag virtist ný stjórn vera komin á laggirnar og daginn eftir stóð til að kjósa nýjan forsætisráðherra í stað A.iberts Reynolds, sem sagði af sér fyrir þremur vikum. Verkamannaflokkurinn hætti stjórnarsamstarfinu við Fianna Fail í mótmælaskyni við, að Reynolds skipaði Harry Whelehan, fyrrum rík- issaksóknara, sem forseta hæsta- réttar írlands. Sem ríkissaksóknari hafði Whelehan hins vegar dregið í sjö mánuði að framselja til Norður- írlands kaþólskan prest, sem sakað- ur er um að hafa misnotað ung börn árum saman. Reynolds fékk síðan Whelehan til að segja af sér en und- anskildi hann um leið allri sök í þessu máli. Dagblaðið The Irish Times gaf í skyn á mánudag, að Reynolds og flokkur hans hefðu reynt að villa um fyrir þinginu varðandi mál Whelehans. Ríkissaksóknarinn fyrr- verandi hélt því fram, að framsal prestsins hefði dregist svona lengi vegna þess, að málið ætti sér ekkert fordæmi og afbrotin hefðu verið framin fyrir mörgum árum. Blaðið sagði hins vegar, að Reynolds og aðrir ráðherrar Fianna Fail hefðu vitað, að málið væri ekki fordæmis- laust og útskýringar Whelehans því rangar. Þeir hefðu því tekið þátt í yfírhylmingu. Breytingar á vörnum Noregs Hersveit afturkölluð STJÓRNVÖLD í Kanada hafa ákveðið að víkja sér undan skuld- bindingum þeim sem þau höfðu á sig tekið vegna vama Noregs á óvissu- eða hættutímum. Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten hafa kanadísk stjórnvöld afturkail- að herdeild eina sem eyrnamerkt hafði verið til að koma Norðmönn- um til aðstoðar á óvissutímum. Jafnframt hefur verið ákveðið að flytja yfir hafíð búnað sem komið hafði verið fyrir í birgðastöðvum í Norggi vegna hugsanlegrar komu kanadísku hermannanna. Norðmenn heimiia ekki erlendar herstöðvar á norsku landi en þess í stað hefur verið komið upp gríðar- miklum birgðastöðvum í Noregi til að flýta fyrir hugsanlegum flutningi liðsafla í nafni Atlansthafsbanda- lagsins (NATO) til landsins. I fyrir- liggjandi áætlunum hefur m.a. ver- ið gert ráð fyrir að 500 til 800 manna kanadísk herdeild yrði köll- uð til landsins ef þörf krefði. Búnað- ur af ýmsum toga fyrir sveit þessa hefur verið geymdur í birgðastöðv- um í Noregi. Þótt kanadískir ráðamenn hafi brugðið á þetta ráð í sparnaðar- skyni munu kanadískir hermenn eftir sem áður heyra til hraðsveita þeirra sem unnt yrði að senda til Noregs á örfáum dögum yrði ör- yggi landsins ógnað. Bjorn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, sagði í samtali við Aftenposten að norsk stjórnvöld hörmuðu þessa ákvörðun Kanadabúa. Godal taldi það einnig áhyggjuefni að stjórnvöld í Kanada hygðust skera niður fjárveitingar til sameiginlegra verkefna á vegum NATO. Talsmenn Hægriflokksins og Framfaraflokksins lýstu báðir yfir áhyggjum sínum sökum þessa. Kaci Kulman Five, fyrrum leiðtogi Hægriflokksins, sem situr í utanrík- ismálanefnd norska Stórþingsins, sagði niðurstöðu þessa til marks um réttmæti ábendinga hennar og fleiri í þá veru að aðlaga þyrfti framlög Norðmanna til varnarmála að þeirri staðreynd að Evrópuríkin innan NATO kæmu til með að taka aukna ábyrgð á eigin vörnum. Carl I. Hagen, formaður Framfara- flokksins lýstí yfir þungum áhyggj- um sökuin þessa en talsmaður Sós- íalíska vinstriflokksins sagði þessa ákvörðun Kanadastjórnar ekki koma á óvart. Hún væri eðlileg afleiðing þeirrar slökunar á spennu sem orðið hefði í Evrópu á undan- förnum árum. Reuter Barbie í gulli ÞESSI Barbie-dúkka, klædd kjól úr gulli og demöntum, er metin á 1,3 milljónir ísl. kr. Er hún á þýskri tískusýningu, þar sem all- ar „fyrirsæturnar" eru brúður. NýVan Gogh mynd VAN Gogh-safnið í Amsterdam tilkynnti í gær að það hygðist sýna mynd eftir Van Gogh sem var nýlega uppgötvuð en eig- andinn keypti á flóamarkaði í Reims fyrir hálfri öld og geymdi hana uppi á háalofti þar sem hann taldi hana verðlausa. Um er að ræða kyrralífsmynd af vasa með haustblómum og stjörnufíflum, málaða á árunum 1886-1888 í París. Gorbatsjov íhugar for- setaframboð MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gaf í gær sterklega í skyn að hann íhugaði að bjóða sig fram í rússn- esku forseta- kosningunum árið 1996. Gorbatsjov hefur gagn- rýnt Borís Jeltsín Rúss- landsforseta harðlega og segir hann ekki hafa haldið umbótum áfram. Farþegaskip í hættu BRESKA farþegaskipið Can- berra lenti í erfiðleikum í fár- viðri og storsjó við suðurströnd Englands í fyrrinótt, rak vélar- vana í rúma klukkustund með 2.400 manns innanborðs. Skip- veijum tókst þó að gera við vélina og sigla skipinu til hafn- ar í Southampton. Beljajev særður ÓÞEKKTIR byssumenn særðu á þriðjudag þjóðernissinnann Júrí Beljajev, leiðtoga Repúblik- anaflokks Rússlands, í einu af úthverfum Pétursborgar. Tveir lífverðir hans biðu bana í árá- sinni en ekki var vitað hvort Beljajev væri í lífshættu. Beljajev rak öryggisfyrirtæki og talið er að árásin tengist viðskiptum. Delors liggur á ákvörðun JACQUES Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB), sagðist á þriðjudag hafa tekið ákvörðun um það hvort hann byði sig fram við frönsku forsetakosn- ingamar á næsta ári. Hann neitaði hins vegar að skýra frá því hver ákvörðunin væri. Bardagar í Sómalíu NÍU hundruð manna friðar- gæslusveit Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) varð að beita skrið- drekum og árásarþyrlum gegn sómölskum skæruliðasveitum til þess að komast frá borginni Afgoye á þriðjudag. Gæsluliðið lét af störfum í borginni og hélt til Mogadishu en vopnaðar sveitir sem látið hafa til sín taka á þessum slóðum kröfðu það um leigugjald. Gorbatsjov

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.