Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stórhugrir
AUGUST G. Sciött, Við Þingvelli 1872.
MYNPLIST
Listasafn íslands
MÁLVERK
STOFNGJÖF
Opið daglega frá 14-18. Lokað
mánudaga. Til 5. febrúar 1995. Að-
gangur ókeypis.
ÓHJÁKVÆMILEGA vakna
margar spurningar við skoðun hinn-
ar mikilsverðu sýningar á stofngjöf
Listasafns íslands, sem loks telst
sýndur verðugur sómi. Fyrst velta
menn sjálfsagt fyrir sér, af hveiju
110 ár þurftu að líða þar til það
yrði gert og hér er engan veginn
fullgilt svar að aðstæður hafi ekki
leyft það fýrr. En skyldi þetta tóm-
læti í og með ekki stafa af því, að
við höfum yfirleitt tekið við gjöfum
frá Danmörku með nokkrum fyrir-
vara, líkt og þær skertu sjálfstæði
okkar, og svo hefur okkur gengið
báglega að taka Dani til fyrirmynd-
ar í fjölmörgu sem varðar uppbygg-
ingu þjóðmenningar. Þessu telst þó
öfugt farið, því Danir hafa augljós-
lega viljað efla þjóðemisvitund okk-
ar með slíkum gjöfum og við stóðum
sjálfir gegn margs konar framför-
um innan lands um árabil, enda
landið í meira lagi íhaldsamt
bændasamfélag. En ekki skal geng-
ið framhjá breyttu giidismati á
myndlist nítjándu aldar, með hlið-
sjón af útþenslu mannabyggðar og
iðnvæðingar með öllum þeim af-
drifaríku afleiðingum, svo sem
mengun og eyðingu skóga. Man ég
eftir hve forneskjulegar og úreltar
mér fundust þessar myndir, er ég
sá eitthvað af þeim fyrir tæpri hálfri
öld. En nú eru aðrir tímar og menn
einblína á þá friðsæld og formrænu
fegurð sem blasir við í náttúru sem
þá var óspillt. Koltvísýringur úr
bílum, brúnkol frá illa frágengnum
iðnverum og eitur frá atómverum
mengaði ekki loftið. Mikilvægast
er þó að menn eru að mestu til
horfnir frá því einstrengingslega
ofstæki er einkenndi skoðanir á
listavettvangi lengi vel, og nú sér
einungis stað meðal öfgafólks sem
sættir sig ekki við nýja tíma og
breytta heimsmynd, en vill þó frelsa
heiminn.
Að lesa sér til um sögu stofngjaf-
arinnar er í meira lagi dapurlegt,
því sá skilningur sem eðlilega hefði
átt að vera fyrir hendi lét sig alveg
vanta. í stað þess kom sú undarlega
vizka að menn ættu helst að fá list-
ir gefins og endurgjaldslaust og þær
væru ekki eftirsóknarverðar vegna
fánýtra og ónauðsynlegra fjárútláta
fyrir landssjóð! Kannski má þannig
halda því fram að gjöfin hafi einnig
haft óæskileg áhrif að einhveiju
leyti, vegna þess að hún var lengi
vel varðveitt á Alþingi. Þessi þægi-
lega skilgreining á gildi skapandi
hvata virðast nefnilega hafa verið
viðvarandi fram á daginn í dag og
hefur merkilega lítið breyst eins og
dæmin sanna, er stórum frekar
KVIKMYNPIR
Re, gnhoginn
UNDIRLEIKARINN -
(„L’accompagnatrice")
★ ★
Leikstjóri Claude MiIIer. Aðalleikar-
ar Richard Bohringer, Elena Saf-
onova, Romane Bohringer. Frönsk.
EMFI 1993.
ÞÆR ERU eru þijár, aðalper-
sónurnar í þessari frönsku mynd
sem hefst í París á tímum síðari
heimsstyijaldarinnar. Bricehjónin
eru broddborgarar, hún, Iréne,
fræg óperusöngkona (Elena Sa-
fonova), hann (Richard Bohrin-
ger), auðugur kaupsýslumaður
sem er ekki of hallur undir hina
nýju, þýsku húsbændur. Sú þriðja
undirstrikuð með rauðu enn í dag
af framkvæmda og löggjafarvald-
inu. Hugsjónaríkir einstaklingar
sættu sig sem betur fer ekki við
þessi viðhorf og málalok og þeim
er það öðru fremur að þakka að
listir hafi þrifist í þessu einangraða
og harðbýla landi. Telst Bjöm
Bjarnarson lögfræðistúdent í Kaup-
mannahöfn eitt gleggsta dæmið um
það. Annað mál er svo að iðnbylt-
ingin og mótvægið gegn henni í
anda manna eins og William Morr-
is, hafði nokkur áhrif á Islendinga
eins og aðrar Evrópuþjóðir. Einkum
þeirra einstaklinga sem fengu tæki-
færi til að fylgjast með þróuninni
og þar sem Islendingar teljast ekki
frábrugðnir Evrópubúum í sjón né
raun og byggja á líkri menningar-
arfleifð, hlaut svo að fara að þeir
létu hrífast með og að landið eign-
aðist sína fullgildu listamenn. Um
leið og samgöngur við umheiminn
bötnuðu og stigmögnuðust, opnuð-
ust íslendingum áður óþekkt svið
og um leið fengu þeir tækifæri til
menntunar f fagurgreinum, sem
ekki höfðu verið fyrir hendi áður
nema í einstaka tilviki. Meira máli
skiptir þó að ytri skilyrði sköpðuð-
ust til að hasla sér völl á vettvangin-
um.
En hafa menn leitt hugann nægi-
lega að því að eitt kímið að þessari
þróun, hvað myndlistina snertir og
um leið grunninn að íslenzkri nú-
tímalist, er að finna í þessari merki-
legu gjöf sem barst að því er virð-
ist eins og óforvarandis og óverð-
skuldað til okkar. Vel að merkja
liðu 104 ár áður en hús var komið
yfir Listasafnið, sem satt að segja
er til vitnis um takmarkaðan eld-
móð hjá þiggjendunum að ekki sé
farið í saumana á meðferðinni á
gjöfínni og hve báglega hefur
stundum gengið að ná einstaka
myndum aftur, þaðan sem þær
hafa prýtt veggi. Engar spumir
fara ei heldur af.því að viðkomandi
hafi krafist að fá að borga gjald
fyrir að hafa haft þessi verðmætu
í eykinu er undirleikari frúarinnar,
vinkona og hjú, hin unga Sophie
(Romane Bohringer). Sophie verð-
ur þess fljótlega vör að húsmóðir
hennar á sér elskhuga og lifir tvö-
földu lífi. Sjálf getur hún ekki
varist afbrýði og öfund er hún sér
að Iréne fær jafnan alla frægðina
og gullhamrana, hlutskipti und-
irleikarans jafnan utan sviðsljóss-
ins.
skilirí í nágrenninu í áratugi og í
sumum tilvikum heila ö!d! Greini-
legt er af sýningunni að frumheijar
íslenzkrar myndlistar höfðu aðgang
að myndunum í Alþingishúsinu og
að þær höfðu mikil áhrif á list-
þroska þeirra, voru í mörgum tilvik-
um hrein opinberun fyrir
þá. Má nefna, að Þórarinn
B. Þorláksson eftirgerði
einhveijar þeirra sem og
fleiri Iistamenn og listaspír-
ur, og greinilega má sjá
áhrif á myndefnaval ís-
lenzkra myndlistarmanna í
þessum myndum langt
fram á þessa öld. Sér þess
einkum stað í málverkum
þeirra Frederik Theodor
Kloss (1802-1876) og H.
August G. Sciött (1823-
1895). En þetta er jafn
eðlilegt og verið getur og
listamenn stærri þjóða hafa
iðulega gripið til eftirgerða
á ferli sínum, jafnvel á
gamals aldri og þá einmitt
til að víkka tæknisviðið.
Enginn verður málari án
áhrifa frá öðrum, svo og
straumum og stefnum í
listum. Væri beinlínis óeðli-
legt ef sömu lögmál giltu ekki við
okkur. Hitt er svo annað mál, að
hér vorum og erum við íslendingar
undarlega óþroskaðir og hörundsár-
ir, jafnvel í þeim mæli að ætla
mætti að suma eingetna.
Að öllu samanlögðu yrði að telj-
ast viturlegra að fara í saumana á
því, hvað við höfum vanrækt að
tileinka okkur og vinna úr.
Skiljanlega koma þessar myndir
yngri kynslóðum undariega fyrir
sjónir, en þær eru líka mun Q'ær
þeim veruleik er við blasir, í ljósi
þess hvé örar breytingarnar og
uppstokkanir gilda hafa átt sér stað
sl. hálfa öld. Um leið er þetta fram-
andi heimur sem ungir þekkja ekki,
eða koma til með að þekkja í sjón
og raun.
Sýningin á listasafninu getur ein-
mitt orðið til þess að við sjáum lista-
sögu okkar í heildstæðara samhengi
og hún ætti að stuðla að auknum
skilningi margra á eðli og fram-
vindu hennar. Áleitinn er sá grunur
að einhveijir hafi viljað fela ýmsar
staðreyndir um tengsl íslenskrar
listar við stofngjöfina og henni þar
Af pólitískum ástæðum flýja
Brice-hjónin land ásamt Sophie og
setjast að í London síðari ár stríðs-
ins. Viðhaldið er heldur ekki langt
undan né uppgjör ástamálanna.
Svipleysi myndarinnar veldur
vonbrigðum. Þrátt fyrir allt dram-
að í fjölskyldumálunum, herset-
una, bælt tilfihningalíf undirleik-
arans, þá kemst það engan veginn
til skila í yfírborðskenndu og
af leiðandi verið minna haldið fram
opinberlega en skyldi. En nú hefur
dæmið snúist við og ber þá að horf-
ast í augu við staðreyndirnar og
draga lærdóm af þeim. Betur er
búið að myndunum en í annan tíma
og hafa þær flestar gengist undir
gagngerða hreinsun og njóta menn
hér forvörsluverkstæðis safnsins.
Gert hefur verið við sumar og lask-
aðir rammar færðir til fyrra horfs
og þótt skrautlegir séu hafa þeir
dijúgt sagnfræðilegt gildi og eru
að auk hluti gjafarinnar. Myndimar
njóta sín þó sumar hveijar mun
betur án rammanna og væri það
fullgild hugmynd fyrir seinni tíma
að sýna þær þannig.
Prýðilega er að sýningunni staðið
og sýningarskráin, sem er í sama
broti og smárit safnsins, einföld og
skilvirk. Bera Nordal ritar um
stofngjöfina og fylgja grein hennar
nokkrar gamlar myndir. Eftir skrif
hennar koma 24 skýrar og vel unn-
ar litmyndir af ýmsum málverk-
anna. Svo er er gripið í grein Björns
Bjarnarsonar „Söfn vor“, er birtist
í Heimdalli, Kaupmannahöfn, 7.
tölublaði, júlí 1884. Þarnæst kemur
æviferill Björns og loks skrá yfir
stofngjöfina. Það mætti rita langar
hugleiðingar um sjálf myndverkin,
en dregið saman í hnotskurn mun
þetta gott yfirlit yfír málverkaeign
á betri heimilum í Danmörku á
þessum tíma. Hins vegar fer íjarri
að þetta sé tæmandi yfirlit yfir það
sem var að gerast í danskri list á
þessum árum og verk nafnkennd-
ustu málararanna svo sem P.S.
Kröyer, Michael og Önnu Ancher,
og Joakim Skovgaard, eiga nokkuð
langt í land til að teljast lykilverk
í list þeirra þó frambærileg séu.
En þrátt fyrir allt telst þetta mikil
gjöf og við hveiju var svo sem að
búast á þessum tímum í ijósi áhuga
menntaðra íslendinga á æðri sjón-
listum?
Sýningin mun, eins og ég drap á
í upphafi, vekja upp ýmsar áleitnar
spurningar. Sumum svarar hún
sjálf, en aðrar kreijast nánari rann-
sókna og einungis í ljósi þess hefur
framkvæmdin ómetanlegt gildi.
Seinna gefst vonandi tækifæri
til að fjalla um málverkin og sam-
tíma norræna myndlist.
grunnristu handriti. Hins vegar
hefur maður á tilfinningunni að
bókin sem myndin er byggð á
hafi verið öllu matarmeiri, þess
sjást merki.
Leikurinn bætir lítið úr skák.
Aðalleikkonurnar báðar tepruleg-
ar í túlkun sinni, Safanova ósköp
tilgerðarleg og veldur ekki sem
skyldi hlutverki söngkonunnar, því
síður hinum dramatíska þætti, sem
skortir að auki allan tilfínninga-
þunga. Richard Bohringer er sá
eini sem vekur persónu til lífsins,
það dugar ekki til. Frakkar geta
gert mikið betur en þetta. Þó hún
sé þokkaleg ásýndum skilur mynd-
in ekkert eftir og persónurnar og
áhorfendur útundan.
Sæbjörn Valdimarsson
Nýjar bækur
• DÝRALÆKNIR ístríði og friði
er heiti á sjálfsævisögu Karls
Kortssonar dýralæknis í þýðingu
Óskar Ingimarssonar.
í kynningu útgefanda segir: „Það
eru engjar ýkjur að segja að margt
hafí drifið á daga dr. Karls Korts-
sonar. Hann komst til þroska í
Þýskalandi Hitlers, lauk þar námi
í dýralækningum og var liðsforingi
í dýralækningasveitum þýska hers-
ins 1940-45 á vígstöðvum víðsvegar
í Evrópu. Sjálfur segir dr. Karl: „Eg
er vinur kvenna og dýra, því að
þessar lífverur þurfa mikla um-
hyggju oghlýju." Árið 1950 fluttist
dr. Karl til Islands ásamt fjölskyldu
sinni og var héraðsdýralæknir á
Hellu í 35 ár. Fjölmargar myndir
eruíbókinni.
Útgefandi er Skjaldborg hf. Bók-
in er 256 bls. og bjó Ásgeir Guð-
mundsson hana til prentunar. Verð
3.480 kr.
• HESTAR og menn 1994 er ný
bók eftir Guðmund Jónsson og
Þorgeir Guðlaugsson.
í bókinni segir frá hestamönnum
og hestum þeirra í ferðalögum og
keppni. Umfjöllun um helstu mót
sumarsins og skrá yfir úrslit þeirra.
Viðtöl við þá kappa sem sköruðu
fram úr á árinu. Einnig er rætt við
hrossaræktendur og landsmóts-
haldara á Hellu. Bókin er prýdd
fjölda ljósmynda, bæði litmynda og
svarthvítra.
Útgefandi er Skjaldborg hf. Bók-
in er 250 bls. ístóru broti. Verð
3.980 kr.
• ÞÖGNIN rofin er heiti á nýrri
bók eftir Kristján Pétursson.
Kristján Pétursson er einn kunn-
asti löggæslumaður landsins um
árabil. Hér segir hann frá nokkrum
sakamálum sem ekki hefur verið
fjallað um opinberlega áður. Krist-
ján greinir einnig frá ýmsum
spaugilegum atvikum sem gerðust
á Keflavíkurflugvelli þegar hann
starfaði þar sem lögreglumaður og
deildarstjóri í tollgæslunni.
Útgefandi er Skjaldborg hf. Bók-
iner200bls. Verð 3.480 kr.
• VALLI á enga vini heitir ný bók
eftir Arnheiði Borg. Hún fjallar
um einmana dreng sem verður fyr-
ir einelti og á við lestrarvanda að
stríða, en í lok blasa við bjartari
tímar. í kynningu segir: „Höfundur-
inn er kennari sem gjörþekkir
vandamál barna, enda fjallar hún
um baráttu Valla á skilningsríkan
og trúverðugan hátt.“ Arnheiður
teiknaði sjálf myndir í bókina sem
er kilja skrifuð á léttu lesmáli og
ætluð börnum á ýmsum aldri.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 72 bls. ogprentuð í G.
Ben-Eddu prentstofu hf. Hún.kost-
ar 790 krónur.
• HLJÓÐBÓKAGERÐ Blindra-
félagsins hefur nú gefið út Grettis
sögu Ásmundarsonarí upplestri
Óskars Halldórssonar.
Óskar las söguna inn á segulband
hjá Ríkisútvarpinu árið 1981, en
henni var ekki útvarpað fyrr er
réttu ári eftir dauða hans. Óskar
var á sinni tíð einn kunnasti upples-
ari landsins.
Grettis saga Ásmundarsonar er
4 sex snældum. Hún fæst hjá
Blindrafélaginu og í bókaverslun-
um. Dreifingu í bókabúðir annast
Bókaútgáfan Bjartur.
• í KVÖLDSÖGUMeftir Þor-
grím Þráinsson eru fjórar mynd-
skreyttar ævintýrasögur fyrir
yngstu Iesendurna og börn á for-
skólaaldri. Sögurnar tengjast jólun-
um á einn eða annan hátt en hafa
þó sígilda skírskotun.
Snjókarl biður vin sinn að fljúga
með sér til fjarlægs lands til að
gefa veikum strák leikföng. Jóla-
sveinn týnir lyklunum að hlöðunni
þar sem gjafirnar eru geymdar og
sér fram á að geta ekki glatt börnin.
Útgefandi erFróði. Bókin erístóru
broti ogöll litprentuð. Myndirí
bókinni eru eftirHölIu Sólveigu
Þorgeirsdóttur. Bókin erprentunnin
í G.Ben./Edda Prentstofa hf. Verð
1.290 kr. m/vsk.
Bragi Ásgeirsson
Húsbændur
og hjú