Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 26

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nektardans og hjaðningavíg BOKMENNTIR Sam talsbók KRUMMI. HRAFNS SAGA GUNNLAUGSSONAR eftir Árna Þórarinsson. Fróði, 1994. Prentun Oddi — 335 síður. 3.390 kr. „SAMTALSBÓK, ekki ævisaga, ekki rannsóknat'blaðamenns_ka.“ Þetta er brot úr örformála Árna Þórarinssonar sem hann nefnir í upphafi. Vörn eða sókn? Sitt sýnist hvetjum. Ég ætla að halda mig við skil- greiningu Árna að hér sé um að ræða samtalsbók. Að vísu eru drög að ævisögu í bókinni og ekki síst minnispunktar Árna vegna bókar- innar. Skýrsla Hrafns um störf fyrr og síðar, einkum hjá Sjónvarp- inu, yegur þungt og ítarefnið (bréf, greinargerðir, blaðagreinar, endurritanir úr dómabókum) er hluti af henni. Ljótur flokkur í alræmdum sjónvarpsþætti fór Hrafn Gunnlaugsson of geyst og flaug of hátt að sumra dómi, en þó einkum samstarfsmanna hjá Sjónvarpinu. Það sem Hrafn gerði í þættinum og varla getur talist ámælisvert hjá dagskrárstjóra er að hann talaði af fullri hreinskilni og boðaði breytingar á dagskrá. Meðal þeirra var að leita eftir efni frá fólki utan stofnunar. Þetta og margt fleira í málflutningi Hrafns mun hafa mælst illa fyrir hjá innanhússfólki. Flestir þekkja framhaldið, undirróður og klögu- mál, og það er dyggilega rakið í Krumma. í þeirri sögu verður Heimir Steinsson fjandi með órætt glott á vör og margir stíga dans- spor í þeim ljóta flokki sem beitti sér gegn Hrafni. Heimir Steinsson verður afar ógeðfelld persóna í þeim lýsingum sem standa í Krumma og er ekki einn um það. En að lokum gerir Hrafn úr honum góðlátlegan bangsa sem veit ekki í hvom fótinn hann á að stíga. Hrafni er farið að þykja vænt um Heimi eins og fleiri óvini sína. Þótt margt óvarlegt sé látið falla um menn í Krumma er eðlislægt drenglyndi Hrafns og sanngimi þrátt fyrir allt með þeim hætti að honum verður yfirleitt fyrirgefíð. Bókin er hólmganga. Verstar eru kannski ýmsar nálegar athuga- semdir um kollega í kvikmynda- bransanum. Marglyndi og þversagnir Hrafn Gunnlaugsson er marg- lyndur maður eins og fram kemur í bókinni og ekki laus við þversagn- ir eins og fleiri listamenn. Því má ekki gleyma að hann er einnig rit- höfundur og hefur lagt sitt af mörkum til skáldskapar. Minningar hans um foreldra, systkin, börn, félaga og aðra nákomna eru verð- mætastar í þessari bók; sumir eru þó furðu dauflegir í spegli Hrafns og hafa varla unnið sér annað til frægðar en þekkja virtúósinn og hafa þóknast honum að éinhverju leyti. Hvergi finnst mér Hrafni takast betur en þegar hann ræðir um Eddu Kristjánsdóttur, eiginkonu sína. Hún ásamt Davíð Oddssyni og Vilmundi Gylfasyni stíga fram í bókinni sem merkilegar mannlýs- ingar út af fyrir sig. Síður tekst Hrafni þegar hann drepur á vinkon- ur sínar og hjásvæfur. Þar talar hann af gáleysi, en engu af síður hreinskilni eigi það að teljast lofs- vert. Hin helgu vé Áhrifaríkri dvöl Hrafns á bernskuárum í Skáleyjum á Breiða- firði eru gerð góð skil í bókinni. Þangað hefur hann sótt efnivið fyrr og síðar. Hin helgu vé, ein besta kvikmynd hans, er sprottin upp úr þeim jarðvegi og ástinni sem fáa lætur ósnortna. Frami Hrafns Gunnlaugssonar erlendis verður ekki dreginn í efa. Árni Þórarinsson sýnir í minnis- punktum sínum að Svíar hrífast af honum. Minnispunktarnir eru skrifaðir af leikni blaðamanns. Hrafn lætur það í veðri vaka oftar en einu sinni í bókinni að hann hefði átt að starfa áfram í Svíþjóð í staðinn fyrir að snúa heim. Um þetia er hægt að vera honum sam- mála. Það er ekki öfundsvert að vera „vandræðabarn" íslenskrar kvikmyndagerðar, en verðugt hlut- verk engu að síður. Hrafnslausir hefð- um við íslendingar líka sloppið við ýmsa Ijörkippi í sjónvarpi og getað helgað okkur logn- mollunni áfram. Tvær bækur Það eru af- burðagóðir kaflar og læsilegir í Krumma, til dæm- is sá fyrsti um lyktina af lífinu og dauðanum. En það eru líka hlutar í bókinni sem hefðu verið betur óskrifaðir, að minnsta kosti hefðu þeir mátt bíða þangað til Hrafn sækir um dvöl á elliheimili. Margir listamenn eiga það sameiginlegt með stjórnmálamönnum og öðru athyglissjúku fólki að vera upp- teknir af sjálfum sér og geta mas- að endalaust án tillits til hlustenda. Það er þess vegna álitamál hvort Krummi sé ekki tvær bækur frem- ur en ein. Ég hallast að því. Með því að halda deilumálum og einkamálum sem tengjast þeim að mestu í skefjum fengjum við betri mynd af listamanninum og ákafa- manninum Hrafni Gunnlaugssyni, en líka hinum næma og víðsýna innri manni sem er skáldið. Hrein- geming eða slett úr klaufum með fyrrgreindu ítarefni og ýmsu öðru púðri hefði hins vegar farið ágæt- lega í ritlihgi. „Strip-tease“ Árni Þórarinsson byggir upp vissa spennu milli sín og Hrafns og er það viðeigandi hjá „kerling- artusku" eins og Hrafn kallaði hann eftirminnilega. Árni fær Hrafn með sér í nektardans (and- legan að mati Hrafns) án þess að gerast um of nærgönguli. Eftir allt saman er Hrafns saga Gunnlaugssonar íslendingasaga en ekki saga af villimanni. Gildir einu þótt Árni Þórarinsson skrifí að Hrafn hafí „löngum gert allt vit- laust með myndum sínum, orðum og athöfnum“. Hveijir liggja í valnum að lokum verða lesendur að svara. Var ekki einu sinni talað um hjaðningavíg. Allir skuggabaldrar bókarinnar munu halda áfram að verða fyrir- ferðarmiklir feitir skuggar á svið- inu. Stjórnleysið, hin bráðnauðsyn- lega uppreisn, verður væntanlega að ösku. Jóhann Hjálmarsson Endurminningar að austan BOKMENNTIR Barnabók MEÐ BÓMULL í SKÓNUM eftir Iðunni Steinsdóttur. Iðunn, 1994 -139 síður. ENDURMINJ4INGAR eru rík uppspretta efnis hjá höfundum. Þeir sem skrifa slíka bækur og ætla þær fullorðnum lesendum gefa þær gjarnan út í formi ævi- sagna og rekja þar lífs- hlaup sitt með tilheyr- andi myndefni og bein- um frásögnum. Barna- bókahöfundar fara fremur þá leið að velja og hafna, setja söguna í sitt raunverulega um- hverfi en sögupersón- urnar verða nokkurs konar nýsköpun þar sem ólíkar persónur verða til úr nokkrum fyrirmyndum og nöfn- um er breytt. Efnivið þessarar sögu sækir höfundur í bernskuminningar sín- ar frá uppvaxtarárunum fyrir aust- an. Skólinn er að hefjast árið 1949 og umhverfið er dregið skýrum dráttum. Skömmtunarseðlar og vandræði með að fá helstu nauðsynj- ar voru staðreyndir sem þeir þekktu vel sem þá voru að alast upp. Þá þótti ekki tiltökumála þótt bómull væri sett í tána á skónum til þess að þeir entust lengur. Sagt er frá því þegar tækninýjungar hefja inn- reið sína og olíufýring er sett í hús. Þar með missir Einar í kolunum hluta af starfí sínu við að keyra kol á hestvagni um bæinn. Þeir sem tii þekkja geta staðsett söguna býsna nákvæmlega - brekkurnar inn af bænum, háu fjöllin, Tanginn og inn- bærinn - allt eru það kennileiti sem vel þekkjast, einnig skriðuföll sem oft hrella íbúana, og hylurinn í ánni rétt innan við lónið sem getur verið hættulegur þeim sem vilja nota skautasvellið. Sögupersónurnar eru nokkuð margar, krakkar í barnaskólanum, helstu skyldmenni þeirra og aðrir bæjarbúar. Börnin eru ekki mjög vel aðgreinanleg og hafa lítil persónu- einkenni nema þá helst Inga sem hefur bein í nefinu og lætur dálítið að sér kveða. Dögg er dekruð dóttir skipstjórans, ekki sérlega vinsæl og strákarnir hafa gaman af að stríða henni. Una er systir Ingu en hún er heldur uppburðarlítil og feimin. Sara er vinkona hennar. Valdi hrekkjusvín er ógnvaldur stelpnanna og Ormar er vinur hans. Þorsteinn er gáfaður og eini krakkinn í skólan- um sem er með þykk gleraugu. Binni og Þórir koma talsvert við sögu og þeir eiga systur sem heitir Hildur. Vigdís bætist ný í hópinn, en hún er dóttir nýja bæjarstjórans. Hún á bróður sem heitir Georg og er mjög sætur. Loks má nefna Löllu sem hefur gaman af að hræða krakkana með frásögnum af draugum og afturgöngum. Af fullorðna fólkinu má nefna afa og ömmu Unu og Ingu. Afi vinnur í bæjarvinnunni og á það til að hreyta einhverju út úr sér en amma er alltaf jafn góð og elskuleg. Afi á auk þess hest sem hon- um þykir vænt um og Inga hjálpar honum að annast hann. Aðrir koma við sögu án þess að þeim séu gerð skil nema sem svipmynd- um. Meðal þeirra er Jeggvan, færeyski dyravörðurinn, Lína sáluga sem ekki er með öllum mjalla og bíl- stjórinn Villi sling sem alltaf er með beygluð brettin. Niels fyllibytta flækist um bæinn, sjálfum sér verstur en góður karl inn við bein- ið. Ekkert þeirra er dregið verulega skýrum dráttum. Skólinn kemur talsvert við sögu en ekki er hann skemmtilegur stað- ur. Kennsluaðferðir einkennast helst af stagli og eru ekki sérlega nútíma- legar. Erfitt er að fylgjast með, því efnið er svo þrautleiðinlegt. Kennar- arnir eru misjafnir. Ingimundur leið- inlegur og skapstirður en Ólafur skemmtilegur því að hann er næst- um aldrei reiður. Fátt er um spennandi eða eftir- minnilega viðburði. Þarna er gamall brandarinn um strákinn sem ekki kann faðirvorið og finnst að endilega þurfi að vera naut í því. í bókinni eru líka nokkrar hrekkjusvínasögur eins og þegar strákamir binda band í fléttu Daggar og binda hana síðan fasta. Annars er helst um hversdags- lega atburði að ræða. Krakkarnir plokka ristla í sláturtíðinni og tína rifsber og þau klifra upp á fjall í leit að sólskininu þar sem einn dett- ur og meiðir sig. í sögunni eru líka tvær barnsfæðingar og eitt dauðs- fall. Sagan um bómullina í skónum er vel skrifuð saga en efnið er ekki lík- legt til að höfða mikið til krakka nútímans. Til þess er stígandi sög- unnar of hæg og atburðirnir of líf- lausir. Það þykir til dæmis áreiðan- lega ekkert markvert nú til dags að heyra nafnið sitt nefnt í óskalaga- þætti. Sagan getur eflaust glatt marga sem voru í barnaskóla árið 1949. Þarna sjá þeir skemmtilega svipmynd af sinni eigin æsku. En þeir sem fæddir eru 35 árum síðar kunna að eiga erfítt með að skynja nokkuð heillandi við heim sögunnar. Sigrún Klara Hannesdóttir Iðunn Steinsdóttir Og napur vindur blés Verslunarmannafélag ísafjarðar BOKMENNTIR Skáldsajja FORBOÐN A BORGIN Eftir William Bell. Guðlaug Richter íslenskaði. Útgefandi Mál og menn- ing 1994,195 bls. FORBOÐNA borgin er þroska- saga feðga sem dvelja þrjá mánuði í Kína árið 1989 á vegum kanad- ískrar sjónvarpsstöðvar og verða vitni að atburðum á Torgi hins him- neska friðar í Peking. Höfundur sögunnar var búsettur í Kína og byggir frásögnina að hluta á lýsing- um sjónarvotta. í upphafi ritar sögumaður, Alexander Jackson, 17 ára skilnaðarbarn frá Kanada, for- mála sem gefur lesandanum nasa- sjón af straumhvörfunum í lífí feðg- anna. Hann leiðir hugann að kvæð- inu um Ódysseif, hinn unga herkon- ung sem heyr langa og hatramma orrustu í fjarlægu landi en þolraun- ir hans verða til þess að hann getur ekki snúið aftur til fyrra lífs. Atburðum hvers dags er síðan lýst í fyrstu persónu gegnum Alex, sem tekst að koma stigmagnandi spennu þegar dregur til tíðinda á Torgi hins himneska friðar býsna vel til skila. Lesandinn fær góða innsýn í í hugrenningar Alex, en sér föðurinn tökumanninn Tedda Jackson, barnalegan ofurhuga sem gjarnan teflir á tæpasta vað og helst tæpar ef unnt er, einvörðungu með orðskýringum sonarins. í fyrstu eru þeir feðgar uppveðr- aðir yfír fréttagildi atburðanna, sem heimamenn lýsa sem nöprum vindi, og endasendast gegnum borgina með tökuvélar, talstöðvar og segul- bönd. En þegar kínverski herinn lætur til sín taka fyrir alvöru verða þeir viðskila og Alex verður fyrir skoti. Um leið fer í hönd áhrifa- mesta lýsing bókarinnar á atburð- unum og sálarstríði piltsins, sem þrátt fyrir fagmannlega tilburði í fréttamennskunni er bara sautján ára. „Það sem ég vildi helst var að komast frá Kína, snúa baki við hryllingnum. Kína var ekki mitt föðurland. Ég bar ekki ábyrgð á því sem gerðist." (bls. 145). Feðgunum til aðstoðar í Peking er túlkurinn Lao Xu sem jafnframt er handbendi stjórnvalda. Viðbrögð hans og hugsanir eru mótvægi við túlkanir útlendinganna á því sem fram fer og einnig fæst nokkur innsýn í kínverskan menningarheim gegnum tungumálanám Alex og kynni af sagnahefð Kínveija. Upp- bygging bókarinnar er því með ágætum og hún er laglega unnin á köflum. Prentvillur eru því miður þónokkrar og þýðingin talsvert óís- lensk sums staðar. Dæmi: Eddi sagði halló og stefndi á sturtuna með pípuna uppi í sér... Ég þrýsti á takkann og líf kviknaði á skján- um, bls. 76. Blöðrur svifu í endum þandra strengja, bls. 62. „Jæja,“ sagði pabbi og leit í kringum sig með ljómandi augum, bls. 23, o.s.frv. Einnig glittir víða í frum- textann, hvað orðaröð varðar og ofnotkun á fomöfnum og staðarat- viksorðum. Þótt margt sé ágætlega gert og hugsanlegt sé að ekki hafi verið mikill tími til stefnu hefði að ósekju mátt sníða þessa hnökra af. En ef menn eru tilbúnir að leiða það hjá sér er bókin spennandi og skemmtileg lesning fyrir unglinga. Helga Kristín Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.