Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ismeygileg
kímni
BOKMENNTIR
Ljóðabók
GUÐ OG MAMMA HANS
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur.
Mál og menning 1994.
Prentun G. Ben-Edda. - 58 síður.
KÁTT ER frelsi ímyndunarafls-
ins í fyrstu ljóðabók Jóhönnu
Sveinsdóttur sem hún nefnir Guð
og mamma hans. Fjöl-
skrúðugar og frumleg-
ar hugmyndir og
óvenjuleg viðfangsefni
setja mark sitt á hann.
En umfram allt er hún
persónuleg og
skemmtileg.
Nærvera höfundar
er ákaflega áberandi í
þessari bók. Að sumu
leyti minnir hún á dag-
bók. Við förum með
höfundi í ferðalag til
Ítalíu og Frakklands.
Þetta er þó ekki eigin-
leg ferðasaga heldur
greinir Jóhanna frá
hughrifum sem hún
hefur orðið fyrir þarna
suðurfrá en þar hefur hún dvalið
undanfarin þtjú ár. Athyglin beinist
fyrst og fremst að fólki, máli þess
og menningu. En einnig og kannski
ekki síður að hennar eigin upplifun;
þrám og hugsunum.
Jóhanna leitar viðfangsefna á
ólíklegustu stöðum og sjónarhom
hennar er gjarnan dálítið óvænt,
kvenlegt, á stundum málfræðilegt
og jafnvel gastrónómískt. Ég minn-
ist þess t.a.m. ekki að hafa áður
lesið ljóð um heimþrá á borð við
kvæðið Kjölfestu, þar sem aðallega
er íjallað um mismunandi þýðingar
á orðinu naglalakkseyðir. Á öðmm
stað fjallar Jóhanna um italskan
karlmann og leikur sér að fram-
burði hinnar ítölsku orðmyndar
orðsins un uomo og/eða fleirtölu
með ákveðnum greini gli uomini og
kemst á sinn tvíræða hátt að þeirri
gagnmerku niðurstöðu um þessa
tungubrjóta að „beri maður / þá
fram, til dæmis/ í tunglsljósi / verð-
ur beinlínis / reimt“.
Kaldhæðni sem þessi setur oft
mark sitt á kvæði Jóhönnu hvort
sem hún fjallar um uppáhalds yrkis-
efni sitt, karlmennina, eða þá ástir,
þrár og samskipti karla og kvenna.
I titilljóði bókarinnar segir þannig:
Eftir þrumuveðrið er hijótt og
svalt í þröngu og blautu strætinu,
hvorki gól í barni né sífur í söngv-
ara þegar á bresta háttbundin vein
himmneskra elskenda:
Dio! Dio!
Mamma mia!
Dio! Dio!
Mamma mia!
Svo dettur í hljótt og svalt á ný.
Texti er alltaf meira en augað
sér og eyrað nemur.
Ekki á þetta síst við
um texta ljóðs. Vísun
eða grunnkveikja getur
opnað heila veröld.
Sama gildir um mynd-
mál og tákn ef vel er
með farið. Kvæði Jó-
hönnu eru þannig ver-
aldir. Mörg þeirra eru
ijóð í lausu máli og
segja örsögu sem skír-
skotar á einhvem hátt
út fyrir svið textans.
Þannig kallast skáld-
konan á við ýmis skáld,
íslensk og suðræn;
sofnar yfir Höndum og
orðum í Luxemburgar-
garðinum og tekur
kattarsonnettu Baudelaires áprent-
aða á bol út úr þurrkaranum. En á
bak við vísanirnar, orðaleikina og
grrunkveikjurnar er svo lífsins al-
vara, þrár og kenndir; einsemd,
framandleiki og firring.
Ljóðheimur Jóhönnu sækir margt
til súrrealismans, ekki síst mynd-
málið. Fallegt finnst mér til dæmis
ljóðið Hvítt og kalt þar sem mjall-
hvítur ljóðmælandi bíður eftir að
prinsinn kreisti eplið og smjúgi
milli varanna sem
roðna
og
lyfta sér
léttskýjaðar
upp á
desember
himininn
þetta síðasta síðdegi
Þessi frumraun Jóhönnu Sveins-
dóttur er í senn persónuleg og
ísmeygilega kímin. Þrátt fyrir kald-
hæðnina einkennist hún umfram
allt af ást á máli og ást á fólki. Og
er hægt að fara fram á meira?
Skafti Þ. Halldórsson
í KVÖLD kl. 20.00 verða haldnir
tónleikar á Kjarvalsstöðum með
bresku hljómsveitinni „The Hafl-
er trio“ og íslensku hljómsveitinni
Reptilicus.
I hljómsveitinni „The Hafler
trio“ er aðeins einn maður, hljóð-
listamaðurinn Ándrew McKenzie.
Andrew McKenzie hefur staðið
fyrir fjölda tónleika út um allan
heim auk þess sem hann hefur
gefið út tugi geisladiska. Um þess-
ar mundir tekur hann einnig þátt
í samsýningu í Gerðubergi, þar
sem hann flytur frumsamda
LEIKÞÁTTURINN „Og þá mun
enginn skuggi vera til“ hefur verið
sýndur víða um land síðustu vikum-
ar á vinnustöðum og hjá félagasam-
tökum.
í fréttatilkynningu segir: „Vegna
mikillar eftirspurnar hafa aðstand-
endur leikþáttarins ákveðið að
standa fyrir tveimur opnum sýning-
um og verða þær í Kaffíleikhúsinu
í Hlaðvarpanum fimmtudagana 8.
og 15. desember. Sýningarnar hefj-
ast kl. 21 en húsið verður opnað
kl. 19 og er boðið upp á kvöldverð
fyrir og eftir sýningu.
„Og þá mun enginn skuggj vera
til“ er einleikur og fjallar um konu,
sem gerir upp fortíð sína við óvenju-
legar aðstæður, rifjar upp atburði
úr æsku og lýsir áhrifum þeirrar
HLJOMSVEITIN Reptilicus
Tónleikar
á Kjarvals-
stöðum
hljóðlist við verk Erlu Þórarins-
dóttur. Andrew McKenzie vinnur
algjörlega með hljóð sem hann
tengir saman á ýmsan máta, til
dæmis með hjálp tölvutækni.
reynslu sem hún varð fyrir. Áhorf-
endum gefst tækifæri til að auka
skilning sinn á þessu viðkvæma
máiefni, en sifjaspell er eitt best
varðveitta leyndarmál í samfélagi
okkar og svartur blettur á siðmennt-
uðu þjóðfélagi. Nauðsynlegt er að
auka umræðuna um sifjaspell og
afleiðingar þess, því fræðsla og upp-
lýst umræða er grundvöllur þess að
forða megi börnum og unglingum
frá lífsreynslu sem getur valdið þeim
óbætanlegu tjóni. Möguleiki er á
umræðum eftir sýningu. Rétt er að
geta þess að sýningin er ekki við
hæfí barna.“
Leikkona er Kolbrún Ema Pét-
ursdóttir, leikstjóri Hlín Agnarsdótt-
ir og sýningarstjóri Björg Gísladótt-
ir.
Nýlega kom út geisladiskur
með verkum sem Andrew samdi
við smásögur Peters Greenaway
kvikmyndaleikstjóra og verða
meðal annars leikin verk af þess-
um diski á tónleikunum.
Hljómsveitina Reptilicus skipa
Jóhann Eiríksson og Guðmundur
Markússon. í ágúst síðastliðnum
vann Andrew McKenzie með þeim
að geisladiski sem gefinn verður
út af hollensk/bandarísku fyrir-
tæki eftir áramótin. Þeir munu
ieika verk af honum ásamt ýmsu
nýju efni.
Bókakynn-
ingar í
Bókasafni
Kópavogs
í BÓKASAFNI Kópavogs lesa, eins
og undanfarin ár, höfundar úr
nýútkomnum bókum sínum. Einnig
verður boðið upp á tónlistaratriði.
Fimmtudaginn 8. desember kl.
19.30 syngur Samkór Kópavogs í
safninu og byijað verður að lesa
úr nýjum bókum fyrir fullorðna
kl. 20.
Laugardaginn 10. desember kl.
13.40 syngur svo kór Snælands-
skóla og byijað verður að lesa úr
nýjum barna- og unglingabókum
kl. 14.
I fréttatilkynningu segir að
Kópavogsbúar séu hvattir til að
koma á þessar samkomur, njóta
góðrar tónlistar og kynna sér nýj-
ustu bækurnar.
Ekki eru teknar pantanir á
jólabækur fyrr en 1. febrúar 1995.
Jóhanna
Sveinsdóttir
„Þá mun enginn
skuggi vera til“
Leikþáttur um sifjaspell og afleiðingar þess
SOS BARNAÞORPIN AISLANDI
-§c----------------------------------------
I Vinsamlegast sendið mér bækling um
SOS BARNAÞORPIN, mér ab kostnaöarlausu
Ég vil styrkja barn í:
Asíu meb 1.000,- kr. á mánubi
Afríku "
S.-Ameríku
Ég vil styrkja uppbyggingu þorpa hjá SOS
með 1.000,- kr. ársfjórbungslega
" mánaðarlega
Nafn___________________________________
Heimilisfang_____________________________
Bæjarfélag ______________________________
Kennitala_______________
-3"C-
□
□
□
□
□
□
Greiðslufyrirkomulag:
Gíró Q VISA Q Kort nr.______________________
_______________________________________
SOS BARNAÞORPIN • HAMRABORG 1
200 KÓPAVOGUR • SÍMI: 64 29 10
Jólatónleikar
í Askirkju
KAMMERSVEIT Reykjavíkur mun halda sína árlegu jólatónleika í Ás-
kirkju sunnudaginn 11. desember. Jólatónleikar þessir eru orðnir fastur
liður í starfi Kamersveitarinnar og verður boðið upp á barokkverk á
aðventunni eftir H. Purcell, A. Cicaldi og J.S. Bach.
Að þessu sinni hefur hljómsveitin
fengið til liðs við sig fjóra unga og
hljóðfæraleikara; Einar Kristján
Einarsson og Kristinn H. Árnason
munu ílytja Konsert í G-dúr fyrir
tvo gftara eftir A. Vivaldi, Gerður
Gunnarsdóttir fiðluleikari flytur
Konsert í a-moll eftir J.S. Bach og
Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari
flytur svítu nr. 2 í h-moll, einnig
eftir J.S. Bach.
Tónleikarnir verða sem fyrr seg-
ir í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17.
Miðar verða seldir við innganginn
3VO og áskriftarkort á alla tónleika
vetrarins. Geisladiskur Kammer-
sveitarinnar með upptöku frá jóla-
tónleikum 1992 verður til sölu við
innganginn á afsláttarverði.
Góð bók í Geysishúsinu
Rithöfundar
lesa úr verk-
um sínum
ÚTGÁFUSÝNINGIN Góð bók
stendur nú yfir í Geysishúsinu. í
tengslum við sýninguna lesa rithöf-
undar úr verkum sínum.
í kvöld ki. 20.30. munu verða
kynnt verk eftir Einar Kárason,
Fríðu Á. Sigurðardóttur, Jónas Þor-
bjarnarson, Thor Vilhjálmsson og
Vigdísi Grímsdóttur.