Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 33
AÐSENDAR GREINAR
Hvað er það sem
fjármálaráðherra telur
óframkvæmanlegt,
spyr Þorgeir Ibsen,
í skattastefnu Sjálf-
stæðisflokksins?
rv
Þrátt fyrir værugirni og áhuga-
leysi of margra þingmanna á mál-
efnum aldraðra og réttlætiskröfum
þeirra um að afnema tví- og þrí-
•sköttun á ellilífeyri, hefur nokkrum
góðum þingmönnum runnið seina-
gangurinn til rifja og vilja afnema
ranglætið og sýnt það í verki með
tillöguflutningi. Á fyrstu dögum
þingsins í haust báru þau Guðmund-
ur Hallvarðsson, Sólveig Péturs-
dóttir og Vilhjálmur Egilsson fram
þingsályktunartillögu um að leggja
fram frumvarp um að afnema tvís-
köttun á lífeyrisgreiðslur og um
jafnræði í skattalegri meðferð
vaxtahluta lífeyris. Og nú síðast er
að koma fram frumyarp_ frá Finni
Ingólfssyni, Guðna Á. Ágústssyni
o.fl. að afnema þessa illræmdu tví-
og margsköttun á iðgjaldagreiðslur
lífejrissjóða.
I góðri grein í DV. 10. nóv. sl.,
„Aldraðir féflettir“, reifar og ræðir
Haukur Helgason, Úrvalsritstjóri,
mál þessi af mikilli sanngimi og lýk-
ur grein sinni með þessum orðum:
„Nú er því tækifæri lífeyrisþega
að fylgja þessari hreyfingu eftir.“
Undir þetta skal tekið heilshugar
með Hauki um leið og honum er
þakkaður góður stuðningur við að
mikið réttlætismál nái fram að
ganga.
V
Það var ekki til að hrópa húrra
fyrir, þegar lagst var á úrbótatillögu
Guðmundur H. Garðarssonar
(1990), þáverandi þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, um að koma á
réttlátri skipan á skattalegri með-
ferð lífeyristekna. Tillaga Guð-
mundar hefur legið í salti í rösk 5
ár. Það er langur tími í Iífi aldraðs
manns, karls eða konu, sem hefur
verið beittur tví- og þrísköttunar-
ranglætinu á fátæklegan lífeyri sinn.
Launþegar, sem komnir eru á lífeyr-
isaldur, telja sig hafa fyllilega unnið
fyrir sínum lífeyri í þjónustu sinni
við ríki og bæ og aðra. Greitt
keisaranum — hinu opinbera — það
sem keisarans var — og yfir höfuð
að tala — með litlum undantekning-
um eða engum — hvorki reynt að
stela né fela fyrir skattheimtunni
það, sem sameiginlegum sjóði
landsmanna, ríkissjóði, bar hveiju
sinni. Enda, sem betur fer, ekki
þarna hægt um vik, þar sem launa-
maðurinn er með allt sitt á þurru
og laun hans opinber, liggjandi pall-
flöt fyrir þeim, sem fremja álögurn-
ar. Fátíð hafa því skattsvik verið af
hálfu þessa hluta þegnanna, þ.e.
launþeganna. Kannski er það fyrir
skilvirkni og góða skilasemi þessara
skattþegna, sem þeim er refsað af
hinu opinbera með fáheyrðri og fram
úr hófi ranglátri og frekjulegri
skattheimtu.
VI
Þingsályktunartillaga þeirra
Guðmundar Hallvarðssonar, Sól-
veigar Pétursdóttur og Vilhjálms
Egilssonar var raunar ekki annað
en það, að staðið væri við þau fyrir-
heit síðasta Landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins, að skattamisréttið, sem
aldraðir bjuggu við, yrði leiðrétt,
mál þeirra færð til betri vegar. Nú
er kjörtímabilið senn á enda, en lítt
bólar á úrbótum í þessu efni og
ekki á hreinu að við fyrirheitin verði
staðið. Ef svo illa tækist til að enn
yrði þetta réttlætismál hundsað og
því stungið undir stól, yrði það mjög
miður, því að fátt er verra í ríki,
sem vill láta telja sig meo rétt-
arríkjum, en skattaleg mismunun
þegnanna.
I apríl 1993 átti tímaritið Vikan
viðtal við íjármálaráðherra, Friðrik
Sophusson. Það er harla umhugsun-
arvert og hið athyglisverðasta. Þar,
á bls. 27. 8.tbl., varpar blaðamaður
þessum orðum m.a. til fjármálaráð-
herra: „Sjálfstæðisflokkurinn lofaði
í samþykkt landsfundar 1991 að
lækka skattahlutfallið í 35 prósent.
Nú er það komið í rúmlega 41 pró-
sent. Hvað gerðist?
Hér birtist aðeins upphafið og Iít-
ill hluti af svari ráðherrans, sem
sagði m.a.: „Tilþess að ræða skatta-
stefnu Sjálfstæðisflokksins þarf að
skoða það plagg í heild sinni. Þar
kennir nú ýmissa grasa og ég er
býsna hræddur um að sumt af því
sem þar segir hafi verið nánast
óframkvæmanlegt... “
Um þessi upphafsorð að lengra
svari fjármálaráðherra við spurn-
ingu blaðamannsins er rétt að fara
nokkrum orðum, þar sem allt svarið
er ekki birt hér, heldur sá hluti þess,
upphafshluturinn, sem snertir það,
sem grein þessi fjallar um.
Ekki skal það dregið í efa og
reyndar má taka undir það með
ráðherra að „sumt“ í skattastefnu
Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt
var á landsfundinum 1991, „hafi
nánast verið óframkvæmanlegt", en
þetta „sumt“ sem hann á við, er
samt óljóst og þokukennt. Hvað er
það, sem nánast hefur verið ófram-
kvæmanlegt af því, sem lagt er til
í skattastefnunni? Það væri fróðlegt
að fá að vita það. Varla getur það
átt við þau atriði, þar sem lagt er
til að þegnarnir sitji við sama borð,
þegar um álögur og skatta er að
ræða, að komið sé í veg fyrir það
af fremsta megni, að á því sviði sé
fólki mismunað. En það er einmitt
hið sorglega, sem gerst hefur í tíð
núverandi fjármálaráðherra, þótt
margt sé annars vel um hann, að
honum hefur ekki tekist, fremur en
fyrirrennurum hans, enn sem komið
er, og kjörtímabilinu senn að ljúka,
að eyða því himinhrópandi ranglæti
að tví- og þrískattleggja lífeyri
gamla fólksins. Þessi tví- og þrí-
sköttunarhringavitleysa sýnist því
ófrávíkjanlega tilheyra því „suma“
sem ráðherra telur „hafa nánast
verið óframkvæmanlegt" í skatta-
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Að láta
undir höfuð leggjast, þegar tæki-
færi er til, að eyða óréttlætinu og
standa með réttlætinu, er ekki ein-
asta siðlaust, heldur líka stórhættu-
legt lýðfrelsinu og lýðveldinu sem
réttarríki. Það hlýtur að vera keppi-
kefli góðra valdsmanna, sem vilja
þjóð sinni vel, að „gera rétt“ og
„þola ekki órétt“.
Höfundur er fyrrverandi
skólastjóri.
eykur orku og úthald
Fæst í apótekum
Apple
prentarar
við allra hæfi
StyleWriter II
Þetta er vinsælasti prentarinn frá Apple.
Hann prentar allt að tvær síður á mínútu
í miklum gæðum, eða 360 x 360 punkta
á tommu. 39 leturgerðir íylgja.
34.105,- l
Color StyleWriter 2400
Mjög góður litaprentari á fínu verði. Hægt
er að nettengja hann svo margir notendur
geti prentað á hann. Prentar litasíðu á u.þ.b.
þremur mínútum, en þrjár síður á mínútu,
sé einungis prentað með svörtu. Prentlitir
eru fjórir. Ath. 360 punkta upplausn.
LaserWriter Select 360
Mjög sprækur leysiprentari með 600
punkta upplausn. Styður Adobe
PostScript og PCL 5. Hefur 7 Mb minni
og er tengjanlegur við Macintosh- og
PC-samhæfðar tölvur.
1 48.000,- kr
LaserWriter Pro 16/600 PS
Geysilega öflugur og hraðvirkur leysiprentari
með Ethernet-tengi. Prentar allt að 16 síður á
mín. í 600 pkt. uppl. Hefur 8 Mb minni og er
hægt að tengja við margar mismunandi tölvu-
tegundir samtímis. Þar sem gerðar eru miklar
kröfur til prenthraða og gæða, er þetta lausnin.
305.900," kr.
TIL ALLT AÐ 18 MÁIUAÐA
.. .já, þú finnur
örugglega einn
við þitt hæfi !
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00