Morgunblaðið - 08.12.1994, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MISMUNUN, SEM
TORVELDAR
SAMKEPPNI
SAMKEPPNISRÁÐ hefur bent samgönguráðherra á að
ákvæði hafnalagá um ríkisstyrki til upptökumannvirkja
í höfnum á vegum opinberra aðila stangist á við markmið
samkeppnislaga. Einkafyrirtæki í skipasmíðaiðnaði séu ekki
styrkhæf samkvæmt hafnalögum og eigi því ekki kost á ríkis-
styrkjum á sama hátt og þegar hafnasjóðir eigi upptökumann-
virkin. í þessu sé fólgin mismunun, sem sé til þess fallin að
torvelda fijálsa samkeppni.
Samkeppnisráð bendir á að dæmi séu um að skipasmíða-
stöðvar leiti til sveitarfélaga og hafnasjóða um að sveitarfélög
kaupi upptökumannvirki en leigi þau svo aftur til viðkomandi
stöðvar.
„Með þessu móti verður upptökumannvirkið styrkhæft og
að auki virðist almenna reglan vera sú að leigutekjur hafna-
sjóða af mannvirkjum sem þessum séu langt frá því að standa
undir kostnaði við framkvæmdina. Hér því um að ræða að-
stoð hlutaðeigandi sveitarfélags við atvinnuuppbyggingu á
viðkomandi stað,“ segir ráðið. Það bendir á að þetta raski
samkeppnisstöðu einkarekinna skipasmíðastöðva.
Hafnarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir nokkru viljayfir-
lýsingu um að höfnin myndi kaupa slippa Stálsmiðjunnar og
leigja fyrirtækinu þá aftur. Þessi ákvörðun var gagnrýnd í
forystugrein hér í Morgunblaðinu á þeim forsendum að hér
væri um að ræða opinbera fyrirgreiðslu við fyrirtæki, sem ætti
í samkeppni við önnur einkafyrirtæki, sem ekki nytu sömu
fyrirgreiðslu.
Á sömu forsendum hefur Morgunblaðið gagnrýnt fyrirhug-
aðan ríkisstyrk til kaupa á flotkví fyrir Akureyrarhöfn. Þær
fyrirætlanir eru tilefni álits samkeppnisráðs. Normi hf. í
Garðabæ kærði ríkisstyrkinn til Samkeppnisstofnunar, þar
sem fyrirtækið telur hann brjóta í bága við samkeppnislög.
Normi er einkafyrirtæki, sem nýtur ekki ríkisstyrkja, og hugð-
ist smíða stærstu dráttarbraut á landinu, en telur að ríkisstyrk-
ur til keppinautarins á Akureyri myndi kippa grundvellinum
undan þeirri starfsemi.
Normi hefur jafnframt kært fyrirhugaðan ríkisstyrk til
Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem fyrirtækið telur hann brjóta
i bága við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Eftirlits-
stofnunin mun taka afstöðu til málsins fljótlega. Hver svo sem
úrskurðurinn kann að verða, er ljóst að ríkisstyrkir, sem mis-
muna fyrirtækjum, ganga gegn þeim meginreglum, sem hafa
náð æ meiri fótfestu í evrópskum samkeppnisrétti á undanförn-
um árum.
Morgunblaðið hefur áður bent á að ekki verði lengur staðið
í vegi fyrir kröfum frá fjölmörgum atvinnugreinum um að
opinber fyrirgreiðsla verði ekki til þess að raska möguleikum
fyrirtækja i samkeppni við önnur. Þessar kröfur eru eðlilegar
í alla staði, í skipasmíðaiðnaði jafnt sem í öðrum atvinnugrein-
um.
Það kann að mega færa rök fyrir því að skipasmíðar séu nú
í svo miklum erfiðleikum, að styrkja beri fyrirtæki í greininni
til endurskipulagningar eða þróunarstarfs. En eitt verður þá
yfir alla að ganga. Það eru úrelt vinnubrögð að stjórnmála-
menn hygli einu fyrirtæki á kostnað annars.
Það er þess vegna sjálfsagt mál að samgönguráðherra
bregðist vel við ábendingu samkeppnisráðs um að endurskoða
hafnalög, þannig að mismunun einkafyrirtækja og þeirra, sem
eru í opinberri eigu eða njóta opinbers stuðnings, verði afnum-
in. Það er og í samræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
SKRÖK FYRIR HÁDEGI,
SANNSÖGLISÍÐEGIS
GUÐRÚN Helgadóttir, þingmaður Aiþýðubandalagsins,
sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að hún hefði
„skrökvað svolítið“ þegar hún sagðist í samtali við blaðamann
á DV þá um morguninn ekki ætla að færa sig úr 2. sæti fram-
boðslista flokksins í Reykjavík.
„Ég ætlaði satt að segja ekkert að segja sannleikann í
morgun. Ég ákvað það ekki fyrr en um hádegi þegar ég vissi
endanlega að þessir tveir frambjóðsendur myndu taka sætið.
Svo ég skrökvaði svolítið að þér í morgunsárið,“ sagði Guðrún
þegar hún hafði lýst því yfir að hún myndi taka 4. sæti listans.
Það er tvennt ólíkt að láta ekki uppi afstöðu sína og að
skrökva í blaðaviðtölum. Hvaða traust geta kjósendur borið
til stjórnmálamanns, sem skrökvar fyrir hádegi en segir satt
síðdegis? Hefur Guðrún Helgadóttir sömu afstöðu til sannleik-
ans í öðrum þeim málum, sem hún fjallar um?
VARNIR GEGN SKEMMDARVERKUM í BÍLAGEYIIi
HLUTI bílageymslunnar í Hamraborg hefur verið endumýjaður, gerður bjartari og vistlegri. Lokið verðu
unnar árið 1996. Bæjarsjóður Kópavogs og húsfélagið skipta með sér kostnaði við enc
Samstaða íbúa og
umgengnisreglur
skipta mestu
Lýsing á því hvemig ráðist var á konu í bíla-
geymslu við heimili hennar í Reylqavík í fyrra-
dag og hún rænd minnir á atriði úr kvik-
mynd. Óhug slær að fólki þegar fréttist um
slíkt ódæðisverk. Gréta Ingþórsdóttir ræddi
við nokkra menn sem hafa þekkingu á öryggis-
málum og reynslu af umbótum í bílageymslu
sem áður var vettvangur tíðra skemmdarverka.
fbúar í Hamraborg geta fylgst
með umferð í bílageymslunni
gegnum eftirlitsmyndavélac,
BÍLAGEYMSLUR hafa ekki
verið algengur vettvangur
líkamsárása hériendis hing-
að til, samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu. Árásin á Margréti
Guðnadóttur í bílageymslu við Skelja-
granda í fyrradag virðist því sem bet-
ur fer vera einsdæmi. Hins vegar
hefur talsvert verið um innbrot í bíla
og skemmdarverk í bílageymslum
undanfarin ár. Að sögn Ómars Smára
Ármannssonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns hjá lögreglunni í Reykjavík,
skiptir mestu í þeirri viðleitni að koma
í veg fyrir skemmdarverk í bíla-
geymslum að íbúar og húsfélög setji
umgengnisreglur. Þar sem óeining
meðal íbúa og slæm umgengni við-
gangist virðist innbrot og skemmdar-
verk einnig vera tíðust.
Miklar endurbætur hafa verið gerð-
ar á bílageymslunni í Hamraborg í
Kópavogi og í rúmt ár hafa allir íbúar
hússins getað fylgst með bílageymsl-
unni úr íbúðum sínum í gegnum kapal-
kerfi. Að sögn Þóris Steingrímssonar,
formanns Hamraborgarráðsins, húsfé-
lagsins í Hamraborg, var mikið um
skemmdarverk á húsnæðinu sjálfu,
skemmdarverk á bílum og innbrot í
þá. Ekki hafi liðið sú vika að ekki
hafí verið skemmd Ijós og bflar eða
kveikt í póstkössum. Hann telur að
tjón fyrir á þriðju milljón króna hafi
verið unnið í geymslunni árlega þar
til húsfélagið réðst í myndavélavæð-
inguna.
Kerfið að borga sig upp
Þórir segir að kostnaður við mynda-
vélakerfið hafi verið talsverður, eða
um 2,5 milljónir króna. Það verði hins
vegar búið að borga sig upp strax í
byrjun næsta árs. Hann segir að það
sé augiýst við alla innganga og inn-
keyrslur að fylgst sé með svæðinu á
þennan hátt og raunin sé sú að
skemmdarverk heyri nánast sögunni
til. Uppákomur í bílageymslunni megi
telja á fingrum annarrar handar frá
því kerfið var sett upp.
Geymslan gerð bjartari og
vistlegri
Á síðasta ári var einnig byijað að
endurbyggja bílageymsluna og gera
hana bjartari og vistlegri en áður.
Þórir segir að gömlu fólki hafí þótt
óhugnanlegt að fara í gegnum hana
en þannig háttar til að aðalgönguleið-
in úr Hamraborginni og yfir á bæjar-
skrifstofur Kópavogs liggur í gegnum
geymsluna.
Bæjarsjóður Kópavogs annast
rekstur bílageymslunnar í samráði við
húseigendur. Kostnaður við endur-
byggingu geymslnanna nemur um 72
milljónum króna og skiptist hann þann-
ig að bærinn borgar 55% og húseigend-
ur 45%. Endurbyggingu allra geymsln-
anna á að ljúka á árinu 1996.
Tvö kerfi samtengd
Bílageymslan í Hamraborg tekur
270 bíla, úr henni er gengið inn í 13
stigaganga og 9 fyrirtæki. Þar að
auki er akstursleið í gegnum hana
þannig að þar er alltaf einhver um-
ferð. Þórir segir fyrirhugað að koma
upp myndavélum í bílageymslum í
Fannborg og samtengja kerfin. Þá
yrðu tæplega 330 íbúðir tengdar kerf-
inu og úr þeim yrði hægt að fylgjast
með allri umferð í bílageymslum
Hamraborgar og Fannborgar og við
bensínsölu Olís í Hamraborg. Þórir
segir að fyrirtækið hafi sýnt þessu
verkefni mikinn áhuga og muni taka
þátt í kostnaði við það.
Þórir segir að forsvarsmenn ann-
arra húsfélaga hafi haft samband við
sig vegna bílageymslna og hann hafi
svarað fyrirspurnum frá þeim og
mælt eindregið með því að eftirlits-
kerfi séu sett upp í bílageymslum. Þau
hafi mjög sterk varnaðaráhrif og mik-
inn fælingarmátt gagnvart þeim sem
hyggist bijóta af sér. Þá sé kerfið
ekki eingöngu notað til að fylgjast
með hugsanlegum afbrotum heldur
einnig til þess að íbúar viti hveijir séu
á ferð í bílageymslunni.
Þórir segir mikla ánægju ríkja með
þessar breytingar. Fólk sé mun örugg-
ara nú en áður. Ástandinu í bíla-
geymslunni hafi verið líkt við Harlem
en nú sé búið að breyta Hamraborg-
inni úr Harlem í höll.
Fyrirbyggjandi að fá menn í
eftirlitsferðir
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, segist best
þekkja til í Hamraborginni vegna þess
að fyrirtækið hafi séð um að koma
upp myndavélakerfinu þar. Hann seg-
ir það vera að færast í vöxt að mynda-
vélar séu notaðar til eftirlits, jafnt
utan dyra sem innan, ekki síst vegna
þess að þær hefðu lækkað mjög í
verði síðustu ár.
Hannes segir að Securitas hafi ver-
ið fengið til að taka að sér eftirlit í
bílageymslum sem séu opnar. Þær séu
margar þannig að auðvelt sé að vinna
þar skemmdarverk og bijótast inn í
bíla í skjóli myrkurs. Hann segir að
með því að lýsa vel upp bílageymslur