Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Pólitískt sjónarspil
og pólitískir trúðar
í MORGUNBLAÐINU 18. nóv-
ember sl. birtist grein undir fyrir-
sögninni „Tívolíhúsið í Hveragerði
til sölu“ ásamt mynd af Hvera-
gerði þar sem segir að Hveragerð-
isbær hafi keypt Tívolíhúsið „með
það í huga að lífga upp á bæjarlíf-
ið og vera með markað í húsinu
um helgar“. Umræða um siðferði
og siðferðiskröfur til þeirra sem
fara með almannafé hefur verið
nokkur undanfarið og nefni ég í
því sambandi Listahátíð Hafnar-
fjarðar, ferðakostnað sveit-
arstjórnar Patreksfjarðar, dagpen-
inga og ferðakostnað til maka ráð-
herra á ferðalögum erlendis. Grein
þessi er innlegg í þá umræðu. Þess
skal jafnframt strax getið að undir-
ritaður byggði umrætt hús og rak
þar skemmtigarðsstarfsemi frá
1988 til haustsins 1993.
Sérstaða Tívolíhússins
Tívolíhúsið var sérhannað og
byggt fyrir skemmtigarðsstarf-
semi veturinn 1987. Starfsemin
hófst á skírdag 14. apríl 1987.
Tívolístarfsemin, þ.e. rekstur vél-
knúinna leiktækja, var síðan starf-
rækt allt að 6 mánuði ár hvert til
haustsins 1993. Tívolí Hveragerði
átti fastan sess í hugum yngstu
kynslóðarinnar um land allt sem
vinsæll skemmtigarður. Staðsetn-
ing Tívolíhússins í Hveragerði er
góð með tilliti til þess að fjölskyldu-
fólk á höfuðborgarsvæðinu þarf
að fara stutt og Hveragerði er í
alfaraleið. Tívolístarfsemi er hluti
af menningu í Evrópu og víðar og
hefur verið það síðustu 100 ár.
Með tilliti til framangreinds var
bygging Tívolíhússins í Hveragerði
ekki út í bláinn.
Byggingarkostnaður
Framreiknaður lóðar- og bygg-
ingakostnaður Tívolíhússins er yfir
80.000.000 kr. en byggingarkostn-
aður fór tugmilljónir fram úr
kostnaðaráætlun verkfræðings
hússins. Slíkt er ekki einsdæmi um
sérhannaðar bygging-
ar, sbr. t.d. ráðhús-
bygginguna og Perluna
í Reykjavík. Undirrit-
aður lenti því í veruleg-
um greiðsluerfiðleikum
vegna skuldsétningar.
Háði það tívolístarf-
seminni en ein af
rekstrarforsendum tí-
volístarfsemi er einmitt
að bjóða sífellt upp á
kostnaðarsamar nýj-
ungar.
Hveragerðisbær
kaupir Tívolíhúsið
Búnaðarbankinn
eignaðist Tívolíhúsið á
uppboði í október 1993. Ég átti í
samningaviðræðum við bankann
um kaup á húsinu en samningar
tókust ekki. Hveragerðisbær átti
forkaupsrétt á húsinu. Þá kynnti
ég forráðamönnum Hveragerðis-
bæjar með bréfum og viðtölum
áhuga minn á því að tívolístarfsem-
in yrði rekin áfram í húsinu. Við-
brögð þáverandi bæjarstjóra og
meirihluta Hveragerðisbæjar voru
hins vegar þau að fá Tívolíhúsið
keypt sem fyrst til eigin nota. Þá
átti ég aftur viðræður við Búnaðar-
bankann um kaup en án árangurs.
Bankinn gaf mér þriggja vikna
frest til að rýma húsið ella yrðu
öll vélknúnu leiktækin og annað í
húsinu íjarlægt að viðlögðum út-
burði með aðstoð sýslumanns. Við
þessar aðstæður varð ég að gefa
upp alla von um frekari rekstur
Tívolísins. Tívolíhúsið var rýmt
strax í apríl sl. og tókst að selja
vélknúnu leiktækin úr landi.
Pólitískt sjónarspil
Skilyrðislaus krafa fyrrverandi
bæjarstjóra og sveitarstjómar-
meirihluta Hveragerðisbæjar og
gegn vilja minnihlutans um að Tí-
volíhúsið væri tómt fyrir afhend-
ingu strax í apríl sl. var hluti af
pólitísku sjónarspili þeirra til að
Ólafur
Ragnarsson hrl.
Gæða húsgögn
á góðu verði
Stórglæsilegir hornsófar
2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti
Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt.
Yerð aðeins kr. 123.900 stgr.
Líttu á verðið!
Euro raðgr. til allt að 36 mánaða. Visa raðgr. til allt að 18 mánaða.
Yalhúsgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375.
slá ryki í augu Hver-
gerðinga. Ætlun þeirra
var að opna þar
útimarkaðsstarfsemi
fyrir notað og nýtt á
vegum bæjarins í þeim
tilgangi að kaupa sér
vinsældir meðan nýja-
brumið væri á starf-
seminni og afia sér
þannig atkvæða í sveit-
arstjórnarkosningun-
um í maí sl. Þessi lodd-
arabrögð mistókust'
hrapallega. Starfsemin
gekk illa og var húsinu
lokað löngu fyrr en
ráðgert var. Markaðs-
starfsemin var í sam-
keppni við aðra smásölu í Hvera-
gerði og mikil óánægja varð meðal
Hvergerðinga með markaðsstarf-
semina. Og fýrrverandi meirihluti
kolféll og sjálfstæðismenn unnu
stórsigur og mynda nú einir meiri-
hluta. Bæjarstjórinn hrökklaðist
úr bænum. Öllum mátti vera ljóst
að markaðsstarfsemin var fyr-
Þeir sem vinna við
stjórnsýslu, segir Olaf-
ur Ragnarsson, eru
þjónar almennings en
ekki öfugt.
irfram dæmd til að mistakast en
þessi loddarabrögð voru samt
keyrð í gegn á atkvæðaveiðunum.
Tjónið vegna sjónarspilsins borga
Hvergerðingar eins og alltaf alls
staðar þegar siðspilltir ráðamenn
stjórna eftir eigin geðþótta.
Beittir ranglæti
Eðlilegt má teljast að Hvera-
gerðisbær hlúi að atvinnustarfsemi
í bænum á þessum tímum atvinnu-
leysis. Því var full ástæða til að
leigja húsið út til áframhaldandi
tívolístarfsemi eða a.m.k. hluta
þess. í Tívolíinu unnu eingöngu
Hvergerðingar.
★ í Tívolíinu var að auki rekin
útimarkaðsstarfsemi fyrir notað og
nýtt en takmarkaður áhugi var á
slíkum rekstri.
★ Tekjur Hveragerðisbæjar, raf-
magn og fasteignagjöld, af tívolí-
starfseminni hafa verið á aðra millj-
ón króna ár hvert.
★ Kostnaður Hveragerðisbæjar
umfram tekjur af umræddri mark-
aðsstarfsemi sumarið 1994 var yfir
4.000.000 kr. skv. áreiðanlegum
heimildum.
★ Að auki má geta þess að Hvera-
gerðisbær fékk styrk úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði vegna Tívolí-
hússins. Styrkumsóknin og styrk-
veitingin er siðlaus og sóun á skatt-
peningum með tilliti til þess að
verið var að koma í veg fyrir at-
vinnustarfsemi sem þegar fór fram
í húsinu.
Viðurkenndar siðferðiskröfur
1. Fjárhagsleg ákvörðun hverju
sinni verður að vera vel ígrunduð
og óumdeild. íbúarnir, skattgreið-
endur, borga tjónið hveiju sinni ef
ákvörðun reynist röng.
2. Ráðamenn setji almannahags-
muni ofar sérhagsmunum.
3. Sveitarstjórnir reki ekki at-
vinnustarfsemi í samkeppni við
einkaaðila nema hagsmunir
sveitarfélagsins mæli með því.
4. Þess sé gætt að fjárhagslegar
ákvarðanir mismuni ekki íbúunum.
Ákvörðun sem er ekki almenns
eðlis má ekki bitna á einstökum
íbúum eða veita einstökum íbúum
Við eignm ekkert
erindi í ESB
Fyrri grein
ÞÉGAR rætt hefír verið um
aðild íslands að ESB undanfarið
hefír hvað eftir annað heyrst, að
engin eða svo til engin umræða
hafí farið fram um málið, kosti eða
galla aðildar og önnur vandainál
sem kynnu að koma upp ef við
gengjum í það og einnig ef við
stæðum utan þess. Ég vil því koma
á framfæri minni skoðun á málinu,
af því líka að ég veit að margir
eru sama sinnis.
Ég ætla að byija þessa grein
með því að segja, að ég tel enga
ástæðu til þess að við Islendingar
sækjum um aðild að
Evrópusambandinu, en
tek jafnframt fram, að
ég tel þá, sem vilja
sækja um aðild eða
vilja láta kanna hvaða
kostir eru til boða fyrir
okkur, ekkert verri ís-
lendinga fyrir það. Það
er hinsvegar hreinn
bamaskapur og sýnd-
armennska að ætla sér
að sækja um aðild að-
eins til þess að kanna
með hvaða skilmálum
hún fengist. Við emm
ekki einir í heiminum
og væntanlegir við-
semjendur okkar fylgj-
ast með umræðunni og myndu taka
mið af henni í hugsanlegum samn-
ingaúmleitunum.
Sagj; hefir verið að í álitsgjörð-
um frá starfsmönnum háskólans,
sem enn hafa ekki verið birtar,
telji þeir hagkvæmt að ganga í
Evrópusambandið sem fullgildir
aðilar. Um þessi álit er að svo
komnu máli ekki hægt að ræða,
bæði er að þau hafa ekki verið
birt og þeir geta heldur ekki gefið
skynsamlegt álit um annað en það
sem hægt er að reikna til verðs.
Það sem snertir tilfinningar okkar
sem þjóðar eru þeir ekki færari
um að dæma en hver annar.
Hitt er svo annað mál, að senni-
legt er að vissir þættir efnahags-
lífsins njóti góðs af veru í samband-
Jón ísberg
inu, en við missum líka margt og
þá er bara að vega og meta. Við
erum fullvalda þjóð og getum ráð-
ið málum okkar sjálf. T.d. getum
við skert þetta fullveldi með því
að gangast undir forræði ríkja-
bandalags. Það er hugtakabrengl-
un og bara rugl að halda því fram
að sjálfstæði þjóða nú á dögum
felist í því að afsala sér sjálfstæð-
inu og sameinast öðrum og sterk-
ari þjóðum. Erum við íslendingar
ekki svolítið upp með okkur af því
að hafa átt okkar þátt í að Eystra-
saltslöndin sögðu sambandinu við
Rússa upp? Ef þeir sem beijast
fyrir aðgangi að Evrópubandalag-
inu nú væru sjálfum
sér samkvæmir ættu
þeir að harma sjálf-
stæði þessara ríkja, en
auðvitað þora þeir það
ekki og segja að þau
hafi verið þvinguð inn
í rússneska veldið, en
hver er munurinn á því
að ógn manni í fjötrum
með byssu, ef hann er
ekki góða bamið, og
því að halda kúfuðum
diski af mat fyrir fram-
an hungraðan mann og
segja við hann: Þetta
færðu ef þú gerir eins
og ég vil, annars máttu
drepast fyrir mér?
Umbúðalaust er það þetta sem
okkur er boðað. Okkur er sagt að
við verðum einangruð og úti á
klakanum ef við göngum ekki í
þetta bandalag.
En verðum við það? Við tökum
nú þátt í mörgum alþjóðasamtök-
um og íslenskar konur og karlar
hafa komist þar í áhrifastöður af
eigin ágæti en ekki eftir höfðatölu,
því þá kæmi það ef til vill fyrir
einu sinni á öld. Norðmenn kvört-
uðu yfir því, þegar hafréttarsátt-
málinn var gerður, að íslendingar
hefðu þar meiri áhrif en íbúafjöldi
landsins gæfi tilefni til. Við eigum
mjög gott samstarf við Bandaríkin
og vaxandi samstarf við ríki þau,
sem eiga lönd að Norður-Atlants-
hafinu og íshafinu, þar með taldir
Engin ástæða er til að
sækja um aðild að ESB,
segir Jón ísberg, en
þeir sem það vilja eru
--------------3>--------------
ekki verri Islendingar
__________en aðrir.___________
Rússar. Ef við göngum í Evrópu-
sambandið getum við ekki samið
við þessi ríki heldur gerir samband-
ið það. Og hverra hagsmunir halda
menn að komi til með að vega
þyngra, hagsmunir sjómanna og
fiskvinnslufólks í verstöðvum Ís-
lands, Norður-Noregs og Græn-
lands, að ekki sé talað um Rúss-
lands, eða stórútgerða Spánar og
Portúgals og raunar líka tilfinning-
ar fólks, sem æsa má upp eins og
umræðan um hvalamálið hefir bor-
ið með sér?
Norðmenn hafa þegar gert um-
deildan samning við ESB og feng-
ið ívilnanir til örfárra ára, en hvað
skeður þegar semja á upp á nýtt?
Við höfum reynsluna hér að heim-
an. Skrifuðu ekki stjórnvöld upp á
það í desember sl. að sveitarfélög-
in þyrftu aðeins í það eina skipti
að greiða 600 millj. kr. til atvinnu-
leysismála, en taka svo þennan
tekjustofn inn í fjárlagafrumvarpið
í ár? Ef menn halda að svona nokk-
uð komi ekki fyrir í milliríkjavið-
skiptum, ættu þeir að rifja upp
atburðina í Frakklandi sl. vetur.
Evrópubúar vita yfirhöfuð lítið
um ísland og í augum margra
þeirra, sem eitthvað vita, er ísland
nánast verstöð. Og ef til vill ekki
óeðlilegt, því margir okkar ágæt-
ustu manna líta einnig þannig á,
þótt þeir geri sér það ekki ljóst.
Þetta kemur t.d. fram í hugmynd-
um um að virkja til þess svo að
flytja orkuna út til notkunar í Evr-
ópu í stað þess að byggja upp
orkufrekan iðnað hér á landi.
Þetta er nú innskot, sem ég tek
til þess að minna á þessa landlægu
minnimáttarkennd gagnvart út-
lendingum. Sérstaklega ef við för-