Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Siv Friðleifsdóttir í 1. sæti
> NÚ BLASIR við að verulegar
breytingar verða á þingmannaliði
Framsóknarflokksins við næstu
alþingiskosningar, þar sem þrír af
núverandi þingmönnum flokksins
gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
í Reykjaneskjördæmi, þar sem
Framsóknarflokkurinn vann
marga glæsta kosningasigra í
bæjar- og sveitarstjómakosningum
sl. vor, liggur fyrir að nýtt fólk
mun leiða flokkinn í komandi kosn-
ingabaráttu til Alþingis, því núver-
andi þingmaður flokksins hefur
^ákveðið að draga sig í hlé.
Frá pólitísku sjónarhorni er
Reykjaneskjördæmi margslungið:
Ekkert af núverandi kjördæmum
landsins hefur innan sinna vébanda
jafn fjölbreytta hagsmuni mismun-
andi atvinnuvega og Reykjanes-
kjördæmi. Nálægt 40% af kjósend-
um kjördæmisins í komandi al-
þingiskosningum er á aldrinum
18-35 ára og um það bil 10% kjós-
enda kjördæmisins munu þá greiða
atkvæði í kosningum til Alþingis í
fyrsta sinn.
Það er ljóst að miklu máli skipt-
ir, að framboðslista Framsóknar-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
leiði manneskja sem hefur reynslu
af pólitískri forystu, og jafnframt
hæfileika til þess að setja sig inn
í, oft á tíðum ólíka hagsmuni fyrir-
tækja og einstaklinga í kjördæm-
inu. Djúpstæður skilningur á þörf-
um og vandamálum alls þess unga
fólks, sem glímir við erfiða
greiðslubyrði húsnæðislána, náms-
Svo er fulltrúi nýrra
tíma í Framsóknar-
flokknum, að mati Ingi-
bjargar Davíðsdóttur,
Reyknesinga.
lána, og er jafnvel án atvinnu er
skilyrði þess að Framsóknar-
flokknum farnist vel í komandi
kosningum.
Það er mín skoðun að Siv Frið-
leifsdóttir sé sá leiðtogi er leitt
geti Framsóknarflokkinn til nýrrar
sóknar í Reykjanes-
kjördæmi í komandi
alþingiskosningum.
Siv Friðleifsdóttir er
ekki einungis vel
menntaður og reynslu-
mikill stjórnmálamað-
ur. Hún hefur jafn-
framt til að bera þá
hörku, festu og víðsýni
sem allir alvöru stjórn-
málamenn þurfa að
hafa. Siv hefur í
tveimur síðustu bæjar-
stjómarkosningum
leitt sameiginlegan
lista félagshyggju-
fólks á Seltjarnarnesi
með glæsilegum
árangri, og sýnt þar og sannað að
hún metur meira sameiginlega
pólitíska hagsmuni félagshyggju-
afla en þrönga hagsmuni sjálfrar
sín. Siv hefur með fjölmörgum
störfum sínum, svo sem innan
„Norræna ,félagsins“
og „Samtökum um
vestræna samvinnu“,
aflað sér meiri þekk-
ingar á sviði utanríkis-
mála en almennt ger-
ist meðal stjórnmála-
manna, og ég fullyrði
meiri en nokkur annar
frambjóðandi í próf-
kjöri Framsókn-
arflokksins Reykja-
nesi lO^desember nk.
Reyknesingar! Siv
Friðleifsdóttir er ekki
einungis verðugur
fulltrúi á Alþingi ís-
lendinga, hún er jafn-
framt fulltrúi nýrra
tíma í Framsóknarflokknum, þar
sem konur munu í ríkara mæli
verða að skipa forystusess.
Höfundur er BA í
stjórnmálafræði.
verðugur þingfulltrúi
Ingibjörg
Davíðsdóttir
NÚ STYTTIST
tíminn óðfluga til
’ -1 næstu Alþingiskosn-
inga. Stjómmálaflokk-
amir em nú að velja
fólk á sína lista, ýmist
með prófkjöri eða upp-
stillingu.
Ég vil minna á opið
prófkjör Framsóknar-
flokksins í Reykjanes-
kjördæmi 10. desember
næstkomandi. Ekki er
skilyrði fyrir þátttöku
að vera flokksbundinn
- í Framsóknarflokkn-
um.
Um 40% kjósenda
hér á landi em á aldrin-
um 18-35 ára. Það er mikilvægt
að þessi hópur hafi málsvara ofar-
lega á listum stjórnmálaflokkanna.
Það hefur færst í vöxt nú undan-
farið að eldra fólk hefur vikið fyrir
yngra fólki og sums staðar hefur
þeim eldri verið hafnað. Það er sjálf-
sögð skylda stjórnmálaflokkanna að
endurnýja sínar forystusveitir með
ungu, dugmiklu og framsæknu
fólki. Ungu fólki með nýjar hug-
myndir og áherslur.
Siv Friðleifsdóttir sækist eftir 1.
sæti Framsóknar-
flokksins á Reykjanesi.
Þar fer ung kona sem
þorir, getur og vill.
Hún hefur áralanga
reynslu af félags- og
stjórnmálum, þrátt fyr-
ir ungan aldur. Hún
hefur setið í mörgum
nefndum og ráðum á
vegum hins opinbera
og látið gott af sér
leiða.
Hún situr í bæjar-
stjóm í sínu sveitarfé-
lagi og leiðir þar list-
ann. Þetta sýnir best
hversu mikið traust
bæjarbúar bera til
hennar og hennar verka. Það em
fáir flokkar sem geta státað af jafn
ungum sveitarstjórnarmönnum og
Framsóknarflokkurinn, eftir síðustu
sveitarstjórnarkosningar.
Það hefur einnig mikil endurnýj-
un á sér stað í forystusveit flokks-
ins. Á nýliðnu flokksþingi kynnti
flokkurinn stefnuskrá sína. Yfir-
skrift þingsins var Fólk í fyrirrúmi.
Framsóknarflokkurinn er eini flokk-
urinn sem vaknaður er til meðvit-
undar um þarfir unga fólksins. I
stefnuskránni em kynntar miklar
breytingar í húsnæðislánakerfínu,
stóraukinn réttur gifts fólks, í
skatta- og dagvistarmálum, björg-
unaraðgerðir til handa heimilum í
landinu, og lengi mætti telja. Hver
er betur fallinn til að fylgja þessari
stefnu eftir, en ung manneskja, Siv
þekkir þessi mál af eigin raun.
Framsóknarflokkurinn má ekki
láta þetta tækifæri sér úr greipum
ganga. Á meðan hinir flokkamir
Siv er kona sem þorir,
getur og vill, segir Vig-
dís Hauksdóttir, sem
mælir með Siv í fyrsta
sæti framboðslista
Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
stilla upp sínum gömlu, lúnu brýn-
um, kjörtímabil eftir kjörtímabil,
sem hafa ekki nokkurt skynbragð á
þarfir og nauðsynjar ungs fólks er
Siv verðugur og glæsilegur fulltrúi.
Það er mikilvægt að hún hljóti
góða kosningu í fyrsta sæti listans,
og leiði hann til glæsilegs kosninga-
sigurs í Alþingiskosningunum í vor.
Höfundur er blómakaupmaður.
Opið prófkjör í
Reykjaneskjördæmi
Vigdís
Hauksdóttir
Ný hringleið - bylt-
in g í ferðaþjónustu
STRAUMUR ferða-
manna til íslands hefur
vaxið gífurlega á
undanfömum ámm.
Á þessu ári eru horf-
ur á að 180 þúsund
erlendir ferðamenn
komi til landsins og
skili þeir um 9 milljörð-
um króna í tekjur til
þjóðarbúsins. Athygli
vekur að þeim ferða-
mönnum fjölgar sem
hér hafa skamma við-
dvöl.
Aukin þjónusta á
Suðurnesjum
Það skiptir gífurlega
miklu máli hvernig tekið er á móti
öllu þessu fólki og hvaða þjónusta
því er boðin. Þetta á ekki síður við
um þá sem stansa stutt.
* í þessu sambandi þarf að skoða
á hvern hátt er hægt að auka um-
svif í ferðaþjónustu í tengslum við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýta
þessa miklu umferð ferðamanna til
atvinnuuppbyggingar á Suðumesj-
um.
Lengi vel virtist það vera nátt-
úmlögmál að allir flugfarþegar
yrðu að fara til Reykjavíkur til gist-
ingar. Þetta er sem
betur fer að breytast
eftir að hótelrekstur
hófst í Keflavík.
Fyrir þá sem ein-
ungis hafa skamma
viðdvöl hér á landi er
mikilvægt að byggja
upp þjónustu sem næst
flugvellinum.
Bláa lónið er lýsandi
dæmi um hvernig nýta
má þá kosti sem nátt-
úra svæðisins gefur.
Ný hringferð
Nú er farið að ræða
breikkun Reykjanes-
brautarinnar vegna
þeirrar miklu umferðar sem um
hana fer. Ljóst er að bæta þarf
samgönguleiðina milli Suðurnesja
og Reykjavíkur en mér finnst að
skoða þurfi fleiri kosti í því sam-
bandi en breikkun Reykjanesbraut-
ar.
Fram hafa komið athyglsiverðar
hugmyndir um lagningu vegar á
sunnanverðu Reykjanesi; um
Grindavík og Krísuvík og þaðan til
Reykjavíkur.
Þessi leið er ein hin stórbrotnasta
og sérkennilegasta sem til er í okk-
Unnur
Stefánsdóttir
ar landshluta og ólíkt áhugaverðari
fyrir ferðamenn en þjóðleiðin norð-
an á nesinu.
í framhaldi af slíkum vegi mætti
hugsa sér nýjan veg frá Krísuvík
um Selvog til Þorlákshafnar og
Hveragerðis. Þá er þess að geta að
áform eru uppi um vegagerð frá
Kambabrún sunnan Hengils til
Nesjavalla. Þá væri búið að opna
nýja hringleið fyrir þá ferðamenn
sem hafa lítinn tíma. Á þessari leið
Nýta þarf mikla umferð
ferðamanna, segir Unn-
ur Stefánsdóttir, til
atvinnuuppbyggingar á
Suðurnesjum.
gefst færi á kynnast mörgu af því
sem áhugaverðast er að sjá og
reyna á Islandi.
Til þess að greiða slíkum hug-
myndum Ieið þarf samstarf þing-
manna úr þremur kjördæmum;
Reykjanesi, Reykjavík og Suður-
landi. Varla getur reynst erfítt að
ná samstöðu meðal þingmanna, þar
sem slík uppbygging gæti haft
mikla þýðingu fyrir atvinnusköpun
í þessum kjördæmum.
Höfundur er leikskólakennari í
Kópa vogi og tekur þátt í prófkjöri
framsóknarmanna & Reykjanesi
10. des. nk.
Fólk í fyrirrúmi
HEITI greinar þessarar er sótt í
kjörorð Framsóknarflokksins fyrir
næstu alþingiskosningar. í henni
felst að flokkurinn lætur hagsmuni
fólksins, fjölskyldn-
anna í landinu, skipa
öndvegi í stefnuskrá
sinni. En hvað táknar
það? Svarið er einfalt:
Fólk í fyrirrúmi felur í
sér að stjórnmálum sé
beitt í þágu almennings
en ekki fáeinna útval-
inna og að efnahagur
heimila og þjóðarbús
sé öruggur. Því miður
verður þess lítt vart í
vinnulagi stjómar-
flokkanna með þeim
hörmulegu afleiðingum
að mörg heimili eiga
alvarlega í vök að verj-
ast og í atvinnulífinu
ríkir stöðnun. Þessu
vill Framsóknarflokk-
urinn breyta - þannig vill hann láta
fólk vera í fyrirrúmi. í því skyni
þarf að afla fjár og skipta svo kök-
unni eftir hugmyndum manngildis.
Heimsfrægar vörur?
Danir ráða yfir takmörkuðum auð-
lindum. Þeir grípa til þess ráðs að
nýta hráefni sitt til hins ýtrasta og
skapa sér sem mest verðmæti. Þetta
hefur skilað þeim árangri að danskar
matvörur t.d. eru heimsfrægar. Þess-
um árangri hafa frændur vorir náð
með því að tengja saman auðlindir
sínar og hugvit.
Til samanburðar má skoða sem
dæmi að verðmæti sjávarafla á
Reykjanesi einu var árið 1993 um 8
milljarðar króna. Megnið af vörunni
er flutt úr landi lítt unnið. Bænim
við gæfu til aif ná sama framleiðslu-
stigi og Danir gæti sama hráefni
gefið okkur 14 milljarða verðmæti i
stað 8. Þarna munar heilum sex
milljörðum í Reykjanesi einu og þarf
engan snilling til að sjá hvaða áhrif
sú búbót hefði á mannlíf allt. Munur-
inn byggir á því einu að skapa sér
aukin verðmæti úr sama hráefni. í
Evrópu og Bandaríkjunum stefnir í
að almenningur kaupi sér að lang-
mestu leyti tilbúna rétti til matar (í
örbylgjuofna o.s.frv.). Markaður fyr-
ir fullunnar sjávarafurðir og land-
búnaðar er m.ö.o. stór og fer vax-
andi. Þar eru sóknarfæri okkar
ótæmandi.
Skera eða raða?
Ekkert gerist af sjálfu sér. Hlut-
verk stjórnmálamanna er að skapa
skilyrði fyrir efnahagsvexti. Til þess
þarf að raða málum í forgangsröð
eftir markmiðum í stað þess að beita
niðurskurðarhnífnum á alla mála-
flokka. Þar með erum við njörvuð í
stöðnun og óbreytt ástand. Markmið-
ið er að efla verðmæti. Til þess þarf
aðgerðir. Nefna má nokkrar:
Eigi að örva fullvinnslu verður að
efla rannsóknir þannig að ávallt séu
fyrir hendi nýjar upplýsingar og nýj-
ar hugmyndir í þróun á vörum og
öðru er snertir framleiðslu. Því á ríki
og atvinnulíf að leggja mun meira
fé til rannsókna.
Ekki fer alltaf saman hugvit og
peningaeign. Þess vegna þarf að
leggja fé til að örva og
styrkja íslenska hugvits-
menn en af þeim eigum
við nóg. Vandinn er sá
að þeir eiga nú erfítt
með að fá fé til að þróa
hugmyndir sínar.
Starfsmenntun er lyk-
ilatriði í verðmætasköp-
un. Þannig hafa t.d.
Danir og Japanir lagt
áherslu á þann þátt sem
lið í uppbyggingu efna-
hagslífs.
Vextir og almenn
starfsskilyrði fyrirtækja
verða að vera þannig að
þau geti meira en skrimt
og ekki hverfi allt þrek
þeirra í afborganir lána.
Góð vara selst vel ef
hún er kynnt neytendum. Við verðum
þess vegna að fjárfesta í kraftmikilli
markaðssókn erlendis, t.d. hópi dug-
mikilla einstaklinga er hafa ekkert
annað að atvinnu.
Ofantaldir þættir hafa allir útgjöld
Leggja þarf fé, segir
Hjálmar Arnason, til
að styrkja íslenska hug-
vitsmenn.
í för með sér. En þar er um að ræða
fjárfestingu sem skilar sér margfalt
til baka. Þannig aukum við verð-
mæti, þannig hleypum við vexti í
atvinnulíf og útrýmum atvinnuleysi.
Þá getum við líka gert okkur vonir
um bjartari sýn til framtíðar.
Fyrir fólkið
Eilíft deiluefni er skipting þjóðar-
kökunnar. Framsóknarflokkurinn
leggur áherslu á að henni sé skipt á
grundvelli manngildis þar sem fólkið
er haft í fyrirrúmi. Þannig á að stýra
útgjöldum að fólk fái mannsæmandi
laun fyrir vinnu sína, laun sem upp-
fylla grundvallarþarfir allra. Gera
þarf fólki kleift að stunda vinnu sína
án þess að vera á eilífum þeytingi
með böm á milli leikskóla eða gæslu-
staða. Skuldafeni heimilanna verður
að eyða með sértækum skuldbreyt-
ingum. Skattur á að vera réttlátur -
tvísköttun þarf að hverfa, hjón að
geta notið að fullu persónuafsláttar
og hátekjuskattur alls ekki afnuminn.
Forgangsröðun ríkiskassans á þess-
um nótum miðar að því að fólkið í
landinu geti haft atvinnu og haft
aðstöðu til að stunda hana, átt heim-
ili og um leið notið þess að vera
manneskjur. Þannig birtist stefna
framsóknar - stefna er setur mann-
gildi ofar auðgildi - lætur fólk vera
í fyrirrúmi. Um það snúast kosning-
arnar í vor. Kjósenda er svo að velja.
Höfundur er skólamcistari og
tekur þátt í prófkjöri
Framsóknarmanna í
Reykjancskjördæmi.
Hjálmar
Árnason