Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.12.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 47 I 1 I i ! ; I i i i i < < < < árin sem við fengum að vera sam- ferða. Við sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Svandísar Sigurðardóttur. Gréta Bachmann, Sólveig Guðmundsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir. „Ég bið að heilsa strákunum,“ voru síðustu orðin sem Svandís tal- aði til mín. Þessi orð eru um margt táknræn fyrir Svandísi því þrátt fyrir að hún væri þá orðin alvarlega sjúk var hugurinn eftir sem áður bundinn við velferð annarra. Þetta var laugardaginn 26. nóvember en þá hafði verið haldin veisla i tilefni af því að lokið var endurbótum á húsnæði sambýlisins Auðarstrætis 15, en þar bjó Svandís síðustu árin. Á þriðjudag var hún öll. Kynni okkar Svandísar hófust 1984 er hún flutti í sambýlið en þá hafði ég stuttu áður hafið þar störf. Á þessum áratug kynntumst við vel eins og algengt er með fólk sem er í eins mikilli nálægð hvert við annað eins og íbúar og starfs- fólk á sambýlum. Svandís gerði aldrei neinar kröf- ur til lífsgæða sér til handa. Hún hafði hins vegar töluverðar áhyggj- ur hvort mér myndi vegna nægilega vel í lífinu og þegar ég stóð í ein- hveijum fjárfestingum, húsakaup- um eða þvíumlíku hafði hún þungar áhyggjur af að nú væri ég að tefla á tæpasta vað og bauðst þá til að lána mér lítilræði ef það mætti koma að gagni. Þegar hún síðan sá að ég myndi nú komast sæmi- lega frá þessu gladdist hún veru- lega. Tvennt gladdi Svandísi mest, að vera í návist barna og gefa fólki gjafir. Það er lýsandi að hún sagði mér þann 26. nóvember að hún væri búin að kaupa og pakka inn öllum jólagjöfum. Hún spurði mig einnig hvort Þórdísi konu mína vant- aði ekki eldhústuskur eða strákana leista, en hvort tveggja hafði hún séð um að pijóna fyrir fjölskylduna. Heimsóknir Svandísar til mín eða heimsóknir sona minna til hennar voru gleðistundir. Þá var gantast, kitlað og hlegið. Einnig var það ómæld gleði sem fylgdi því þegar konan mín eða tengdamóðir komu færandi hendi með rjúkandi sviða- kjamma sem þakklætisvott fyrir all- an pijónaskapinn, en svið þótti Svandísi sá besti gjaldmiðill sem hægt væri að greiða í. Fyrir allt þetta skal nú þakkað því sá maður sem fær að kynnast fólki eins og Svandísi Sigurðardótt- ur verður ríkur í sjálfum sér hvað sem öllu veraldlegu basli líður. Fyr- ir hönd fjölskyldu minnar votta ég heimilisfólki og starfsfólki í íbúðar- sambýlinu í Auðarstræti, Jóa og ættingjum Svandísar samúð okkar. Megi ljómi stafa af minningu henn- ar. Friðrik Sigurðsson. Nú er komið að kveðjustund. Hún Svandís er farin yfir móðuna miklu eftir stutt veikindi. Dísa, en það var hún kölluð af okkur, var alin upp hjá afa mínUm og ömmu, Jósef Einarssyni og Katr- ínu Kristjánsdóttur. Dísa var hluti af tilveru okkar. Alltaf til staðar, þegar við systkinin vorum lítil, til- búin að passa okkur og fara með okkur í bæinn. Alltaf hringdi hún viku áður en einhver í fjölskyldunni átti afmæli til að athuga hvort yrði veisla og hvenær hún yrði sótt, því alltaf vildi hún koma með pakka, sem hún var búin að útbúa, pijóna sokka eða tuskur. Dísu þótti mjög gaman að pijóna sokka, það eru eflaust ekki til tölur yfir öll þau sokkapör sem hún gerði yfir ævina. Hún var umhyggjusöm kona og hugsaði allt- af hlýtt til okkar. Elsku Dísa mín, við viljum kveðja þig með bæninni sem hún amma kenndi okkur og þótti svo vænt um. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Unnur, Jón, Ólöf Birna og Davíð Örn. SVEINN GUÐMUNDSSON + Sveinn Guðmundsson fædd- ist á Hrafnabjörgum í Jök- ulsárhlíð 5. september 1941. Hann lést 12. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 19. nóvem- ber. ÓLÝSANLEG depurð gagntók mig þegar mér voru færð þau óvæntu og sorglegu tíðindi, að Sveinn vinur minn Guðmundsson hefði látist af hjartaslagi við ijúpnaveiðar. Óvænt hlutu þau að teljast, bæði vegna þess að hann var á besta aldri og virtist mjög vel á sig kominn líkam- lega. Ég hafði líka nýverið hitt hann hressann og kátan að vanda og bjóst því síst af öllu við svo sorglegum tíðndum. Leiðir okkar Sveins lágu fyrst saman í Eiðaskóla, þegar hann var þar á síðasta námsvetri að ljúka Jandsprófi, en ég að byija minn fyrsta vetur eftir barnapróf. Tókst þá strax með okkur ágætur kunningsskapur, sem þróaðist í góða vináttu með ár- unum og auknum samskiptum. Sveinn fór í Samvinnuskólann á Bi- fröst og lauk þaðan prófi vorið 1961. Starfaði hann að því loknu eitt ár hjá Skipaútgerð ríkisins í Reykjavík, en hélt síðan á heimaslóðir á Héraði og stundaði þar margháttuð störf. Var skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa í eitt ár, bankafulltrúi í Búnaðarbankanum í tvö ár, kennari við barna- og unglingaskólann á Eiðum í fjóra vetur, þar af einn sem skólastjóri. Jafnhliða kennslunni vann hann svo við uppbyggingu á nýbýlinu Sellandi í Hlíðarhreppi, þay sem hann hóf búskap árið 1970. Á þessu tímabili var ég búsettur á Egilsstöðum og hafði við hann marg- háttuð og góð samskipti. Sveinn var ágætur knattspymumaður á þessum árum og var burðarás í liði Spyrnis á Héraði, meðan það félag gerði sig gildandi á austfirskum knattspyrnu- völlum. íþrótta- og æskulýðsmál voru Sveini alla tíð hugleikin og lagði hann þeim meðal annars lið með setu í stjórn UÍA árin 1965-1969. Sveinn var mjög áhugasamur um þjóðmál og vann margháttuð störf fyrir Framsóknarflokkinn, var m.a. í stjórn samtaka hans í fjórðungnum í mörg ár, þar af formaður um nokk- urt skeið, og sat um tíma í miðstjórn flokksins. Eins og að framan greinir, hóf Sveinn Guðmundsson búskap í Sel- landi árið 1970 og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni, allt þar til hann réðst sem sveitarstjóri til Vopnafjarðar árið 1984. Á búskaparárum hans í Sellandi sat hann í hreppsnefnd Hlíð- arhrepps, sem oddviti, og gegndi og margháttuðum trúnaðarstörfum fyr- ir bændasamtökin, bæði í héraði og á landsvísu. Sveitarstjórastarfmu á Vopnafirði gegndi Sveinn af vaskleika í sex ár. Hann var alla tíð ötull málafylgju- maður og rak erindi sveitarfélagsins út á við af dugnaði og festu. Sveinn var ágætlega máli farinn og flutti oft skemmtileg ávörp og tækifæris- ræður. í rökræðum gat honum hitnað í hamsi, ef honum fannst á sig og sinn málstað hallað, en að orðasennu lokinni hló hann sínum létta hlátri og hvatvís orð voru geymd. Á mann- fundum var hann hrókur alls fagnað- ar, lipur dansmaður, dágóður söng- maður og ætíð hress og fijálsmann- legur í fasi. Á Vopnafirði eignuðust Sveinn og íjölskylda hans marga góða vini og kunningja og tengdist hann staðnum mjög traustum bönd- um á sveitastjórnartímanum. Það var honum því nokkurt áfall og von- brigði, þegar pólitísk veður skipuðust þannig í lofti eftir sveitarstjórn- arkosningarnar 1990, að hann átti ekki kost á endurráðningu. Honum þótti sárt að fá ekki vegna pólitískra aðstæðna að halda áfram að starfa á þeim vettvangi, sem hann hafði helgað krafta sína síðustu árin. En svona er lýðræðið og pólitíkin og því flutti hann með fjölskyldu sinni til Egilsstaða, þar sem hann starfaði hjá Malarvinnslunni hf. til dauða- dags. Þrátt fyrir brottflutning úr Vopnafirði, hélt Sveinn miklu og góðu sambandi við byggðarlagið og íbúa þess. Málefni þess voru honum mjög hugleikin og oft hringdi hann til að spyija frétta og spjalla um það sem efst var á baugi. Hann renndi gjaman norður yfir Hellisheiði og heilsaði upp á einhveija kunningja og kom þá tíðum við í Sundabúð og rabbaði við hina öldruðu íbúa þar, sem alltaf voru miklir vinir hans. Hann reyndi hvert haust að komast í'haustgöngurnar í Eyvindarstaðaaf- réttinni, svona til að viðhalda létt- leika sínum í gönguferðum og svo mætti lengi telja. Víst er um það a_ð margir sakna nú vinar og félaga. Ég og fjölskylda mín þökkum innilega fyrir samfylgd- ina og ótal ánægjulegar stundir. Við vottum þér, Sæunn mín, börnum þín- um, fjölskyldum þeirra og öllum að- standendum, dýpstu samúð og biðj- um góðan Guð að létta harm ykkar yfir látnum ástvin og blessa framtíð ykkar. Kristján Magnússon. GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR + Guðrún _ Marteinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 15. jan- úar 1952. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 5. desember. ELSKU besta Rúna á móti hefur yfirgefið þennan heim. Hvers vegna? Einhvern veginn stendur maður í þeirri barnslegu trú að manneskja eins og Rúna sé ódauð- leg. Rúna verður alltaf þarna á móti. Þegar hún flutti inn í húsið kom hún með sólina. Hún náði á sinn einstaka hátt að heilla alla í kringum sig og var þá fjölskyldan okkar engin undantekning. Sér- staklega var Jana hrifin. Henni var hún sem móðir. Hún átti svo auð- velt með að gefa af sér. Rúna var einstaklega yndisleg, heilsteypt og lífsglöð manneskja, sem lést í blóma lífsins. Til að missa ekki trúna á lífið og réttlætið hugsar maður með sér að einhver hljóti tilgangurinn að vera, en erfitt er að finna eitthvað sem réttlætir svona sviplegt fráfall. Hvað hefði Rúna gert? Rúna hefði tekið þessu af yfirvegun og styrkt okkur hin í að halda áfram og það skulum við gera fyrir hana. Halla, Röggu, Hlyn, Héðni, Mar- en, Svövu, Rakel, foreldrum og frændfólki vottum við okkar inni- legustu og dýpstu samúð. Fjölskyldan á móti. I síðustu minningargreininni um Guðrúnu Marteinsdóttur á blaðsíðu 39 í Morgunblaðinu í gær, miðviku- dag, eftir Wendy og Bill Daly og dætur, var meinleg prentvilla sem raskaði merkingu heillar setningar. Hér birtist aftur kaflinn, sem varð fyrir hnjaskinu: „Þegar ég kom til íslands í síðustu viku vissi ég að Rúna ætti skammt eftir ólifað. Rúna vildi að ég tæki Elísabetu dóttur mína, sem er aðeins átta ára, með mér. Við vorum saman síðustu tvo dagana sem hún lifði. Vináttuböndin voru sterk og innileg og stundirnar einkenndust af þeirri gleði sem tengir fólk saman.“ Hlut- aðeigendur eru innilega beðnir af- sökunar á þessum inistökum. NÝISTÍLL Blek- og kúlublekpennar, B litir. Frábaen gæði og mjög gott venð. Sölustaðin: H A L L A R M l) L A • K R I N G L U N N I SKAKHUSIÐ Sjónvarpsmarkaðurinn hleiviivii laug aveg l Póstverslun • Simi: 121 I I AHHA HF • HEILDVERSLUN • SlMI: 624667
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.